Tíminn - 02.03.1988, Side 3

Tíminn - 02.03.1988, Side 3
Miövikudagur 2. mars 1988 Tíminn 3 AÐ UTAN teí,- ij;VS.' ' ?l /í'V* m i ; :•: - •■ •• ••V': \ Cheryl og Ofer Bentov blaðamenn The Sunday Times. Það var síðan miðvikudaginn 24. september að Cheryl lét til skarar skríða að komast í kynni við Vanunu. Hann var þá á gönguferð um Leicester Square, sagði hann seinna, þegar hann tók eftir ein- mana konu sem virtist vera að gefa honum auga. f fyrsta skipti á ævinni herti Vanunu sig upp í að ávarpa konu, sem var honum alger- lega ókunnug. Þó að hún virtist vera feimin, tóku þau upp spjall saman og héldu samræðunum áfram yfir kaffibolla. Hún sagðist heita Cindy Hanin og væri að læra snyrtingu. Hún kæmi frá Florida. Eins og Mossad hefur gert sér að sið hafði hún brugðið sér í líki raunverulegr- ar persónu, 22ja ára gamallar vin- konu bróður hennar, Randy Hanin. Cheryl varð að beita brögð- um til að yngja sig aðeins upp því sjálf var hún orðin 26 ára, en Vanunu lét blekkjast. Þegar allt kom til alls var það hann sem hafði hafið kunningsskapinn, ekki hún. Dagana sem í hönd fóru hittust þau daglega. Og „Cindy“ færði sér í nyt óþolinmæði Vanunus og von- brigði vegna þess hvað það dróst á langinn að saga hans birtist, Sjálfs- traust hans virtist fara dvínandi eftir því sem dagarnir liðu. Og þá datt hún í lukkupottinn. Upprunalegi milligöngumaður- inn milli The Sunday Times og Vanunu var kólumbiskur blaða- maður að nafni Oscar Guerrero. Einhverra hluta vegna, sem enginn kann skýringu á nema Oscar Gu- errero, ákvað hann að fara líka með söguna til Sunday Mirror. The Sunday Mirror birti söguna og fletti um leið ofan af Kólumbíu- manninum, sem ætti sakaskrá. f blaðinu var gefið í skyn að það kynni að vera eitthvað bogið við söguna alla. En það sem mestu máli skipti fyrir Cheryl var að Sunday Mirror birti líka mynd af Vanunu. „Einhver gæti borið kennsl á þig í þessu landi. Það væri betra ef þú feldir þig í einhverju öðru landi,“ sagði hún þá við Vanunu og bætti við að nú væri ólíklegt að The Sunday Times færi að birta sögu hans. Það sem gerði þessa uppástungu hennar enn girnilegri í augum Van- unus var að Cheryl hafði allt til þessa vísað allri ekki geta hugsað sér að taka upp kynlíf á eins kuldalegum og framandi stað og hótelherbergi í London. En Van- unu var samt ekki á þeim buxunum að fara frá Englandi. Næsta dag, mánudaginn 29. september, ákvað Cheryl að setja fram úrslitakosti. Þó að Vanunu væri enn ákveðinn í að vilja ekki yfirgefa England, keypti hún flug- miða til Rómar frá ferðaskrifstofu Thomas Cook í Berkeley Street, í West End í London. Hún greiddi 426 sterlingspund fyrir. Síðan sýndi hún Vanunu farmiðann sagði hon- um að hún færi næsta dag og ætlaði að búa í íbúð systur sinnar í Róm. Hún spurði hvort hann vildi koma líka. Nú var gildran egnd og snemma morguns daginn eftir keypti Cheryl annan farmiða fyrir Vanunu fyrir önnur 426 pund, hann gæti endur- greitt henni þá peninga síðar. Þau flugu frá Heathrow tii Rómar með flugi BA 504, brottfarartíminn var kl. 2.10 e.h. Vanunu rankaði næst við sér hlekkjaður og undir áhrif- um lyfja um borð í skipi á leið til ísraels. „Farðu ekki til útlanda“ var ráðið sem honum var gefið The Sunday Times gat ekki betur séð en að Vanunu hefði horfið Auðvelt að hafa upp á Vanunu Hún hafði þá þegar dvalist nokkra daga í London en skráð sig á herbergi 209 á