Tíminn - 05.08.1987, Síða 4

Tíminn - 05.08.1987, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Stóra „þjóðarlottóið": Litlu íbúðirnar hækka lang minnst Verð á 2ja herbergja íbúðum hefur hækkað miklu minna en á öðrum stærðum fjölbýlishúsaíbúða í Reykjavík, hvort sem miðað er við síðari hluta árs í fyrra eða síðustu 2-3 árin, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Frát.d. tíma- bilinu júlí-september í fyrra til jan.- mars í ár hefur meðalverð á fermetra 2ja herbergja íbúða aðeins hækkað um 11% á meðan 18-19% hækkun Itcfur orðið á 3ja og 4ra herbergja íbúðum og rúmlega 23% hækkun á stærstu fjölbýlishúsaíbúðunum. Munurinn samsvarar því að sölu- verð 2ja herbergja íbúða á fyrstu mánuðum þessa árs hefði verið um 200-250 þús. krónum hærra en það var í raun hefði verð þeirra hækkað í takt við stærstu íbúðirnar, eða verð stærstu íbúðanna um 400 þús. krón- um lægra hefðu þær hækkað í takt við þær minnstu. Munurinn á verðþróun 2ja her- bergja íbúðanna og stærri fjölbýlis- húsaíbúða verður ennþá meiri ef miðað er við önnur tímabil. T.d. var meðalverð á fermetra í þeim 13-20% hærra en í 4ra herbergja íbúðum á árinu 1984 og frá 12% og allt upp í 29% hærra á árinu 1985. Á fyrsta fjórðungi þessa árs var sá munur kominn niður í 5%. Síðasta fjórðung ársins 1984 var fasteignaverð hið hæsta sem það hefur verið síðustu 4 árin (hafði þó verið enn hærra árið 1982). Meðal fermetraverð 2ja herbergja íbúða var þá um 24.200 krónur, eða um 1,3 millj. kr. fyrir 55 fermetra íbúð. Á fyrsta ársfjórðungi 1987 var fer- metraverðið unt 34.100 kr., eða um 1.850 þús. fyrir 55 fermetra íbúð. Verðhækkunin var því tæplega 41% á rúmlega 2 árum (en um 51-55% á stærri íbúðum). Frá nóvember 1984 til febrúar í ár varð hins vegar um 70% hækkun á lánskjaravísitölunni. Vantar því um 350 þús. kr. á að verð 2ja herbergja íbúðarinnar hafi hækkað í takt við lánskjaravísitöluna á þessu tímabili. Munurinn er sem fyrr greinir mun minni á stærri íbúðum, en raunvirði þeirra er þó enn í mars s.l. töluvert lægra en mestan part ársins 1984. Vakin skal athygli á að hér er um „misvægi" lánskjaravísitölu og fast- eignaverðs að ræða, en ekki hið margumrædda misvægi milli vísitölu og launa. Á þessu sama tímabili. - en þær stærstu mest SÖLUVERD FJDLBÝLISHÚSA 1 REYKJAVÍK OKT-DES 198A rjöidi herb. F jöldi íbúöa Meðal- stærö Otborgun Söluverö Söluv./ Ferm Otb.- hlutfall 1 - 2 121 55,0 m2 909 þús 1292 þús 24.181 kr 70,4Só 3 91 73,5 " 1142 " 1585 " 21.961 " 72.1K 4 91 95,0 " 1405 " 1951 " 20.802 " 72,0?ó F lein 55 132,2 " 1900 " 2765 " 21.232 " 68,75 Samtals 398 81,7 m2 1247 þús 1760 þús 22.305 kr 70,95 SdLUVERÐ ÍBÚDA í EJtlLBÝLISHÚSUM f REYKJAVÍK JÚLI-ÍGUST 1986 F jöldi Fjöldi Meöal- Ot- Söluv.-/ Otb,- herb. búöa atcrö borgun Söluverö ferm. hlutf. 1 - 2 141 56,3 m2 1194 þúa 1682 þús 30.704 kr 70,15 3 165 76,1 " 1572 " 2098 " 28.151 " 74,9!í 4 138 05,2 " 1902 " 2554 " 27.097 » 74,55 Fleiri 91 139,5 " 2657 " J612 " 26.106 " 73,65 Samtala 535 86.6 " 1742 » 2363 » 28.204 " 73,75 SÖLUVERC l ÍBÚ0A f FJÖLBÝLISHÚSUM f REYKJAVÍK JAN - MARS 1987 Fjö ldi F jö ldi Meðal Út- Sölu- Söluv./ Útb. - herb. í búöa stærð borgun verö f erm. hlut f. 1 - 2 108 58,6 m2 1532 þús 1968 þúa 34.062 kr 77,85 3 122 7 6,8 " 2011 " 2S1H ‘ " 33.204 " 80,0" 4 111 99,3 " 2456 " 3IR " 32.357 " 77,2" Fleiri 78 129,2 » 313 3 " 4086 " 32,137 " 76,7" Samt aIa 419 8 7,9 " 2214 " 2843 " 33.002 " 7 7,9" Tafla: Frá 3. ársfjórðungi í fyrra til 1. ársfjórðungs í ár (hálfu ári) hefur fermetraverð stærstu íbúðanna hækkað í kringum 6 þús. kr., 4ra og 3ja herbergja íbúðanna um rúmlega 5 þús. kr., en l-2ja herb. íbúðanna aðeins um rúmlega 3 þús. kr., eins og sjá má á þessum töflum úr Markaðsfréttum Fasteignamatsins. Hlutfallslega er hækkunin frá 11% á minnstu íbúðunum og upp í 23% á þeim stærstu á þessum tíma. Þá er athyglisvert að sjá að fermetraverðið hækkaði aðeins frá 23-30% milli 1984 og 1986 á sama tíma og láns- kjaravísitalan hækkaði í kringum 