Tíminn - 24.02.1937, Page 3

Tíminn - 24.02.1937, Page 3
T I M 1 N N 86 Reykjavíkur sem viðbótar- styrkur til mjólkurbús félags- ins, og þótt sú fjárhæð sé færð á rekstrarreikningi til útgjalda, er varla réttmætt að telja hana með gjöldum, þegar afkoman er borin saman við niðurstöður annarra ára, á sama há'tt og ég dró frá hliðstæðar fjárhæðir þegar ég' gerði grein fyrir rekstrarafkomu ársins 1934. Beri menn saman rekstraraf- komu 5 síðustu ára, verður nið- urstaðan þessi: Árið 1932 rekstrarhalli kr. 1,64 millj. Árið 1933 rekstrarhalli kr. 0,063 millj. Árið 1934 rekstrarhalli kr. 1,42 millj. Árið 1935 rekstrarafg. kr. 609 þús. Árið 1936 rekstrarafg. (bráða- birgðauppgjör) ca. 160 þús. Það kemur því í ljós við þennan • samanburð, að enda þó'tt rekstrarafgangur ársins 1936 hafi ekki verið eins mik- ill og gert er ráð fyi'ir í fjár- lögunum, hefir afkoma ársins þó orðið verulegum mun betri en hin kreppuárin, að undan- skildu árinu 1935. Skygnist menn hinsvegar lengra aftur í timann til samanburðar, þá kemur í ljós, að þetta er einn- ig bezta afkoma ríkissjóðs síð- an árið 1929, að árinu 1935 undanskildu. Eins og sjóðsyfir- litið ber með sér, þá hefir vantað um 860 þús. kr. fil þess að allar afborganir af lán- um ríkissjóðs gætu orðið greiddar af tekjum ríkissjóðs einum saman, og er það um 700 þús. kr. óhagstæðari niður- staða en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þessi mismunur nemur þó ekki eins miklu og afborganir af lánum saman- lagt, þannig, að hagur ríkis- sjóðs hefir síður en svo versn- að á árinu, eins og nánar mun verða gerð grein fyrir í sam- bandi við breytingar á skuld- unum. Annars er það vitanlega rekstrarreikningurinn, sem sýn- ir það bezt hvort afkoman hef- ir farið batnandi eða versn- andi. Sjóðsyíírlít Við sjóðsyfirlitið er ekki hægt að miða vegna þess, að það fé, sem gengur til þess að endurgreiða eldri lán, fer vit- anlega til þess að bæta hag ríkissjóðs. Þessar endurgreiðsl- ur á eldri lánum hafa farið ört vaxandi síðustu árin, vegna þess, að byrja hefir þurft af- borganir af mörgum þeirra lána, sem fyrir A7oru þegar nú- verandi ríkisstjóm tók við, svo sem enska láninu frá 1930, lausaskuldunum sem breytt var í fast lán 1935 og vega- og brúargerðalánin frá 1933 og 1934. Er niðurstaðan nú orðin sú, að í stað þess að endur- greiðslur af lánum námu um 820 þús. kr. árið 1938, þá voru þær um 1,17 millj. s. 1. ár, eða 350 þús. kr. hærri. Vitanlega væri það æskilegt, og það er markið, sem keppt er að, að ríkissjóður hafi jafnan svo ríflegan rekstrarafgang, að hann geti greitt niður skuldir sínar um samningsákveðnar fjárhæðir, án þess að taka til þess ný. lán á móti, en til þess þarf rekstrarafgangurinn að vera yfir 1 millj. króna, og er sízt að undra þótt erfitt sé að ná slíku marki, eins og nú standa sakir um niðurskurð innflutnings og þar með lækk- un tolltekna ríkissjóðs, Ríkísskuldirnar Þá mun ég þessu næst gefa yfirlit um breytingar á skuld- um ríkissjóðs s. 1. ár, fyrst um hækkanir og lækkanir, og síðan um lánin í heild sinni eins og þau voru í ársbyrjun og árslok árið 1936. (Sjá töflu um breyt- ingar á skuldum ríkissjóðs, á 4. síðu). Eins og yfirlit þetta ber með sér, hafa skuldir ríkisins lækkað um 100 þús. kr. á ár- inu, en skuldir sem standa í sambandi við afkomu ríkis- sjóðs hinsvegar hækkað um 290 þús. kr. Er sú hækkun ein- ungis vegna þess, að á árinu voru yfirtekin lán, sem hvíldu