Tíminn - 02.03.1988, Qupperneq 1
AUKABLAÐ AUKABLAD AUKABLAD AUKABLAÐ AUKABLAD AUKABLAD
Vikulaunin duga í
dag aðeins
Jakkafötin kostuðu 70 tíma vinnu
1987 í stað 40 tíma vinnu 1977-81:
Lögreglan í Reykjavík hefur nú í
hyggju að breyta svolítið stefnu
sinni í bílamálum og fer fljótlega að
sjá þess stað í borgarlífinu. Helsta
stefnubreytingin er sú að fyrirhugað
er að endumýja bílaflotann mun
örar en til þessa. Að sögn Boga
Bjarnasonar aðalvarðstjóra og yfir-
manns í bílamálum, er ætlunin að
sækjast eftir leyfi til fjárveitingar-
valdsins um að lögreglubílamir verði
ekki notaðir meira en sem nemur
300 þúsund kílómetra keyrslu eða
að þeir verði ekki eldri í starfi en
þriggja ára. Er hér um verulega
breytingu að ræða þar sem bílarnir
hafa til þessa verið keyrðir út að
kalla og menn hættir að telja hversu
oft þeir hafa rúllað yfir hundraðið.
Stefnt er að því að í ár verði
fengnir 12-14 nýir bílar af ýmsum
gerðum, enda komið að endumýj un.
Þegar er búið að ganga frá kaupum
á fjórum Ford Econoline 150 eins og
mikið hafa verið í notkun síðast liðin
ár.
Dulbúinn „hvítingur“
Það sem þó verður að teljast til
nýmæla er að nú er í fyrsta sinn í
langan tíma sem líkur eru á að
pantaður verði sérsmíðaður
lögreglubíll frá Svíþjóð. Er hann að
grunni til af gerðinni Volvo 240 GLT
en að ýmsu leyti frábmgðinn að
innri gerð. Upphaflega er bíllinn
með stærstu vél í þessum stærðar-
flokki Volvobíla. Vélin er rúmlega
2,3 lítra að rúmmáli og með beina
tölvustýrða innspýtingu á bensín-
blöndunni. Þannig útbúin skilar
venjulega gerðin um 133 hestöflum,
en ekki er vitað um endanlega
útkomu á löggugerðinni. Þá em
bílar þessi búnir út með sérstökum
styrkingum á grindarbitum, sérlega
sterkum höggdeyfum og gormum og
öll innrétting er þannig að sem best
henti starfinu. Ef bíllinn verður á
annað borð keyptur til landsins,
hefur verið ákveðið að hann verði í
einu og öllu eins útbúinn og þeir
Volvobílar, sem lögreglan í Dan-
mörku notar. Þannig útbúinn þolir
hann betur hraðan akstur, skelli og
styttri flug en aðrir bílar, enda getur
þurft að beita bílum að mikilli óeig-
ingimi í þessu starfi.
„Ótrúlegt - herraföt frá 8.900
kr.“ sagði í auglýsingu um síðustu
útsöludaga þekktrar fataverslunar
nýlega. Þegar betur er að gáð
virðist hins vegar það allra „ótrú-
legasta“ að þær krónur (sem svara
til meira en 40 stunda verkamanna-
launum), sem nú duga aðeins fyrir
ódýrasta útsölufatnaði á síðasta
útsöludegi nægðu mönnum hins
vegar til að kaupa venjuleg jakka-
föt fyrir daga hins langþráða álagn-
ingarfrelsis kaupmanna. Fyrir slík
föt utan útsölutíma hafa menn
aftur á móti þurft að borga sem
svarar 70 stunda verkamannalaun-
um að meðaltali, síðustu 2 árin.
Það er um 60-70% meira á þeim
mælikvarða en fyrir „frelsið".
„Frjálsar útsöluflíkur^
jafn dýrar og algeng
„ófrjáls" föt áður
í Hagtíðindum birtist árlega yfir-
lit um meðalverð fjölmargra vöru-
tegunda, m.a. það sem kallað er
„Karlmannaföt, einföld gerð“. í
nóvember s.l. kostuðu þau 14.060
kr. - árið 1983 4.170 kr. - árið 1980
1.017 kr. og árið 1977 kostuðu þau
310 kr. (31.031 gamiar krónur).
