Tíminn - 05.08.1987, Side 18

Tíminn - 05.08.1987, Side 18
18 Tíminn Miðvikudagur 5. ágúst 1987 SAMTININGUR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ■1 BIÓ/LEIKHÚS 111111111 LAUGARAS= Hún giftist stjúpsyni sínum Salur A Andaborð Ný bandarísk dulmögnuö mynd. Linda hélt aö andaborö væri skemmtilegur leikur. En andamir eru ekki allir englar og aldrei að vita hver mætir á staðinn. Kyngimögnuö mynd. Aðalhlutverk: Todd Allen, Tawny Kitaen, Stephen Nichols. sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Bönnuð Innan 16 ára. Salur B Gustur Þegar Eileen Lloyd varð ekkja, varð hún einnig annað og meira en stjúpmóðir Noels, sem alltaf hafði búið heima við. í 20 ár komu eldgömul lög í veg fyrir að þau gætu gifst, en nú verður haldið brúðkaup - Það er alveg ótrúlegt að við getum loksins gift okkur eftir öll þessi ár saman, segir hin 69 ára gamla Eileen Lloyd og lítur á stjúpson sinn með ekki einungis móðurlegri ásfúð í augnaráðinu. Hún dáist að trúlofunarhringn- um og talar af ákafa um brúðar- kjólinn, sem verið er að sauma handa henni. Noel, sem er 66 ára, segir þau stjúpmóður sína svo sæl núna, að þau hugsi ekki um annað en brúðkaupið. - Við erum fremur gamaldags í okkur og geðjaðist ekki að tilhugsuninni um að lifa í óvígðri sambúð alla ævina, bætir hann við, - Það að geta gifst, skiptir okkur meira máli en fólk getur ímyndað sér. Bresk lög hafa til skamms tíma ekki leyft að nátengt fólk í sömu fjölskyldu giftist, þó svo ekki væri um neinn skyldleika að ræða. En fyrir skömmu voru þessi lög, sem eru allt frá 1662, numin úr gildi. - Ég hætti að hugsa um Eileen sem stjúpmóður mína, þegar pabbi dó, segir Noel og Éileen bætir við: - Eitthvað innra með mér tók alltaf í taumana, því ég átti lengi erfitt með að líta á stjúpson minn sem elskhuga og sambýling. Prátt fyrir allt var ég gift föður hans í 15 ár. Hún segir þetta alvarlega. Eileen og Noel eiga notalegt heimili skammt fyrir utan Liv- erpool og þar ólst Noel upp. Eileen hefur orðið: - Faðir Noels, Norman Lloyd, var bankastjóri og ekkill, þegar ég kynntist honum árið 1940. Þó aldursmunurinn væri 30 ár, var hjónaband okkar mjög farsælt. Við giftum okkur 1942 í sömu kirkjunni og við Noel ætlum nú að giftast í. Eg átti 15 auðug ár með föður Noels, áður en ég varð ekkja 39 ára. Noel bjó alltaf heima, nema þrjú fyrstu stríðsárin. Eftirstríð- ið hélt hann áfram námi og fékk starf sem lektor í Liverpool, svo hann hélt bara áfram að búa heima hjá okkur. Þó ég væri ung sem stjúpmóð- ir Noels, var samband okkar þriggja einkar gott frá því fyrsta. Noel tekur við: - Það hljómar ef til vill undarlega, en mér leið svo vel hérna heima eftir að ég fullorðnaðist, að mér datt aldrei í hug að flytja. Það var afskap- lega notalegt heima hjá Eileen og pabba. Éileen hlær: - Já, þér hentaði ágætlega að koma heim á hverj- um degi að dúkuðu borði, upp- búnu rúmi og pressuðum fötum í skápnum, segir hún snögg upp á lagið. Hún viðurkennir fúslega að hún hafi skammað feðgana eftir nótum. Sposk á svip spyr hún Noel, hvort hann hafi nokk- urn tíma burstað skóna sína sjálfur eftir að hún kom á heimil- ið. Noel brosir og játar að hann hafi aldrei þurft að hugsa um svo hversdagslegan hlut, þegar af- burðadugleg kona og fyrirtaks húsmóðir var á heimilinu. Þegar ég kynntist ungum stúlkum, eftir að pabbi og Eileen giftu sig, verð ég að segja, að ég bar óskjálfrátt vinkonur mínar saman við stjúpmóður mína, sem var raunar ekki nema þrem- ur árum eldri en ég. Hún var hin fullkomna húsmóðir í mínum augum og stúlkurnar sem ég bauð heim, fundu eflaust til eins konar samkeppni við hana. Þeg- ar pabbi lá veikur síðustu árin sem hann lifði, bundust við Ei- leen enn traustari böndum. - Þegar maðurinn minn dó 1957, fann