Tíminn - 05.08.1987, Page 12

Tíminn - 05.08.1987, Page 12
12 Tíminn Miðvikudagur 5. ágúst 1987 FRÉTTAYFIRLIT BAGHDAD — Sjónvarpiö í Baghdad, höfuðborg íraks, sagði íraka hafa prófað nýja eldflaug sem skotið erfrá landi með góðum árangri og væri hægt að skjóta henni á höfuð- borg írans, Teheran, frá aust- urhluta Iraks. LUNDÚNIR — Ástandið við Persaflóann varð til þess að dollarinn hækkaði í verði gagn- vart öðrum helstu gjaldmiðlum heims. Dollarinn hefur ekki ver- ið hærra skráður í Evrópu síðusta sex og hálfan mánuð- inn. Verð á gulli hækkaði einnig verulega eoa um þrjá dollara hver únsa í gær. COLÓMBÓ — Einir fjögur þúsund indverskir hermenn eru nú á Sri Lanka til að hafa umsjón með því þegar skæru- liðar tamíla láta af hendi vopn sín. GENF — Sendimenn Japan- stjórnar kröfðust þess að Bandaríkjastjórn aflétti banni á innflutningi vissra rafmagns- vara frá Japan. Ekki fengu þessar kröfur þó jákvæðar undirtektir hjá fulltrúum stjórn- arinnar í Washington. BONN — Stjórnvöld í Vestur- og Austur-Þýskalandi skrifuðu undir samkomulag um að skiptast á upplýsingum um geislamagn í lofti og friðsam- lega notkun á kjarnorku. JÓHANNESARBORG — Þrettán manns hafa verið drepnir í átökum hópa innan Zúlúættbálksins í Natalhéraði í Suður-Afríku. MANILA — Lögfræðingar ríkisstjórnarinnar á Filippseyj- um undirbúa nú lögsókn á hendur Ferdinand Marcos fyrr- um forseta vegna auðæfa þeirra sem hann safnaði að sérásínum valdatíma. Marcos verður meðal annars sakaður um glæpsamlegt athæfi. AÞENA — Rúmlega 400 flugumferðarstjórar í Grikk- landi hótuðu að leggja niður vinnu í þrjá daga, frá og með föstudeginum, ef ekki yrði komið til móts við kröfur þeirra um hærri laun og betri vinnuað- stæður. TÚNIS - Fjöldi breskra ferðalanga flaug heim fráTúnis í gær á undan áætlun. Brottför þeirra fylgdi í kjölfar spreng- inga á fjórum hótelum þar í landi en þrettán manns slösuð- ust í þeim.Taliðerað bókstafs- trúarmenn úr hópi múslima, studdir af íranstjórn, hafi staðið fyrir sprengingunum. lllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND Persaflóinn: - Hin blóöugu átök í Mekka hafa enn aukið á spennuna - Hótanir ganga á milli Kcuter - Hin blóðugu átök í borginni Mekka í Saudi Arabíu, helgustu borg múhameðstrúarmanna, hafa dregið verulega úr möguleikum á friði í Persaflóastríðinu og raunar aukið mjög hættuna á að stríð írana og íraka breiðist út til fleiri landa á þessu svæði. Þetta var álit bandar- ískra stjórnmálafræðinga sem sögðu harðlínumenn nú hafa töglin og hagldirnar í fran. „Stjórnmálasamskipti eru ekki talin mikilvæg um þessar mundir", sagði einn sérfræðinganna um innan- landsástandið í íran. Sendiherra írans hjá Sameinuðu Þjóðunum og sendiherra Saudi Ara- bíu í Bandaríkjunum komu fram í bandarísku sjónvarpi í fyrrakvöld og sökuðu þar stjórnir hvors annars um að hafa staðið að baki átökunum í Mekka á föstudaginn. Bandar Bin Sultan prins sagði íranska byltingarverði hafa átt upp- tökin að hinum blóðugu