Tíminn - 02.04.1987, Síða 2

Tíminn - 02.04.1987, Síða 2
'2 Tímijnn Fimmtudagur 2. apríl 1987 Mjólkurbú Flóamanna: Tæplega10%minna af mjólk lagt inn Á síðasta almanaksári voru lagðir inn 38.698.482 lítrar af mjólk til Mjólkurbús Flóamanna. Pað er rúm- um 4 milljónum lítra minna en árið 1985 eða 9,6% minnkun. Samdrátt-, urinn varð einkum frá og með mars-! mánuði til ársloka. Á öllu landinu voru vegnar inn 109,9 milljónir lítra af mjólk, þannig að hlutdcild Flóamanna er um 35,2% á landsvísu. Hlutfallið af heildarmagni innveginnar mjólkur er álíka árið 1985 og árið þar á undan. „Afkoma fyrirtækisins er allgóð, en lausafjárstaðan er lakari en verið hefur. Hagnaður fyrir skatta er 7 milljónir króna cn hcildarvclta er upp á rúmlega einn komma þrjá milljarða króna, svo að hagnaðurinn er ekki mikill miðað við veltuna. Afkoman er mjög þokkaleg hjá fyrirtækinu burtséð frá því að lausa- fjárstaðan er erfiðari en verið hefur. Pað kemur einkum til af því að ný búvörulög gera mjólkurbúunum skylt að greiða bændunum fullt verð fyrir mjólkina 10. dag næsta mánað- ‘ ar fftir innlögn og að mjólkin hefur minnkað verulega. Þess vegna er rekstrarkostnaður á hverja einingu meiri. En sala mjólkurafurða hefur aukist á svæðinu,“ sagði Birgir Guðmundsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Mjólkurbús Flóa- manna. Þess má geta að á síðasta ári var unnið að vöruþróun þriggja tcgunda mjólkurafurða sem hafa verið að koma á markað nú að undanförnu, þ.e. kaffirjóma í smápakkningum, létt og laggott og AB-mjólk. Að sögn Birgis er unnið að flciri nýjung- um en ekki fékkst uppgefið hverjar þær væru. Á aðalfundi Mjólkurbús Flóa- manna sem haldinn var sl. þriðjudag var þeim framleiðendum afhent verðlaun sem lögðu inn hágæða- mjólk að staðaldri, án undantekn- inga síðastliðið ár. Að þessu sinni fékk 71 framleiðandi viðurkenningu en í fyrra voru þeir 45. Verðlaunin voru lítill mjólkurbrúsi sem letrað er á „verðlaun fyrir úrvalsmjólk". Einn framleiðandi, Viðar Steinarsson á Kaldbak í Rangárvallahreppi, fékk verðlaun annað árið í röð og fram- leiðir áberandi bestu mjólkina. Við- ar leggur inn í kringum 40 þúsund lítra af mjólk á hverju ári. Alls eru 704 framleiðendur sem leggja inn til Mjólkurbús Flóamanna og hefur fækkað um 14 frá síðasta ári. ABS Ný reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins: Nýtt skip ekki meira en 33% stærra en eldra Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef- ið út nýja reglugerð um veitingu veiðileyfa til nýrra skipa. Samkvæmt henni er nú tekið mið af svokallaðri rúmtölu, sem er margfeldi lóðlínu- lengdar, mótaðrar breiddar skips og mótaðrar dýptar að neðra þilfari. Af þessum málum að dæma er hcimilt að nýtt skip sé 33% stærra en það gamla. Ný veiðileyfi verða aðeins veitt sé þessum skilyrðum fullnægt og að eldra skip hafi verið tekið út af skipaskrá eftir 1. janúar 1985 og hafi verið þinglýst eign þeirra sem nýja skipið kaupa, síðustu 12 mánuðina fyrir skipakaupin. Veiðiréttindi verða þau sömu og eldra skipið Nefnd menntamálaráðherra um samfélagsgreinar skilar áliti: Átak verði gert í útgáfu námsgagna í samfélagsfræði Nefnd sem Ragnhildur Helgadótt- ir, fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði á stjórnartíma sínum til að