Tíminn - 05.08.1987, Side 15

Tíminn - 05.08.1987, Side 15
Miðvikudagur 5. ágúst 1987 Tíminn 15 llllllllllllllilllllll MINNING ^ : ' : ■ Hermann Gestsson Fæddur 7. september 1965 Dáinn 28. júlí 1987 Þegar hugsað er um tilveru lífsins hér á jörðu er okkur mönnunum lítt skiljanlegt, í mörgum tilfellum, til- gangur þess og þýðing. Þeirn, sem fæðast í þennan heim, eru gefnir misjafnlega langir lífdagar. Hvort það er ákveðið þá af almættinu, hve lengi vistin verður hér á jarðríki vitum við ekki, en eitt er víst, að tímalengdin er mislöng. Það eru því margir ungir að árum sem eru burt kvaddir héðan. í dag kveðjum við hinstu kveðju ungan, glæsilegan og góðan dreng eftir erfiðan og þjáning- arfullan sjúkdóm. Guð hefur tekið hann til sín, bundið enda á hans i jarðneska líf, og búið honum stað í eilífðjnni. Við vitum það að þar fór saklaus og yndislegur drengur yfir landa- mærin. Það er sárt að sjá á eftir honum svo ungum í blóma lífsins, en erum fullviss þess að honum muni nú líða vel. Hermann Gestsson var fæddur í Reykjavík 7. sept. 1965, hann var því á 22. aldursári þegar hann lést 28. júlí sl. á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Foreldrar hans eru Auður Her- mannsdóttir og Gestur Valgeir Gestsson, var hann eitt af þremur börnum þeirra hjóna. Fyrir tæpum tveimur árum gerði alvarlegur sjúkdómur vart við sig, sem mannlegur máttur réði ekki við. Um tíma gerði hann sér vonir um bata, en svo tók sjúkdómurinn sig upp á ný, og þá var ekki spurt um endalokin. Almættisdómi verður ekki áfrýjað. Hermann stundaði hið hefð- bundna barnaskólanám í Öldutúns- skóla í Hafnarfirði, og lauk þaðan prófi á tilsettum tíma með mjög góðum vitnisburði, bæði fyrir hegð- un og námsárangur, og var honunt veitt verðlaun í tilefni þess. Síðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík, og síðast í Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Herntann var vel greindur og farsæll námsmaður. Eftir að veikindin ágerðust, varð skólagangan ekki eins samfelld en áhuginn fyrir náminu mikill, ogskól- inn sóttur nteðan kraftar lcyfðu. Stutt var því í stúdentsprófið, sem var markmið hans. Hermann var sérstaklega góður í allri umgengni, mikill reglumaður og einstakt prúðmenni, þægilegur og gætinn í samræðum, í einu orði sagt, góðmenni. Kátur og skemmti- legur í hópi góðra vina, þar sem nutu sín góðir vitsmunir, og minni á liðna atburði. Aldrei heyrðum við hann hallmæla nokkrum manni heldur reyndi hann ætíð að gera gott úr öllu með sínu jafnaðargeði og góðum gáfum. Það var æfinlega ánægjulegt að vera í návist þessa elskulega sólargeisla okkar, sem var tíður gestur á heimili okkar frá því hann var á fyrsta ári, þá dvaldi hann hjá okkur um eins árs skcið. Hermann var góður handverks- maður, bráðlaginn við öll verk. Á sumrum vann hann við útvarpsvið- gerðir hjá föður sínum og víðar, þar fór saman góður skilningur og fag- legt handbragð, þar unnu vel saman hugur og hönd. Það blasti því við honum björt framtíð, þessa unga manns, áður en veikindin gerðu vart við sig. Það vaknar því oft sú spurning ekki síst þegar hugsað er til nútímans, hvers vegna er ungur efnilegur maður tekinn svo snemma burtu, þarsem friður, réttlætiskennd og vammleysi voru í fyrirrúmi, boð- skapur sá er Kristur kenndi. En það er huggun harmi gegn, að fullvíst er að vel hefur verið tekið á móti jafn saklausri sálu hinu megin móðunnar miklu, og honum ætlað annað hlutverk, og erum við viss um að honum líður nú vel. Hermann eignaðist marga