átökum þar sem að minnsta kosti 400 manns létu lífið. Sultan sagði að margir hinna látnu hefðu troðist undir er írönsku pílagrímarnir hörfuðu undan lög- reglunni. Rajaie Khorassani sendiherra ír- ans hjá SÞ sagði hins vegar að lögreglan í Mekka hefði skotið á íranska pílagríma að yfirlögðu ráði og bætti við að Sultan og aðrir saudi arabískir embættismenn væru lygar- ar. Sultan hafði áður sakað Khorass- ani um lygi. Stjórnvöld í Saudi Arabíu segja 402 menn hafa látið lífið í óeirðunum og þar af hafi 275 verið íranar. Að sögn stjórnarinnar hófust átökin þegar íranskir pílagrímar, sem stað- ið höfðu að mótmælum, réðust á aðra pílagrtma frá Saudi Arabíu og öðrum löndum og öryggislögregla þurfti að grípa inn í. íranir segja að 600 landsmenn sínir hafi verið myrtir eða sé saknað og 4.500 hafi slasast. Þcir saka Bandaríkjastjórn um að hafa staðið á bak við það sem þau kalla skipu- lega útrýmingu. Flest Arabaríkin lýstu yfir stuðn- ingi við Saudi Arabíu og mátti lesa í dagblöðum t.d. í Jórdan harðagagn- rýni á íranstjórn. Yasser Arafat leiðtogi Palestínumanna var einnig gagnrýninn í garð írana og sagðist ekki skilja hótanir þeirra um að koma konungsfjölskyldunni í Saudi Arabíu frá völdum. Sum lönd tóku þó varlega í árinni vegna nálægðar sinnar við íran t.d. Sameinuðu arabísku furstadæmin en stjórnvöld þar hörmuðu blóðbaðið í Mekka og hvöttu alla múslimi til að sameinast. Á stöðum þar sem múslimar úr hópi sjíta ráða ríkjum mátti þó lesa stuðningsyfirlýsingar við trúbræður þeirra í fran. Slíkir borðar voru t.d. hengdir upp við moskur sjíta í suðurhverfum Beirútborgar í Líban- on þar sem Saudi Arabar voru fordæmdir og samúðarkveður send- ar Ayatollah Khomeini trúarleið- toga í fran. Frá íran: Ekki skortir vopnin í Persaílóastríðinu. Persaflóastríðið: Vopnasalan blómstrar Bonn - Rcutcr Fleiri lönd selja nú vopn til stríðs- aðila í Persaflóastríðinu en nokkru sinni áður og hefur fjöldinn aukist mjög á síðustu þremur árum. Önnur athyglisverð breyting er sú að fleiri og fleiri lönd selja írönum vopn en stuðningur við fraka hefur minnkað. Það var sérfræðingur á sviði alþjóð- legra vopnaviðskipta sem skýrði frá þessu í gær. Walter Stútzle, framkvæmdastjóri hjá alþjóðlegu friðarrannsóknar- stofnuninni í Stokkhólmi, sagði að hin aukna vopnasala drægi mjög úr möguleikum á að hugsanlegt bann Sameinuðu Þjóðanna á sölu vopna til íran og írak gæti bundið enda á bardagana. „Vopnaútflutningurinn blómstrar um þessar mundir... athyglisverðar breytingar hafa í raun átt sér stað síðan árið 1984. Þá seldu aðeins 40 lönd vopn til stríðsaðilanna, í dag eru þau 53", sagði Stútzle í samtali við vestur-þýska útvarpsstöð. Hann bætti við að írakar hefðu átt sér 19 stuðningsaðila árið 1984 en nú væru þeir aðeins 9, íranar gætu hins vegar sótt vopn til 16 ríkja nú en fyrir þremur árum studdu þá aðeins 11 ríki. Alsír, Argentína, Kanada, Ken- ýa, Danmörk, Finnland, fsrael, Suð- ur-Kórea, Líbýa, Mexíkó, Singapúr. Sýrland