Tíminn - 11.04.1987, Qupperneq 3

Tíminn - 11.04.1987, Qupperneq 3
Laugardagur 11. apríl 1987 , Tíminn 3 Sameiginlegur framboösfundur í Norðurlandi eystra: Árangri st jórnarinnar ógnað Sameiginlegur framboðsfundur var haldinn í Norðurlandskjördæmi eystra á fimmtudag. Allir níu listarn- ir sendu fulltrúa sína á fundinn. „Framsóknarflokkurinn vill þjóð- félag án öfga til hægri eða vinstri. Ég vil benda stjórnarandstöðunni á að það er ekki síður vandasamt að stjórna landinu í góðæri en í harðæri. Við verðum að leggja áherslu á að varðveita þann árangur sem núver- andi ríkisstjórn, undir forsæti Steingríms Hermannssonar hefur náð í hinum ýmsu málaflokkum. Þar ber hæst árangurinn í efnahagsmál- um, húsnæðismálum og landbúnað- armálum," sagði Valgerður Sverris- dóttir frá Lómatjörn, en hún skipar annað sæti á lista Framsóknarflokks- ins í kjördæminu. Valgerður ræddi um kjör þeirra lægst launuðu. „Kjör þeirra hafa verið bætt. Við megum ekki rífa slíkan árangur niður með ríkisstjórn sem er fjandsamleg fólk- inu. Ef borinn er saman árangurinn af þeim málaflokkum sem Framsókn- arflokkur hefur veitt forystu og þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn veitti for- ystu fæst athyglisverð niðurstaða," sagði Valgerður. Nefndi hún Haf- skipsmálið, Útvegsbankann, fræðslustjóramálið, fjárlagahallann, sameiningu Norðurlanda um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd og námslán. Valgerður sagði niður- stöðuna aðeins geta verið eina. „Framsóknarflokkurinn vill leggja niður öll hernaðarbandalög, hvort sem þau heita NATO eða eitthvað annað. Framsóknarflokkurinn vill styrka stefnu í umhverfismálum og hefur þegar lagt fram tillögu um verndun gegn eyðingu ozon lagsins, alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkuver- um og að ísland verði vettvangur friðsamlegra viðskipta, ekki vopna- viðskipta," sagði Guðmundur Bjarnason alþingismaður og efsti maður á lista Framsóknarflokksins, þegar fundargestur spurði hann um stefnu flokkins í friðarmáium. Guðntundur hafði nóg að gera við að svara spurningum fundarmanna, enda var það mál manna að hann hefði greitt mjög vel úr spurningum sem beint var til hans. Hann var spurður um stefnu flokksins í vaxta- málum. Hann svaraði að númer eitt væri að vextir væru jákvæðir. Raun- vextir eins og eðlilegt væri. „Vextir eiga að hvetja til aðhalds og sparnað- ar. Tvö til þrjú prósent væri góð tala,“ sagði Guðmundur. Fundurinn var vel sóttur og lífleg- ur og gerðu menn góðan róm að framsöguerindum fulltrúa flokk- anna. SÓL/ES Upplestrarfrí Nemendur Verslunarskólans héldu uppá upplestrarfrí sitt í gær. Klæddust þeir skrautlegum búningum og lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir sungu fyrir vegfarendur. Sjálfsagt hefur einhver þeirra vaknað upp við vondan draum í morgun, þarsem komið erað prófum ogskólaárinu að Ijúka. Alvaran tekin við. Tímamynd Pjetur Framboösfundur á Vesturlandi: A-flokkar hræddir Taka ekki áskorunum framsóknarmanna Magnús Ma^nussou fréttaritari Tímans í Burgar* firdi: Viðbúið er að fjörugur framboðs- fundur verði haldinn að Logalandi í Reykholtsdal á þriðjudagskvöld klukkan 20:30. Er þctta einn af fáum sameiginlegum fundum frambjóð- enda í kjördæminu og sennilega sá síðasti í þessari kosningabaráttu. Það er mál manna hér að A-flokk- arnir þori ekki að taka áskorun Framsóknarflokksins, að mæta hon- um á sameiginlegum framboðsfund- um um kjördæmið. Hafa menn jafn- vel viðurkennt þetta í samtölum. Búist er við gríðarlegri aðsókn á fundinn, enda þarf hann að þjóna stóru svæði sem er allt Vesturlands- kjördæmi. Fluttar verða stuttar framsöguræður og síðan svara full- trúar flokkanna skriflegum fyrir- spurnum. íslenska lambakjötið: »Mjög gott“ segir 57% þjódarinnar „Gott“ segja 30 prósent segir í niðurstöðum könnunar Hagvangs á neysluvenjum íslendinga Rúmum helmingi þjóðarinnar finnst lambakjöt mjög gott og rúm- um 30% til viðbótar finnst það gott. Aðeins 0,6% þjóðarinnar finnst það vont. 67% finnst lambakjöt betra en kjúklingar og 45% finnst lambakjöt betra en nautakjöt. Þetta er m.a. niðurstaða könnunar sem Hagvangur framkvæmdi fyrir Markaðsnefnd landbúnaðarins dag- ana 19. til 26. mars sl. Þúsund einstaklingar á öllu landinu voru spurðir nokkurra spurninga varð- andi viðhorf til atvinnugreina, inn- kaup, neyslu, verðlagningu og gæði með tilliti til bragðs. Svör fengust frá 779 einstaklingum á aldrinum 18 til 67 ára eða 77,9% af þeim sem spurðir voru. í könnun þessari kom fram, að 71% heimilanna hafði keypt lamba- kjöt sl. hálfan mánuð og tæp 42% kaupa eingöngu lambakjöt í helgar- matinn. 