Tíminn - 02.04.1987, Page 8

Tíminn - 02.04.1987, Page 8
8 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Hvar eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins? t»að er athyglisvert að sú starfsemi ríkisins, sem heyrir undir ráðuneyti sjálfstæðismanna í ríkisstjórninni er og hefur verið meira og minna lömuð vegna harðvítugra vinnudeilna og verkfalla. Kennarastéttin hefur háð verkfall til þess að fá kjör sín bætt og lagfæra starfsaðstöðu í skólunum. Hundruð manna úr heilbrigð- isstéttum eru að yfirgefa vinnustaði sína með uppsögn- um og vilja ekki snúa aftur nema gengið verði að óskum þeirra um kjarabætur og betri vinnuaðstöðu. Viðræður um kjaramál kennara og heilbrigðisstétt- anna hafa í reynd staðið í allan vetur, og þeir ráðherrar, sem fara með þessa málaflokka, Sverrir Hermannsson og Ragnhildur Helgadóttir, virðast ekkert hafa gert mánuðum saman til þess að forða því að úr yrði illdeilur. Þorsteinn Pálsson, sem fer með samningamál á vegum ríkisstjórnarinnar, hefur fram til þessa haft öðru að sinna en kjaramálum. Á síðustu stundu gerir hann loks tilraun til að hafa áhrif á gang málsins. Hefði áreiðanlega verið heppilegra fyrir hann að sinna ráð-1 herrastörfum sínum og halda sig í ráðuneytinu, eins og þar er margt aðkallandi, í stað þess að leika hetju í þeim ærslaleik, sem hann samdi sjálfur og setti á svið í Sjálfstæðisflokknum með alkunnum afleiðingum. Pannig hefur þetta verið í stjórnarsamstarfinu meira og minna allt kjörtímabilið, einkum eftir að Þorsteinn Pálsson varð formaður Sjálfstæðisflokksins. Framsókn- armenn í ríkisstjórninni undir forystu Steingríms Her- mannssonar hafa unnið markvisst að því að halda stjórninni saman og vinna að málefnum á ábyrgan hátt, og þannig tekist að ná góðum heildarárangri í stjórnar- störfum. Hins vegar hefur Þorsteinn Pálsson frá því fyrsta að hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. á miðju kjörtímabili, ekki linnt látunum að leiða valdabaráttuna í Sjálfstæðisflokknum inn í ríkisstjórn- ina með vafasömum uppstokkunum á ráðherraembætt- um, hótunum um stjórnarslit og brottrekstri ekki færri en tveggja ráðherra, Geirs Hallgrímssonar úr starfi utanríkisráðherra og Alberts Guðmundssonar úr starfi iðnaðarráðherra, eingöngu vegna þess að þessir menn stóðu í vegi fyrir honum sjálfum eða voru honum ekki að skapi. Albertsþátturinn er Porsteini að vísu vorkunn- armál, en þar greip hann allt of seint inn í eins og hans er háttur í öllum málum. Hetjuskapartilburðir Þorsteins Pálssonar hafa alltaf verið skoplegir í augum þeirra, sem á hafa horft úr fjarska, en einnig hættulegir fyrir orðstír ríkisstjórnar- innar, þótt hinum betri mönnum tækist að bjarga því við. En nú bætist það við að garpskaparárátta formanns- ins hefur beinlínis orðið honum að fótakefli, því að í stað þess að kljúfa erkióvin sinn, Albert Guðmundsson, í herðar niður hefur hann í misgáningi rist Sjálfstæðis- flokkinn um hrygg að endilöngu. Á meðan á þessum sláturverkum stendur hjá íhaldinu innbyrðis eru ráðherrastörfin á þess vegum látin danka. Fjármálaráðherrann, sem ber ábyrgð á samningamálum við ríkisstarfsmenn, hefur haft öðrum hnöppum að hneppa en sinna embættisverkum í