Tíminn - 30.01.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.01.1987, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Föstudagur 30. janúar 1987 UTLOND Frá Kína: „Borgaralegt frjálslyndi" er slæmt orð um þessar mundir og flokkurinn hyggst taka upp baráttu gegn slíkri villutrú Kína: “Borgaralegt frjálslyndi“ íordæmt af flokknum Pekíng - Keuter Kommúmstaflokkurinn í Kína hóf nýja árið þar í landi í gær með varnaðarorðum um að baráttu gegn vestrænum hugmyndum myndi verða haldið áfram í langan tíma. Þessi barátta var þó ekki sögð munu hafa áhrif á efnahagsstefnu og venju- legt líf fólks. Öll opinber dagblöð landsins birtu harðorða forystugrein sem sér- fræðingar sögðu sýna hinn aukna styrk harðlínuafla í flokknum eftir brottvikningu Hu Yaobang úr starfi flokksformanns. Hinn umbótasinn- aði Hu þurfti að vfkja úr starfi sem næst æðsti ráðamaður landsins þann 16. janúar. I forystugreininni var baráttan gegn „borgaralegri frjálslyndis- stefnu" sögð vera afar mikilvæg fyrir „framtíð flokksins“. „Borgaraleg frjálslyndisstefna“ er annars það orðasamband sem notað er af flokknunt til að lýsa vestrænum lýðræðishugmyndum á neikvæðan hátt. Þessar hugmyndir voru inn- blástur mótmæla stúdenta í síðasta mánuði þar sent krafist var meira lýðræðis og minna flokksræðis. Forystugreinin var birt undirfyrir- sögninni „Verið harðari og meira vakandi í baráttunni gegn borgara- legri frjálslyndisstefnu" og var henni beint til flokksmeðlima, reyndar tek- ið fram að baráttan mætti ekki breiðast út fyrir flokkinn og hafa áhrif á venjulegt líf fólks. Prír menntamenn hafa verið rekn- ir úr flokknum í þessum mánuði, sakaðir um að vilja innleiða „algjör vestræn áhrif“ og þykir það benda til að harðlínumenn innan flokksins hafi aukið völd sín verulega að undanförnu. Persaflóastríðið: transkir hermenn í vörslu íraka Ráðstefna múhameðstrúarríkja í Kuwait: Hvatt til friðar í Persaflóastríði Kuwait - Reuter Ráðstefnu leiðtoga múhameðs- trúarríkja lauk í Kuwait í gær og var þar endurnýjuð áskorun til stjórn- valda í íran og írak að binda enda á hið blóðuga stríð þjóðanna tveggja sem staðið hefur yfir í sex og hálft ár. 1 yfirlýsingu sem birt var í lok fjögurra daga ráðstefnu Samtaka múhameðstrúarríkja var Persaflóa- stríðið sagt vera alvarleg ógnun við frið og öryggi á þessu svæði sem og við alþjóðlegan frið. Hvatt var til þess að hin 46 aðildarríki Samtaka múhameðstrú- arríkja „ynnu saman að því að binda enda á stríðið“. íran er aðili að samtökunum en fulltrúar þess létu ekki sjá sig í Kuwait heldur gáfu út yfirlýsingu þar sem sagði að íransstjórn myndi í engu fara eftir samþykktum sam- takanna. Samkvæmt heimildum var hætt við þá hugmynd að senda friðarsveit til Teheran til að fá stjórnvöld í fran til að taka vel í friðartilboð íraka. Leiðtogarnir á ráðstefnunni munu ekki hafa talið slíka leið vænlega til árangurs. Fermingar- tilboð — Ekki iáö nema í tíma sé tekid. Leigjum út sali íyrii feimingaiveislui. — Tökum aö okkui aö sjá um feimingarveislui í heima- húsum. Fagleg þekking ykkui aö kostnaðarlausu. — útvegum öll áhöld sem til þarf í feimingarveisluna og losum ykkur jaínframt viö uppvaskið ykkux aö kostn- aðarlausu. — Fermingarhlaöboröiö okkai mœlir meö sér sjálft. Verö i lágmarki - Gœöi í há- marki. SKEMMTISTADUR Upplýsingar í símum 4166 oq 4040 KvöUlverður, gisting, morgunveröur ú tiöeins kr. 1500 pr. tnunn. Tökum aó okkur smærri hópa og veitum afslátt. Því ekki að bregða sér í helgarreisu aö Blúa lóninu. BLÁA LÓNIÐ BOX 13. 240 GRINDAVÍK SÍMAR: 92-8650 OG 92-8651

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.