Tíminn - 02.03.1988, Qupperneq 7

Tíminn - 02.03.1988, Qupperneq 7
Miðvikudagur 2. mars 1988 Tíminn 7 Enginn vill Donny Ný bók um Burton Fyrir áratug eða svo var Donny Osmond í tísku og gerði það gott. Eina samkeppnin, sem við var að etja, var frá Michael Jackson og þeir voru alls ólíkir. Síðan hefur leið Donnys legið niður á við. Hann hefur búið með konu sinni og þremur sonum í hálfgerðri einangrun og tæpast hitt foreldra sína og systkini. Nú verður hann að bíta í það súra epli, að enginn vill hlusta á hann lengur. Donald C. Osmond er rétt orð- inn þrítugur. Hann viðurkennir að hafa enn ekki fundið sjálfan sig; hann hafi verið neyddur til að fullorðnast allt of snemma. - Ég er viss um að allir halda að cg búi í víggirtum kastala og drekki mjólk allan daginn, segir hann. - Svona álit var að gera mig vitlausan fyrir nokkrum árum og ég þjáðist af minnimáttarkennd. Donny hittir foreldra sína og systkini afar sjaldan. Hann hefur reynt að syngja aftur, en gengið illa að verða vinsæll. Hann samdi söng- leik, sem var mikið auglýstur og sýndur á Broadway - en aðeins einu sinni. Donny skammaðist sín svo eftir það, að hann safnaði alskeggi og faldi sig, þar til nýlega. - Það er nafnið og sætabrauðs- drengs-ímyndin sem ég kenni um þetta, segir hann. - Michael Jack- son segir að ég eigi að skipta um nafn. í fyrra dvaldi hann í London í átta mánuði til að reyna að koma saman efni á heila plötu. Debbie kona hans var kyrr heima á meðan. Þó Donny sé meinilla við fyrir- myndarorðið, sem af honum hefur farið, reykir liunn ekki ennþá, bragðar heldur ekki áfengi eða neitt þaðan af verra. Hann vinnur bara mikið. - Vonandi gengur þessi nýja plata mín, segir hann. - Ef ekki, verð ég bara að safna skeggi aftur. - Ef bróðir minn, Richard Burton, hefði lifað lengur, er síður en svo útilokað að þau Liz Taylor hefðu sameinast í þriðja sinn. Hver veit - allt er þegar þrennt er, skrifar yngri bróðir Richards, Graham Jenkins, í nýrri og að sögn mjög athyglisverðri bók; „Bróðir minn, Richard Burton“. Bókin hefur víða skapað ólgu. Graham hefur þurft að gefa út yfirlýsingu um, að hann einn beri alla ábyrgð á henni. Hinir í fjöl- skyldunni eru nefnilega afskaplega lítt hrifnir af framtaki hans, síst að hann skyldi fjalla um einkalíf Richards á svo hispurslausan hátt sem hann gerir. Viðkvæmast er fólkið fyrir kaflanum um konurnar í lífi Burtons. Meðal þess sem þar er að lesa, er að 1951 hafi Richard gert unga stúlku í New York ófríska. Graham ræðir einnig um áfeng- isvanda Richards og dregur enga fjöður yfir hatur Sally Burton á Liz Taylor, auk þess sem hann fullyrð- ir, að Sally hafi alltaf óttast um Richard fyrir Liz. Þess má geta, að öll viðbrögð Liz við bókinni eru jákvæð. Graham segir frá heimsókn til Liz, þar sem hann uppgötvaði að nær allir veggir voru skreyttir myndum af Richard, sem hún var gift tvisvar. Hann hefur eftir Liz, að betra sé að hafa auga með honum áfram. Ást Liz og Richards var svo einstök, að enginn efaðist nokkru sinni um að þau voru hvort öðru allt, þrátt fyrir tvo skilnaði. Graham lýsir samtali, sem hann átti við bróður sinn, þremur vikum fyrir dauða hans: - Saknarðu Eliza- bethar? spurði hann. - Auðvitað, alltaf, svaraði Richard. - En hún getur ekki annast mig. Ég þarfnast Sallýjar. Hún er lagin