Tíminn - 05.08.1987, Page 7

Tíminn - 05.08.1987, Page 7
Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Tíminn 7 Útivistarsvæðin í Bláfjöllum: Akureyrin meö íslandsmet: Unnið í skíðabrekkum, skálum og bílastæðum Ein og hálf milljón ádagí þrjár vikur Þó skíði og skíðamennska sé ekki efst í hugum fólks nú um hásumarið þá situr Bláfjallanefnd ekki auðum höndum. Nú eru í gangi fram- kvæmdir við skíðasvæðin í Bláfjöll- um og miðast þær við að bæta aðstöðu skíðafólks þar. Að sögn Kolbeins Pálssonar for- manns Bláfjallanefndar þá verður þrengsti hluti skíðabrekkun- ar í Kóngsgili lagfærður nú í sumar. Hóll sem þar hefur verið til trafala verður sléttaður út svo brekkan verður beinni og betri og jarðvegs- efni þaðan nýtt til lagfæringar á bílastæðum við Borgarskálann. Unnið verður að viðgerðum á Borg- arskálanum auk þess sem til stendur að gamli Borgarskálinn verði gerður upp sem þjónustumiðstöð fyrir ann- ars konar aðstöðu en fæst í nýja skálanum. Kolbeinn sagði ekki geta sagt hver sú þjónusta yrði, en þar gæti farið fram sala á lyftunum, skíðaáburði, vettlingum og öðru sem nauðsyn er á fyrir skíðafólk. Pá eru nú í undirbúningi tillögur um margvíslegar framkvæmdir við útivistarsvæðið í Bláfjöllum. Kol- beinn sagði nefndina stefna að því að hafa tilbúin drög að fimm ára framkvæmdaáætlun til eflingar og stækkunar á svæðinu fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð, sveitarfélag- anna. 1 tengslum við þessa fram- kvæmdaáætlun fékk Bláfjallanefnd til liðs við sig sérfræðinga í skipu- lagningu skíðasvæða, frá norska skíðasambandinu og vildi nefndin leita eftir ráðleggingum og tillögum um áframhaldandi uppbyggingu á útivistarsvæðinu sjálfu og þjónustu- þættinum í kring um það. Kolbeinn sagði skýrslu sérfræðinganna vænt- anlega nú næstu daga og myndi nefndin taka ráðleggingar hans til umfjöllunar um leið og þær bærust. Fyrir Bláfjallanefnd liggja nú beiðnir um byggingu á nokkrum gistiskálum á Bláfjallasvæðinu. f ljósi þess að mikill skortur er á gistirými fyrir skólahópa og íþrótta- hópa hefur nefndin því látið gera athugun á hentugri staðsetningu átta til tíu gistiskála í sem minnstri fjar- Iægð frá þjónustúmiðstöðinni. Kol- beinn sagði að ef til kæmi þá yrði þetta einn liður í því að fjölnýta það prýðis skíðasvæði sem nú er fyrir í Bláfjöllum og jafnvel gefa mögu- leika á nýtingu svæðisins í annan tíma en vetrartímann, t.d. til funda og ráðstefnuhalds. hefjast viðræður við íþróttafélögin á skýrsla norska sérfræðingsins verða í því skyni að auka samnýtingu Bláfjallasvæðinu um fyrirkomulag á lögð til grundvallar í þeim viðræð- skíðalyfta á svæðinu þá eru nú að allsherjarrekstri á svæðinu og mun um. - HM Akureyrin EA 10, sem Sam- herji hf. á Akureyri á, setti í fyrradag enn eitt verðmætamet í afla, er hún skilaði inn rúmum 38 milljónum króna eftir 24 daga veiðiferð. Það gerir rúmlega eina og hálfa milljón króna aflaverð- mæti á dag í þær rúmu þrjár vikur sem skipið var úti. Aflinn var aðallega þorskur og er hásetahlutur um 400 þúsund krónur. Akureyrin hefur ætíð verið happafley og er slegist um laus pláss á skipinu, eins og útgerðarmaður á Norðurlandi, orðaði það í samtali við Tímann. Hið nýja íslandsmet sló út tæplega mánaðargamalt met, sem Margrét AE setti, en Margrét er einmitt í