Tíminn - 24.02.1937, Qupperneq 4
36
T 1 M I N R
kvæmt, þegar lögreglunni hefir
verið fjölgað svo sem nú er í
ráði. Þá hafa afborganir lána
hækkað um 60 þús. kr. Sam-
kvæmt frv. er reiknað með 750
þús. kr. rekstrarhagnaði og
gert ráð fyrir að skuldir ríkis-
sjóðs lækki á árinu um 1 milj.
kr., og mætti það teljast mjög
góð útkoma, ef því marki yrði
náð. Afborganir fastra lána eru
hinsvegar taldar um 1.407 millj.
kr., og vantar því samkv. frv.
um 400 þús. kr, til þess að þær
geti ailar orðið inntar af hendi
af tekjum ríkissjóðs. — Eins
og ég gat um áðan, voru af-
borganir fastra lána ríkissjóðs
um 820 þús. kr. árið 1933, en
1938 er gert ráð fyrir, að þær
verði um 1.407 milj. kr., eða
nálægt því 600 þús. kr. hærri
en þær voru fyrir 5 árum.
Þetta er þó ekki vegna skulda-
aukningar hjá ríkissjóði, held-
ur vegna þess, að afborganir af
eldri lánum hlaðast nú þungt á;
verður varla gert ráð fyrir því,
að þeim verði mætt með tekj-
um ríkissjóðs einum saman
nema þá að úr rætist með auk-
in viðskipti og auknar tolltekj-
ur frá því sem nú lítur út
fyrir.
Tekjur eru í frv. mjög áætl-
aðar í samræmi við reynslu
undanfarins árs, og verður að
telja að það sé fremur varlegt,
en við því verður að búast, að
gjöldin fari alltaf fram úr á-
ætlun að einhverju leyti, og
byggja nokkrar vonir á að
tekjurnar geri það líka. Ég lít
þannig á, að þingið verði að
fara mjög gætilega í því að
bæta greiðslum í fjárlagafrum-
varp þetta, nema unnt sé að
gera það með innbyrðis til-
færslum og lækkun einhven'a
útgjaldaliða, sem í frv. eru.
Að lokum vil ég leggja á-
herzlu á það, að áfram verði
haldið í þá átt, sem stefnt hef-
ir, að binda sem flest af út-
gjöldunum við fastar hámarks-
upphæðir, því að eftir því sem
fleira af gjöldunum er þannig
bundið, verður afkoma ríkis-
sjóðsins öruggari.
Því hefir óspart verið haldið
fram, að fjármálastefna núv.
ríkisstjórnar væri ekki sem
heppilegust, og einkum fundið
það til foráttu, að útgjöld ríkis-
sjóðsins væru of há. Um það
stendur nú engin deila, að ef
lækka á útgjöld ríkisins frá því
sem nú er, svo að nokkru nemi,
þá verður það að vera á kostn-
að verklegra framlcvæmda og
þeirra framlaga, sem gengið
hafa til atvinnuveganna, því að
útgjöldin við sjálfan ríkis-
reksturinn verða vafalaust ekki
mikið færð til lækkunar hvaða
stjóm sem færi með völd. Það
veldur að vísu örðugleikum
fyrir þá, sem fara með þessi
mál, að halda uppi ríflegum
Líftryggingarfélagið „D A N M A R K“
STOFNAÐ 1861
Eift elzfa og ábyggilegasfa líftryggingarfélag á Norðnrlondnm.
Eignír yfír 76 milljónir króna.
Öllum tryggingum fylgir það ákvæðf,
án aérstaks endurgjalds, að iðgjalds-
greiðsla fellur nfður að einhverju eða
tillu leytf, ef hinn tryggði missir heílsuna
eða verður óvinnufær. En fryggingin
heldur áfram f fullu gildi.
Fjárhæð samanlagðra tryggínga yfir 300 milljónir króna.
í höfuð atrlöum sklptist líftrygging i tvo flokka og hvor
flokkur hefir sfna kosti,
Annar flokkurinn er ÆFITRYGGING. Sú trygglng er
ódýr. Trygglngar-fjárhæöin greiðist eftir andi&t, hvenær
sem það ber aö. — Menn geta vallö um hversu mörg ár
þeír greiða iðgjaldlð. „Danmark" mælir með því yflrleitt, aö
menn greiði iögjald aðeins til 60 eða 65 ára aidurs, þvi aö
reynslan hefir sýnt, aö eftir þann aldur gengur mörgum
erflðlcga aö inna af hendi iðgjaldsgreiösluna. Munið þess
vegna þegar þér trygglð yður, aö athuga hversu lengi þér
greiðið iðgjaid.
Hinn flokkurinn er TRYGGING MEÐ ÚTB0RGUN
ef hinn tryggöí nær ákveðnum aídri, til dæmls 60 eða 65
ára. Falli hinn tryggði frá fyrir þann aldur, greiöist öll
fjárhæöin eftir lát hans. Á þann hátt tryggja menn ekki að
eins afkomu fjðlskyldu sinnar, heldur mynda þelr sér á þenn-
an hátt líka varasjíð er gerir þeim fært að lifa áhyggju-
lausu lifi 8föustu ár æfinnar, þegar starfskraftar oft eru
þrotnir.
FL E S T I R lifa í þeirri von, að ailt muni
ganga vel, sem þeir taka sér fyrlr hendur
og ekkert óvænt komi fyrir. En hlð elna sem víst
er i þessari tiiveru, er að seint eða snemma
verða óvænt umskipti.
