Tíminn - 02.04.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 02.04.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 2. apríl 1987 1. apríl 1987: Hálfrar aldar afmæli Námsgagnastofnunar - býr enn við fjárskort, þó þörfin hafi kannski aldrei verið meiri Námsgagnastofnun, sem sumir þekkja kannski betur undir nafninu Ríkisútgáfa námsbóka, er orðin 50 ára gömul. Þaðvarhinn 1. apríl 1937 sem fyrsta stjórn Ríkisútgáfu náms- bóka kom saman til fundar. Þá var gefin út fyrsta bók stofnunarinnar, Skólaljóð eftir Jón Magnússon. Stuttu síðar voru gefnar út bækurnar Grasafræði, eftir Geir Gígju og Biblíusögur eftir Þorstein Kristjáns- son. í dag, 50árum síðareru titlarnir aðrir. Orka og orkunotkun, Stelpur- strákar, jafngildir einstaklingar, Ég og atvinnulífið, Anna er ástfanginn og fleira þess háttar. Samt hefur stofnuninn alltaf staðið fyrir sínu, þrátt fyrir gífurlegan fjárskort. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að stofnunin fái 99 milljónir króna í allt, til að borga laun, allan kostnað við bækurnar, dreifingu o.s.frv. Stofnunin á að þjóna 40.000 einstaklingum, eða 1/6 hluta þjóðar- innar. Þetta gerir 2.600 krónur á hvern einstakling. Þessi einstakling- ur þarf 15-17 titla, og fær þá, aðeins fyrir 2.600 krónur. Þetta er aðeins hægt með mikilli fórnfýsi og af hugsjón. Fyrir 4 árum var gerð úttekt á hve mikið fé stofnunin þyrfti að fá til að getað skilað sínu hlut- verki af fullum sóma, framreiknað í dag eru það 120- 140 milljónir. Það er því ljóst að átaks er þörf. Margt þarf að gera, láta nýjar hugmyndir rætast, endurnýja með réttum hraða, prenta nýjar bækur o. fl. Það er tæplega hægt með þeim fjármun- um sem nú eru fyrir hendi. Hvernig væri að stofnunin fengi lausn mála sinna á hálfrar aldar afmæli sínu? Stofnunin er mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem varðveitir íslenska tungu. Hún má aldrei rofna. -SÓL Stéttarsamband bænda: Fréttnæmt fréttabréf - þar sem reynt er að leiðrétta ýmsan misskilning um stöðu landbúnaðarins Út er komið fréttabréf Stéttar- sambands bænda með upplýsingum um framleiðslu og markaðsmál land- búnaðarins. Er fréttabréfið hið efn- ismesta og ekki að efa að það kemur til með að nýtast vel þeim sem um landbúnaðarmál fjalla sem og öðrum áhugamönnum um málefni landbún- aðarins. Verður fréttabréfið sent öllum bændum í landinu. f bréfinu er byrjað á því að lýsa aðdraganda þeirrar stöðu sem nú er í málefnum hins hefðbundna land- búnaðar. Lýst er áhrifum markaðs- þróunar erlendis á kornvörum og þeim áhrifum sem hún liefur á kjötverð. Er skemmst frá því að segja að mikið af því korni sem er á markaðnum er niðurgreidd umfram- framleiðsla sem hefur þau áhrif að kjötverð er mjög lágt. Fram kemur í fréttabréfinu að einungis 21,4% einkaneyslunnar í landinu fara til matvörukaupa. Af þessum 21,4% er einungis helmingur innlend matvara. Til samanburðar má geta þess að í eldri viðmiðun var hlutfall matvara tæp 33% og þar af 65% innlend matvæli. Þetta hefur m.a. haft þær afleiðingar að áhugi stjórnvalda á að halda niðri verði búvara með