fjármálaráðuneyt- inu. Pess vegna spyr maður mann: Hvar eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins? Fimmtudagur 2. apríl 1987 Albert skattsvikari? Nú brá Garra í gær. Lögfræðing- ur og endurskoöandi í cinni og sömu pcrsónunni, og þar að auki sprcnglærður frá Ameríku, hcldur því biákalt fram í sjálfu Morgun- blaðinu að Albert sé skattsvikari af ásetningi. I>að sé útilokað að hann hafi gctaö gleymt að telja fram til skatts þessa tékka sem hann fékk frá Hafskip, cins og hann hefur haldiö fram sjálfur. Greinarhöfundur segir að ekki koini til greina að líkja þessú við það þcgar mcnn gleyma að telja fram launagreiöslu vegna þcss að þcir fái ekki sendan launamiða. Það sé frálcitt, því að bókhaldið tryggi að inistök uppgötvist. Hann scgir: „Fyrsta rádiii, raunar það eina sem mönnum er innprentað er þetta: Skráðu alla múttöku oe notkun peninga í rekstrinum. Til að auðrelda það á að nota sérstak- an bankareikning fyrir reksturinn og blanda persónulegum fjárreið- um ekki saman rið þemjan banka- reikning. Það er ástxða til að staldra rið þetta atriði þrí að þetta er það fyrsta, sem manninum, sem er að hefja rekstur í bílskúrnum sínum, ersagt aðgera, Meðöðrum orðum tryggir þctta það, jafnrel þótt fylgiskjöl gleymist, þá upp- götrast mistökin þótt síðar rerði. “ Albert með Samvinnu- skólapróf Eftir þcssa lexíu í bókhaldi víkur greinarhöfundur að bókhaldsþekk- ingu Alberts og segir: „Fjármálaráðherrann fyrrrer- andi er búinn að reka stórt fyrir- tæki frá þríað hann kom lieim upp úr 1950. Þá hefur hann ennfremur ágæta rerslunarmenntun með pról frá Samrinnuskólanum. Sá háttur, sem hann hafði rið framsal árísana frá Hafskip hf., rerður að skoðast í þessu Ijósi. Að'leggju greiðsluna inn á persónulegan reikning af athugunarleysi er álíka trúrerðugt og atrinnubílstjóri segðist hafa gleymt þrí sem hann lærði í öku- lum skattamál Alberts lGuðmundssonar fyrrver- landi fjármálaráðherra IU.11VXX J hvis<™tonn texl, í oWten' I *fo>Unnaráumfcrðarbn>ti | eftir Einar S. | Hilfdánarson I Mlr|»kir|*l‘>*«“Sf4 I ir staðrvyndir íem varpa 'Jós' a I meinl .k.tuvik JUbou 1 sonarfyrrverandifjámtálaráðherTa I Blaðamenn hafa ekki séð ástæðu I til að leita til sérfróðra manna I bókhalds- oK skattamálumoK þcss I vcgna heynst ym.ss I samanburður. Einn mann heyrð- ég I t d Kkia þcssu v.ð að gleyma að I telia fram launagreiðslu vegna þess 1 viðkomandi fá. ekki sendan IÍunamiða.bettaerauðv,taðaWcg I fráleitt eins og nu verður rakið. I Bókhaldið tryggir að mistok upp- I ^ "pyrsU ráðið. raunar þaðc.na fæm lmönnum or J •*,„ Einar S. HilfdAnamon „Að loggja grciðsluna mönnum er mnp.v— - . inn á persónulegan Skráðu alla móttöku og mitkun rejkning af athugunar- ''rt jB’ÍTS..££» leysi er álíka tniverð- Hi«.kr,ng fynr « u|ft og atvinnubílstjón bi.rvi. segðist hafa gleymt þvi Irkki TÍ,vÆ"“íTT;. Zm hann lærði í öku- 3’þSÍ *"ði Þvi ** ^IU errþ^ kennslunm til afsokun- SfÆr-naTir aráumferðarbrot.. -X onrs Með öðrum orðum þvi kann !»