45% kaupa lambakjöt bæði í helgar-og hversdagsmatinn. Hins vegar kom fram að um helmingur aðspurðra töldu sig hafa minnkað innkaup á lambakjöti til heimilisins á síðustu þremur árum. Nokkurra spurninga var spurt varðandi verð á lambakjöti. Þegar þeir einstaklingar sem ekki höfðu haft lambakjöt í síðasta helgarmat voru spurðir af hverju þeir hefðu ekki gert það sögðu 17% ástæðuna vera of hátt verð. Þegar spurt var hvað þyrfti að gera til þess að auka neyslu á lambakjöti svöruðu 59% því til að verð þyrfti að lækka, en jafnframt svöruðu rúm 17% að þeir myndu ekki kaupa meira af lamba- kjöti, hvað sem gert yrði. 36% töldu að aukin birgðasöfnun stafaði af of háu verði og 32 töldu að lækka þyrfti verðið til þess að minnka birgðirnar. Margir bentu á að endurskipulagn- ing framleiðslunnar og aukin sölu- mennska stuðlaði að aukinni sölu. Spurt var hvað lambakjöt kostaði og hvort verð á lambalæri væri hærra eða lægra heldur en verð á nauta- kjöti og kjúklingakjöti og þar kom fram að um 60% vissu ekki hvað lambalærið kostaði. Um það hvort fólk gat til um rétt eða rangt verð skal tekið fram að Hagvangur hafði einungis verð úr einni búð til viðmið- unar en smásöluálagning er frjáls hjá kaupmönnum. Samkvæmt því viðmiðunarverði sögðu um 18% svipað verð en um 16% sögðu verðið hærra. Því hefur stundum verið haldið fram að unga fólkið kaupi minna af lambakjöti heldur en eldra fólk. Könnun þessi sýnir að ekki er svo mikill munur þar á. í spurningum um almennt viðhorf til atvinnugreina kom fram að helm- ingi þjóðarinnar fannst ástæða til að þróa og efla sjávarútveg á næstu árum og fjórðungur sagði að ástæða væri til að þróa iðnað. Rúm 11% sögðu að einna helst væri ástæða til að þróa og efla landbúnað. ABS Verslunarráð íslands: Gefur út rit um upphaf fríhöndlunar - í tilefni af 200 ára afmæli frjálsrar verslunar á íslandi Sigfús Haukur Andrésson hefur ritað bók um upphaf fríhöndlunar og almennu bænaskrána. Er bókin gefin út í tilefni af því að 1. janúar næstkomandi verða liðin 200 ár frá því að verslun hér á landi var gefin frjáls við alla þegna danakonungs. I ritinu verður rakin saga ís- landsverslunar á tímabilinu frá 1774 til 1807, lok einokunarversl- unar og upphaf fríhöndlunar. Segir m.a. annars frá útgerð konungs- verslunarinnar síðari frá Hafnar- firði, skipsvegabréf, sjóvátrygging- ar, kjör verslunarmanna á 18. öld, gjaldmiðli, vörulán og hjálparað- gerðir í harðærum, stofnun kaup- staða og löggildingu verslunar- Istaða, búsetubreytingar og fleira og fleira. ABS Sr. Felix Ólafsson: w i Varði ritgerð Hafnarháskóla Sr. Felix Ólafsson sem hefur starf- að um árabil sem prestur í Kaup- mannahöfn, hefur varið ritgerð í Afqreiðsla Ti'mans er opin kl. 9-5 daglega nema laugardaga 9-12. Sími afgreiðslu 686300 Áskrift og dreifingTímans í Garðabæ og Hafnarfirði, sími641195 kirkjusögu við háskólann í Kaup- mannahöfn. Ritgerð sr. Felix er um Ebeneser Henderson sem stofnaði Biblíufé- lögin í Rússlandi, Danmörku, Sví- þjóð og síðan árið 1815 á íslandi. Ritgerðin fjallar aðallega um störf Hendersons að biblíumálum í Dan- mörku með sérstöku tilliti til stefnu- marka hans og vinnureglna. Sr. Felix hefur fengist við þessar rann- sóknir í frístundum sínum undanfar- in 10 ár og fann í skjalasöfnum í London og Oxford ýmsar athygl- isverðar upplýsingar m.a. eiginhand- arrit Henderson um sögu danskra biblíuþýðinga. Felix Ólafsson, árið 1969.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.