Tíminn - 30.01.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.01.1987, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. janúar 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR ■III: illlllllNllJli Arni Benediktsson: Verkföll oa vinnudeilur Nokkur umræða hefur orðið um að ríkisvaldið hefur gripið inn í vinnudeilur með lagasetningu. Yfirleitt hafa þeir, sem tekið hafa til máls, verið þeirrar skoðunar að þetta hafi gerst of oft og ætti raunar aldrei að gerast. Launþegum sé verkfallsrétturinn mikilvæg mann- réttindi, sem ekki megi undir nein- um kringumstæðum skerða. Ekki hafa allir tekið undir þetta sjón- armið en talið þó að ríkisvaldið ætti að hafa sem minnst afskipti af verkföHum. Það er varla nein spurning að verkföll eru oftast nær til tjóns, þó að þau geti verið óumflýjanleg í einstöku tilfellum. Skilningur á þessu hefur farið vaxandi. I'ess vegna hefur verið leitast við að reyna til þrautar að semja án þess að komi til verkfalla. Þetta hefur fyrst og fremst orðið í aðalkjara- samningum, einstök félög eru oft tilbúin til verkfalla, jafnvel án þess að verulegar samningsumleitanir hafi farið fram. Til hvers eru verkföll? Ef kjarasamningar leiða ekki til niðurstöðu, sem viðkomandi launþegar geta sætt sig við, má grípa til verkfalla. Launþeginn tap- ar tekjum á meðan á verkfalli stendur, en hann er reiðubúinn til þess vegna þess ávinnings, sem hann hyggst ná. Fyrirtæki, sem verkfall er gert hjá tapar einnig tekjum. Fyrirtækið verður að meta hvort það tekjutap er meira en þær launahækkanir, sem það á kost á að semja um. Á sama hátt verður launþeginn að meta hvort sá ávinningur, sem hann hyggst ná gerir meira en að bæta það tekju- tap, sem hann verður fyrir. Á þennan hátt eru báðir aðilar jafnt settir. Launþeginn setur þá þumalskrúfu á fyrirtækið að það hlýtur tiltölulega fljótt að gefa kost á því að greiða það sem því er framast unnt. Jafnframt á launþeg- anum að vera ljóst að það eru ekki hagsmunir hans að leika fyrirtækið svo grátt að það geti ekki staðið í Sl En því miöur háttar því þannig til hér á landi að verkföll bitna ekki síður á þriðja aðila, þeim sem engin áhrif getur haft við samningaborð- ið, einfaldlega vegna þess að hann á enga hlutdeild að samning- unum skilum. Og launþeginn faírir lfka fórnir í verkfalli, fórnir sem ættu að verða til þess að hann leggi áherslu á að ljúka verfkalli sem fyrst. Því miður hefur oft verið farið út fyrir þennan ramma raun- verulegra hagsmuna hér á landi, en Vinnulöggjöfin er kom- in til ára sinna og margt í henni, sem hefði þurft að breyta við breyttar aðstæður. Margt í henni er orðið algjör- lega úrelt, t.d. hvernig hægt er að ganga á hagsmuni annarra en deiluaðila. Þó aðflestir hafi gert sér þetta Ijóst virðist þetta vera eins- konarfeimnismál, sem fæstir leggja í að tala um á almannafæri það er ekki til umræðu hér. En þess verður þó að geta að smátt og smátt hafa samningar verið að færast í það horf að fjallað er um raunverulega hagsmuni deiluaðila, þó að enn skorti nokkuð á. En að framansögðu mætti það vera Ijóst að verkföll eru hluti af kjaradeilu milli tveggja aðila. Á meðan þeim er haldið innan þess ramma er ekki ásættanlegt að ríkis- valdið beiti valdboði til að leysa kjaradeilu þar sem aðilar eiga í verkfalli. Þriðjl aðili En því miður háttar þannig til hér á landi að verkföll bitna ekki síður á þriðja aðila, þeim sem engin áhrif getur haft við samn- ingaborðið, einfaldlega vegna þess að hann á enga hlutdeild í samning- unum. í verkfalli