og Tyrkland eru meðal þeirra ríkja sem aðeins selja vopn til írana. Stútzle sagði að Kínverjar væru um þessar mundir í efsta sæti yfir þá sem selja bæði þjóðunum vopn. Kínversk vopn fara um Egyptaland til íraks og Norður-Kóreu til írans. Samkvæmt tölum sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum hafa íranar flutt inn vopn fyrir fimm milljarða dollara síðan stríðið hófst. Stútzle sagði að fran hefði enn nægilegt fjármagn til að kaupa vopnin þrátt fyrir að olíuauður þeirra hefði minnkað verulega vegna átakanna. Frakkar hafa verið þjóða dugleg- astir við að selja írökum vopn síðan árið 1980, talið er að kaup fraka á frönskum vopnum á þessum tíma nemi fimm til níu milljörðum doll- ara. Svæði á suðupunkti McDonalds til Moskvu Paraguay: Alræði treyst á flokksþingi Asuncion - Rcutcr Cóloradó flokkurinn í Paraguay hélt ráðstefnu um helgina þar sem hinir eldri ráðamenn misstu völd sín hver af öðrum en við tóku yngri rnenn með harðari afstöðu. Stjórnar- erindrekar sögðu úrslitin á þinginu benda til að alræði Cóloradó flokksins, flokks Alfredo Strössners forseta, myndi styrkjast enn frekar í sessi á næstu árum. Stjórnarandstæðingar, 21 að tölu, voru þó leystir úr fangelsi um helg- ina, fjórum dögum eftir að þeir tóku þátt í mótmælaaðgerðum gegn ríkis- stjórn Strössners. Meðal þeirra var Domingo Laino, leiðtogi helstu stjórnarandstöðusamtakanna. Þau hafa hótað að sniðganga fyrirhugað- ar forsetakosningar á næsta ári komi ekki til aukið fjölmiðlafrelsi og póli- tískt frjálsræði. Lögreglumenn með hjálma og kylfur handtóku stjórnarandstæð- ingana á mótmælafundi sent haldinn var í höfuðborg landsins Asuncion á fimmtudag. Umsjón: Heimir Bergsson. Chicago - Rcutcr McDonalds fyrirtækið stendur nú í samningaviðræðum við Sovét- rncnn utn að opna þrjá hamborgar- astaði í Moskvu og er búist við að samkomulag náist fyrir lok þessa árs. Það var yfirmaður útbreiðslu- sviðs Evrópudeildar fyrirtækisins sem skýrði frá þcssu í gær. George Cohon sagöi að bráða- birfiðasamkomulag hefði verið Rangpur, Bangladcsh - Rcutcr Rúmlega tvö hundruð manns hafa farist í miklum flóðum í Bangladesh að undanförnu. flóðum sem em- bættismenn segja vera þau vcrstu sem runnið hafa í norðurhluta landsins. Milljónir manna hafa misst heimili sín í flóðunum á sfðustu vikum og undirritað viö yfirvöld í Moskvu í maímánuði eftir samningaviðræð- ur sem staðið hefðu í hart nær áratug. „Við vonumst til að ljúka samn- ingum fyrir lok þcssa árs“, sagði Cohon. Fari svo verður McDon- alds fyrsta erlenda veitingahúsa- keðjan til að starfa í Sovétríkjun- um. um 250 þúsund hektarar af hrís- grjónaökrum hafa eyðilagst, nokkuð sem líklega neyðir stjórnvöld til að auka innflutning sinn á þessari mikil- vægu fæðutegund. Þyrlur frá hernum hafa dreift matvælum á svæðið á síðustu dögum og ráðherrar stjórnarinnar hafa farið um það til að skipuleggja dreifingu. Bangladesh: Dauði í flóðum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.