trausta og góða vini, og kom það best fram í veikindum hans. Margir þessara vina hans heimsóttu hann, sumir daglega í margar vikur, bæði á heimili hans og á sjúkrahúsið í Hafnarfirði, þar sem hann dvaldi síðasta mánuðinn. Það sýndi að hann valdi sér vini sem báru mikla virðingu og traust til hans, og gagnkvæmt. Við sendum þessu unga fólki bestu kveðjur og þakkir fyrir það hugarþel og vinsemd sem það sýndi honum, þó gat hann ekki mælt síðustu vikurnar. Við vitum að það er í anda þess sem kvaddur er. í fyrravor dvaldi Hermann með föður sínur í þrjár vikur á írlandi, þar eignaðist hann marga aðdáend- ur, sem-héldu mikið uppá hann, og í fyrrasumar komu nokkrir þeirra hingað upp og dvöldu á heimili okkar, og þar var Hermann í góðum vinahóp, og hrókur alls fagnaðar, enda talaði hann ágæta ensku. Við höfum verið beðin að koma á fram- færi þökkum og saknaðarkveðjum frá þessum írsku vinum okkar. For- eldrar og systkini sakna elskulegs sonar og bróður, sem var þeim umhyggjusamur, og bar mikla virð- ingu fyrir þeim. Fjölskyldan hefur orðið fyrir miklum missi, skarð sem aldrei verður bætt. Systkinin Gestur Guðmundur 19 ára nemi í Flens- borgarskóla og Ragnheiður Kristín 10 ára, hafa misst hugljúfan bróður, sem var þeim mikill styrkur og félagi alla tíð, en leiðir liggja saman í fyllingu tímans. Guð styrki þau öll á erfiðri kveðjustund og æfinlega, og aðra ástvini hans. Við söknum barnabarns okkar, sólargeislinn, sem alltaf var svo Ijúf- ur og elskulegur, sem aldrei bar neinn skugga á, hann hafði marga þá eiginleika sent prýðir ungan ntann best. Við þökkunt þér elsku vinur okkar fyrir allar þær ánægjulegu og skemmtilegu samverustundir sem við áttum saman, og þær ylja okkur um hjartaræturnar ókomin ár. Guðsblessun fylgi þér á hinu nýja tilverustigi. Við hittumst bráðunt aftur vinur, og þá verða aftur fagnað- arfundir. Kristín, amma og Gestur afi, í Kópavogi Magnús Ingi Sigurðsson Til minningar um félaga minn, Magnús Inga Sigurðsson, fæddan 5. september 1961, dáinn 23. júlí 1987. Mér bárust þau hörmulegu tíðindi sl. föstudag að vinur minn Magnús Ingi Sigurðsson hafði látist í flugslysi daginn áður. Þar sem ég hef ekki tök á að vera við útför hans, langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Magnúsi fyrst í 4. flokki knattspyrnufélagsins Fram sumarið 1973. Maggi var þá nýfluttur til Reykjavíkur frá Vestmannaeyj- um. Hann vann sér fljótt sæti í liðinu og var traustur leikmaður að leika með. í knattspyrnu ver það liðsheild- in og samheldnin s.em skiptir máli eigi góður árangur að nást. Það var einmitt að þessu leyti sem það var gott að fá Magga í hópinn. Hann var óvenjumikill baráttumaður og spil- aði fyrir liðið. Leiðir okkar lágu aftur saman í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þar endurnýjuðum við kunnings- skap okkar og ásaint fleirum stofn- uðum til órjúfanlegrar vináttu. Þetta voru skemmtileg ár, margt var brall- að og mörg prakkarastrikin framin. Á seinni árum í FB sá ég að Maggi varlíkaafburðanámsmaður. Reikn- ingshald var hans besta fag en á því sviði hafði hann einstaka hæfileika. Maggi tók sér frí frá nárni í eitt ár að loknu stúdentsprófi. Hann hóf síðan nám við Viðskiptafræðideild Há- skóla íslands haustið 1982 þaðan sem hann lauk prófi af endurskoðun- arsviði vorið 1986. Að námiloknu hóf Maggi störf á Endurskoðunar- skrifstofu Björns og Ara og stefndi á að taka löggildipgu. Ég vissi að Magga líkaði vel í hinu nýja starfi. í bréfi sem hann skrifaði mér í vetur sagðist hann vera ánægður og vera á réttri hilluí lífinu. Því miður entist honum ekki aldur til að njóta þess. Magnús var ákaflega traustur vin- ur sem gott var að eiga að. Hann var rólegur og yfirvegaður en á góðri stundu var hann glaðvær og skemmtilegur. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var rökfastur. Fráfall Magnúsar er mér mikið áfall. Ég hef alltaf talið það gæfu mína að vera þátttakandi í fjölmcnnum og traust- um vinahóp. Eftir tæplega ársdvöl erlendis hef ég sannfærst í þessari trú. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í þennan hóp. Þetta skarð verður ekki fyllt, það verður tómlegt að koma heim í haust og hafa ekki tækifæri til að hitta Magnús. Þegar ég kveð Magnús er mér efst í huga þakklæti fyrjr allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég og félagar mínir höfum misst góðan vin sem við munum sakna mikið. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til Árnýjar móður hans, bræðra hans og fjölskyldna þeirra, ömmu hans og afa á Akranesi svo og til annarra ættingja og vina. Minningin um góðan dreng lifir. Rochester, USA 29. júlí 1987, Gunnar Baldvinsson 1 lÚMiæðisslofntin ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboð Blönduóshreppur Stjórn verkamannabústaða Blönduóshrepps, ósk- ar eftir tilboðum í byggingu tveggja íbúða í parhúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. U 20.05 úr teikingasafni tækideildar Húsnæðisstsofnunar ríkisins. Brúttófiatarmál húss 194 m2. Brúttórúmmál húss 695 m3. Húsið verður byggt við götuna Mýrarbraut 26-28, Blönduósi og skal skilafullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á sveitastjórnarskrif- stofu Blönduóshrepps Hnjúkabyggð 33, 540 Blö- duósi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins frá fimmtudeginum 6. ágúst 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggigu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en föstudaginn 21. ágúst 1987 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. | lúMiæÖisstofnun ríkisins m Aðalskipulag ||| Reykjavíkur 1984-2004 Skipulagssýning Borgarskipulags í Byggingaþjón- ustunni á Hailveigarstíg 1 framlengisttil 19. ágúst. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10.00 til 18.00. Á þriðjudögum milli kl. 16.00 og 18.00 verður starfsfólk Borgarskipulags á staðnum og svarar fyrirspurnum um sýninguna. Einnig eru veittar upplýsingar um aðalskipulagið á Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3 (3ju hæð), frá kl. 9.00 til 16.00 virka daga. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skrif- lega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16.00,19. ágúst nk. Þeir sem ekki gera athugasemdir við aðalskipulag- ið innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Reykjavík 5. ágúst 1987. Borgarskipulag Reykjavíkur. Búnaðarsambar Borgarfjarðar óskar að ráða héraðsráðunaut frá 1. j r 1988. Launakjör samkvæmt samningum Fél héraðs- ráðunauta við Búnaðarsamböndin. Umsóknir sendist Búnaðarsambandi L garfjarð- ar, Borgarbraut 21, 310 Borgarnes, fys 1. sept- ember n.k. Upplýsingar veita: Bjarni Arason, Borgarnesi, sími 93-71215 og Bjarni Guðráðsson, Nesi, sími 93-51142. Bókavörður Bókasafn Hafnarfjarðar óskar að ráða bókavörð í fullt starf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast til bókasafnsins fyrir 19. ágúst. Upplýsingar um starfið gefur formaður bókasafns- stjórnar Bryndís Skúladóttir í síma 503 2. Yfirbókavörður

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.