hjá mjólkurstöð bíða ekki einungis mjólkustöðin og það starfsfólk, sem er í verkfalli, skaða. Skaðinn getur orðið miklu meiri hjá bændum og neytendum, sem ekki eru á neinn hátt þátttak- endur í deilunni, né hafa mögu- leika á að Ieysa hana. í nýliðinni sjómannadeilu misstu hvorki sjómenn né útvegsmenn verulegar tekjur. Kvóti veiðiskipa er óbreyttur og þau ná honum með fáum undantekningum síðar á árinu. Sóknarmarksdögum fækkar ekki, og þeir sem vildu selja ferskan fisk erlendis gerðu það óhindrað. Sjómannadeilan bitnaði miklu fremur á fiskvinnslufólki, sem ekki var aðili að deilunni, og fisk- vinnslustöðvum, sem ekki voru heldur aðilar að deilunni. Síðast en ekki síst bitnaði hún á markaðs- stöðunni og þjóðarbúinu í heild. Það liggur í eðli máls að það er ekki ásættanlegt að verkföll bitni í verulegum mæli á þeim, sem enga aðild eiga að þeim og engin áhrif hafa á lausn þeirra. Það er spurning hvort það er ekki skylda ríkis- stjórnar og Alþingis að leysa slíka deilu. Það er spurning hvort ríkis- valdið hefur ekki of oft gripið of seint í taumana, þegargengið hefur Það er ekki viðunandi í réttarríki að hægt sé að ganga miskunnarlaust á rétt manna, sem enga möguleika hafatil að bera hönd fyrir höf- uðsér. Þaðerekkiverj- andi að hægt sé að eyðileggja atvinnu- möguleika manna og gera framleiðsluvörur verðlausar með því einu að einhverjum óviðkomandi þyki óumflýjanlegt að fara í verkfall m verið á hagsmuni þeirra, sem ekki voru aðilar málsins. Feimnismál Vinnulöggjöfin er komin til ára sinna og margt í henni, sem hefði þurft að breyta við breyttar aðstæð- ur. Margt í henni er orðið algjör- lega úrelt, t.d. hvernig hægt er að ganga á hagsmuni annarra en deilu- aðila. Þó að flestir hafi gert sér þetta ljóst virðist þetta vera eins- konar feimnismál, sem fæstir leggja í að tala um á almannafæri. Hvað þá að gera nokkuð í málinu. Það verður vart lengur hjá því komist að taka nokkra þætti vinnu- löggjafarinnar til endurskoðunar. Þar skiptir mestu máli að fundnar séu leiðir til þess að vinnudeilur bitni ekki verulega á öðrum en þeim sem í þeim standa. Það er ekki óalgengt að launþegar halda að hugmyndir um endurskoðun verkfallsréttarins séu þeim til höfuðs. Það þarf alls ekki að vera. Að sjálfsögðu verða þær breyting- ar, sem nauðsynlegt er að gera, að leiða til eðlilegrar réttarstöðu allra, beggja aðila vinnudeilu og þeirra sem utan við hana standa. í farmannadeilu er eðlilegast að flutningur að og frá landinu geti haldist með eðlilegum hætti. En ekki með þeim skipum, sem verkfall er á og ekki með þeim áhöfnum, sem eru í verkfalli. Það er meiri þrýstingur á skipafélögin að vör- urnar séu fluttar að og frá landinu með öðrum skipum og tekjurnar af flutningum fari til annarra skipa, heldur en ef vörurnar bfða flutn- ings með sömu skipum að verkfalli loknu. Það er meiri þrýstingur á skipafélögin að semja og þess vegna eru hagsmunir verkfalls- manna betur tryggðir. Þar að auki er ekki brotinn réttur á þeim, sem ekki eiga aðild að verkfallinu. Það er ekki viðunandi í réttarríki að hægt sé að ganga miskunnar- laust á rétt manna, sem enga möguleika hafa til að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki verj- andi að hægt sé að eyðileggja atvinnumöguleika manna og gera framleiðsluvörur manna verðlaus- ar með því einu að einhverjum óviðkomandi þykir óumflýjanlegt að fara í verkfall. Þangað til þessu hefur verið breytt má því vænta þess að afskipti ríkisvaldsins af kjaradeilum fari fremur vaxandi. LESENDUR SKRIFA llll!!