Tíminn - 02.04.1987, Page 15

Tíminn - 02.04.1987, Page 15
Fimmtudagur 2. apríl 1987 Tíminn 15 ARNAÐ HEILLA illllllllli l!!!!ll!!!!!ll!l!ll!!!!!l!l!!!!l!l!!l!!!!!!!!l!!l!!l!!j!!!!!!illl 90 ára Guðbjarni Sigmundsson Akranesi Guðbjarni Sigmundsson frá ívars- húsum á Akranesi er 90 ára í dag. Af því tilefni vil ég senda honum innilegustu árnaðaróskir og þakka honum kynnin í þriðjung aldar. Það var á vordögum 1954 að leiðir okkar lágu fyrst saman. Bæjarstjórn Akraness hafði samþykkt 1950 að gefa væntanlegri sementsverksmiðju lóðir undir byggingar og aðra starf- semi, yrði verksmiðjan byggð á Akranesi. Verksmiðjunni var valinn staður í landi ívarshúsa, sem var eignajörð Guðbjarna. Dregist hafði að ganga frá kaupunt á landinu og greiðslum, en bygging verksmiðj- unnar var að hefjast. Guðbjarni var því að vonum orðinn órólegur út af málum sínum. Það féll í hlut nýs bæjarstjóra að taka upp viðræður við Guðbjarna um kaup á umræddu landi og greiðsluskilmála. Margirog strangir fundir voru haldnir fram á haustið 1954, en þá náðist fullt samkomulag, svo ekki þurfti að fara í eignarnám né annan málarekstur. Guðbjarni hafði að vísu lögfræðing á bak við sig, en sýndi hann aldrei. Hann sótti málið sjálfur. Var fundvís á rök og ódeigur í baráttunni fyrir málstað sínum. Enginn lögfræðingur hefði staðið sig betur en hann og oft sagði ég honum það. Við höfðum þarna gagnstæðra hagsmuna að gæta og því varð ekki hjá deilum komist. Það sem mér er svo kannski minnis- stæðast frá þessum fyrstu samskiptum okkar, er hversu þessi harðsnúni samn- ingamaður var ætíð drengilegur og heilsteyptur. Þegar upp var staðið og samningar höfðu tekist um þessi lóðakaup bæjarins átti Guðbjarni fulla virðingu mína og tókst með okkur vinátta, sem aldrei hefur fallið skuggi á. Fyrir þetta hef ég ævinlega verið mjög þakklátur, því svona mál eru ekki líkleg til að tengja vináttu- bönd. Ég varð þess fljótlega var að Guðbjarni er skarpgreindur, fróður og minnugur. Ég átti þess kost að skrifa niður nokkrar endurminning- ar hans frá fyrstu árum verkalýðs- hreyfingarinnar á Akranesi fyrir blaðið Magna hér í bæ. Ennfremur ferðasögu hans til Detroit í Banda- ríkjunum og þaðan á heimssýning- una í Montreal í Kanada, en þá ferð fór Guðbjarni fyrir um 20 árum. Þá kynntist ég betur en áður nákvæmri frásögn og góðri athyglisgáfu. Slíkur maður hefði átt margra kosta völ, hefði hann í æsku notið þeirrar menntunar, sem nú stendur öllum til boða. Slíkur maður verður líka svo mörgum minnisstæður. þótt árin líði. Guðbjarni var einnig líkamlega vel á sig kominn. Hann var hið mesta hraustmenni frant eftir ævi. Dugnaðarforkur að hverju sem hann gekk og sívinnandi. Auk búskapar- ins stundaði hann sjómennsku, fiski- mat og verkamannavinnu. Á þessu fjölmenna heimili var efnahagurinn betri, en almennt gerðist á þeirri tíð. Mér er sagt að kreppan hafi nánast farið fram hjá ívarshúsum. Hann lét sig ekki muna um það í byrjun kreppunnar eða 1930 að byggja stórt og vandað steinhús, sem þá var meðal hinna veglegustu á Akranesi. Þannig sá hann alltaf fjölskyldu sinni farborða af miklum myndarskap, þótt stór væri. Félagsmálastörfum sinnti hann talsvert og var þar vel liðtækur, bæði í verkalýðshreyfing- unni og samvinnufélögum. Guðbjarni er fæddur í Arnþórs- holti í Lundarreykjardal 2. apríl 1897. Foreldrar hans voru hjónin Vigdís Jónsdóttir og Sigmundur