cigu sama fyrirtækis og Akureyrin. Gamla metið var 35 milljónir á 27 dögum. Peir afla vel fyrir norðan. - SÓL Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Mjólkurbú Flóamanna: Birgir Guðmundsson nýr mjólkur- bústjóri Birgir Guðmundsson hefur verið ráðinn mjólkurbústjóri hjá Mjólkur- búi Flóamanna, og tekur hann við því starfi af Grétari Símonarsyni sem gegnt hefur starfinu við góðan orðstýr frá 1953. Birgir lauk mjólk- urfræðinámi í Danmörku árið 1970 og framhaldsnámi ári síðar. Eftir nám vann Birgir sem mjólkur- fræöingur hjá Mjólkurbúi Flóa- manna en rak síðan um árabil leið- beiningarþjónustu fyrir mjólkur- framleiðendur á vegum mólkurbús- ins. Hann gerðist því næst verkstjóri yfir G- vöru framleiðslunni og fram- leiðslustjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna var hann frá 1981- 1986. Síðan 1986 hcfur Birgir verið aðstoð- armjólkurbústjóri. Birgir er kvæntur Ragnheiði Haf- steinsdóttur handavinnukennara. Vw. " Ingólfur Margeirsson ritstjóri Alþýðublaðsins: Athugasemd við ummæli Karvels Pálmasonar Ingólfur Margeirsson ritstjóri Al- þýðublaðsins hefur sent Tímanum svohljóðandi athugasemd við frétt blaðsins sl. laugardag. „Tíminn birti frétt á bls. 2 sl. laugardag þar sem fram kemur að Karvel Pálmason þingmaður Al- þýðuflokksins í Vestfjarðarkjör- dæmi beri ekki ábyrgð á kosningu í stjórn þingflokks Alþýðuflokksins sem fram fór í júlílok. Reyndar hefur þessi sama athugasemd frá Karvel Pálmasyni verið birt í flestöll- um dagblöðum þar á meðal Alþýðu- blaðinu. Hins vegar hafði Tíminn stutt spjal! við Karvel Pálmason vegna athugasemdarinnar og segir þing- maðurinn meðal annars að „honum fannst frétt Alþýðublaðsins sett þannig upp að menn væru að auglýsa ákvarðanirnar á ákveðinn hátt“. Pað er að sjálfsögðu mál Karvels Pálmasonar ef hann kýs að mæta ekki á þingflokksfundi en í þess stað senda frá sér fréttatilkynningar í fjölmiðla með séráliti á samþykktir þingflokksins. Hins vegar vil ég taka það fram að þessu gefna tilefni að það var ákvörðun Alþýðublaðsins eins að birta umrædda frétt um nýja stjórn þingflokks Alþýðuflokksins. Sú frétt hefur raunar birst í öðrum dagblöðum einnig. Fréttin birtist í Alþýðublaðinu þann 29. júlí sl. og var samkvæmt vægi sínu stutt, ein- dálka frétt. Það er því með öllu röng staðhæfing hjá Karvel Pálmasyni þingmanni að fréttin hafi verið sett upp á þann veg að þar hafi ákvarðan- ir manna verið auglýstar á einhvern hátt. Fréttin var skrifuð og birt sem frétt; það er allt og surnt." Guðmundur Magnús- son aðstoðar Birgi Guðmundur Magnússon, aðstoð- armaður Menntamálaráðherra. Guðmundur Magnússon blaða- maður hefur verið ráðinn aðstoðar- maður Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráðherra. Hann hóf störf í menntamálaráðuneytinu í gær. Guðmundur er 31 árs að aldri. Hann lauk B.A., prófi í sagnfræði og heimspeki frá Háskóla íslands árið 1980 og M.Sc. prófi í rökfræði og vísindalegri aðferðafræði frá London School of Economics árið 1982. Hann hefur verið stunda- kennari við Háskóla Islands, kennt við grunnskóla og var blaðamaður við Tímann 1982-83. Hann réðst að Morgunblaðinu í ársbyrjun 1984 og hefur starfað þar síðan. Guð- mundur er kvæntur Vöku Hjaltalín og eiga þau tvö börn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.