Tíminn - 20.03.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.03.1988, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. mars 1988 Tíminn 9 ■Hj mii hhhbhhh w®*™®l®"*“™®“““M^HIMHHHIIBI^HHIMIHHi^HHMHHHMMMHHHHHOHHHB ■■■Hi — ’ Þegar ég fór sem unglingur til að dvelja hjá Joan, skemmti ég mér vel. Ég var að skoða mig um í Hollywood og gerði það rækilega. Þannig lærði ég að þekkja karlmenn. Ég skil ekki, hvernig ég stóðst alla feitu, gömlu ríkisbubbana, sem sögðu sem svo: - Borðaðu með mér í kvöld, Ijúfan og ég skal gera þig að stjörnu. Ég féll aldrei fyrir svona löguðu, kannski vegna þess að í mér var það eðli rithöfundarins, að vera aðeins fluga á vegg, en taka ekki þátt í atburðum. Ætla skyldi að rithöfundur á borð við Jackie þyrfti að kynna sér málin á næturklúbbum heimsborganna, en þegar hún er í London, les hún dagblöðin, nýtur þess að ganga um í rigningunni, borða enskan mat og versla. Þó myndir af henni sé víða að sjá, finnst henni alltaf jafn indælt, þegar einhver lesandi hennar ber kennsl á hana á götu. - Ein stúlka sagði mér, að kærastinn hefði brugðist sér, en í stað þess að leggjast í grát og eymd, Ég nýt þess sem ég er að gera. Ég er ekki ein þeirra sem raða saman ástafarslýsingum í heila bók til þess eins að eignast peninga. Fólk segir að ég skaði orðstír Hollywood, en þegar aðgætt er, hvað gerist í raun- veruleikanum, eru sögurnar rnínar eins og barnabækur. Sjáum bara Jeffrey Archer-málið, skilnað Stallones og hvað um Oliver North? Þegar sá náungi sagði sem svo: - Ég hef verið kvæntur í 20 ár, ég hef fallegan einkaritara, en hef aldrei brugðist konu minni, sá ég fVrir mér fagnaðarlæti áheyrenda. Ég hef alltaf sagt að karlmenn sem eru tryggir, séu mun meira æsandi en hinir sem sofa hjá úti um borg og bý. Hvort sem Jackie ætlaði sér það eða ekki, er hún orðin auðug af skrifum sínum. Hún gefur í skyn miklar upphæðir, þegar hún segir: - Hvort sem ég segðist hafa þénað 40 milljónir eða 300 milljónir, þætti það mikið. Hvað um það, peningar hafa gert henni ýmislegt kleift, til YAMAHA msSA Urval varahluta á lager - hagstætt verö. Félagsmenn L.Í.V. fá 10% stadgreiðsluafslátt. LÆKKAÐ VERÐ Á OLÍU KR. 145.- LÍTRINN j f Samrýmdar systur. Fyrsta bók Joan er talin seljast fullt eins vel og margar af bókum Jackie hafa gert. hefði hún lesið „Lucky“ og öðlast við það nýjan kraft. Ég nýt þess að finna að ég skapi jákvæðar persónur í bókum mínum. Ef stúlkur, sem lesa þær gera sér ljóst, að óþarfi er að sitja heima og bíða þess að síminn hringi, fá tauga- áfall eða visna upp, bara af því einhver karlmaður hefur brugðist, þá hef ég gert gott. Jafnréttiskonur líta þó sannarlega ekki á Jackie sem boðbera jafnréttis. - Það er af því þær hafa ekkert skopskyn, segir hún. - Bækur eins og mínar eiga að vera skemmtilesn- ing og góð afþreying. Ekkert er leiðinlegra en þrautfúl bók með boðskap, bætir hún við. Tólfta bók Jackie um æsilíf og uppáferðir er „Eiginmenn í Holly- wood“ og sú fjórtánda er farin að mótast: „Börnin í Hollywood". Sem dæmis að hafa hönd í bagga með hlutverkaskipan, þegar framhalds- þættir um Eiginmennina í Holly- wood verða gerðar. - Ég vil fá Elizabeth Taylor sem stórstjörnuna og Bruce Willis sem slæma strákinn, tilkynnir hún. - Yrðu þau ekki stórkostleg saman? Ennfremur hefur hún í huga Don Johnson, Ryan O'Neal, Farrah Fawcett og Mel Brooks í hlutverk. - Kannski ég fái þau ekki öll, en hver veit? Ég hef efni á að hugsa stórt. Hvað um Joan Collins í hlutverk- ið, sem Liz er ætlað? - Ef ég get ekki fengið Liz, heldur Joan, yrði ég svo sem ánægð, þó ég reyni að blanda málum okkar systra ekki of mikið saman. Líka skal haft í huga að Joan er dálítið önnum kafin um þessar mundir í smáþætti, sem heitir Ættar- veldið, eða þannig. Hún gefur sér stundir meft fjölskyldunnl, hér með dætrunum og einum heimilishundanna þriggja. stendur er Jackie önnum kafin við þá þrettándu: „Rokkstjörnu“, sögu bresks dægurlagasöngvara, Chris Phoenix, sem hefur starfsævi sína í kleinuhringjaverksmiðju, en verður mikil stjarna. Hæfileiki Jackie til að segja sögur um elskulega fátæklinga, sem ná langt, hefur aflað henni viðurkenn- ingar í útgáfuheiminum. - Ég hef visst vald, segir hún. - Karlmönnum finnst það miður, en þeir verða bara að sætta sig við það. Ég berst fyrir að fá rétta kápu á bækur mínar og ég ræð, hvernig þær eru auglýstar. Ég kæri mig ekki um að verða illa úti vegna mistaka einhvers annars, satt að segj a vil ég alls ekki verða illa úti. Joan Collins er raunar einnig að semja í allar átti um fyrstu bók sína, sem heitir „Prime Time“ sem sagt er að hún hafi fengið 30 milljónir fyrir. Bókin selst geysivel og er jafnvel talin ógna afurðum Jackie. Oft er Jackie boðið að hafa sinn eigin sjónvarpsþátt, þar sem hún ræðir við þekkt fólk, en hún hafnar því jafnan. - Ég má ekkert vera að slíku. Hvað um skrif mín, eigin- manninn, fjölskylduna, heimilið og 3 stóra hunda, ásamt félagslífinu? Ég þarf að sinna þessu öllu og hef sannarlega nóg að gera. Kannski best selda bók Jackie hefði átt að heita „Húsmóðir í Hollywood?“ BUHADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 YAMALUBE-2 olian frá YAMAHA Fyrir þá sem vUja tryggja sér eitthvað reglu- lega ferskt ( upphafi og lok sumarteyfislns er Norræna góður kostur. Hún er nýtískuleg far- þega- og Mferja sem sfglir frá Seyðisfirði aHa fimmtudaga (jún(, júl( og ágúst og hefur við- komu f höfnum Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjaltlandseyja. Að sigla f friið og taka bflinn með er kjörið tækifærí fyrir þá sem viija njóta sumarfrísins meðal grannþjóða okkar. Því ekkl að flýta sér hægt og njóta dvalarinn- ar um borð. Þar geta ailir fundið eítthvað við sitt hæfi, s.s. veitingastaði, bari, frihöfn, kvik- myndasýningar, leiksvæði fyrir böm og m.fl. Einnig vilja margir njóta þess að sitja út á dekki og láta hressandi sjávaríoftið leika um sig. Já, sigling með Norrænu er sannariega ferskur og nútímalegur ferðamáti. Siglið í f rfið og takið bflinn með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.