Tíminn - 20.03.1988, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. mars 1988
Tíminn 3
◄ Eigendur Matreiðsluskólans OKKAR, Elín Káradóttir og Hilmar Bragi Jónsson ásamt einum kennara
skólans Sigurvin Gunnarssyni matreiðslumeistara í setustofunni. (Tímamynd pjciur)
heldur en við erum með á dagskrá í
dag. Við hlökkum alveg heilmikið til
að takast á við þetta verkefni, enda
er það mjög spennandi.
Þessi skóli er að sjálfsögðu opinn
fyrir alla, alveg frá unglingum og
upp í gamalmenni, það ættu allir að
geta fundið eitthvað hérna við sitt
hæfi. Nú ef það eru einhverjir hópar
sem hafa sérstakan áhuga á ein-
hverju ákveðnu, þá er ekkert annað
en að hafa samband við okkur, við
Hilmar B. Jónsson í kennslustofunni sem notuð er til sýnikennslu. Til að allir geti séð vel handtök kennarans
var komið fyrir spegli fyrir ofan kennsluborðið. (Tímamynd pjcmr)
Sigurvin Gunnarsson, einn af kennurum skólans, í kennslustofunni þar sem fram fer verkleg kennsla. Þar
eru f jögur kennsluborð eins og það sem hann stendur við fyrir nemendur, með öllum tilheyrandi áhöldum.
(Tímamynd Pjetur)
■ ■
.
Elín Káradóttir á skrif stofunni, en hún hefur rekstur skólans að mestu leyti á sínum herðum. (Tímamynd Pjetur)
erum ekki alltaf það þétt bókuð að
það er alltaf hægt að stinga inn einu
og einu námskeiði, þá í einhverju
sérstöku sem hópurinn mundi fara
fram á. Eins ef til dæmis hópur utan
af landi sem er að fara í helgarferð
til Reykjavíkur eða á ráðstefnu, þá
geta makarnir komið með og notað
tímann og farið á námskeið í leið-
inni.
Við setjum þetta þannig upp að
sérhver tími er í raun sjálfstæður,
þess vegna gefum við út tveggja
mánaða dagskrá og í henni stendur
hvað er verið að kenna á hverjum
tíma og fólk getur þá raðað saman
sjálft þeim námskeiðum sem það
langar til að fara á. Fólk getur komið
hérna á eitt námskeið sem tekur
kannski tvo til þrjá tíma og séð svo
til hvort það sé ekki eitthvað fleira
sem það hefði áhuga á að læra, sumir
eru búnir að skrá sig á nær hvert
einasta námskeið. Þannig að það er
númer eitt að fólk velji sér það
námskeið sem það langar til að fara
á.“
Heim í hádeginu
Matreiðsluskólinn OKKAR býð-
ur upp á fimmtíu mismunandi nám-
skeið á komandi tveim mánuðum,
en síðan er hugmyndin að breyta
stundaskránni. Til að gefa lesendum
nokkra hugmynd um fjölbreytileika
námskeiðanna sem boðið er upp á,
skulu hér nefnd nokkur dæmi um
heiti á námskeiðum sem segja að
mestu leyti til um hvað þar fer fram.
Gerbakstur, Vín og vínþekking,
Lagt á borð (munnþurrkubrot, borð-
lagning, valið af matseðli á veitinga-
húsi o.fl.), Fæði fyrir sykursjúka,
Fiskur á ýmsa vegu, Heim í hádeg-
inu, Ferming í fjölskyldunni, Græn-
metisréttir, Gott úr lambakjöti, Eld-
að úr afgöngum, Logandi réttir og
Veisla í fjórum löndum auk fjölda
annarra námskeiða þar sem fengist
er við fjölda framandi rétta úr fjar-
lægum löndum. Sem stendur eru
átta fastir kennarar við skólann auk
Hilmars, sem hver um sig cr sérfræð-
ingur á sínu sviði. ABÓ
Vísnaþáttur, 17. þáttur.
Hagyrðinga hrossatað.
Þegar ný umferðarlög taka gildi er ekki úr vegi að leiða hugann að
umferðinni. Er breytt var í hægrihandarakstur um árið kvað
Dýrmundur Ólafsson frá Stóruborg í Víðidal:
Á þér sýndu ekkert hik
aðeins hægri róður.
Brostu út í hæði vik
byrjandi minn góður.
En næstu vísu hefur Dýrmundur ort vegna hreytinganna nú í vetur,
og þeirra fyrirmæla að hafa Ijós ávallt kvcikt:
Við skulum sýna viðmót hlýtt
svo varast slysin megi.
Kveikja ljós og brosa blítt
bæði á nóttu og degi.
Ur Trollmannarímum Guðmundar Guðmundssonar frá Kálfsstöðum:
Hann fór þó að hugsa um sjó
hafið bláa þankann dró.
Koti frá í ferð sig bjó
fötin á og nýja skó.
Ýmsum döllum á hann var
eins og tröll af dvergum bar.
Hann af öllum öðrum bar
afbragðsköllum hverskonar.
Það mun hafa verið á fyrsta eða öðrum áratug sem ríkisútvarpið
starfaði, að vísnaþáttur var þar fluttur. í þættinum voru hluti vísnanna
kveðnar. Þar munu hafa komið fram Einar Sæmundsen og Kjartan
Ólafsson kunnur kvæðamaður. Kristján Jónsson frá Skarði kvað
þessa kersknisvísu af því tilefni:
Hagyrðinga hrossatað
hrakið andans fóður.
Einar las en Kjartan kvað
hvorugur þótti góður.
Bjarni Jónsson frá Gröf kveður svo:
Ellina ég illa ber
alltaf harðnar glíman.
Pað væri alveg eftir mér
að andast fyrir tfmann.
Mjög var algengt að hagorðir menn kvæðu barnagælur og
vögguljóð. Sigurður Breiðfjörð Sigurðsson bóndi á Köldukinn á
Fcllsströnd kvað svo til dóttur sinnar Margrétar, er hún var tveggja
ára:
Árin tvö að baki ber.
Bæn mín heit er þessi.
Dagana sem hún dvelur hér.
Drottinn hana blessi.
Ekki veit ég um höfund þessara vísna:
Mörg er vist og víða gist
varir þyrstar, dans og kæti.
Ein er kysst og óðar misst
önnur flytst í hennar sæti.
Margan svanna ég mætan sá
mér sem ann að vonum.
Yndi fann ég oftast hjá
annara manna konum.
Sveinn Björnsson bóndi í Hvamini í Dölum kveður svo:
Rcykjavikurtjörnin er tignarlegur staður
á tjarnarbökkum þessum er stundað fugladaður.
Og borgarstjórinn þeirra er bæði hress og glaður.
hann tiullar þar í drullunni eins og vitlaus maður.
Kristmundur J óhannesson
Giljalandi
Haukadal
371 Búðardalur.
s. 91-41352