Tíminn - 08.01.1987, Side 11

Tíminn - 08.01.1987, Side 11
Fimmtudagur 8. janúar 1987 Tíminn 11 lliilllillllllllllll MINNING n.. Sigríður D. Karlsdóttir Fædd 14. janúar 1908 Dáin 28. desember 1986 Það er ætlun mín, með þessum fátæklegu línum sem hér fara á eftir, að leitast við að draga upp mynd af góðri og göfugri konu, sem ég hafði mest kynni af sem drengur. Hér verður því um fremur einangraða mynd að ræða af öllu því góða sem þessi kona lét gott af sér leiða á æviskeiði sínu og varðar fyrst og fremst samskipti okkar á þessum tíma. Hún var fædd 14. janúar 1908 og hefði því orðið 79 ára í þessum mánuði, hefði hún lifað. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Þorsteins- dóttir og Karl Þórðarson, sem bjuggu í Hlíð í Kollafirði á Ströndum, áður en þau fluttust að bænum Búðardal á Skarðsströnd 1914, eða þegar Sigríður var aðeins 7 ára. Hún sagði mér oft frá þeim flutningum vestur á Skarðsströnd, sem voru henni í bernsku minni. Þau Guðbjörg og Karl keyptu jörðina af hjónunum Guðrúnu Blöndal og Jóni Andréssyni. Er óhætt að segja, að með eljusemi og dugnaði hafi þeim hjónum, með aðstoð barna sinna, tekist að gera þessa jörð að sannköll- uðu herrasetri, enda liðu aðeins 12 ár, þar til þau höfðu reist sér glæsi- legt steinhús (árið 1926), sem enn stendur fyrir sínu. Með þessu átaki sínu urðu þau fyrst íbúa í Skarðs- hreppi til þess að reisa sér steinhús. Móum og börðum breyttu þau í ræktað land með frumstæðum tækja- búnaði, sem enginn mundi láta sér detta í hug að nota nú til dags. Systkinin voru firnm, fjórar systur og einn bróðir, þau Ragnheiður, Sigríður, Sigurborg, Guðbjörg og bróðirinn Þorsteinn, sem enn býr í Búðardal. Auk þess áttu þau einn hálfbróður, Herbert, son Guðbjarg- ar heitinnar. Mikill kærleikur hefur verið á milli þeirra systkina og gagnkvæm virðing, eins og best verð- ur á kosið í góðum fjölskyldum. Ragnheiður og Sigríður bjuggu sam- an á Þórsgötu 19, síðustu 20 árin. Sigríður eignaðist einn son, árið 1931, Karl Pétursson, sem hefur reist sér myndarlegt hús á Klifmýri á Skarðsströnd í landi Hvalgrafa. Er óhætt að fullyrða, með fullri virðingu fyrir duglegu fólki í bændastétt, að fáir hafi tekið eins myndarlega til hendinni við ræktun lands og upp- græðslu, eins og sonur hennar, enda notið stuðnings konu sinnar, Eddu Hermannsdóttur og fimm barna þeirra hjóna, sem eru hvert öðru athafnasamara og áhugasamara fyrir búskap. Seinni árin, hefi ég því miður lítið fylgst með lífi og tilveru Siggu prjónakonu, eins og hún var ævin- lega kölluð í fjölskyldu minni, en fagrar minningar á ég um þessa ágætu konu frá æskuárum mínum, er ég var í sveit, eins og það var kallað, hjá Þorsteini Karlssyni, bróður hennar og henni, á unglings- árum mínum frá 7 til 13 ára aldurs. Sigríður gegndi, á þessum árum, hússtýruhlutverki á heimilinu og skilaði því starfi með mesta sóma, enda var hún víkingur dugleg og féll aldrei starf úr hendi. Auk þess gekk hún til allrar útivinnu meðan hey- annir stóðu yfir og er mér það, í orðsins fyllstu merkingu, hulin ráð- gáta, það mikla vinnuþrek, sem hún bjó yfir. Það var ekki óalgengt, að húsmæður í sveit í þá daga, hæfu vinnudag sinn kl. 5 á morgnana og gengju síðastar til náða á kvöldin. Störf þeirra voru erilsöm og erfið, búskaparhættir frumstæðir og höfðu lítið breyst í aldaraðir, enda á tækni- væðing í sveitum landsins sér vart lengri sögu en ca. 40 ár. Prjónavél Siggu stóð í gömlu bað- stofunni í Búðardal, sem var enn- fremur svefnstaður heimilisfólksins. Ekki var óalgengt að 6-8 manns svæfu þarna í einu og sama herberg- inu. Sigga náði mikilli leikni á prjónavélina, sem mér fannst vera galdratæki hið mesta og prjónaði