niðurgreiðslum hefur minnkað. Þá er í fréttabréfinu gerð grein fyrir stefnumótun Alþingis og setn- ingu búvörulaganna 1985 og þeirri framleiðslustýringu sem kom f kjöl- far þeirra. Gerð er grein fyrir skiptingu full- virðisréttar í mjólk og sauðfjárafurð- ir og hlutdeild einstakra landssvæða í þeirri skiptingu. Þrátt fyrir fullyrð- ingar um stórbændastefnu og annað í þeim dúr kemur það skýrt fram í fréttabréfinu að hlutfallslega hcfur framleiðsla stærstu búanna verið skert mest. -RR Landhelgisgæslan: Nýjar reglur fyrir varðskip - í kjölfar flugslyssins í ísafjarðardjúpi í kjölfar flugslyssins í ísafjarðar- djúpi við Arnarnes í vetur, þegar TF-ORN fórst með einum manni innanborðs, hafa verið teknar upp nýjar vinnureglur um borð í varð- skipum Landhelgisgæslunnar. Skips- tjórnarmönnum þeirra er nú gert að fara eftir ákveðnum reglum í hvert sinn sem greinist sending frá neyðar- sendi. Áður var það mat skipstjórn- armanna hvernig bregðast skyldi við hverju sinni. í slíkum tilfellum á einatt að láta Vestfirska fréttablaðið segir frá tíðum skemmdarverkum og þjófn- uðum í Grunnskóla ísafjarðar að undanförnu. Svo rammt hefur kveð- ið að þessu, að skólayfirvöld hafa séð sig knúin til að skipa nemendur á sérstaka vakt í fatahengi skólans til að hafa auga með fötum nemenda og skóm. Talið er að allt að 60 hundraðs- hlutar nemenda hafi orðið fyrir ein- hverjum skakkaföllum af hendi næstu strandstöð Landsíma íslands og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vita um slíkar sendingar. Þessar nýju reglur eiga að tryggja að hvert tilfelli sé rannsakað til hlítar þannig að enginn vafi leiki á um hver uppruni þess sé. Landhelgisgæslan sætti nokkurri gagnrýni vegna viðbragða hennar í umræddu tilviki og eru reglurnar settar til að koma í veg fyrir það í framtíðinni. þj skemmdarvarga í vetur. í fæstum tilfellum hefur tekist að hafa hendur í hári sökudólganna. Mikill fjöldi nemenda bauð sjálf- viljugur fram þjónustu sína, þegar skólayfirvöld leituðu eftir því, og vegna þess ætti hver vaktmaður ekki að missa neitt af ráði úr skóla, þótt sé staðin vakt frá klukkan 8.00 um morguninn og þar til skóla lýkur. -Þj Sandgerði: Börn ráðast gegn full- orðinni konu Fullorðin kona í Sandgerði seg- ist vera í miklum vanda stödd vegna stöðugra árása barna á heimili hennar. Víkurfréttir skýra frá því, að hún megi ekki skilja eftir opnar dyr eða glugga, þá sé einhverju hent inn. Húsið væri grýtt að utan og barið hátt og lágt. Krakkarnir dreifðu rusli úr ruslagrindinni um nágrennið og köstuðu grjóti upp á þakið. Konan skýrir einnig frá því, að hún megi ekki ganga um götur, án þess að óþverraorðum sé hreytt í hana. Hún erhjartasjúkl- ingur og á erfitt með að þola aðkastið. Hún hefur því leitað á náðir núverandi sveitarstjóra, sem hefur a.m.k. tvisvar haft samband við lögregluna vegna þessa máls. Það hefur lítt stoðað. Konunni segist svo frá, að formaður barnaverndarnefndar hafi eytt málinu, þegarhún leitaði til hans um aðstoð. Nú skorar hún á foreldra barnanna að taka til hendinni, „annað gangi ekki". Að öðrum