Tíminn - 02.04.1987, Page 20

Tíminn - 02.04.1987, Page 20
 Vidski ptaf ul Itrúar í sendiráðin Útflutningíirád íslands og utanríkisráðuneytið undirrituðu i gær samning um samstarf á sviði útflutnings- og markaðsmála. Með samningi þessum er m.a. ætlunin að skipa viðskiptafulltrúa í þeim sendiráðum sem Útflutningsráð telur nauðsynlcgt og mun utanríkisráðuneyti leggja til aðstöðu ■ sendiráðunum en Útflutnings- ráð greiðir laun fulltrúanna og allan kostnað af markaðsleit. Viðskiptafulltrúar þcssir eiga að vera sendiherrum til ráðgjafar í útflutnings- og markaðsmálum. Þá efnir Útflutningsráð ríkisins um þessar mundir til hugmyndasam- keppni uni merki og vígorð sem nota á fyrir sameiginlegar markaðs- og kynningaraðgerðir íslenskra aðila erlendis. Samkeppnin er öllum opin. Samkeppni þcssi er í tveimur liðuin. Annars vegar er merki Útflutningsráðs íslands sem verður í senn tákn ráðsins og allshcrjar- merki fyrir sameiginlegar markaðs- og kynningaraðgerðir erlendis Hins vegar er vígorð seni á að vera setning á íslensku og ensku sem aðilar ■ útflutningi vöru, þjónustu og í ferðamálum geta sameinast um. Æskilcgt er að bæði merkiö og vígorðið beri íslensk séreinkenni. 17. MARS Titnirm Stangaveiðitímabiliö hafið: Góð veiði þrátt fyrir vetrarríki Stangaveiðitímabilið hófst opin- berlega í gær. Veiði hófst í Varmá í Ölfusi eða Þorleifslæk eins og margir kalla ána. Veiði var með ágætum, þrátt fyrir afleitt veður. Aðallega veiddist sjóbirtingur, á bilinu hálft til fjögur pund, en inn á milli eins- taka regnbogasilungur. Veiðiskil- yrði voru heldur slæm sökum veðurs og áin frekar vatnslítil. Þegar Tímamenn bar að garði ofarlega á veiðisvæðinu var bjart yfir þeim veiðifélögum Rósari Eggerts- syni varaformanni Landssambands stangaveiðifélaga, Sigurði Rósars- syni og Rúnari Sigurðssyni. Höfðu þeir félagar fengið eina sex spegil- fagra sjóbirtinga og einn regnboga- silung. Allt veitt á maðk. Aðrir sem við veiðar voru í gær voru Paul O'Keeffe í Veiðimanninum, en hann fékk sjö sjóbirtinga, alla á spún, og feðgarnir Haukur Haraldsson og Ólafur Hauksson. Ekki tókst að afla upplýsinga um þeirra veiði en þó hafði sést til þeirra feðga draga fisk og annan um morguninn. „Við höfunt oft veitt í verra veðri en þetta. Ég man eftir allt að fjórtán stiga gaddi eitt árið,“ sagði Rósar Eggertsson í samtali við Tímann í gær á bökkum Varmár. Hann hefur veitt við ána á fjórða áratug, alltaf þann fyrsta apríl. Nánar verður greint frá fyrsta veiðideginum í helg- arblaði Tímahs. - ES Rúnar Sigurðsson heldur hér á sjó- birtingi sem var tekinn á niaðk ofarlega í Varmá. Fleiri myndir verða birtar í helgarblaði Tímans. Tímamynd Pjetur Kennarasamband íslands: Grunnskólakennarar fá sama samning og HIK - búist viö undirskrift samninga í dag, segir Valgeir Gestsson form. K.í. Reiknað er með að í dag veröi skrifað undir samhljóða samninga og gerðir voru við kennara í HÍK 'fyrir alla grunnskólakennara í Kcnnarasambandi íslands, að því er fram kom í viðtali við Valgeir Gestsson, formann Kennarasam- bandsins í gær. f Kcnnarasamband- inu sagði hann um 3.200 kennara, eða nær þrefalt lleiri en í HlK. Hinir nýju kennarasamningar ná því til töluvert á 5. þúsund kennara, sem eru jafnframt um fjórðungur allra ríkisstarfsmanna. , Aðspurður hvort grunnskóla- kennarar hafi hægt og rólega fcngið sömu kauphækkanir og framhalds- skólakcnnarar án nokkurra vcrk- falla, sagði Valgeir Gestsson: - „Ekki hægt og rólega, því við