Vonin og transtið er gott, en það er ekki ein-
hlftt. Gerið ráö fyrir þvi óvaanta og tryggið yður
og fjölskyldu yöar fyrir afleiölngum þess. Líftrygg-
Ing er auöveldasta, öruggasta og aimennasta að-
ferðfn til að tryggja fjárhagslega afkomu sína og
sinna gegn afleiðingum hins óvænta.
f'unið það, að trygging er þvi ódýrari sem menn
eru yngri, er þeir kaupa hana. Munið það einn-
ig, að sá fjársjóður, sem myndast við liftryggingu,
er ekki háður yöar dagiega starfsrekstri sem að
meira eða mlnna ieyti getur tekfð stöðugum breyt-
ingnm.
HDgleiðiö þetta að síðustu.
Af þúsund byggingum brennur ein. Af eitt þús-
und mönnum deyja þúsund. Hinar þúsund bygg-
ingar eru a 11 a r vátryggðar. En af hverjum
þúsund mönnum á Islandi eru niu hundruð e k k i
llftryggðir.
Ekkert félag sem starfar hér á iandí
hefir iægri iðgjaldataxta en „Danmark".
Tryggingar er nema 10 þús. kr. eða minna
teknar án læknisskoðunar, nema sér-
staklega standi á.
Menn reyna oftast að klifa þrítugan hamarlnn til þess að
veita börnum sinum menntun og búa þau á þann veg undir
lifið. Tii þess að koma þessu í framkvæmd er fátt auðveld-
araen BARNATRYGGING. Með slíkri tryggiugu má
safna fjárhæð á mörgum árum, er greiðist út þegar börnin
þurfa þess oft helzt með, en það er þegar þau þurfa að
Ijúka hinum siðustu og erfiðustu árum menntunar sinnar,
þegar þau eru 20 til 25 ára gömul. Ef svo atvikast að fað-
Irinn deyr áður en barnið hefir náð fullorðinsaldri, fellur
iðgjaldsgreiðslan niður, en tryggingin er i fullu gildí og
verður greidd á hinum ákveðna tíma Ef börnin eru tryggð
meðan þau eru ung, þá er iðgjaidið iægst.
Menn gera og börnum sínum mikinn greiða að kaupa
þeim æfitryggingu meðan þau eru ung, því þá greiða þau
lágt iðgjald þegar þau sjálf verða fær um að halda trygg-
ingunni við.
Aðalumboð: Þórður Sveínsson & Co. h.í., Reykjavík
Talsímí 3701 (2 línur)
Símnefní; KAKALI
Duglegír umboðsmenn teknir um allt Íand, þar
sem iélagíð iseiir enga umhoðsmenn iyrir.
verklegum framkvæmdum og
framlögum 'til atvinnuveganna
þegar tekjur hins opinbera
fara lækkandi, en ég hygg að
það sé leitun á þeim manni,
sem heldur því fram í alvöru,
að það hefði verið heppilegra
þessi 2 síðustu ár, að ríkis-
sjóður hefði dregið stórkost-
lega úr framlögum sínum og
þar með aukið erfiðleika al-
mennings til viðbótar við örð-
ugleika vegna aflabrests, harð-
inda og markaðsvandræða. Ég
held, að það sé erfitt að gera
sér grein fyrir því hve vont
ástandið hefði getað orðið, ef
niðurskurðarstefnu hv. stjóm-
arandstæðinga hefði verið
fylgt í s'tað þeirrar stefnu, sem
haldið hefir verið af núv.
stjóm. Ég er a. m. k. ekki síð-
ur sannfærður um það nú, en
þegar við undirbjuggum fyrstu
fjárlögin, fyrir árið 1935, að
við höfum valið þá stefnu, í af-
greiðslu fjárlaga, sern er hag-
feldust fyrir allan almenning 1
landinu.
Happdraetti
Háskóla Islands
*§* ftllt með islenskiiin skipum! ffij
r
3
á hölnum sem sklp Eímskipafélags íslands og
strandlerðaskíp ríkisins koma við á:
Kalksaltpétur 100 kg. kr. 18,00
Kalkammonsaltpétnr 100 — — 20,40
Mfítrophoska 100 — — 27,00
Superloslat 18°/0 íoo — — 9,00
Kalí 4O°/0 100 — — 16,40
Garðáburður (Garða-Nitrophoska) 50 — — 15,20
Áhnrðarsala riklslns.
Fyrir kr. 1,50 á mánuði er kægi að vinna
Margír geta keypf hús9 foifreáð* báf, reist hú
eða öðlast önnur líSspægindi fyrír gróða pannf
er peir fá nsr happdrætfinn,
Salan er nú s fuilum gangi
Engínn heíír efní á að missa af þeim mögu-
leika að eignast stórfé úr happdrættínu.
Athugið! Víð útreikning tekjuskatts og útsvars skal ekki taka
tillit til vinninga í happdrættinu pað ár, sem vinníngarnir lalla
HAVNEMBLIEN
Haupmannahöfn
mælir m«ð sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI OGHVEITI
Meiri vörugœðí ófáanleg
S.I.S. skíptir eingöngu við okkur.
Jörðln Gauksstaðir
í Jöknldalskreppi
fæst til kaups og ábúðar i næstu fardögum. Tún
og engi véltækt.
Semja ber við undirritaðan, aem gefur allar náa-
ari upplýsingar.
Staddur í Reykjavik 19 febrúar 1937
Þórðui* Þórðarson
Gaukestöðum.