•">. I öWkrnn*»W ;,lalúknnari«ml.rJarbn.rl~.r a rv'.ti bcndir IM: ul l»» 'fc milaráðhcrTann fyrrvcranJ, haS jcrt þcUa i"cJ þc»n ^ci&lan karoi ckk, run I tok haldmu; annaJ cr nuUum óhuiP “íniri Bjiim AlbcrWon hefur litið hafa það eftir sér að það komi eng- um v,d hvar fynrtækið v.sUr slna Deninga. Samkvæmt framansogðu uþa^uppspuni. baJ cr brut 4 írttm- reglum bókhaldsins að leggja greiðslur inn á aðra bankare.kn.nga en þá sem notað.r eru i b6khi‘ ‘l' fynrtaekisins og þar sem hreyfingar eru skráðar. Að mínu áliti er unda"f ^ ð ur miklu alvarlegn heldurenlát.ð hcfur venð að l.ggja « um.r*ðnn^ manna hingað til. Mcnn hafa sagt «S máli a*it, yf.rrnaður .katla- að þetta sýnir að bókhald. fynrtæ “„fcr«kk,Ucy.UnJi.þctt.a'»,k hlítur að lciða tíl „ikvamtrar .katt- SðkmuiAlbcOOuðntunduym bmði hfr hcima „k I ,,ð kennslunni til afsökunar á umferð- arbroti. Þrert á móti bendir flest til þess að fjármálaráðherrann fyrr- rerandi hafi gert þetta með þeim ásetningi að greiðslan kæmi ekki fram i bókhaldinu; annað er næst- um óhugsandi. “ Frásögnin uppspuni Og sórffæðingurinn heldur áfr- am og er svo sannarlega ckki að skafa utan af hlutunum: „Ingi Björn Albertsson hefur látið hafa það eftir sér að það komi engum rið hrar fyrirtækið ristar sína peninga. Samkræmt framan- sögðu er það uppspuni. Það er brot á frumrcglum bókhaldsins að leggja greiðslur inn á aðra hanka- reikninga en þá Sém notaðir eru í bókhaldi fyrirtækisins og þar sem allar hreyfíngar eru skráðar. Að mínu áliti er þessi undan- dráttur miklu alrarlegri heldur en látið hefur rerið að liggja í umræð- um manna hingað til. Menn hafa sagt sem sro að þetta ræri aðallega alrarlegt fyrir þá sök að hér ætti lilut að máli æðsti yfírmaður skattaeftirlits í landinu og er það út af fyrir sig rétt. Hinu má ekki gleyma að þetta sýnir að hókhaldi fyrirtækisins er ekki treystandi. Þetta atrik hlýtur að leiða til nákræmrar skattrannsóknar á Al- bert Guðmundssyni, bæði hér heima og i samrinnu rið skattyfir- röld annarra landa. “ Ja, Ijótt er ef satt cr, segir Garri barasta. Með krötunum cru flokk- arnir á hægri vængnum nú orðnir þrír, svo að það fer ekki á milli mála að það verður hörð atkvæða- barátta á milli þeirra í komandi kosningum. Fyrir Borgaraflokkinn • getur það reynst dýrkeypt að hafa á oddinum mann sem liggur undir ásökunuin uni skattsvik af ásetn- ingi á santa tíma og hami var fjármálaráöherra. Hér veröur Albert því að svara og hrcinsa sig. Annað gcngur ekki fyrir hann. Það er að scgja ef hann getur. Garri. VITTOG BREITT llilllllllllll Nýr flokkur Tilurð Borgaraflokksins varð ekki með hefðbundnum hætti og var nánast um afturfótafæðingu að ræða. Flokkurinn varð til af mikilli skyndingu og svo er málóðum fréttamönnum fyrir að þakka, að enginn veit með neinni vissu hvern- ig atburðarásin gekk fyrir sig og með hvaða hætti þessi flokkur varð yfirleitt til. Eftir því sem næst verður komist var byrjað á að sækja um listabók- staf til dómsmálaráðuneytisins. Valinn var fyrsti stafur í heiti Sjálfstæðisflokksins. Síðar afsalaði Albert sér fyrsta sæti af D-lista í Reykjavík. Þá var flokkurinn stofnaður og gefið nafn. Framboð voru ákveðin í öllum kjördæmum og miklir kosningasigrar unnir í skoðanakönnunum. Eftir að fólkið í landinu hafði lýst yfir umtalsverðum stuðningi við nýja flokkinn kom loks fram stefnuskrá. Er hún hið mcrkasta plagg og er mikill munur fyrir stuðningsfólk Borgaraflokksins