Tíminn - 05.08.1987, Qupperneq 20

Tíminn - 05.08.1987, Qupperneq 20
 HH r ULFAR Jónsson sigraöi örugg- lega á landsmótinu í golfi sem lauk á Jaðarsvelli um helgina. Þórdís Geirs- dóttir varö hlutskörpust í meistara- flokki kvenna. Frank Upton hefur veriö ráöinn þjálfari 1. deildarliðs ÍBK út keppnis- tímabilið. Sjá íþróttir bls. 10-11 timMmmmmmmmmmmemwmtmmmmmmmKmmmKmmmmmMtsmmmmmssmmmmmmimmmm bmbh— Millisvæðamótiö í Szirák: Jóhann nálgast heimsmeistarann 1917 / KJ 1987 ÁDA Tímliin Jóhann Hjartarson tók enn eitt skrefið í áttina að heimsmeistaran- um í skák þegar hann vann Brasi- líumanninn Milos í B.umferð millisvæðamótsins í Szirák í Ung- verjalandi í gær. Jóhann er nú einn í efsta sæti mótsins með 10 vinninga þegar fjórar umferðir eru eftir. Að sögn Elvars Guðmundssonar aðstoðarmanns Jóhanns í Ung- verjalandi á Jóhann nú mjög góða möguleika á að ná einu af þremur efstu sætunum og komast áfram á áskorendamótið í Kanada. Allt geti þó gerst í þessum fjórum umferðum sem eru eftir og nú fari mjög að reyna á taugar og úthald efstu manna. Efstu menn eiga eftir að tefla nokkuð saman og á Jóhann til að mynda eftir að tefla við Nunn og Beljavsky. Hann á hvítt á móti þeim tveimur og ef hann nær jafntefli úr þcim skákum og einn vinning úr hinum umferöunum tveimur þá er hann öruggur áfram. Jóhann stýrði hvítu mönnunum í gær á móti Milos sem hugðist verjast ágangi hans með Aljekin- vörn. Eftir einbeitta taflmennsku Jóhanns varð Milos að gefa eftir í vörninni og gafst hann upp fyrir Jóhanni eftir fjörutíu leiki. Þetta var áttunda skákin sem Jóhann vinnur á þessu sterka milli- svæðamóti. Hann hefur aðeins tap- að einni skák og gert fjögur jafn- tefli. Jóhann mun tefla við Benj- amín á morgun. Eins og áður sagði er Jóhann í efsta sæti mótsins með 10 vinninga, en á hæla honum kemur Nunn frá Englandi með 9 1/2 vinning. Þá deila þeir Salov og Beljavski frá Sovétríkjunum þriðja sætinu með 9 vinninga hvor. Þá er kemur Portisch frá Ungverjalandi með 8 vinninga og biðskák. Ef Jóhann kemst áfram á áskor- endamótið í skák hefur hann skip- að sér á bekk mcð sextán bestu skákmönnum heims og mun hefja baráttu fyrir réttinum að tefla um heimsmeistaratitilinn í skák. -HM Það á eftir að reyna á taugar Jóhanns síðustu umferðirnar á mótinu iMHMHMSiemBMaaraMEmÉMiMMMwwaaaMMMnaMtfiMMNMMHiiNN </■ SUMARFERÐ '87 Laugardaginn 8. ágúst nk. FJALLABAKSLEIÐ SYÐRl upp úr Fljótshlíð um Emstrur og Mælifellssand komið niður í Skaftártungu Gunnar í læri hjá meistara Ávörp flytja: Guðmundur G. Þórarinsson og Jón Helgason Lagt af stað frá Nóatúni 21 klukkan 8. Verð kr. 1.200,- fyrir fullorðna, Mætið stundvíslega kr. 700,- fyrir 7-15 ára og og munið eftir að ókeypis fyrir þá yngstu. taka með ykkur nesti Nánari upplýsingar og skráning í síma 24480. Gunnar Guð- björnsson (f. ofan). Heims- söngvarinn Nic- oiai Gedda miðl- ar honum nú af visku sinni FRAMSÓKNARFÉLÖGIN ÍREYKJAVÍK BSÍ HÓPFERDABILflR “ -ÍŒl Stuttort skeyti var sent frá Vínarborg í Austurríki til íslands í gær þar sem Gunn- ar Guðbjöms- son, tenór- söngvari, til- kynnti skyld- fólki sínu að Nicolai Gedda hafði hlustað á sig syngja og valið hann út af mörgum kölluðum á söngnámskeið til sín. Gunnar Guðbjörnsson hefur lært söng undanfarin ár hjá Vincenzo Maria Demetz. Hann hefur oft sung- ið opinberlega og í útvarpi. Gunnar lét hljóðrita söng sinn fyrir nokkru og sendi upptökuna til Vínar vegna námskeiðs Gedda, en var samt sem áður gert að leggja land undir fót upp á von og óvon til að syngja fyrir heimssöngvarann, svo hann gæti sjálfur skorið úr um hvort hann vildi taka við Gunnari til læris eða ekki. Nicolai Gedda þarf ekki að kynna. Hann hefur lengi verið talinn til fremstu óperusöngvara heims og jafnvel sá fjölhæfasti, enda jafnvígur á sænsk, þýsk, rússnesk, ítölsk og frönsk söngverk og sagður tala þar að auki sex tungumál. Gedda varð að aflýsa tónleikum sínum með Sin- fóníuhljómsveit íslands fyrir stuttu, enda farinn að reskjast. Hann hefur staðið á söngsviðinu frá því 1952. Gunnar Guðbjörnsson var ekki viðlátinn í allan gærdag, enda hófst námskeið Nicolai Gedda strax í gær.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.