á Skeiðaáveitunni, samkvæmt í heimild í lögum, sem hafa gilt um nokkur ár, og hefir raunar j all'taf verið gengið út frá því, i að þessi heimild yrði notuð. Á | móti þessari ca. 290 þús. kr. skuldaaukningu ber svo að teija, að innstæður ríkissjóðs hjá ýmsum stofnunum, t. d. síldarverksmiðjunum, tóbaks- einkasölunni, og svo nokkrai' fyrirframgreiðslur upp í fjár- veitingar næsta árs (ca. 100 þús. kr.), gera meira en að vega upp þessa hækkun, og hefir hagur ríkissjóðs þvíraun- verulega batnað á árinu. Eins og áður er frá sagt, lækkuðu heildarskuldir ríkis- sjóðs um rúmar 100 þús. kr. á árinu, en breytingamar í heild eru þær, að erlendu skuldimar hafa lækkað um 1,065 millj. kr. en innlendu skuldimar hækkað um 958 þús. kr. Nokkr- um hluta erlendu lánanna hefir þannig verið breytt í innlend lán, en heildarlækkun skuld- anna orðið minni en í fjárlög- um var gert ráð fyrir. Breyting toliteknanna Þá skal getið nánar tekna og gjalda. Tollar og skattar hafa reynzt samtals um 12,338 millj. en voru áætlaðar 12,065 millj., eða reyndust aðeins meiri í heildinni en gert var ráð fyrir. Hefir heildarupphæðin reyns't nærfellt sú sama og í fyrra, þrátt fyrir það, að nýir tekju- stofnar hafa gefið um 1,1 millj. kr. Hafa eldri tollamir því lækkað um ca. 1 millj. króna. Munar þar lang mest um lækk- un á vöru- og verðtolli. Vöra- tollurinn hefir lækkað frá því í fyrra um 267 þús. kr. og verð- tollurinn um 300 þús. kr. Á- fengistollurinn hefir lækkað um 250 þús. kr. Þessi lækkun á vöru- og verðtoli verður að nokkru leyti skiljanleg af þeim samanburði á innflutningi, sem ég hefi nú þegar gert, en þó hljóta menn enn að undrast, að lækkunin skuli vera svona mikil frá því í fyrra, þar sem minnkun heildarinnflutnings- ms hefir þó eltki verið meiri en ca. 2 millj. kr. frá því 1935. Við nánari samanburð á inn- flutningi 1935 og s. 1. ár, fæst þó skýringin. Það kemur í ljós, að innflutningslækkunin kem- ur einungis á þær vörur, sem mes'tar gefa tollinn og á þær vörur kemur enn frekari lækk- un til þess að jafna upp þá hækkun, sem verður árlega á innflutningi nauðsynlegustu varanna. Þannig nemur inn- flutningslækkunin á nokkrum tollhæstu vöi*unum, ávöxtum, vefnaðarvörum, skófatnaði og nýlenduvörum, hátt á 3. millj. kr. s. 1. ár. Þessar vörar eru þær, sem mestan gefa verðtoll- inn og einnig mestan vörutoll, þar sem þær koma í hæsta vörutollsflokk. Hér við bætist. það, að af at- hugunum, sem tollstjórinn í Reykjavík hefir gert á inn- heimtu vörutolls s. 1. ár, að vörumagnið, sem innflutt hefir verið s. 1. ár, er í flestum toll- flokkum minna en 1935, enda þótt fjárhæðimar séu sum- staðar ekki lægri eða jafnvel hærri, og kemur þetta af þeirri verðhækkun, sem hefir átt sér stað á árinu. Allt hnígur þetta því í sömu átt og áður er bent á, að til þess að ná núverandi niðurstöðu um innflutninginn, hefir orðið að beita innflutn- ingshöftunum ennþá meira, en menn reiknuðu með í fyrra og meira en í fljótu bragði kann að virðast við athugun inn- flutningsskýrslnanna, og þessi niðurfærsla hefir bitnað á toll- tekjunum. Ég sé svo ekki ástæðu til að fara nánar út í skýringar á einstökum tekjuliðum, en að- eins geta þess, að tekjustofn- arnir, sem bættust við í fyrra, hafa gefið þær tekjur, sem við var búizt, nema nýja innflutn- ingsgjaldið, sem hefir orðið 100 þús. kr. minna en ráð var fyr- ir gert. Liggja til þess sömu á- stæður og rýrnunar verðtolls- ins. Geta