Eccleston hótelinu í Victoriu laugardaginn 20. sept- ember. Það reyndist Israelsmönnum ekki erfitt að hafa upp á dvalarstað Vanunus. Nú er haldið að þeir hafi plantað sínum mönnum innan um þá mörgu kvikmyndatökumönnum sem höfðu safnast saman fyrir utan Wapping, þar sem m.a. The Sund- ay Times er til húsa, á meðan þar var deilt um nýja tækni og elt hann þegar hann kom frá fundi við sporlaust af yfirborði jarðar. Blaðamenn þar á bæ höfðu fylgst með ferðum hans og vissu um tilvist „Cindyar", en hann hafði alltaf séð til þess að þeir kæmust ekki í námunda við hana. Blaða- menn vissu að hann langaði til að komast í burt frá London og höfðu stungið upp á því að hann færi eitthvað upp í sveit. „Farðu ekki til útlanda," var ráðið sem þeir gáfu honum sí og æ. í vikunni eftir að hann hvarf birti The Sunday Times uppljóstranir Vanunus og jafnskjótt varð uppi fótur og fit um allan heim. En það var ekki fyrr en í desember 1986 þegar verið var að færa Vanunu til dómssalar í Jerúsalem, að honum tókst að gefa vísbendingu um ránið á honum. Þegar lögreglubíllinn með hann innanborðs stansaði fyrir framan dómshúsið sneri hann lófanum að bílglugganum og þar mátti lesa krotað með svörtu bleki: Vanunu var rænt frá Róm. ITL. 30.9.86. 2100 BA504. Blaðamenn The Sunday Times fóru óðar á stúfana og kynntu sér hvaða nafn „Cindy“ hefði gefið upp þegar hún keypti farmiðann sinn og komust að raun um að ungfrú C. Hanin hefði setið við hliðina á Vanunu í flugvélinni. Þar sem Mossad hefur þann sið að taka „til láns“ raunverulegar persónur til að veita starfsmönnum sínum gervi mátti ganga að því vísu að einhvers staðar væri ein- hver Cindy Hanin og hefði ræningi Vanunus tekið nafn hennar og æviferil til láns. Gæti hin rétta Cindy Hanin varpað nokkru Ijósi á konuna sem hefði brugðið sér í gervi hennar? Mikil leit fór fram í Bretlandi, fsrael og Bandaríkjunum. Cynthia „Cindy“ Hanin fannst á endanum, vegna þess að 2. nóvember 1986 hafði Cynthia Morris gifst kærast- anum sínum úr gagnfræðaskóla, Ray Hanin, bróður Cheryl Bentov. Það kom hins vegar fljótt í Ijós að ólíklegt væri að hún hefði tekið þátt í mannráninu. Þegar það var framið hafði hún verið að undirbúa brúðkaupsveisluna. Og nú hófst sú erfiða og smá- smugulega vinna að eltast við sér- hverja vísbendingu. Mágkona Cindyar var Cheryl Bentov. Hún bjó í ísrael. En hafði hún verið stödd í London þær vikur sem rannsóknin beindist að? Hin sítortryggnu stjórnvöld í ísrael skrá niður sérhvern borgara sem fer úr landinu eða kemur inn í landið. Þá skrá komust blaða- menn The Sunday Times yfir og sáu engin merki þess að Cheryl Bentov hefði farið frá ísrael í september 1986. En blaðamenn- irnir höfðu þegar útvegað sér nafn- ið á farseðlinum. Og þó að „Cindy“ hefði stöðugt neitað að segja Van- unu hvar hún hefði verið til húsa í London, var þá ekki hugsanlegt að hún hefði látið skrá sig inn á eitthvert hótel? Að lokum grófst upp á Eccleston hótelinu í Victoria í gestabók nafnið C. Hanin og heimilisfangið var það sama og hjá föður hennar, Stanley, í Orlando. Skráningin var dagsett aðeins fáum dögum áður en Vanunu var rænt. Þegar þessi sönnunargögn voru lögð fram í ísraelska sendiráðinu í London voru einu viðbrögðin þau, að „Mordechai Vanunu yfirgaf England af fúsum og frjálsum vilja og ekkert ólöglegt var aðhafst á bresku landi.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.