ég ekki til þess sakn- aðar og tómleika sem fylgir venjulega missi maka. Noel er svo líkur föður sínum, bæði í útliti, skaplyndi og persónu- leika, að sannast að segja leit ég strax á hann sem eins konar staðgengil Normans. Þess vegna varð fráfall Normans ekki eins mikið áfall og ella hefði orðið. Við Noel héldum lífinu áfram eins og áður, fórum árlega í sumarleyfi á sömu staðina og bjuggum á sömu hótelunum við suðurströndina og við höfðum alltaf gert, meðan við vorum þrjú. Hvenær varð svo samband þeirra annað og meira en vin- átta? Þau líta alvarleg hvort á annað og Noel, sem nú er skóla- stjóri á eftirlaunum, verður eilít- ið vandræðalegur. Síðan brosir hann til unnustu sinnar og vonar að hún svari. - Hvað mig varðar, gerði ég mér grein fyrir tilfinningunum um það bil fjórum árum eftir dauða föður hans, segir Eileen lágt. Noel bætir við: - Við ákváð- um að gifta okkur fimm árum eftir að pabbi dó. Þá var vináttan orðin að raunverulegri ást og við vorum bæði viss um að við vildum vera saman alla ævina. En þegar undirbúningurinn var hafinn, var ég skyndilega kallað- ur til skrifstofu prestsins og tilkynnt, að samkvæmt lögunum væri hjúskapur milli okkar Eil- een óhugsandi, vegna þess að hún hafði verið eiginkona föður míns. Þetta varð okkur þungt áfall. Við vorum alls ekkert skyld. Við sóttum um undanþágu, en henni var hafnað, heldur Noel áfram, en bætir svo við að þessi eldgömlu lög hafi að minnsta kosti ekki megnað að kæfa ástina. Hann fór að athuga möguleika á að þau gætu gift sig erlendis. - Við hefðum svo sem getað gert það í allmörgum Evr- ópulöndum, segir hann, - að ekki sé talað um Las Vegas og nokkur fylki Bandaríkjana að auki. En hvert sem við hefðum farið, hafði hjónabandið ekki fengist viðurkennt hér heima og þess vegna hafði slíkt engan tilgang fyrir okkur. Mörgum sinnum reyndi Noel að fá lögunum breytt með því að skrifa þingmönnum og fara á fund þeirra, en allt kom fyrir ekki. En nýlega voru lögin numin úr gildi og kom mjög á óvart. - Ég verð að viðurkenna, segir Eileen brosandi, - að við Noel höfum lifað sem hjón í meira en 20 ár, ógift. Nýlega endurnýjuð- um við trúlofunina og þá var ég fullkomlega hamingjusöm, því ég vissi að í þetta sinn gat ekkert komið í veg fyrir brúðkaupið. Hvað um framtíðina? - Við lifum lífinu framvegis eins og við höfum gert hingað til, segir Eileen. - Bæði erum við áhuga- fólk um garðrækt og höfum auk þess gaman af að ferðast. Hin raunverulega brúðkaupsferð verður þó ekki farin fyrir en 1990, en þá ætlum við til Japans, á mikla alþjóðlega garðyrkju- sýningu. Þangað skulum við komast, þó ég verði að leggja til hliðar af heimilispeningunum frá og með deginum í dag. Noel brosir og tekur undir að ekkert nema dauðsfall geti kom- ið í veg fyrir að Japansferðin verði að raunveruleika. Ný hrollvekja um ungan rithöfund sem leitar næðis á afskekktum stað til að skrifa. Aðalhlutverk: Meg Foster, Wings Hauser og Roberl Marley Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð Innan16ára Salur C Meiriháttar mál Morð er ekkert gamanmál, en þegar það hefur þær afleiðingar að maður þarf að eyða hálfri milljón dollara fyrir mafíuna, verður það alveg sprenghlægilegt. Aðalhlutverk: Steve Donmeyer, Joe Phelan, Christlna Cardan. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 uratt gaman og mögnuð spenna. Stórgóð tónlist. Mynd sem kemur blóðinu á hreyfingu. ★★★★ Chicago Tribune ★★★'/> Daily News. ★★★ New York Post. Leikstjóri Jónathan Demme. Aðalhlutverk Melanie Griffith, Jeff Daniels, Ray Liotta. Frumsýnd kl. 7,9 og 11.10 Bönnuð innan16ára Dolby Stereo ílða HASXðUBtÖ HllHHlffl SÍMI2 21 40 Frumsýnir grin og spennumyndina Something wild Villtir dagar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.