við gamalt fólk. Richard og Sally Burton þekktust í tvö ár og voru gift það seinna. Richard naut þess jafnan að tala um Liz. Hann vissi, að hún hugsaði alltaf til hans. - Við höfum aldrei skilið alveg og munum aldrei gera. Við höfum alltaf tíma fyrir hvort annað, ef þörf er á. Þrátt fyrir að Richard vildi sjálf- ur láta jarða sig heima í Pontrhy- dyfen í Wales, harðneitaði ekkja hans og einkaritari, Sally Burton því, af óskiljanlegum skattalegum ástæðum. Liz var beðin að láta ekki sjá sig við útförina. Tveimur dögum síðar var Richard grafinn í Sviss, en minn- ingarathöfn var haldin í Wales, þar sem Sally var líka fremst í flokki. Viku síðar kom Liz og heimsótti Liz Taylor og Richard Burton gleymdu aldrei hvort öðru. systur Richard, sem tók henni vel, eins og flestir í heimabæ Richards of»rftn alltaf Rokksöngvarinn Roy Orbison hefur átt við mikla erfiðleika að stríða og staðið við dauðans dyr, en hann er nú risinn úr öskustónni og hyggst fara að syngja aftur. Roy klæddist alltaf svörtu og var með dökk gleraugu að auki. er hann kom fram. Þess vegna var hann kallaður Svarti skugginn. Fyrir nokkrum árum gekkst hann undir mikla og hættulega hjartaað- gerð, sem bjargaði lífi hans, þó að hann gæti lítið sem ckkert gert í langan tíma á et'tir. - Læknarnir vissu að cg gæti ckki lifað lengi án aðgerðarinnar, en voru ekki vissir um að ég lifði hana af, eða hve lengi eftir hana. Þeir sögðu mig hafa beðið of lcngi, skaðinn væri orðinn alvarlegur, segir Roy. Hann var veikur árum saman, cn enginn, ekki einu sinni liann sjálfur, vissi hvað á ferðinni var. - Mér leið aldrei vel, rifjar hann upp. - Samt gerði ég ekkert, fyrr en mér leið svo hörmulega, að ég neyddist til að fara til læknis. Nú er allt þetta að baki og Roy hefur þegar farið í eina hljómleika- ferð og sungið þar gömlu, góðu lögin sín, Crying, Only the Lonely og Pretty Woman - þau sem komu honum á tinda vinsældalistanna á árunum eftir 1960. - Þetta er allt annað Iíf, segir liann núna. - Það er gott að vera kominn aftur. Hjartasjúkdómurinn var þó ekki það eina, sem hrjáði Orbison. Fyrri kona hans, Claudette, fórst í mótorhjólaslysi 1966 og tveimur árum síðar brunnu tveir af þremur sonum hans inni. - Ég var gjörsamlega eyðilagður maður. segir hann. - Ég hætti að vinna árum saman, gat alls ekkert. Ég vildi hafa dáið með þeim öllum. Loks friðmæltist ég við guð og sjálfan mig og lærði að taka hlutun- um án þess að krefjast skýringa. Fólk spyr, hvort ég sé ekki bitur. Ég verð að halda áfram, ég þarfn- ast guðs og get ekki spurt. Þcgar harmleikir verða, velur guð ekki þá sem eftir standa. Ég verð að gera mér það ljóst. Varla má ásaka skaparann, þó maður þarfnist hans til að lifa af. Maður má ekki halda sjálfan sig útvalinn - að slæmir hlutir gerist af því maður sé ein- stakur. Ég tek öllu eins og það kemur, bætir hann við. - Ég er kominn á kreik aftur og vinn að nýrri plötu með úrvali allra vinsæl- ustu laganna minna. Ég er þakklát- ur. Roy er kvæntur aftur og býr við ströndina í Malibu ásamt Barböru konu sinni. Svarti skugginn hefur öðlast nýtt og betra líf. Orbison upprisinn D onny er nú þrí- tugur og kominn úr tísku. Einu sinni var hann miðdepillinn, en hittir nú tæpast bræð- ur sína lengur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.