erum búniraðvera ísama samninga- slagnum. En þetta eru tvö félög bæði með sjálfstæöan samningsrétt. Annað félagið ákvað að fara í verk- fall núna en ekki hitt. Við fórum í verkfall 1984 en ckki hinir. En við höfum verið alveg samhliða HÍK í viðræðunum gegn um alla samninga- gerðina, erum nú að Ijúka pappírs- vinnunni og rciknum með að skrifa undir sams konar samninga og HÍK á morgun." Eina muninn á samning- um þessara tveggja félaga sagði hann þann, að innan Kennarasam- bandsins væru einstaka hópar sem ekki væru í hinu télaginu, svo sem verkmenntakcnnarar á framhalds- skólastigi og kennarar án nokkurra kennaraprófa, sem sérstök ákvæði hafi verið fyrir í samningum Kenn- arasambandsins. Hvað þessi nýi samningur kemur til með að kosta hinn galtóma kassa okkar allra - ríkiskassann virðist enginn hafa viljað leggja mat á ennþá. En ætla má að hver 10% sem laun hækka í grunn- og menntaskól- um umfram áætlun fjárlaga 1987 þýði um 310 milljóna króna útgjalda- auka fyrir ríkissjóð. Samkvæmt atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar fyrir 1985 voru laun í grunn- og menntaskólum um 23% af heildarlaunagreiðslum ríkis- ins það ár. í fjárlögum 1987 er reiknað með að heildarlaunagreiðsl- ur nemi í kringum 13.600 milljónum króna, þannig að launakostnað í framangreindum skólum má því áætla um 3.130 milljónir í fjárlögum 1987, og hverja 10% hækkun á þeirri upphæð því um 313 milljónir króna sem fyrr segir. - HEI Aprílgabb Tímans Þeir voru margir sem hlupu aprfl vegna aprílgabbs Tímans í gær. Flestir töldu sjálfgefið að fréttin um gullhnefa Alberts hefði verið í tilefni dagsins, en hringdu hins vegar í ofboði út af niður- stöðum skoðanakönnunar Tímans, sem spáði Albert Guð- mundssyni 51,3% atkvæða í kom- andi kosningum. Einn lesandi sagðist sleginn yfir þessum niðurstöðum og ann- ar varð illur við þegar honum var sagt að tvær fréttir væru til að fá menn til að hlaupa apríl. Sagðist hann mundu kæra þetta fyrir siðanefnd Blaðamannafélagsins! - phh Tíminn Frá og með 1. apríl hækkar blaðið í lausasölu í kr. 55 virka daga, og í 65 kr. um helgar. Áskriftargjald verður kr. 550 á mánuði. Sjúkraliöar: Lofað 34 þúsund í lágmarkslaun - og gáfu því þriggja daga frest tii að ganga frá þeim samningum „Við ákváðum að fara í biðstöðu í þrjá daga vegna þess að við töldum að viðræður væru komnar það langt. Við ákváðum þetta eftir að búið var að gefa okkur mjög jákvæð loforð um ýmis réttindamál sem við höfum viljað fá viðurkennd til margra ára, en Ijóst var að ekki var hægt að ganga frá samningi aðfaranótt miðvikudags. Okkur var einnig lofað 34 þúsund króna lágmarkslaunum," sagði Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði, en hún á sæti í rammasamninganefnd SFR. Hingað til hafa laun sjúkraliða verið 34.000 kr. á mánuði eftir 18 ára starfsaldur. Sigríður nefndi forgang að dag- heimilaplássi fyrir börn sem dæmi um réttindamál sjúkraliða enda væri þetta inni í samningi hjá hjúkrunarfræðingum og einnig breytt vaktafyrirkomulag og þriggja mánaða starfsleyfi á hverj- um fimm árum. Auk þess væru ýmsar breytingar á starfsréttind- um, lögum og reglugerðum sem löggjafarvaldið tæki endanlega ákvörðun um sem ræddar hefðu verið. Sigríður sagði að ef þau loforð sem gefin hefðu verið væru ekki annað en orðin tóm, þá myndu sjúkraliðar labba út að nýju að loknum þessum fresti. Rammanefnd SFR fór á fund í Karphúsið kl. 14:00 í gær. ABS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.