Tíminn - 20.03.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.03.1988, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. mars 1988 Tíminn 7 Rennt upp að hlið Rathkyle við 7 bauju, þar sem tekið er á móti öllum útlendum skipum sem koma til hafnar í Reykjavík. (Tímamynd Gunnar) Siglt að viðlegunni við Laugarnestanga þar sem olíunni var dælt úr skipinu. Einbeitingin skín úr svip stjórnendanna í brúnni, f.v. Bill Clear stýrimaður, John Burrows skipstjóri og Jóhannes Ingólfsson. (Tímamynd Gunnar) Einir tíu skipverjar biðu eftir okkur á dekkinu og aðstoðuðu okkur um borð, síðan var okkur fylgt til fundar við skipstjórann í brúnni. Eftir stutt orðaskipti milli Jóhannesar og skip- stjórans ákváðum við að spjalla aðeins við hann. „Við erum að koma frá Mongstad í Noregi," sagði John Borrows skip- stjóri. „Við losuðum tæplega helm- ing olíunnar í Hafnarfirði í gærdag og afganginn losum við síðan hérna. Síðan munum við halda aftur til Mongstad og taka olíu sem á að fara til Þýskalands. Við lentum í mjög slæmu veðri á leiðinni hingað, sem gerði það að verkum að við vorum fjóra daga á leiðinni í stað þriggja." Þetta var fyrsta ferð hans til Islands og fannst honum fjallasýnin hreint stórkostleg, en ekki bjóst hann við því að þeir færu í land, þar sem þeir þyrftu að komast sem fyrst aftur til Noregs til að ná í næsta farm, enda eins og hann sagði „tíminn er pen- ingar“. Við drógum okkur því í hlé og fylgdumst með þegar Jóhannes lóðsaði skipið inn að Laugarnes- tanga þar sem skipið var bundið. Að því loknu var gengið frá formsat- riðunum, kvittað fyrir leiðsögnina. Þar með var starfi hafnsögumannsins um borð lokið og héldum við því til hafnar með Magna, en starfsmenn olíufélagsins tóku að undirbúa losun skipsins. Þegar að landi var komið kvöddum við þá Jóhannes, Hrein og Torfa sem héldu áfram að sinna skyldustörfum sínum við höfnina. ABÓ Áhöfnin á Magna f.v. Hreinn Sveinsson skipstjóri, Torfi Ólafsson háseti og Jóhannes Ingólfsson hafnsögumaður. (Tímamynd Gunnar) NO SMOKING SAFETY + FIRST • • • i Þeir voru hressir áhafnarmeðlimirnir og bentu okkur á til frekara öryggis að Þegar búið var að binda skipið var starfi hafnsögumannsins lokið og haldið var til reykingar væru stranglega bannaðar á dekki. nímamynd Gunnar) hafnar eftir ánægjulega ferð til móts við olíuskipið. (Tímamyná Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.