Tíminn - 30.01.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.01.1987, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. janúar 1987 liggja flatir fyrir Sjálfstæðisflokkn- um. Þeir bjóða gull óg græna skóga og það þarf áreiðanlega nokkuð sterk bein til að hafna þeim boðum. Ég veit hins vegar ekki hvernig sjálfstæðismönnum líst á krata til samstarfs. Mér lýst að mörgu leyti vel á myndun vinstri stjórnar ef hún er ábyrg í efnahagsmálum. Ég kem til með að gera ákaflega stífar kröfur til þess að verðbólgan magnist ekki á ný. Mér hefur virst að Alþýðu- flokkurinn hafni þessari afstöðu minni og þá kemur vinstri stjórn vart til greina. Því sýnist mér að eftir kosningar sé fyrst og fremst um þrjá kosti að ræða; Samstarf Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks eða samstarf þessara þriggja flokka." Nú hafa ýmsir stjórnmálainenn sérstaklega úr röðum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags nefnt þær ríkis- stjómir sem setið hafa síðan 1971 Framsóknarstjómir og jafnframt getið þess að á þessum árum hafi íslenskt efnahagslíf verið í miklu ójafnvægi. Nú er Ijóst að frægar ríkisstjórnir án þátttöku Framsókn- arflokksins og með þátttöku þessara flokka, annars eða beggja hafa end- að með íslenskt efnahagslíf í algcru öngþveiti og má þar fyrsta fræga telja Nýsköpunarstjórnina og síðar Viðreisnarstjórnina. Finnst þér ekki að í Ijósi þessa hafi umfjöllun þessara aðila verið ósanngjörn í garð Fram- sóknarflokksins? „Umræður þessara aðila hafa ver- ið mjög einhliða og ósanngjarnar. Ég verð að segja að eftir því sem ég lít betur yfir Framsóknaráratuginn því stoltari verð ég. Ég tel að þar hafi verið tekið mjög vel á þeim málefnum sem nauðsyn bar til eftir langa óstjórn. Það var nauðsynlegt að reisa við atvinnulíf, sem komið var í rúst. Ef skuttogar- amir hefðu ekki verið keyptir þá væri ekkert góðæri hér nú. Hitt er rétt að viðurkenna að of geyst var farið. Þrátt fyrir það held ég að þessi svonefndi Framsóknaráratugur sé eitt mesta framfaraskeið sem orðið hefur hér á landi.“ Tvær persónulegar spurningar í lokin. Hafðir þú snemma hug á því að gerast stjómmálamaður? „Nei, ég fór í nám mjög ákveðinn í að taka ekki þátt í stjórnmálastarfi. Það var þrýstingur annarsstaðar frá sem olli því að ég gaf kost á mér, fyrst sem formaður ungra framsókn- armanna í Reykjavík og síðan í framboð. Það vill verða þannig í stjómmálum að ef litli puttinn er gefinn þá hverfur öll höndin. Þegar ég hins vegar lít yfir farinn veg þá sé ég ekki eftir þeim tíma sem farið hefur í stjórnmálavafstur. Þetta er fróðlegt og þroskandi starf. Ég hef ómælda ánægju af að vinna með þeim mikla fjölda fólks sem tekur þátt í stjórnmálastarfi og hef hlotið af því miklu meiri menntun en í löngu háskólanámi.“ Verður þú aldrei leiður á stjóm- málum? „Jú, ég verð oft dauðþreyttur, og . ég furða mig stundum á að nokkur maður skuli vera í þessu sérstaklega þegar ég hlusta á þá endaleysu og ábyrgðarleysi sem upp úr sumum stjórnmálamönnum vellur.“ Hverju spáir þú um kosningaúr- slit? „Ég tel að málefnastaða okkar framsóknarmanna sé mjög góð og ætti við eðlilegar aðstæður að færa flokknum góðan kosningasigur. Ég neita því hins vegar ekki að ég hef áhyggjur af þeim deilum sem hafa verið innan flokksins. Ég held þó að það sé allsstaðar að jafna sig nema í Norðurlandi eystra. Ég hef einnig áhyggjur af þeim skefjalausa áróðri sem árum saman hefur verið rekinn gegn Framsóknarflokknum. Flokk- urinn hefur verið sakaður um að vera afturhaldssamur dreifbýlis- flokkur sem er að sjálfsögðu alrangt. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð látið skynsemina ráða gerðum sínum. Þessum áróðri verðum við að snúast gegn. Ef okkur tekst að ganga samhent til kosninga og sína viljann í verki þá er ég bjartsýnn. Stjórnmál eru vilji og vinna.“ Texti: Hilmar Þ. Hilmarsson. Tíminn 13 Hér má sjá þá félaga Hilmar Pétursson og Jóhann Einvarðsson rædast við. Ljósmyndastofa Sudurncsja. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerö • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN d^dda h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI450Q0 wm 11 mnmnguí~ í Lóttóinu ep? œgm genguí' úfj ÞÁTTTÖKUIÍVITTUIIER ÁVÍSUN Á VINNING, EF ÞÚ HEFUR VALW RÉTTAR TÖLUIf. ■ ■ mm $

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.