Framreiknað eftir vísitölu fram-
færslukostnaðar var verð þessara
jakkafata nokkuð stöðugt allt frá
árinu 1977 og til 1985, þ.e. hljóp á
bilinu 9.400 kr. til 10.400 kr., eða
litlu meira en það „ótrúlega" verð
sem menn þurfa nú í ársbyrjun að
borga fyrir þær flíkur sem ódýrast-
ar eru á síðasta útsöludegi. Meðal-
Skjalda stóð sig
Ekki verður þessi bíll þó fyrsti
sérpantaði lögreglubíllinn í sögu lög-
reglunnar í Reykjavík. Einir af
fyrstu bílum hennar voru af Dodge
gerð og komu þeir frá Ameríku í tíð
Agnars K. Hansens að því er blað-
mann minnir. Þá hefur einn Volvo
verið keyptur inn af sænskri
lögreglubílagerð, en það var um
1978-9. Sá bíll var auðþekkjanlegur
á því að hann kom til landsins með
svörtum brettum og hvítum dyrum,
vélarloki og „skotti“. Hann hlaut
líka strax viðurnefnið Skjalda og
helst þannig enn í minni lögreglu-
manna, löngu eftir að hann er hættur
að þjóna réttvísinni vítt og breitt í
þjóðvegaeftirliti ríkislögreglunnar.
KB
Flestir Volvobflarnir verða af gerðinni 240 GL, en stefnt er að því1 að lögreglan fái að panta einn sérsmíðaðan sem er að grunni til af
gerðinni 240 GLT með beinni innspýtingu. Allir verða þeir þó hvítir að sjá úr fjarlægð með sömu bláu hliðarröndinni.
verð jakkafata í verslunum hefur
hins vegar hækkað upp í sem
svarar rúmlega 14.000 kr. síðustu
tvö árin. Er m.a. athyglisvert að á
milli 1986 og 1987 hækkaði verð á
herrafötum í takt við verðbólguna,
eða um 23%, þótt gengi í algeng-
ustu innflutningslöndun hafi aðeins
hækkað um 6-10% á sama tíma og
danska krónan mest tæp 14%.
Vikulaunin dugðu fyrir
„ófrjálsum" fötum...
í ritum Hagstofunnar er einnig
að finna yfirlit um tímakaup
verkamanna undanfarna áratugi til
ársloka 1983. Við samanburð þess
og verðs karlmannafatanna á
hverjum tíma kemur í ljós að öll
árin 1977-1981 lét nærri að viku
dagvinnulaun verkmannsins dygðu
honum til kaupa á þeim jakkaföt-
um sem Hagstofan kannar verðið
á (og framfærsluvísitalan miðast
við), eða 40-42 stunda dagvinnu-
laun. Verðið hækkaði í takt við
vísitöluna áfram til 1985, en kjara-
rýrnunin 1982-1983 olli því hins
vegar að menn þurftu þá að leggja
af mörkum 59 stunda vinnu (1983)
fyrir fötunum.
... en „frjáls" fót
kosta nær tveggja vikna laun
Til þess að verkamanninum
nægðu vikulaun til kaupa á fötum
um síðustu jól hefði tímakaupið
hans þurft að vera um 350 kr.
Dagvinnukaupið var hins vegar
aðeins í kringum 200 kr. í raun, svo
að hann þurfti að leggja af mörkum
nær tveggja vikna dagvinnulaun
fyrir fötunum, eða um 70 stundir.
Það var m.a.s. nær 20% meira en
1983, þegar kaupmátturinn varð
hvað lægstur um mjög langt árabil.
... nema kannski í Glasgow
Hvað fatakaup snertir verður
því tæpast séð að kostir frjálsrar
álagningar og marglofað „góðæri“
1987, hafi skilað sér nema þá til
fatakaupmannanna (enda fjölgaði
þeim ótrúlega í fyrra). Vikulaunin
duga nú ekki lengur nema fyrir
jakkanum svo verkamaðurinn
verður að bæta við sig aukavinnu
ef hann vill fá buxur líka - nema
hann sláist í þann stöðugt stækk-
andi hóp sem notar sér aukinn
kaupmátt í fataverslunum í
Glasgow. - HEI
Timiiiti
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988 - 72. ÁRG.
Lögreglan í Reykjavík brýtur blaö:
BÆTIST „DUL-
BÚINN“ GÆÐ-
INGUR í LIÐID?