má þess í því sam- bandi, að háttv. stjórnarand- stæðingar töldu í fyrra að þetta gjald mundi gefa miklu meira í tekjur en áætlað var. Þessar stórkos'tlegu breyt- ingar á tolltekjunum og inn- flutningnum benda til þess, að það er alveg óhjákvæmilegt að breyta tollalögunum i samræmi við þá þróun, sem í þessum málum er á hverjum tíma. Nú flyzt tilbúningur margra tollvara inn í landið og verður þá eigi um flúið, ef ríkissjóð- ur á að geta mætt þeim kröf- um, sem sanngjarnlega eru til hans gerðar, að leggja toll á þessar vörar, enda þótt þær séu framleiddar hér, en ætla þeim þá að sjálfsögðu hæfilega 'tollvernd. Heildarupphæð tolla og skatta stendur að mestu í stað frá ári til árs Því hefir óspart verið haldið fram, að núverandi þingmeirí- hlu'ti hafi aukið mjög álögur á landsmenn. tjt af því þykir mér rétt að gefa eftirfarandi yfirlit um skatt- og tolltekjur ríkis- sjóðs frá 1933: Árið 1933 10.986 milj. kr. — 1934 11.843 — — — 1935 12.259 — — — 1936 12.338 — — Á þessu yfirliti sézt það glöggt, að síðan 1934, en það ár höfðu ekki áhrif neir. af hin- um nýju lögum um tekjur rík- issjóðs, sem sett hafa verið af núverandi þingmeirihluta, hafa heildartekjur ríkissjóðs af sköttum og tollum, hækkað um einar 500 þús. kr. og 'tæplega þó. Er það lítið meira en sera svarar eðlilegri hækkun vegna fólksfjölgunar í landinu. Á sama tíma hafa flest bæjar- félög og mörg sveitarfélög, hækkað mjög verulega heildar- álögur sínar og það þarf ekki langt að sækja dæmi þess, að slík hækkun hafi numið milli 40 og 50% þetta tímabil. Þó mun ég ekki fara nánar út í það hér, en þessar samanburð- artölur ætla ég að sýni það, hve lítið er hæft í þeim fullyrð- ingum hv. stjóraarandstæðinga, að skattálögur hafi í tíð nú- verandi stjórnar verið hækkað- ar um 5 milj. kr. eða meir, eins og þeir oftast telja. Úigjöldin Þá kem ég að útgjöldunum. Allar greiðslur úr ríkissjóði ár- ið 1935 höfðu numið því sem næst jafnri fjárhæð og meðal- tal útgjalda fimm undanfarin ár, eins og menn áennilega rek- ur minni til. Útgjöld á rekstr- arreikningi 1936 eru hinsvegar tæpum 700 þús. kr. hæri'i en 1935. Stafar sú hækkun af hin- um nýju greiðslum, sem á- kveðnar voru á þinginu 1935. Má af þeim nefna: Til vega- lagninga af bensínskatti 265 þús. kr., til hinna nýju trygg- inga ca. 300 þús. kr., til ný- býla ca. 180 þús. kr., til greiðslu hluta af vöxtum af fasteignaveðslánum bænda, ca. 75 þús. kr. o. fl. o. fl. — mest til verklegra framkvæmda eða til styrktar atvinnuvegunum. Ileildarhækkunin nemur þó ekki nærri því öllum þessum nýju greiðslum, þar sem spam- aður á eldri útgjöldum kemur þar á móti. Heildargreiðslur úr ríkissjóði, að meðtöldum af- borgunum lána, eru tæpar 17 milj. kr., en voru rúmar 16 milj. kr. árið 1935. Kemur þar fram sama hækkunin, en þó lít- ið eitt meiri, vegna þess að af- borganir lána voru nokkru hærri 1936 en 1935. Umframgreiðslur hafa Breytlngar á skuldum ríkissýóðs 1936. Lán tekin á árinu: Landhelgissjóður.................... 258.770 Búnaðarbankinn (víxill) endureeldur Lands- bankanum........................... 600.000 Handelsbanken....................... 177.600 Jarðakaupalán o. fl........................ 92.000 Yfirtekið v/Skeiðaáveituna............* . 348.030 Do. v/Mjólkurfélags/Reykjavíkur . . 85.000 1.561.400 Greidd lán á árinu: Lán ríkissjóðs ogjríkisstofnana.... 1.169.630 Lausaskuldir......................... 