Tíminn - 10.04.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.04.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 10. apríl 1988 / Friörik Sophusson, orku- og iðnaðarráðherra hefur haft mörgu að sinna að undanförnu, og einna hæst hefur borið gagnrýni og umræðu sem stafað hefur af miklum mun á orkuverði í landinu vegna hins iága verðs á gasolíu. Þarna þarf að gefa gætur að mörgum þáttum og sætta ólík sjónarmið og velja milli ýmissa kosta. Þannig berst eitt málið af öðru inn á borð ráðherra til úrlausnar og þegar þetta verðm' að baki er engin hætta á að ný viðfangsefni skjóti ekki upp kollinum. í fyrri viku fundum við Friðrik að máli í ráðuneyti hans í Arnarhváli og inntum hann eftir hvernig honum félli ráðherrdómur- inn, hvernig leið hans hefði legið inn í pólitíkina og eins og vera ber í slíku viðtali hver uppruni hans sé og helstu viðkomustaðir í lífshlaupinu. Varla þarf þó að spyrja að því hvort fyrsti þingmaður Reykvíkinga sé ekki áreiðanlega fæddur í kjördaæminu? „Jú, ég er fæddur Reykvíkingur, átti fyrstu tvö árin heima í Norður- mýrinni," segir Friðrik, „nánar til- tekið á Kjartansgötu 2. Það má kannske geta þess til gamans að þá bjó uppi á efri hæðinni í húsinu strákur, sem sendur hafði verið til Reykjavíkur í skóla, bjó þarna hjá frænda sínum. Hann er nú orðinn landbúnaðarráðherra og heitir Jón Helgason. Ég man auðvitað ekki eftir honum, en hann man hins vegar eftir mér frá þessum árum sem reifabarni. Foreldrar mínir hafa sagt mér að hann hafi haft gaman af að koma og líta á litla drenginn í kjallaranum. Nú, en síðan flutti ég niður í Bergstaðastræti, þar sem móður- amma mín átti heima, en þaðan lá leiðin upp í Hlíðar og til fullorðins- ára bjó ég í Mávahlíðinni. Eftir þetta hef ég átt heima við Lynghaga og Öldugötu og í Skógargerði og nú við Sóleyjargötu. Já, og um tíma átti ég íbúð í Breiðholti. t>ú sérð að ég hef því búið nokkuð víða í kjördæm- inu. Jú ég var skáti, var eiginlega fæddur inn í skátahreyfinguna. For- eldrar mínir eru þau Sophus A. Guðmundsson, skrifstofustjóri Al- menna bókafélagsins, og Áslaug M. Friðriksdóttir, skólastjóri Öldusels- skóla, og þegar móðir mín gekk með mig, var hún foringi Kvenskátafélags Reykjavíkur. Hún starfaði mikið í þeirri hreyfingu. Tveggja og þriggja ára gamall var ég austur á Úlfljóts- vatni, þar sem mammma var skóla- stjóri Kvenskátaskólans. Ég gerðist ylfingur nfu ára og var síðan skáti langt fram eftir aldri, allt til tvítugs. Ég hef að vísu ekki verið virkur í hreyfingunni nú um áratuga skeið, en það er rétt sem orðtakið segir: „Eitt sinn skáti ávallt skáti.““ En hvenær kemur stjórnmálaáhug- inn til sögunnar? „Ég býst við að hann hafi blundað með mér allt frá því er ég var smástrákur. Pabbi var mjög pólitísk- ur og allt hans fólk. Til dæmis var ég í sveit hjá Jóhannesi föðurbróður mínum á Auðunarstöðum í Víðidal og hann var ákaflega mikill áhuga- maður um stjórnmál, sat reyndar á þingi sem varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins um skeið. Aftur á móti var ég ekki svo pólitískur á menntaskólaárunum og hafði þá meira gaman af öðrum hlutum. Þar á meðal var leiklistin, en ég lék tvívegis í Herranótt - „Erasmus Montanus" eftir Holberg í staðfær- ingu Lárusar Sigurbjörnssonar og „Kappar og vopn,“ eftir Bernard Shaw. Þar voru meðal leikaranna Andrés Indriðason, Ásdís Skúla- dóttir, Kjartan Thors, Þórunn Klem- ensdóttir, Stefán Benediktsson og fleiri og fleiri. Sjálfsagt hefur manni - RÆTT VIÐ ORKU- OG IÐNAÐAR- RÁÐ- HERRA, FRIÐRIK SOPHUS- SON, UM VANDAí ATVINNU- LÍFINU, STÖÐU SJÁLF- STÆÐIS- FLOKKSINS OG FLEIRA dottið í hug að leggja stund á leiklist á þessum árum. En það var bara ekki í tísku þá að láta undan slíkum löngunum, heldur þótti sjálfsagt að leggja stund á nám, sem skila-mundi manni sómasamlegri lífsafkomu. Þess vegna settist ég í læknadeild Háskólans, þar sem ég var við nám í tvö ár, en venti þá mínu kvæði í kross og fór í lagadeild. Meðan ég var við læknisfræðinámið stundaði ég kennslu við gagnfræðadeild Hlíðaskólans og var raunar við þessa kennslu í fjögur ár. Ég hafði gaman af kennslunni, en ég kenndi fyrst og fremst stærðfræði og náttúrufræði. Það eru líka margir kennarar í minni ætt, móðir mín er kennari og það voru báðar ömmur mínar líka og afi og auk þess margt frændfólk, eink- um í móðurættinni. Tvö af okkur fjórum systkinunum hafa kennara- menntun. Já, ég er sannfærður um að það er erfiðara að vera kennari núna, en þegar ég var við þetta. Þessu veldur fyrst og fremst mikið lausari agi. Nú virðist svo sem ekki megi halda uppi ströngum aga, og það á ekki aðeins Ásamt Weizsácker, forseta þýska Sambandslýðveldisins, á þingmannaráð- stefnu í Bonn um öryggismál Evrópu árið 1986. Friðrik hefur um árabil verið fomaður íslensku nefndarinnar á þingum alþjóðlega þingmannasambandsins. Hér er hann ásamt leiðtoga Kúbu, Fidel Castro, árið 1985, er þingið var haldið í Havana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.