ílll III1 lllllllllll REKSTRARSTJÓRI Orðsending til Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra Það mun vera rúmlega eitt ár síðan þú tókst við menntamálaráð- herraembætti, nokkrum vikum seinna minnir mig að þú segðir að óstjórnin hjá Lánasjóði, væri svo mikil að nauðsynlegt væri að láta forstjóra fara sem fyrst, vegna þess hve eyðslusamur hann væri. Því hafir þú vikið honum frá starfi, þ.e. margir töldu gott fyrir ríkissjóðinn að losna við slíka menn. Nú var maður að vona að þú mundir verða jafn fljótur að koma Lánasjóðnum í rétt fjármálaástand svo sem þú teldir að ætti að verða í nútíð og framtíð. Öðru hvoru hefur verið sagt frá því að þessa eða hina breytingu væri verið að gjöra á Lánasjóðnum, og til þess hafir þú valið hina ágætu menn, sem nefndir eru Finnur Ingólfsson og Friðrik Sophusson. Frá þeim höfum við aðeins heyrt það að þeir eru ekki sammála um það, hvernig námslána- sjóðsmálið verði leyst. Þar skrifa báðir um sínar ágætu tillögur sem hvor um sig hafa lagt fram, en þeim hefur ekki enn lukkast að leysa. En þeir standa bara hvor framan í öðrum með sín mörgu orð, Iíkt og hundur framan í rollu, þar sem er ekkert hægt fyrir meðalmannsvit að vita hvor þeirra byrjaði á að hlaupa útundan sér, það er þú ert aðeins áhorfandi. Hvað á það að ganga lengi? Nú í dag þóttist ég heyra frá Steingrími J. Sigfússyni að ríkssjóð- ur hefði orðið að greiða nokkrar milljónir til fyrrum forstjóra Lána- sjóðs fyrir brottreksturinn en lána- sjóðsmálinu þó ekki lokið. Hvenær fáum við lokaorð í því máli? En um Finn og Friðrik vil ég segja það, að slíkir óróaseggir eiga ekki að sýna okkur kjósendum á framboðslistum sín nöfn, við næstu alþingiskosning- ar. Við þurfum að fá sáttfúsa menn inn á Alþingi en ekki þá sem kunna ekki að leysa deilur. Þjóðin vill svo fá að vita hjá sjálfum fjármálaráð- herranum, hvað hann hefur fyrir hönd ríkissjóðs orðið að greiða í skaðabætur til fyrrum námslána- stjóra? Tel meiri þörf á því að skrá það í blöð, og lesa í útvarpi, heldur en þegar verið er að marg endurtaka, þá óeirðir eru úti í Afríku og líkur væru á því að jafnvel einn hafi fallið. Nú hefur þú í síðustu viku, rekið annan eyðslusegg, sem þú segir að hafi á skömmum tíma, eytt frá okkur 11 milljónum króna, ellefu milljónum, fram yfir það sem fjárlög, hafa ætlað til þeirrar starf- semi sem hann starfar við. Ég sá það íMorgunblaðinu 17. þessamánaðar, sem frétt frá Svæðisútvarpi Akureyr- ar sem álit manna um vinsælasta mann vikunnar, þar sem þú fékkst 105 atkvæði fyrir að reka nefndan eyðslusegg, en hinn rekni Sturla Kristjánsson fékk aðeins 94 atkvæði. Þar með kveða sjálfir Akureyringar upp dóminn yfir þér að þú hafir gert: rétt. Þar sér maður það hvað sjálfir Akureyringar álíta um málið. En væri nú ekki rétt fyrir sjálfan menntamálaráðherrann Sverri Her- mannsson að líta eftir mörgum fleiri starfsmönnum sínum sem vinna fyrir hann og okkur alla sem greiðum skatta og skyldur í okkar ríkissjóð, sem svo er aftur sá sjóður sem verður að greiða til menntamála, svo sem vitað er. Sagan segir að sjálfur útvarpsstjóri hafi eytt 16 milljónum króna, umfram tekjur í hverju kjördæmi landsins í tal og tóna á síðast liðnu ári, sem talið er alls að nemi 128 milljónum króna, Þar til viðbótar er sagt að hann hafi tekið 40 milljón króna lán, víxil í sjálfum Landsbankanum, og það án heimildar ríkisstjórnar, er nemur þá til viðbótarfimm milljónum, fyrir hvert kjördæmi landsins. Verður því umframgreiðsla fram yfir tekjur 16 milljónir plús 5 