99.242 1.268.872 Mismunur 292.528 Afborganir af lánum sem ríkissjóður ekki greigir sjálfur.................... 400.464 Skuldalækkun á árinu.................... 107.936 Kr. 400.446 400.464 Samanburður á skuldum 31. des. 1935 og 1936. í ársl.1935 í ársl.1936 Innlend lán........................ 3.649.497 3.880.745 Dönsk lán v/ríkissjóðs............. 1,726.856 1.401.149 — — v/bankavaxtabréfakaupa . . . 5.843.468 5.698.232 Ensk lán........................... 32.993.532 32.421.374 Lausaskuldir........................ 850.195 1.764.122 Skuldir Landsímaus: Erlend lán........................ 1.485.633 1.285.633 Innlend ián......................... . 221.304 211,304 Samtals: 46.770.485 46.662.549 esm míimkaö Þá kem ég að greiðslum um- fram fjárlög. Heildargreiðslur samkv. rekstrarreikningi og sjóðsyfirliti hafa orðið 1.350 milj. lcr. hærri en fjárlögin, og eru þá ekki taldar með þær 365 þús. kr., sem gengið hafa 'til fiskimálasjóðs og ekki heldur 85 þús. kr. lánið, sem yfirtekið var vegna Mjólkurfélags Reykjavíkur, og er það í sam- ræmi við fyrri samanburð um umframgreiðslu. Árið 1935 voru greiðslur umfram fját'- lagaheimild rúmar 2 milj. kr. og vora það hlutfallslega lægstu umframgreiðslur, sem orðið höfðu í 10 ár. Hefir því á síðastliðnu ári enn miðað í þá átt, að minnka mismun á fjárlögum og landsreikningi um ca. 700 þús. kr. og hafa um. framgreiðslur í heiid sinni aldrei numið jafn lágri fjár- hæð í síðastliðin 12 ár og hlut- fallslega hafa þær aldrei verið lægri, að minnsta kos'ti ekki síðan 1920. Lengra aftur í tím- ann hefi ég ekki skygnst. — Verður hér þá getið helztu um- f ramgreiðslnanna. 12. gr. hefir farið fram úr áætlun 206 þús. kr. Af því eru um 180 þús. kr. vegna rekstrar sjúkrahúsanna. Stafar þetta aðallega af því, að fjárveitinga- nefnd dró 10% áætlaðan spam- að frá áætluðum „brúttó“ út- gjöldum sjúkrahúsanna 1936, og nam það nærri 130 þús. kr. Tillögur lágu engar fyrir um það, hvemig þennan sparnað skyldi framkvæma og þótt því * væri á árinu mjög haldið að stjórn sjúkrahúsanna, að fram- kvæma sparnað svo sem unnt væri, hefir hann reynzt ófram- kvæmanlegur að áliti stjómar- nefndarinnar. Kostnaður við vegamál fór um 108 þús. kr. fram úr áætl- un. Er það aðallega kostnaður vegna viðhalds, sem rejmdist óframkvæmanlegt fyrir þær 650 þús. kr., sem 'til þess höfðu verið ætlaðar, og umfram- greiðslur til brúargerðar. Þar að auki eru nokkrar umfram- greiðslur til nýrra akvega, sam tals um 15 þús. kr. Strandferðakostnaður hefir farið fram úr áætlun um 95 þús. kr. Það er nálega eingöngu um að kenna því tjóni, sem leiddi af strandi Súðarinnar, mest beint tjón við þátttöku 1 greiðslu sjóskaðans og enn noklcurt óbeint tjón, vegna þess að talca þurfti skipið úr áætl- unarferðum. Kostnaður við fræðslumál hefir farið 132 þús. fram úr áætlun. S'tærsti liðurinn eru laun barnakennara, 56 þús. Hitt er rekstrarkostnaður ýmissa skóla, sem hefir reynzt meiri, en búist var við. Á 16. gr. hafa aðeins 16 þús. kr. verið greiddar umfram á- ætlun, en þó hafa ýmsir liðir greinarinnar farið fram úr á- ætlun um 180 þús. kr., en þar á móti kemur 140 þús. kr. sparn- aður á framlagi til skuldaskila- sjóðs vélbátaeigenda, sem staf- ar af því, að sjóðurinn þarf ekki að greiða afborganir af lánum sínum fyr en 1937 og er því ekki féþurfi fyrr en nú á þessu ári. Helztu umfram- greiðslurnar á 16. gr. er 42 þús. kr. jarðabótastyrkur og kostn- aður vegna harðinda á Norður- og Austurlandi 