57%. Varðandi mismun á söluverði og útborgun skal vakin athygli á mismunandi meðalstærð seldra íbúða í fermetrum rnílli tímabila. Samgönguráðherra: Tillögur um hvernig auka megi öryggi í einkaflugi Matthfas Á. Mathiesen. sam- gönguráðherra hefur skipað fimm manna nefnd til að skoða sérstaklega orsakir tíðra slysa í. einkaflugi á fslandi og gera tillög- ur um hvernig auka megi öryggi í því. Skal úttekt nefndarinnar m.a. ná til menntunarog þjálfun- ar einkaflugmanna, fyrirkomu- lags einkakennslu þ.m.t. þjálfun- ar flugkennara, og reglna um flug einkaflugvéla. f nefndinni eru eftirtaldir menn: Karl Eiríksson forstjóri, en hann er formaður Rannsóknarnefndar flugslysa. Karl er jafnframt fofmaður nefndarinnar: Pétur Einarsson flugmálastjóri, Jóhannes Snorra- son, fyrrverandi yfírflugstjóri, Leifur Árnason flugmaður en hann er tilnefndur af Félagi ís- lcnskra atvinnuflugmanna, og Skúli Jón Sigurðsson deildarstjóri í Loftferðaeftirlitinu, en hann verður ritari nefndarinnar. Sam- gönguráðherra hefur óskað eftir því við nefndarmenn að þeir Ijúki störfum fvrir n.k. áramót. Línurit: Fasteignaverð í Reykjavík fyrstu þrjá mánuði þessa árs var, þrátt fyrir miklar verðhækkanir, enn töluvcrt lægra en á sama tímabili 1984 eins og glöggt má sjá á þessu línuriti. Milli þeirra tímapunkta er fyrst stór hæð og síðan djúp lægð. Árið 1982 komst verðið þó mun hærra en hæsti punkturinn á þessu línuriti, en fara verður til 1978 til að finna lægra verð en á lægsta punktinum í apríl 1986. Samkvæmt upplýsingum Fasteigna- matsins er verð á fasteignamarkaðin- um ennþá undir byggingarkostnaði. þ.e. nóv. 1984 til febrúur 1987 hækk- aði launavísitalan um tæplega 94%. Verð 2ja herbergja íbúðarinnar hefði því verið komið í um 2.500 þús. í febr. í ár hefði það hækkað í takt við launin á tímabilinu, í stað þess að vera um 1.850 þús., sem fyrr segir. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti, sem skeytt er saman úr línuritum frá Fasteignamatinu fyrir skemmri tímabil, hafa verið gífur- legar hæðir og lægðir á raunverði fasteigna í Reykjavík frá ársbyrjun 1984. Hækki t.d. raunverð 3ja millj- ón króna íbúðar um 10% (eins og gerðist frá upphafi til loka ársins 1984) samsvarar það 300 þús. króna hagnaði, en lækki það um 13% (eins og gerðist frá 2. ársfjórðungi 1985- 1986) þýðir það 390 þús. kr. tap. H vort menn kaupa og selj a fasteignir í hæðum eða lægðum á markaðnum getur því skipt mörg hundruð þús- undum króna í tap eða hagnað. jafnvcl yfir milljónina ef um stórar eignir er að ræða. -HEI Þjónustustjórarnir við vinkonur sínar, sem sjá þeim fyrir atvinnu: Þórir til vinstri og Röggi til hægri Þórir og Röggi, þjónustustjórar í Lundinum: Strákarnir sem fresta verslunarmannahelginni „Við tökum ekkert verslunarfrí fyrr en í haust. Þá bregðum við okkur á ball og höfum okkar eigin verslunarmannahelgi," sagði Þórir Jóhannsson, þjónustustjóri á bens- ínstöðinni við Þrastarlund við Sog, en hann er einn þeirra sem varð að láta hendur standa fram úr ermum, þegar aðrir brugðu undir sig betri fætinum um verslunarmannahelgi. Rögnvaldur Sigurðsson, sem er annar þjónustustjórinn á svæðinu, var ekki síður hress, þrátt fyrir erilsama helgi og að þeir félagar höfðu staðið upp á endann í þrjá sólarhringa. Þjónustustjórarnir í Lundinum eru 15 og 17 ára gamlir, en stjórna rekstrinum sem herforingjar. „Það var brjálað að gera!“ „Hér er öll sumarbústaðaþjón- usta, gas, olíur, kol, bensín og veiðivörur,“ sagði Þórir. Og bætti við hæversklega: „Og aðsjálfsögðu góð og kurteis sölumennska." Þórir og Rögnvaldur reka versl- un sína frá klukkan 9:00 til 23:00, en eftir það verður að þrífa planið, safna öllu glerdrasli og sjá um nauðsynlegt viðhald. „Það er erfið- ast að vakna á morgnana," sögðu þjónustustjórarnir, en virtust hvergi bangnir að takast á við verkefni sitt á bak við bensíndæl- urnar. Enda mesta mæðan að baki og aðalraun sumarsins staðin yfir. þj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.