Tíminn - 11.04.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. apríl 1987
Tíminn 5
Bankaráð og bankastjórar Útvegsbankans komu saman til fundar kl. 10 í gærmorgun og var þar tekin afstaða til
lausnarbeiðnar bankastjóranna, sem kom í kjölfar ákæru ríkissaksóknara. Bankaráðið lýsti fullu trausti á störf
bankastjóranna og féllst ekki á lausnarbeiðni þeirra. Þeir munu því sitja áfram út mánuðinn, en hafa ekki gefið kost
á sér til starfa sem bankastjórar Útvegsbankans hf. (Tímamynd: Brein)
Bankaráð Útvegsbankans féllst ekki á lausnarbeiðnina :
Bankastjórarnir
sitja út apríl
- en gefa ekki kost á sér sem bankastjórar fyrir Útvegsbankann hf.
Bankastjórar Útvegsbankans hf. verða aðeins tveir og óvíst hvort
ráðnir verða aðstoðarbankastjórar
Á fundi bankastjórnarog bankar-
áðs Útvegsbanka Islands var tekin
fyrir beiðni núverandi bankastjóra
Utvegsbanka um að þeir verði þegar
leystir frá störfum, í kjölfar ákæru
ríkissaksóknara. Bankaráð Útvegs-
bankans féllst ekki á lausnarbeiðn-
ina og hefur bankastjórnin lýst yfir
að hún muni halda áfram störfum.
Eftirfarandi yfirlýsing var sam-
þykkt einróma af bankaráðinu:
„Bankaráðið ber fullt traust til
bankastjórnarinnar, þrátt fyrir fram-
komna ákæru, enda er það mat
bankaráðsins að núverandi banka-
stjórn hafi gert sitt ítrasta til að
tryggja hag Útvegsbanka íslands.
Bankaráðið er því sammála um að
fallast ekki á lausnarbeiðnina.“
Um hádegi var síðan haldinn
fundur hins nýkjörna bankaráðs Út-
vegsbankans hf. Á þeim fundi var
verkum skipt í bankaráðinu og var
Gísli Ólafson, forstjóri kjörinn for-
maður bankaráðsins, Kristján Ragn-
arsson, frkvst. varaformaður og
Baldur Guðlaugsson, ritari. Aðrir í
bankaráðinu eru Jón Dýrfjörð og
Björgvin Jónsson.
í samtali við Tímann sagði Gísli
Ólafson að bankaráðið hefði ákveð-
ið að bankastjórar Útvegsbankans
yrðu aðeins tveir í stað þriggja nú og
yrði væntanlega ákveðið hverjir það
yrðu nú um helgina. Núverandi
bankastjórar Útvegsbankans hefðu
hins vegar ekki gefið kost á sér sem
bankastjórar í Útvegsbankanum hf.
Þar sem Útvegsbankinn hf. tekur
formlega til starfa þann 1. maí er
ljóst að núverandi bankastjórar sitja
aðeins til mánaðarmóta.
Sagði Gísli að bankaráðið hefði
ekki enn ákveðið hvort ráðnir yrðu
nokkrir aðstoðarbankastjórar og
óvíst hvort svo verði. -phh
Náttúrufræðingar semja:
Þolanlegur
samningur
- lágmarkslaun þó aðeins um 40 þúsund krónur,
segir Ólafur Karvel Pálsson, formaður samninga-
nefndar
„Lágmarklaun eru samkvæmt
þessum samningi aðeins um 40 þús-
und krónur. Sennilega þýðir þetta
um 20% launahækkun á samnings-
tímanum sem er til tveggja ára, en
þessi samningur er frábrugðinn öðr-
um sem gerðir hafa verið núna að
því leyti að í honum eru endur-
skoðunar- og uppsagnarákvæði. Það
má taka samninginn til endur-
skoðunar og uppsagnar ef kaupmátt-
ur rýrnar meira en 6,5% á næsta ári,
miðað við kaupmáttinn eins og hann
verður á þessu ári,“ sagði Ólafur
Karvel Pálsson, formaður samninga-
nefndar Félags náttúrufræðinga í
samtali við Tímann í gær.
Samningar náðust í gærmorgun
og lauk þar með verkfalli 260 félaga
úr Félagi náttúrufræðinga og Félagi
matvælafræðinga en þessi tvö félög
höfðu samflot í samningagerðinni.
„Aðalávinningur þessa samnings
þegar upp er staðið, liggur kannski í
því að við nýttum okkar samnings-
rétt í fyrsta skipti og höfum sýnt að
við getum farið í verkfall sem gagn
er að. Við höfum fótað okkur þarna
sem alvöru stéttarfélag," sagði Ólaf-
ur Karvel.
Þó þessir samningar séu í höfn, er
enn ekki útséð um hvort náttúru-
fræðingar í Blóðbankanum hefji aft-
ur störf, þar sem þeir höfðu allir
nematveir.sagtuppstörfum. -phh
Akureyri:
Rætt um áfengismál
Norræna bindindisþingið verður
haldið á Akureyri með hækkandi
sól, eða í júnímánuði. Fyrir þing-
inu stendur Norrænda bindindis-
ráðið, NNR og er það haldið til
skiptis á Norðurlöndunum.