að vita að hverju það stefnir, svo sem eins og að vinna að því að skapa landsmönn- um öllum bjartari framtíð, sem er lokagrein stefnuyfirlýsingarinnar. Eins og splunkunýjum flokki sæmir er stefnuskráin full upp af nýmælum, sem gömlu flokkunum hefur ekki hugkvæmst að láta sér detta í hug. Hún boðar gjörbylt- ingu í pólitískri hugsun og fer fram úr björtustu vonum manna að upp sé sprottið ferskt stjórnmálaafl. Nýmæli í stefnumörkun Borgaraflokkurinn er flokkur fólksins, segir á einum stað. Hann - ferskar hugmyndir setur einstaklinginn í öndvegi og virðir frelsi hans til skoðana og athafna. Hann vill endurskipuleggja menntakerfi landsins og tryggja öllunt jafna möguleika til náms. Endurmcnntun, verkmenntun og fullorðisfræðsla. Frjó hugsun býr að baki þessara stefnumála. Borgaraflokkurinn er á móti mengun. Hann vill virkja hugvit og þekkingu einstaklinganna til að þróa iðnað. Stefnan er að leysa vanda búfjár- ræktar án tafar með samræmdum aðgcrðum. Algjörlega ný hugsun á að leysa vanda landbúnaðar. „Hafin verði ný atvinnusókn í sveitum landsins ineð því að efla á skipulegan hátt nýjar búgreinar. s.s. loðdýrarækt, fiskirækt, ferðaþjónustu og aðra arðbæra atvinnustarfsemi." Sjávarútvegurinn er undirstöðu- atvinnuvegur. segja hinir frjóu hugsuðir. Hann á að efla og styrkja þjóðarbúinu til heilla. Samgöngumálin eru ekki látin sitja á hakanum: „Aðalflugvellir landsins verði búnir á fullnægjandi hátt. Fylgt verði raunhæfri áætlun um byggingu hafna í hverjum lands- hluta.“ Þá vill borgaraflokkurinn breyt- ingu á stjórnkerfi landsins. einfalda það og að þingmönnum landstjórn- arinnar verði fækkað. Ekki liggur ljóst fyrir hverjir þingmenn lands- stjórnarinnar eru, en með góðuni vilja má geta sér þess til að það séu þeir þingmenn sem styðja stjórnina hverjusinni. Þaðerverðugtstefnu- mark að fækka svoleiðis fólki, en hvernig á að gera það með breyt- ingu á stjórnkerfi þarfnast nánari útlistunar. Engin þörf að stoppa í Sem vænta má eru efnahags- og viðskiptamál ofarlega á baugi í stefnu Borgaraflokksins. Hann vill að ríkisfjármálin verði stokkuð upp og þau einfölduð. Pá er það sjálfsögð krafa að ríkissjóður sé rekinn hallalaus. Sá varnagli er sleginn, að um góðæri sé að ræða. Hallalaus ríkisrekstur kemur í veg fyrir að fjármálaráðherrar þurfi að stoppa í milljarðagöt, sem hafa tilhneigingu til að myndast hjá sjóðskömminni. Skattheimtan verði gerð einfald- ari og réttlátari. Hér er Borgara- flokkurinn sannarlega á réttri lcið. Flókin og óréttlát skattheimta er að vísu ástæðan fyrir tilvist hans. en það má ekki koma fyrir oftar að menn lendi í hrakningum vegna margflókinna skattalaga. Svo á að afnema tekjuskatt af launatekjum, sem er góð og frum- leg hugmynd, og lækka tolla og vörugjald. Allt stefnir það að halla- lausum ríkisrekstri. Meðal hamingjuaukanna er að full atvinna verði tryggð fyrir alla. „Fólk geti valið sér starf við sitt hæfi og gegnt því með reisn.“ Um síðastnefnda atriðið gefur Borgaraflokkurinn fagurt for- dæmi. Efeinhvern langart.d. til að vera reisulegur flokksforingi og ráðherra er leiðin greið þegar treyst er á dugnað og atorku ein- staklingsins. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.