kosti fái hún engan frið á heimili sínu. þj Grunnskóli ísafjarðar: Nemendur gegn skemmdarvörgum Myndin sýnir Þórð Þorsteinsson í gervi prímadonnu í leikritinu Bjartsýni eftir Brosa, sem sýnt er í Þinghamri um þessar mundir. Tímamynd: MM. Leikstarf í Borgarfirði Frá MaBnusi Magnússyni frénar. Tímans er 10 ára um þessar mundir og í því Borgarfírdi. Nú í vetur hefur leikstarf verið með miklum blóma hér í Borgar- firði. Má þar fyrst nefna að Ung- mennafélagið íslendingur færði upp leikritið „Týndu teskeiðina", í Brún, í desember s.l. En þá átti félagið 75 ára afmæli. Nú standa yfir sýningar hjá leik- deild Umf. Stafholtstungna á kabarettnum „Bjartsýni" eftir BROSA, en Brosi þessi er búinn til úr upphafsstöfum höfunda, þ.e. B = Bjartmar Hannesson, R = Ragn- hildur Einarsdóttir, 0 = Orða- belgir úr leikdeildinni, S=Snorri Þorsteinsson og A=Andrea Da- víðsdóttir. Leikstjóri verksins er G. Margrét Óskarsdóttir. Bjart- sýni var frumflutt 21. mars og eru sýningar áætlaðar 9, sú síðasta verður laugardaginn 4. apríl kl. 21.00. Sýningarstaður er félagshei- milið Þinghamar. Leikdeild Umf. Stafholtstungna . túefm gaf hún út veglegt afmælis- blað, einnig færði leikdeildin fé- lagsheimilinu Þinghamri veglcga gjöf, þ.e. blómaskreytingar í for- stofu og matsal hússins. Setja blómaker þessi mikinn og fallegan svip á húsið. Ungmennafélag Reykdæla cr nú í þann veginn að Ijúka æfingum á pörtum úr 5 leikritum, sem öll hafa verið færð upp í Logalandi á s.l. árum. Nefnist uppfærslan „Gleði- glætur". Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson. Gleðiglætur hefur að geyma parta úr: Manni og konu, Pilti og stúlku, Blómarósum, Saumastofunni og Skjaldhömrum. Alls eru um 20 manns, sem taka þátt í sýningunni. Frumsýning á Gleðiglætunr verðurn.k. föstudag, 3. apríl kl. 21.00, í Logalandi, seinni sýningin verður þriðjud. 7. apríl á sarna tíma. Aðeins verður um þessar tvær sýningar að ræða. Miðapantanir á Gleðiglætur eru í símum 5169 og 5214. Myndin sýnir frá vinstri Sigríði ur og Gróu Rögnvaldsdóttur í hlutverkum sínum í Bjartsýni eftir Brosa. Tímamynd: MM Hnífsdalur: Isafjörður: Fimm bíla árekstur Um klukkan 14 á laugardag lentu fimm bílar saman í árekstri á vegin- um rétt ofan við Hraðfrystihúsið í Hnífsdal. Afar slæmt veður var þegar óhappið varð og skyggni sama og ekkert. Þrír bílanna eru óökufærir eftir áreksturinn, en engin slys urðu á mönnum. Lögreglan segir umferðaróhöpp- um hafa fjölgað verulega síðan veð- ur versnaði á þessum slóðum. Væru nú þegar orðin jafnmörg umferðar- óhöpp eins og hefðu orðið á tíman- um frá janúar til júní á síðasta ári. þj Banaslys í höfninni A ðfararnótt laugardagsins síðastliðins drukknaði maður í ísafjarðarhöfn. Hann var skip- verji af togaranum Hersi GK frá Hafnarfirði. Talið er að slysið hafi viljað til er hann hugðist ganga í land og hafi hrasað milli skips og bryggju. Leit hófst Ójótlega og fannst maðurinn látinn um klukkan 11 á laugardagsntorguninn. Hinn látni hét Sölvi Ingólfsson. Hann var einhleypur. þj

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.