Samvinnunefnd bindindis-
manna, sem að standa níu íslensk
bindindissamtök, stofnanir og
fyrirtæki, hefur með höndum fram-
kvæmd þingsins að þessu sinni.
Norræna bindindisþingið er vett-
vandur upplýsinga og skoðana-
skipta um það sem er á döfinni í
áfengismálum og bindindisstarfi
hverju sinni. Á þinginu nú verða
m.a. kynntar niðurstöður rann-
sókna hér á landi og annars staðar
á Norðurlöndunum og fjallað um
áfengismálastefnu. Einnig verður
kynnt átak Sovétmanna gegn
áfengisneyslu í ríki sínu.
Meðal fyrirlesara má nefna dr.
Tómas Helgason, Guðrúnu Agn-
arsdóttur, Gabriel Romanus, for-
stjóra Áfengisverslunar sænska
ríkisins og Aase Olesen þingmaður
frá Danmörku.
Þingið verður haldið dagana 22.-
26. júní í sumar. -SÓL
Tímaritamarkaðurinn:
Frjálst framtak kaupir Fjölni
- gefur nú út 16 tímarit
Útgáfufyrirtækið Frjálst framtak
festi í gær kaup á útgáfufyrirtækinu
Fjölni sem m.a. hcfur gefið út tíma-
ritin Mannlíf og Bóndann. Segir í
fréttatilkynningu frá Frjálsu fram-
taki að fyrirtækið hyggist með þessu
styrkja enn stöðu sína á íslenskum
tímaritamarkaði og er það að
vonum.
Eftir þessi kaup hyggst Frjálst
framtak nú gefa út 16 tímarit, þeirra
á meðal Mannlíf og Nýtt líf. -phh
Steingrímsfundur í Hafnarfirði:
»Við stóðum við okkar!“
„Það var einmitt hér á þessum
sama stað sem ég stóð þegar ég
tilkynnti um þá erfiðustu ákvörðun
sem ég nokkum tímann hef tekið,"
hóf Steingrímur Hermannsson,for-
sætisráðherra, mál sitt á fundi Fram-
sóknarflokksins í Hafnarfirði. Fullt
var út úr dyrum og héldu aðrir
frambjóðendur stuttar tölur, svo
sem Níels Árni Lund og Gylfi Guð-
jónsson.
„Hér tilkynnti ég að ég myndi gefa
kost á mér til framboðs í Reykjanes-
kjördæmi," sagði Steingrímur. „En
hvað sem skoðanakönnunum líður
kvíði ég ekki framboði hér. Hvar-
vetna hefur mér verið vel tekið, þar
sem ég hef komið til að kynnast
atvinnuháttum nánar. Þótt þeir séu
hér fjölbreyttari og fleiri en í því
kjördæmi sem ég var í áður, er
grundvöllurinn sá sami. Þess vegna
hef ég hlotið góðar undirtektir og ég
trúi að kjósendur í Reykjaneskjör-
dæmi dæmi okkur framsóknarmenn
af verkum okkar. Þá þurfum við
engu að kvíða."
„Mér hefur verið legið á hálsi fyrir
að gera ekki deilumál við samstarfs-
flokkinn opinber á líðandi kjörtíma-
bili. En ég hef frekar kosið að halda
stjórninni saman og þannig ná þeim
markmiðum sem við settum okkur í
upphafi. Það hefur tekist og við
höfum sýnt, að framsóknarmenn
eru drengskaparmenn."
Það var fullt útúr dyrum á Framsóknarfundi í Hafnarfirði, þegar Steingrímur
flutti ræðu sína. (Tímamynd: BREIN)
„Sumir halda því fram, að ekki sé
þörf á flokki í miðju nú. Það er
reginfirra. Það hefur e.t.v. aldrei
verið meiri þörf fyrir flokk, sem
getur nýtt hið besta frá vinstri og
hægri og komið á sáttum og miðlað
málum. Það hefur aldrei verið meiri
þörf fyrir flokk sem ratar hinn gullna
meðalveg."
Steingrímur ræddi einnig um þá
skemmtilegu röksemd sumra fyrir
því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, að
hann hefði komið á frjálsu útvarpi.
„Sumir ætla að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn vegna þess að án hans hefði
aldrei orðið nein Bylgja eða Stöð 2.
Hér sannast best hve nauðsynlegt er
að hafa öfgalaust afl í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt að
koma frjálsu útvarpi á í 10 ár. Það
hefur ekki gengið fyrr en nú, að
Ingvar Gíslason, sem sat á þingi fyrir
Framsóknarflokkinn, samdi frum-
varp um frjálst útvarp, sem allirgátu
sætt sig við.
Við framsóknarmenn getium borið
höfuðið hátt þegar við göngum til
kosninga. Við stóðum við loforð
okkar. Við skulum láta verkin tala.“
Þj
Smábátabann
Allar fiskveiðar á bátujn undir
tíu brúttólestum eru bannaðar
frá klukkan 20 í kvöld og fram til
klukkan 10 árdegis þann 21.
apríl. Sjávarútvegsráðuneytið
sendir út fréttatilkynningu þessa
efnis.