Tíminn - 05.08.1987, Page 3

Tíminn - 05.08.1987, Page 3
Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Tíminn 3 Samkvæmt heimildum sem Tím- inn telur mjög áreiðanlegar, er reksturinn á Hótel Örk í Hvera- gerði að sigla strand. Er talið að þess sé skammt að bíða að farið verði fram á greiðslustöðvun fyrir Örkina vegna verulegra greiðslu- erfiðleika. „Það er ekki komið á það stig að við séum farnir að biðja um greiöslustöðvun," sagði lögmaður Helga Þórs Jónssonar eiganda Hótels Arkar í Hveragerði. Lög- maður hans Pétur Þór Sigurðsson, sagði jafnframt að það gæti verið úrræði skuldara sem væru það vel staddir að þeir sæju fram úr sínum vandræðum. „Helgi Þór hefur allar þær forsendur sem þarf til að fá slíkt úrræði samþykkt og því gæti hann gripið til þess. Það er klárt mál að það hafa verið erfiðleikar þarna síðustu mánuði." „Það er ljóst að reksturinn hefur ekki tekist sem skildi,“ sagði Pétur Þór ennfremur, „en hann er ekki að rúlla á hausinn þar sem ég tel eignir vera langt umfram skuldir. Fjárfestingin er upp á nálægt 400 milljónir, en um leið og einhverjir erfiðleikar verða þá veltur það á einhverjum tugum milljóna. Eins og er á hann á annað hundrað milljónir í eignum umfram skuldir. Það eru núna á annað hundrað milljónir í skuldum." Lögmaðurinn sagði að stærsti hluti þessara skulda væri vegna fjárfestingalána, en skuldir vegna rekstrarerfiðleika væru aðeins lítill hluti af vandanum. Þetta væru aðallega lán í gegnum fram- kvæmdasjóð og erlend lán í gegn- um Landsbankann. „Hann hefur ekki tekið nein bein rekstrarlán því að erfið- leikarnir eru þeir að komast út úr kostnaði við bygginguna." Sagði lögmaðurinn að lokum. Illgirni og sögur „Þetta er rammíslensk öfundsýki Erflðleikar í rekstrínum, en Helgi neitar því sem heimildir Tímans segja, að greiðslustöðvun sé yfirvofandi. og ég er nú hissa á því að heyra þetta núna,“ sagði eigandinn Helgi Þór Jónsson þegar Tíminn bar þetta undir hann. „Það voru miklir erfiðleikar í vetur en núna er fullbókað fram í nóvember og um helgina var hér þrísetinn bekkur- inn í matsalnum. Það hefur oft verið erfitt, en ég er núna á bull- andi skrans og með fullt hótel gesta. Ef ég væri að gefast upp núna þá hefði ég átt að gefast upp í vetur þegar hótelið var tómt. Það er sex mánuðum of seint að tala um að illa gangi að borga út launin. Undanfarna mánuði hafa launin verið greidd á réttum tíma. Það er ekkert útistandandi nema ef vera skyldu einhver launatengd gjöld og orlof sem starfsmenn geta feng- ið greitt þegar þeim hentar.“ Hann sagði að ekki væri um að ræða neinar innistæðulausar ávís- anir frá sinni hendi hvað varðar launagreiðslur. Hann bar þess vagna af sér allar hrakspár og sögusagnir og sagði að lokum að allir væru velkomnir til hótelsins og í vetur yrði aftur reynt að bjóða landanum upp á gistingu á góðu verði. Þær heilsuvikur sem í gangi hafi verið hafa að hans sögn gengið afar vel og honum hafi ekki borist annað en þakkir fyrir frá gestum. „Ef fellur úr dagur hér með greiðslur á allt að drepa, en ekki er minnst orði á fiskverkunarfyrirtæki sem skulda stórfé í launum og öðru til margra mánaða nema þá til að bjarga þeim.“ Sagði Helgi Þór að lokum. „Eigum við ekki að leyfa tímanum að skera úr um það hvort illa fari. Eigum við ekki að leyfa greiðslustöðvun að líta dagsins Ijós áður en farið er að höggva í mig.