Guðbjarnarson, sem um þær mundir bjuggu í Lundarreykjardalnum, en fluttu árið 1900 að ívarshúsum á Akranesi. Þar er Guðbjarni því alinn upp og varð snemma fyrirvinna móður sinnar, því faðir hans andað- ist 1914, mjög fyrir aldur fram. Jónsmessudagurinn 1922 var mik- ill hamingjudagur í lífi Guðbjarna. Þá kvæntist hann Guðnýju Magnús- dóttur frá Iðunnarstöðum í Lundar- reykjardal. Þau eignuðust 11 börn. Tvö dóu í bernsku, en 9 eru á lífi - 4 synir og 5 dætur - sem öll hafa '■H stofnað heimili. Börnum sínum komu þau vel til manns og gegna þau hinum margvíslegustu störfum í þjóðfélaginu. Afkomendahópur þeirra hjóna er orðinn stór og hið mannvænlegasta fólk. Hér er um að ræða mikilsvert framlag til þjóðfé- lagsins. Guðný var myndarleg húsmóðir, fróðleiksfús og félagslynd, auk þess að vera mikil móðir barna sinna. Hún andaðist 18. nóv. 1984 eftir nokkra vanheilsu og þá hafði farsælt hjónaband þeirra staðið í meir en 62 ár. Um Jónsmessuleytið 1982 héldu þau hjónin veglegan fagnað í tilefni af 60 ára hjúskaparafmæli sínu. Guðbjarni var þá nýlega orðinn 85 áræ.og stutt í 80 ára afmæli Guðnýj- ar. Þetta var fagur hamingjudagur fyrir þau og afkomendur þeirra, sem ýmsir aðrir nutu. Guðbjarni hefur hin síðustu ár búið á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Úr íbúð hans er útsýni gott yfir höfnina og hina gömlu jörð hans - ívarshús - þar sem æskuheim- ili hans stóð, þar sem lífsbaráttan var háð og margir sigrar unnir á löngu æviskeiði. Hann nýturútsýnis- ins vel, því þrátt fyrir háan aldur, heldur hann óskertri sjón. Á hillu í stofu hans eru myndir af börnunum 9. Þau eru stolt hans og lífshamingja, sem hann yljar sér við á ævikvöldinu, • ásamt endurminningum um lífsföru- nautinn góða. Megi hann njóta þess sem lengst. Hjartanlegar hamingju- óskir. Dan. Ágústínusson. Prentarinn - Málgagn Félags bókagerðarmanna Forustugrein þessa blaðs nefnist Styrk- ur okkar felst í kunnáttunni. Á forsíðu er mynd eftir Sigurð Þóri: „Að bera hönd fyrir höfuð sér“. Þá er grein um hækkun kauptaxta, og hverju sú hækkun breyti. Þóra Elfa Björnsson skrifar: Um veginn og daginn í prentiðnaðinum. Þá eru frásagnir af ýmsum athugunum á vegum Vinnuverndar. Ritstjóri segir frá fjórða þingi Grafiska Fackförbundet í Svíþjóð: Réttur verkafólks sé tryggður gagnvart tækninýjungum. Tveir danskir prentarar segja frá prentvinnu í Nicaragua. Kynnt er nýtt trúnaðarmannaráð og síðan eru ýmsar fréttir. Samúéí 111. blað Samúels er nýkomið út. Þar er m.a. sagt frá dönsku stúlkunum Hanne og Pia sem fundu hamingjuna á íslandi. Frásögn með myndum er af skíðanámi blaðamanns Samúels í Austurríki. Þá er grein um Hvað gerist ef óþekkt flugvél nálgast ísland? Margar myndir eru frá skemmtikvöldinu í Hollywood: Leitin að týndu kynslóðinni. Sagt er frá útvarpi framhaldsskólanema „Utrás". Myndir af fáklæddu eða nöktu kvenfólki er á sínum vanalcga stað í ritinu og á forsíðu skartar hún Mel, - sem lá heima í Englandi í flensu þegar hún átti að vera að syngja á íslandi. Utgefandi er Sam-útgáfan og ritstjóri Þórarinn Jón Magnússon. Freyr Búnaðaiblað í þessu blaði, 5. tbl. ’87, er sagt frá ráðunautafundi 1987. ViðtalerviðHákon Björnsson, framkvæmdastjóra Áburðar- verksmiðjunnar: Áburðarverksmiðjan er að endurskipuleggja starfsemi sína. Þá er birt erindi, eftir Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, sem hann flutti á Ráðunautafundi ’87, Fjölþættari atvinnumöguleikar í sveitum. Greinar eru um útbreiðslu vöðvasulls eftir Sigurð H. Richtero.fi. þýdd grein úr Dansk Pelsdyrblad um Áhrif skinneigin- leika á verð.Pétur Sigtryggsson, svín- aræktarráðunautur B.I. skrifar grein: Fóðrun svína. Þá er grein frá Rala eftir Ólaf Guðmundsson fóðurfræðing. Þegar bændur voru mátaðir nefnir Björn S. Stefánsson búnaðarhagfræðingur grein sína. Margt fleira er í blaðinu. Útgefendur þess eru Búnaðarfélag íslands og Séttarsam- band bænda. ABC Barna- og tómstundablað í nýju blaði af ABC eru sögur og viðtöl, svo sem við Kristján Eldjárn og Gígju Birgisdóttur fegurðardrottningu og sög- urnar Sigga, Töfrahringurinn o.fl. Mjög mikið er af föndri og þrautum í blaðinu, einnig ýmislegt um íþróttir og popp, gæludýr og fleira. Þá er sagt frá Söngvak- eppni sjónvarpsins, og myndir eru í opnu af Kínaförunum, þ.e. hljómsveitinni Strax. Ritstjóri er Margrét Thorlacius. liffflf auglýsir samkeppni RÍKISÚTVARPIÐ Evrópusjón- varpsstöðva um sjónvarpshandrit Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofnanir í Evrópu hafa ákveðið að standa sameiginlega að verðlaunasamkeppni í því skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að sjónvarpsleikritum eða leiknum sjónvarpsþáttum. Um er að ræða samkeppni um starfsverðlaun er veitt verða síðari hluta þessa árs. Starfsverðlauna- hafar koma síðan til greina er aðalverðlaun og sérstök Evrópuverðlaun verða veitt ári síðar. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en fertugir á árinu sem samkeppnin til starfsverðlaunaferfram. Þeir skulu skila fimm síðna tillögu að sjónvarps- leikriti eða leikinni sjónvarpsþáttaröð til Ríkisút- varpsins. Ríkisútvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að þrjá umsækjendur til samkeppninnar. Starfsverðlaun að upphæð 25.000 svissneskir frankar verða veitt í nóvember 1987. Jafnframt er verðlaunahöfum gefinn kostur á námskeiði, að jafnaði í dagskrárdeild sjónvarpsstöðvar sem tilnefndi verðlaunahafa. Heimilt er að veita allt að tíu starfsverðlaun í hvert skipti. Umsóknarfrestur um starfsverðlaun þessa árs er til 1. júlí 1987. Umsóknum ásamt tillögu að sjónvarpshandriti skal skilað til skrifstofu útvarpsstjóra, Ríkisútvarp- inu, Efstaleiti 1, 103 Reykjavík, þar sem reglur samkeppninnar liggja ennfremur frammi. BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715/23515 BORGARNES: ......... 93-7618 BLÓNDUÓS:...... 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR: ..... 96-71489 HUSAVIK: ... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303 ínterRent Laust starf Auglýsingadeild Tímans óskar að ráða starfsmann til auglýsingaöflunar og annarra starfa. Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja þekkingu á auglýsingagerð, gott vald á íslensku máli og nokkra vélritunarkunnáttu. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist auglýsingadeild blaðsins fyrir 10. apríl n.k. Tíminn, Síðumúla 15, Reykjavík t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og tengdasonar, Jóhannesar Guðmundssonar bónda Jörfa Kolbeinsstaðahreppi Hanna Jónasdóttir Anna Jóhannesdóttir GuðmundurJóhannesson Guöbjörg Jóhannesdóttir Jónas Jóhannesson Kristín Jóhannesdóttir Sigurður Kr. Sigurðsson Guðbjörg Hannesdóttir WWUSmHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. F*ósthólf 10180

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.