Tíminn - 02.04.1987, Side 3

Tíminn - 02.04.1987, Side 3
Fimmtudagur 2. apríl 1987 Tíminn 3 Aðalfundur SPRON: Heildarinnlán jukust um 42% - rekstrarhagnaður 6,2 milljónir Heildarinnlán Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis jukust úr 953.237 jiúsund krónum í 1.355.910 krónur á árinu 1986 sem er veruleg aukning umfram hækkun lánskjaravísitölu á árinu og mcðaltalsaukningu innlána í bankakerfinu. Heildarútlán spari- sjóðsins voru 958.841 þúsund krónur í árslok 1986 og höfðu þá aukist um 308 milljónir króna á árinu. Þetta kom fram í skýrslu formanns stjórnar sparisjóðsins, Jóns G. Tóm- assonar, en SPRON hélt aðalfund sinn, þann 55. í röðinni, 27. mars s.l. Sparisjóðurinn opnaði fyrstu af- greiðslu sína 28. apríl 1932 að Hverf- isgötu 21 og heldur því upp á 55 ára afmæli sitt á næstunni. Hlutur sparisjóðsins í heildarinn- lánum allra innlánsstofnana á land- inu jókst á árinu úr 2,5% í 2,7% og í heildarinnlánum sparisjóða úr 16.7% í 17.7%. Við árslok 1986 var sparisjóðurinn orðin stærsti spari- sjóðurinn á landinu miðað við innlán. Lausafjárstaða sparisjóðsins var mjög góð mest allt árið og gat hann látið allnokkuð fjármagn á millibankamarkað verulegan hluta ársins. Hagnaður fyrir eignarskatt varð 6.176 þúsund krónur en eignar- skattur er áætlaður 1.225 þúsund krónur, þannig að nettóhagnaður varð um 4.950 þúsund krónur. I lok ársins voru stöðugildi við sparisjóðinn 66 og fjölgaði um 3 á árinu. Þessi fjölgun átti sér stað í útibúum sparisjóðsins en af- greiðsluálag þar jókst vcrulega á árinu. - SÓL Nóbelsverðlaunahafínn Isaac Bas- hevis Singer sem vænfanlegur er til landsins á vegum Veraldar. Óperusöngkonan Renata Scotto sem um árabil hcfur verið í fremstu röð sóprana í heiminum. Hún hefur m.a. sungið með Pavarotti, Careras og Placido Domingo. Bókaklúbburinn Veröld: Isaac B. Singer til íslands? Veröld býður upp á myndlist, tónlist og tónleika „Bókaklúbburinn Veröld hóf rekstur 1983 í mikilli verðbólgu og það var mikið átak að komast af stað. En við tókum sífellt á og nú skilar fyrirtækið hagnaði í hverjum mánuði. En við erum sífellt í mótun og reynum að vera hreyfanleg. Við teljum að við höfum náð tilgangi okkar, að vera með sífelldar nýjung- ar. Meginmarkmið okkar er að út- vega félagsmönnum okkar ýmislegt á góðu verði. Menningar- og þjón- ustustarfsemi, að ógleymdum úrvals bókum á lágu verði,“ sagði Ólafur Ragnarsson, formaður stjórnar Ver- aldar. Ólafurog Kristín Björnsdóttir framkvæmdastjóri héldu blaða- mannafund á miðvikudaginn að Hótel Holti í tilefni af ýmsum nýj- ungum sem fyrirtækið stendur nú fyrir. Má þar t.d. nefna heimsókn nóbelsverðlaunaskáldsins Isaac Bas- hevis Singer sem væntanlegur er með haustinu. Auk þess kernur hin heimskunna óperusöngkona Renata Scotto sérstaklega hingað til lands til að syngja á vegum Veraldar í Há- skólabíói 11. apríl. Nýjungarnar eru fleiri. Meðal annars hafa verið gefin út sérstök félagaskírteini, sem veita afslátt á vörum og þjónustu hjá rúmlega 300 fyrirtækjum um allt land. Skírtein- inu fylgir ókeypis handbók með skrá yfir öll fyrirtækin og hversu mikinn afslátt um er að ræða. Veröld er núna þessa dagana að endurútgefa Miðilshendur. bókina um Einar frá Einarsstöðum. Einnig eru fjöldamörg tilboð í gangi, m.a. 6- 8 bækur fyrir 300 krónur og á næstunni verður auglýst ferð til London fyrir 7.000 krónur. Veröld er aðeins fjögurra ára