“ - KB Bændur: Hafa ekki viljað fá umframkjötið Saksóknara enn leitað Ekki er vitað til þess að bændur hafi farið fram á að fá kjöt sitt sem umfram var fullvirðisrétt síðasta ha- ust afhent, þrátt fyrir héraðsdóm í máli Jóns bónda á Skarfhóli í V- Húnavatnssýslu, að sögn Hákons Sigurgrímssonar framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda. „Það er lítið annað að gera fyrir Stéttarsambandið í þessu efni en að höfða til stéttarvitundar manna, enda eru þeir að Spurður um það hvort Stéttarsam- bandið hefði fengið spurnir af sölu á kjöti af heimaslátruðu sagði Hákon að það væri ekki enda væri slíkt með öllu ólöglegt auk þess sem enginn maður nennti heldur til lengdar að standa í því að slátra sauðfé eða öðrum búpeningi heima á blóðvelli með lélegum tækjakosti til þess að selja framhjá. Það væri líka ljóti tvískinnungurinn hjá þeim neytend- um sem kærðu sig um óheilbrigðis- skoðað kjöt á sama tíma og menn vildu fá helst hvern kjötbita gegnum- lýstan. „Okkur finnst eðlilegt að bændur geti tekið út sem nemur meðalneyslu á kjöti á hvern landsmann þanig að bændur geti tekið út um 40 kg á hvern heimilismann. Allt sem er umfram það hlýtur að vera tekið út í einhverjum öðrum tilgangi. En það er einnig mjög mikilvægt að menn átti sig á að þetta er magnsamningur og menn þurfa því að kappkosta að leggja verðmætustu vöruna inn á fullvirðisréttinn, lendi eitthvað af kjötinu umfram hann. T.d. er ekki skynsamlegt að leggja inn hrútakjöt og gamalærkjöt inn á fullvirðisréttinn, heldur farga þeim kindum á sem ódýrastan hátt og koma því í loðdýrafóður , því þetta er kjöt sem lítið fæst fyrir og fáir vilja kaupa. Hins vegar hafa ekki allir hugsað út í þetta“, sagði Hákon. ABS „Saksóknari er enn ekki fundinn, en það er ekki því að kenna að ekki hafi verið leitað að honum," sagði Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra, Akureyri: Eldsvoði í sjúkrahúsi Eldur kom upp á efstu hæð Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri laust eftir klukkan 17:00 í gær. Var í fyrstu talið að um mikinn eldsvoða væri að ræða og allt tiltækt slökkvilið og lögregla kvödd á vettvang. Fljótlega var ljóst að þótt mikinn reyk lagði frá sjúkrahúsinu var eldur ekki mikill og tókst snarlega að ráða niðurlögum hans. Tals- verðar skemmdir urðu þó af völd- um sóts og reyks. Lögreglan á Akureyri sagði að engum hefði staðið hætta af eldin- um, en til vonar og vara voru tveir sjúklingar færðir til. þj spurður um skipan saksóknara í Hafskipsmálinu svokallaða, eftir að Hæstiréttur hefur staðfest vanhæfis- dóm Sakadóms yfir ríkissaksóknara. Rætt hefur verið um að settir verði tveir saksóknarar, annar til að fara með Útvegsbankaþátt málsins og hinn til að fjalla um þátt skipafé- lagsmanna, en Jón Sigurðsson ræddi um saksóknara í eintölu. „Ég segi „hann“ að svo stöddu, en hef ekki útilokað hinn möguleikann." Ekki er enn ljóst hvenær af setn- ingu saksóknara verði. Ráðherrann sagði skipan hans hafa dregist af þeim ástæðum að illa gengi að ná sambandi við menn á þessum ár- stíma og eins væri vandfundinn mað- ur sem gæti tekið þetta mál að sér efni þess vegna. „Þetta tvennt gerir það að verkum að maðurinn er ekki fundinn, enda vil ég vanda þetta val,“ sagði Jón. þj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.