85 þús. kr. Óviss útgjöld hafa farið 100 þús. kr. fram úr áætlun og er það svipað og verið hefir und- anfarin ár. Eru það margir smáir liðir og sé ég ekki ás'tæðu til að rekja það hér. Samkvæmt þingsályktunum hafa verið greiddar 114 þús. kr. rúmlega, og er aðalgreiðsl- an 100 þús. kr. til sundhallar i Reykjavík, sem greitt var samkvæmt þingsályktun frá haustþinginu 1933, þar sem þessu fjárframlagi var lofað, ef byggingu sundhallarinnar yrði haldið áfram. Samkvæmt væn't- anlegum fjáraukalögum hafa verið greiddar 85 þús. kr., þar af er kostnaður við konungs- komu 50.400 kr. og til þess að Ijúka viðgjörð á húsinu nr. 3 við Pósthússtræti, lögreglu- stöðinni, 13.200 kr. Samkvæmt sérstökum lögum hafa verið greiddar rúmlega 143 þús. kr. Stærsta upphæðin er mjólkurbússtyrkurinn, sem Mjólkurfélag Reykjavíkur fékk 85 þús. kr. eins og áður er frá skýrt. Aðrar fjárhæðir eru margar, en svo jafn háar, að ekki tekur því að telja þær upp að sinni. Ríkisábyrgð Ríkissjóður hefir gengið í nokkrar ábyrgðir á árinu, en allar hafa þær verið fyrir lán- um teknum innanlands, nema ábyrgð á láni til rafveitu á Isa- firði, en um hana gilti gamalt loforð. Skuldir erlendis með ábyrgð ríkissjóðs hafa því áreiðanlega fremur lækkað en hækkað á árinu þar sem af- borganir af eldri lánum eru töluverðar. Ríkisstjómin fékk á síðastliðnu hausti heimild til þess að ábyrgjast viðbótar- lekstrarlán fyrir Landsbanka Islands, allt að 2,5 milj. kr. Sú heimild var veitt vegna þess, hve ískyggilega leít út eftir vetrarvertíðina um viðskipta- jöfnuðinn við útlönd, en það gleður mig, og sjálfsagt alla, sem hafa unnið að þessum málum, að ekki hefir þurft að nota þessa heimild. Niðursiöður Þá hefir hér verið rakin af- koma þjóðarinnar út á við og afkoma ríkissjóðsins á s. 1. ári. Heildarsvipurinn á þessum mál- um ber það með sér, að allt hefir verið lá'tið víkja fyrir þeirri nauðsyn að ná greiðslu- jöfnuði við útlönd, og það með þeim árangri, að þrátt fyrir lokun Spánarmarkaðarins hefir greiðslujöfnuður náðst. Til að ná þessu marki hefir orðið að beita mjög innflutningshöml- um. Hefir það komið hart niður á tolltekjum ríkissjóðs, og gert það að verkum, að af- koma hans er ekki eins góð og ætlas't var til, þótt hagurinn hafi þó batnað á árinu. Um- framgreiðslur hafa orðið minni en nokkru sinni fyr, og erlend- ar ríkisskuldir lækkað allveru- lega. Það hefði verið auðvelt að láta tekjur ríkissjóðs verða meiri á árinu með því að slaka lítið eitt á innflutningshöftun- um, 't. d. hefði það getað áork- að miklu eitt út af fyrir sig, ef leyfður hefði verið innflutning- ui’ ávaxta eins og gert var ár- ið áður, en það sjónarmið var ekki látið ráða úrslitum vegna þeirrar vissu, að það væri höf- uðnauðsyn fyrir þjóðina, að rétta hag sinn út á við. F f árlagaf rumvar pið sem fyrir lig’gur Fjárlagafrumvarpið fyrir ár- ið 1938, sem hér liggur fyrir, er byggt á sama grundvelli og fjárlögin fyrir árin 1936 og 1937. Heildargreiðslur eru þó 290 þús. kr. hærri samkv. þessu frv., en gildandi fjárlög- um, þar af er um 63 þús. kr. hækkun vegna laga um ríkis- framfærslu sjúkra manna og örkumla, 45 þús. kr. vegna hækkunar á jarðræktarstyrk, 70 þús. kr. vegna barnafræðsl- unnar, sem að nokkru leyti stafar af hinum nýju fræðslu- lögum og um 50 þús. kr. vegna framlags til lögregluhalds í Reykjavík, sem skylt er að inna af hendi lögum sam-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.