fjalla um „nám og kennslu í samfé- lagsfræði í grunnskóla" hefur nú skilað áliti sínu. í nefndinni voru 10 aðilar, 4 skipaðir samkvæmt tilnefn- ingu og 6 skipaðir af menntamála- ráðherra. í skipunarbréfi nefndar- innar var tekið fram að henni sé ætlað „að leggja mat á árangur, sem náðst hefur með samþættingu náms- greinanna, sögu, landafræði, félags- fræði o.fl. undir heitinu samfélags- fræði. Hópnum er ennfremur ætlað að gera tillögur um námskrá í um- ræddum námsgreinum". Nefnd þessi komst að eftirfarandi niðurstöðum. „Pegar nefndin tók til starfa hafði verið unnið að endur- skoðun námskrárinnar frá 1977 á vegum menntamálaráðuneytisins. f upphafi nefndarstarfsins lágu fyrir drög að námskrá í samfélagsfræði þar sem skipan námsins var mun ítarlegar útfærð en í gildandi námskrá. Nefndin féllst á þessi drög í öllum meginatriðum en gerði at- hugasemdir og tillögur við einstaka kafla og atriði. Ákvað nefndin að nota drögin sem grunn og byggja tillögur sínar á þeim. Nefndin skilar því niðurstöðum sínum með því að leggja fram endurskoðuð drög að námskrá. í tillögum nefndarinnar um röðun námsefnis á námsár er tekið mið af þessari niðurstöðu og jafnframt lögð áhersla á að sögu og landafræði Islands séu gerð skil í kennslunni, hvort sem samþætting - ástandið óviðunandi er viðhöfð eða ekki.“ Lagði nefndin að lokum til að skólaþróunardeild mennta- málaráðuneytisins verði falið að full- vinna námskrárdrög nefndarinnar og ný gefin út. Átak verði gert í útgáfu fjölbreyttra námsgagna í sam- félagsfræði fyrir grunnskóla. Vill nefndin lýsa áhyggjum sínum af óviðunandi ástandi sem ríkir vegna skorts á námsgögnum við hæfi, eink- < um í efri bekkjum grunnskóla. Ennfremur leggur nefndin til að menntamálaráðuneytið hafi for- göngu um það að afla sérstakrar fjárveitingar til ofangreindra verk- efna. - SÓL Mikill fjöldi flugfreyja hjá Flugleiðum: Jafn margar og íbúar Hríseyjar Um 200 umsóknir um flugfreyju- störf bárust Flugleiðum í ár án þess að auglýst væri eftir þeim. í febrúar réðu Flugleiðir 36 nýjar flugfreyjur og flugþjóna til starfa enda fyrir- sjáanleg mikil verkefni í sumar, segir í fréttablaðinu Flugtíðindum. Petta er viðbót við þau 165 stöðu- gildi sem nú eru fyrir og í sumar verða um 280 flugfreyjur í starfi hjá Flugleiðum. Flugfreyjur félagsins verða því tæplega helmingur allra starfs- manna flugrekstrarsviðs Flugleiða, eða ni.ö.o. jafnmargar íbúum Hríseyjar eða Hofsóss, svo dæmi sé tekið. Haft er eftir Sæmundi Guðvins- syni, forstöðumanni kynningar- deildar Flugleiða, að félagið hefði ekki auglýst eftir flugfreyjum í ár, þar sem um 200 umsóknir hefðu borist án þess. „Þetta var erfitt val því hátt á annað hundrað manns uppfyllti lágmarkskröfur þær sem settar voru,“ sagði Sæmundur. Námskeið flugfélagsins fyrir hin- ar nýj u flugfreyjur eru þegar hafin. Þj Risapáskaeggi hefur nú verið komið fyrir í stórmarkaðinum Miklagarði en þetta eru þriðju páskarnir sem þetta er gert, og minnir páskaeggið óneitanlega á að nú styttist í hátíðarnar. Eggið er að hluta til það sama og undan farin ár, þ.e. grindin í því sem gerð er af tré, en súkkulaðihúðin utan á því eru hins vegar glæný úr verksmiðjum Nóa og Sírfus. Verður þetta í sfðasta skipti sem eggið verður notað, en alls hefur það