gamalt fyrirtæki og hefur skipað sér varanlegan sess í bókmenntaheimi íslendinga. Á síðastu 4 árum hefur klúbburinn selt 300.000 bækur og veltan árlega er margar milljónir. Sem dæmi var innkoman í desember mánuði einum rúmlega 6 milljónir. Hjá fyrirtækinu starfa 8 menn og fjöldi manna starfar óbeint hjá því. í síðustu viku bættust 2.000 nýir félagar við og er tala virkra félaga um 20.000 manns. Aðsetur bókaklúbbsins Veraldar er að Bræðraborgarstíg 7 og síminn er 29055. " - SÓL Hallormsstaða- skóli á 20 ára starfsafmæli Hallormsstaðaskóli á 20 ára starfs- afmæli á þessu ári. Haldið verður upp á þessi tímamót laugardaginn 11. apríl nk. kl. 14.00. Allir fyrrverandi nemendur, starfsfólk og velunnarar skólans eru velkomnir. Nemendur verða með árshátíðar- dagskrá og kaffiveitingar verða í boði. f tilefni afmælisins er fyrirhug- að að gefa út afmælisrit. í því verða greinar, sem snerta sögu skólans, nemendatal og fleira. f þetta rit vantar myndir úr skólanum og eru þeir, sem eiga myndir beðnir um að hafasambandísíma 1776 eða 1767. Þj Frá aðalfundi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í heiniili Fóstbræðra. Hagstofa íslands: Húsaleiga hækkar 1. apríl Hagstofan hcfur sent frá sér til- kynningu þar sem grcint er rá hækk- un á húsaleigu á atvinnu- og íbúðar- húsnæði. Hækkun þessi er sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 62/1984. Leiga hækkar um 3% á því húsnæði sem lögin taka til frá og með 1. apríl og reiknast hækkunin ofan á leigu eins og hún var í mars. Aprílleigan helst síðan óbreitt næstu tvo mánuði. þ.e. maí og júní. Myndun stjórnar í Háskólanum: BANNAÐ AÐ ÁLYKTA UM HAGSMUNAMÁL? - ósamkomulag Vöku og vinstri manna „Málin standa þannig núna að viðræðunefndin er búin að koma okkur niður á ákveöna hugmynd að vinnureglum, eða samskipta- reglum og þær verða kynntar á félagsfundum nú í vikunni reikna ég með," sagði Kristján Sigtryggs- son, formaður félags Umbótasinna í samtali við Tímann. Samninga- viðræður ntilli fylkinganna 3 hafa nú staðið yfir í þó nokkurn tíma og cnn stranda viðræðurnar á hægri- vinstri skiptingunni. Umbótasinn- ar hafa verið að reyna að finna málamiðlunarflöt sem Vaka og vinstri menn geta sætt sig við og eru ágætur líkur á lausn í sjónmáli. Aðal vandamálið er að Vaka setur það sem skilyrði fyrir 3 fylk- inga stjórn, að engar tillögur eða ályktanir veröi samþykktar sem skilja má sem pólitík. Ekki má álykta um kjaramál kcnnara, hins almenna launþcga eða jafnvel stú- denta. Þetta gcta vinstri menn ekki sætt sig við. Enn hafa ckki fariö fram málefnasamningar, eða rætt um skiptingar í stjórn. Gert er þó ráð fyrir að sú skipting vcrði jöfn. - SÓL Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1987. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 28. apríl 1987. Oriofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: að Ölfusborgum að Húsafelli í Borgarfirði að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum í Fnjóskadal að Laugarvatni í Vatnsfirði, Barðaströnd að Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tímabilinu 30. maítil 15. september sitja fyrirdvalarleyfumtil 15. maí n.k. Hafi ekki veriðgengið rrá leigusamningi fyrir 29. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 16. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR í sfðasta lagi þriðjudaginn 28. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.