milljónir, - 21 millj- ón fyrir hvert kjördæmi í landinu. Væri svo ekki rétt fyrir þig að yfirfara þá tollalækkun sem sjálfur fjármálaráðherrann kom á af öllum afruglurum, sem Jón Óttar þurfti að veita sínum viðskipta- mönnum, til þess að þeir gætu hlust- að á hans stöð? Sú niðurfelling á innflutningstollum er þó talin vafa- söm samkvæmt landsins lögum, það er hann rýrir tekjur útvarps, til þess að það hækki sínar skuldir, sem hann fyrir hönd ríkissjóðs verður svo víst að greiða. Við þessi útgjöld væri að vísu ekkert að athuga ef við skattborgar- ar sem svo erum nefndir, fengjum að greiða þessar upphæðir árlega, sem nefna mætti contant, en alþingismenn okkar eru svo miklir skattheimtuskussar, svo sem Albert nefndi okkur, í sinni fjármálaráð- herratíð, að þeir þora ekki að inn- heimta hjá okkur sjálfsagða skatta fyrir árlegum þörfum, his|dur taka lán, ofan á lán, sem þið gjörið svo ráð fyrir að barnabörnin okkar verði að greiða, og það jafnvel með hinu viðbjóðslega vísitöluálagi, sem al- þekkt er hin síðustu ár. En það sem okkar unga fólki er sem mest kennt nú, er að vinna sem minnst og taka sem mest lán, bæði til náms og það sem fer í það að byggja hús yfir sig, og sín væntanlegu börn. Það hljótið þið alþingismenn að vita að ykkur hefur ekki lukkast að safna saman það háum sjóðum að nægi fyrir námslánum, og því síður fyrir þeim húsbyggingarsjóðum sem hið unga fólk heimtar af ykkur þá það fer út í það að byggja yfir sig íbúðarhús. Því vil ég spyrja þig, herra menntamála- ráðherra, sem ert ættaður af harðara hluta landsins, hvort það væri ekki rétt að fyrirskipa kennslu í skólum nokkurn úrdrátt úr sögu hinna kunnu Vesturlandsvíkinga Einars Guð- finnssonar og Haraldar Böðvarsson- ar, sem byggðu allt upp af engu nema sinni vinnu. Þeir skildu eftir sig þaú mannvirki í hafnargerð og húsbyggingum sem munu standa af sér veður og vinda langt fram á næstu öld. En nú eru þeirfallnirfyrir fáum árum. En þar sem skólaferða lög eru ætíð farin á þeirra fyrn athafnastaði, væri þá ekki rétt að biðja kennarana sem fylgja nemend- unum að sýna námsmönnum mann- virki þeirra? Þar gætir þú nokkuð mælt með þinni stefnu í einkafram- taki, svo sem þín stjórnarstefna stefnir að. Mig minnir að þú hafi sagt þá verið var að gjöra athugasemd við það þá éinn maður hafði eytt 11 milljón krónum fram yfir það sem fjárlög heimiluðu í einu kjördæmi. Þá yrðu allir þeir sem fyndust sekir fyrir að eyða meira en heimilt væri, sóttir til saka. Væri þá ekki rétt að reka þá alla sem hafa eytt 16 milljónum í hverju kjördæmi í tali og tónum fram yfir það sem tekjur námu, svo að taka 5 milljóna króna lán fyrir hvert kjör- dæmi, þar til viðbótar, án heimildar frá þér, sem sagt hefur verið að ríkissjórnin hafi ekki leyft. Þar er það sjálfur útvarpsstjórinn og út- varpsráð sem þér ber hér að reka. Þú ert svo sem alþjóð veit yfirráða- maður yfir þcirri menntastofnun okkar. Það er sennilega sá hluti af þegnum þjóðarinnar sem samgöngu- ráðherrann ræddi um fyrir nokkru að þyrfti að rannsaka, þá hann nefndi að annar helmingurinn af þjóðinni þurfi víst að rannsaka hinn, svo sem skráð var í blöðum fyrir fáum dögum. Hefur þú nokkurt minni til þess að nokkur útvarps- stjóri eða útvarpsráð, hafi tapað líkri upphæð á einu ári? En þetta er skráð að hafi gerst undir þinni yfir- stjórn. Þú lætur máski skrá hann mann ársins 1986 fyrir slík verk. Eða þá þú rekur hann. Með broshýrri kveðju. Strákarl sem staddur er á Suðvesturlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.