hún skjólflíkur á heimilisfólkið og reyndar fyrir nágrannana líka, úr elsta iðnaðarhráefni íslendinga, ull- inni. Sigríður var hafsjór af fróðleik, enda náttúrugreind að eðlisfari og kunni skil á öllu mögulegu milli himins og jarðar, sem hver fræði- maður gæti verið stoltur af. Á þess- um tíma virkaði hún á mig sem talandi alfræðiorðabók og var frá- sagnargáfa hennar lifandi, málfar vandað, enda hafði hún gott vald á íslenskri tungu og óþreytandi að leiðrétta málfar okkar sem yngri vorum. „Þá ungur nemur gamall temur“, segir máltækið, en víst er, að þessi góða kona hafði djúpstæð áhrif á mig sem barn og vissulega hafa uppeldisáhrif frá henni gætt hjá mér, þó þau séu ekki áþreifanleg og reyndar ómælanleg. Það var eitt fagurt sumarkvöld í júlímánuði, kl. var um 11 að kvöldi, og höfðum við Sigga verið að rifja og raka allan daginn. Á leið okkar heim að bænum segir Sigga allt í einu - það er best að rifja þennan flekk áður en að við förum heim -. Getum við ekki geymt það til morguns, svaraði ég, enda orðinn þreyttur. „Á morgun, segir sá lati“, svaraði Sigga sposk á svipinn og hélt áfram rakstrinum og ég auðvitað líka, sneyptur á svipinn. Hver veit nema þessi góða kona hafi einmitt með hollum uppeldisáhrifum sem þessum kennt mér að vinna. Sigríður fluttist ásamt syni sínum, Karli Péturssyni, og móður sinni Guðbjörgu, hingað suður árið 1947. Hún vann alla tíð fyrir sér með prjónastörfum, enda var hún bráð flink í höndunum og fljótlega eftir- sótt prjónakona. Undarlegt fannst mér hvað þessi hægláta sveitakona var fljót að kynnast hinum öru tískusveiflum í fatnaði kvenna, enda gat hún orðið við flestra óskum í þeim efnum. Það var eitt fyrsta gæfuspor mitt í lífinu, að kynnast Siggu og reyndar hennar ágæta fólki, sem enn býr í Búðardal á Skarðsströnd. Samvisk- an hefur oft nagað mig í gegnum árin, að hafa ekki sýnt henni meiri artarsemi en raun ber vitni. Tíma- leysi er tískuorð þeirra, sem ekki sinna ástvinum sínum eða kærum vinum og myndi ég hreiniega skammast mín fyrir. að taka mér slíkt orð í munn. Þó hef ég og fjölskylda mín átt þess kost að taka Siggu með okkur vestur á Skarðsströnd, en þangað fór hún a.m.k. tvisvar á ári að hcimsækja son sinn, tengdadóttur og barna- börn. Er ánægjulegt til þess að vita að flest þeirra virðast ætla að ílengj- ast í sveitinni og setjast þar að. í þessum ferðum okkar var hún ævin- lega hinn besti leiðsögumaður, kunni skil á öllum bæjum, sem við keyrðum fram hjá, hverjir bjuggu þar, eða hefðu búið og hvar þessi og þessi bardaginn hafði verið háður oggetiðerum ííslendingasögunum. Allt líf Siggu bar vott um dugnað, sjálfsbjargarviðleitni, meðfædda fróðleiksfýsn og umfram allt ráð- vendni og hógværð. Það hefði verið henni á móti skapi og í mótsögn við lífsstíl hennar, að vera borin oflofi. í þessum fátæklegu línum er ekk- ert ofsagt um Sigríði Karlsdóttur, en sjálfsagt margt vansagt. Þeir sem þekktu hana betur geta fyllt upp í þá eyðu. Eitt er víst að hún verður minnisstæð öllum þeim, sem áttu því láni að fagna að kynnast henni, en syni sínum og barnabörnum góð fyrirmynd umhyggjusamrar móður og ömmu. Blessuð sé minning Sigríðar Karls- dóttur. Reynir Jónasson llllllllllllllllllllllll bækur .;.;;HIIIIIII!ilir .......................................................................... ....................................... ........................... ....................................... ............................ Flýgur yfir bjarg Gunnar Gunnlaugsson læknir sendir frá sér sína fyrstu ljóðabók Vaka-Helgafell hefur gefið út ljóðabókina Flýgur yfir bjarg eftir Gunnar Gunnlaugsson. Gunnar hefur fengist við yrkingar um árabil, en hefur ekkert verið að flíka afrakstrinum, en við lestur bókarinnar kemur ljóslega fram að hér er enginn nýgræðingur á ferð. Ljóð Gunnars bera merki agaðra, smekklegra vinnubragða og ætti ljóðaunnendum að þykja fengur að því að fá nú tækifæri til að kynnast skáldskap hans á bók. Gunnar Gunnlaugsson er yfirlæknir á skurðlækningadeild Borgarspítalans og hefur því fengist við ljóðagerð sína og ljóðaþýðingar í fristundum. Hvert ljóða Gunnars er í raun sjálfstætt bókmenntaverk. Þau eru meitluð, myndræn og tilfinningarík. Hann yrkir jöfnum höndum í hefðbundunum stíl og órímað og ferst hvort tveggja jafn vel úr huga og hendi. Auk frumortra ljóða eru í bókinni allmargar listilega gerðar þýðingar á ljóðum erlendra skálda. Þar ræðst Gunnar ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur spreytir sig meðal annars á hinu stórfenglega og margfræga kvæði eftir Edgar Allan Poe, „Hrafninum". Þar fetar hann í fótspor meistaranna, séra Matthíasar, Einars Benediktssonar og Þorsteins frá Hamri. Kann mörgum ljóðavinum að þykja fróðlegt að virða fyrir sér hvernig sama járnið er lúð á ýmsa vegu eftir því hver stendur við steðjann. Flýgur yfir bjarg er falleg og forvitnileg ljóðabók og með henni berst ný og ómþýð rödd inn á ljóðaþing landsmanna. Bókin er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. Kápumynd er eftir Jón Reykdal. A Sambýli fyrir aldraða Forstöðumaður - Starfsfólk óskast Fljótlega veröur hafin starfsemi dvalarheimilis fyrir 11-13 aldraða í vesturbæ Kópavogs. Hér meö er auglýst laus til umsóknar staöa forstöðumanns heimilisins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu í störfum á sviði þjónustu við aldraða. Jafnframt eru lausar til umsóknar þrjár stöður starfsfólks við sambýlið, hlutastörf koma til greina. Gengið er út frá því að um vaktavinnu verði að ræða. Umsóknarfrestur er til 18. janúar 1987. Umsóknareyðublöð liggja frammi á félagsmála- stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upp- lýsingar veitir undirritaður í síma 45700. Félagsmálastjórinn \\\ Útboð Leiga og losun ruslagáma Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftirtilboðum í að leigja og losa ruslagáma staðsetta á fjórum stöðum í borginni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 28. janúar kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — Sími 25800 Fósturheimili Fósturheimili óskast í Reykjavík eða nágrenni fyrir tvo 13 ára drengi. Upplýsingar veitir Áslaug Ólafsdóttir félags- ráðgjafi í síma 685911 milli kl. 9.00-16.00 alla virka daga. Útboð Kristskirkja - Málun Óskaö er eftir í tilboöum í málun Kristskirkju að innan. Heildarflötur er 1470 fermetrar. Útboösgögn eru afhent hjá Verkfræöistofunni Línuhönnun h.f., Ármúla 11 og veröa opnuð á sama staö þriöjudag 20. jan. 1987, kl. 11.00. Alúðar þakkir færi ég öllum þeim, sem sendu mér skeyti, góðar kveðjur og höfðinglegar gjafir á 70 ára afmæli mínu 29. desember s.l. Heiður og hamingja fylgi ykkur öllum. Guttormur Óskarsson. t Útför Kristjáns E. Sigurðssonar, bónda f Hrfsdal, fer fram frá Fáskrúöarbakkakirkju í Miklaholtshreppi laugardaginn 10. janúar, kl. 14.00. Ferð veröur frá Umferðarmiöstööinni kl. 9.30 sama dag. Minningarkort til ágóða Fáskrúðarbakkakirkju munu liggja frammi eftir athöfnina og bent er á aö láta kirkjuna njóta andvirðis blóma eöa kransa. María L. Eðvarðsdóttir Úrsúla Kristjánsdóttir Þórður Sigurðsson Unnur G. Kristjánsdóttir Matthildur Kristjánsdóttir Sigurður Kristjánsson Hjördís Kristjánsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir barnabörn og systkini Jón Hannesson Jón Björgvin Sigurðsson Bjarni Kr. Þorsteinsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.