verið húðað nýrri súkkulaðihúð þrjú ár í röð. Tímamynd Pjetur Samvinnusjóöur: hafði. Óheimilt verður, án sérstaks leyfis ráðuneytisins að breyta nýjum og nýkeyptum skipum, sem veiðileyfi fengu fyrst eftir 1. janúar, 1986, á þann hátt að þau rúmi meira. Reglur þessar gilda ekki fyrir skip sem eru undir 10 brúttólestum. Þj Þorsteinn Ölafs son ráðinn f ram- kvæmdastjóri Þorsteinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri þróunardeildar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sam- vinnusjóðs íslands hf. frá og með 1. júlí n.k. Jafnframt lætur Þorsteinn Ólafsson af stjórnarformennsku í Samvinnusjóðnum. Á þessu ári eru 5 ár liðin frá stofnun Samvinnusjóðs íslands. Hinn 1. júlí n.k. er síðasti gjalddagi hlutafjárloforða til sjóðsins sem numið hafa 1 %o (1 pró mill) af veltu sjóðsfélaga s.l. 5 ár. Á þessum tímamótum er eigið fé sjóðsins nú orðið rúmlega 200 mill- jónir króna af heildar eign að upp- hæð 270 milljónir króna. Tilgangur Samvinnusjóðsins er að efla íslenskt atvinnulíf með því að beita sér fyrir aukinni þátttöku samvinnuhreyfing- arinnar í atvinnulífi landsmanna, einkum í nýjum greinum. Hlutverk sjóðsins er m.a. að stofna eða taka þátt í stofnun nýrra fyrirtækja, að kaupa hlut í starfandi fyrirtækjum, að útvega og veita fjárfestingarlán, beita sér fyrir nýjungum í atvinnu- lífi, að eiga viðskipti með verðbréf og veita lán og styrki til hagræðingar, rannsókna og þróunarstarfsemi. Þorsteinn Ólafsson mun samhliða starfi sínu sem framkvæmdastjóri sjóðsins gegna áfram stjórnarfor- mennsku í nokkrum dóttur- og sam- starfsfyrirtækjum Sambandsins og samvinnuhreyfingarinnar líkt og verið hefur auk þess að vera formað- ur Vinnumálasambands samvinnu- félaganna (VMS). Samvinnusjóður íslands hf. hefur fest kaup á nýju húsnæði að Ingólfs- stræti 3, Reykjavík ogmun starfsemi sjóðsins flytjast þangað frá og með 1. júlí n.k. Frá og með sama tíma verður starfsemi þróunardeildar Sambands- ins lögð niður samkvæmt ákvörðun Sambandsstjórnar á s.l. ári. Þórður Ingvi Guðmundsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Sam- vinnusjóðsins lætur nú af því starfi og tekur að fullu við starfi fram- kvæmdastjóra fjármögnunarfyrir- tækisins LINDAR hf. sem er í eigu Samvinnubanka íslands hf., Sam- vinnusjóðs íslands hf. og franska bankans Banque Indosuez. Athyglisverðasta auglýsing ársins íslenski markaðsklúbburinn samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa efnir til samkeppni um athyglisverðustu auglýsingu árs- ins 1986. Samkeppnin er opin öllum fyrirtækjum sem hafa gerð og dreif- ingu auglýsinga að atvinnu, jafnt auglýsingastofum sem öðrum auglýsingagerðarmönnum. Skilyrði fyrir þátttöku er að aug- lýsingin sé gerð af íslenskum aðila og hafi birst fyrst á árinu 1986. Tilgangur samkeppninnar er að vekja almenna athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þeirra verð- skuldaða viðurkenningu. Veitt verða verðlaun fyrir bestu auglýsinguna í eftirtöldum flokkum: Kvikmyndaðar auglýsingar. Útvarpsauglýsingar Dagblaðaauglýsingar Tímaritaauglýsingar Veggspjöld Dreifirit Óvenjulegasta auglýsingin Skilafrestur rennur út á hádegi 12. maí. Verðlaun verða afhent í lokahófi þann 20. maí. - SÓL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.