Tíminn - 10.04.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
TÍMANS RÁS
Þór Jónsson
Sunnudagur 10. apríi 1988
Allir skotveiðimenn
seldir undir sömu sök
Skotvopn, skotfæri og bráð
tveggja byssumanna gerði lögregl-
an upptæka í Hvalfirði um pásk-
ana. Þar urðu skotveiðimennirnir
uppvísir að því, að brjóta nær
hvert lögmál veiðimannsins. Geng-
ið var frá byssunum hlöðnum inn í
bíl, sem getur haft afdrifaríkar
afleiðingar. Það láðist að biðja
landeiganda leyfis fyrir skotveiði.
Bráðin var friðaður fugl, - æðar-
bliki.
Þrátt fyrir þetta höfðu báðir
mennirnir setið námskeið lögregl-
unnar um meðferð skotvopna og
tekið próf í fuglafriðunarlögunum.
Annar þeirra tveggja er meira að
segja félagi í skotfélagi. Frá þessu
sagði í Tímanum á miðvikudag.
Æðurin er arðmesti fuglinn í
íslenskri náttúru. Stofn hennar
enda gríðarstór. En vegna nytja
hennar er hún friðuð fyrir skot-
veiðimönnum. Þar ráða náttúru-
verndarsjónarmið ekki ferðinni.
Engu að síður er þeim mönnum,
sem treyst er að meðhöndla
skotvopn, skylt að hlíta þeim frið-
unarreglum, sem gilda um fugla og
önnur dýr. Þótt stofn æðarfuglsins
bíði þess vart hnekki að æðarbliki
sé skotinn í Hvalfirði, bilar traust
landsmanna til skotveiðimanna við
slíkan verknað. Og einmitt vegna
þess að bændur hafa tekjur af
æðarfuglinum, snúast þeir gegn
skotveiðimönnum, sem í raun eiga
sitt tómstundagaman undir velvild
og lipurð bænda.
Þess vegna er það alvarlegt brot,
sem mennirnir tveir frömdu, þegar
þeir drápu friðaðan blika á land-
svæði, þar sem þeir höfðu ekki
| Timiiin
Loqreqlan hirti byssuro
SÖGDU ÆDARBUKANN
AF /ETT „STEGGANP AR“
aflað sér leyfis, til að skjóta. Athæfi
þeirra kastar rýrð á alla skotveiði-
menn.
Skotveiðimenn hafa af þessum
sökum komið að tali við mig og
spurt, hví Tíminn birti slíka frétt,
sem hefur þau áhrif að allir skot-
veiðimenn verði seldir undir sömu
sökina.
Þessu er einfaldlega svarað á
þann veg, að fréttin sjálf gerir
engum illt. Atburðir þeir, sem hún
lýsir, er skaðvaldurinn. Slíkt verða
skotveiðimenn að uppræta, en ekki
þegja þunnu hljóði. Virðuleg skot-
félög mega ekki hýsa þá menn,
sem hlýða ekki friðunarlögunum
og reglum um meðferð skotvopna.
Iðulega spilla fáir fyrir fjöldanum.
Dæmin eru ótal mörg. Ætíð hlaupa
einhverjir af stað og skjóta rjúpu,
áður en veiðitímabilið hefst. Gæsir
eru skotnar innan borgarmarkanna
og íbúar Breiðholts hrökkva upp
af værum svefni við skothvellina.
Byssumaður hefur sést stökkva úr
bíl sínum á fjölförnum þjóðvegi,
skjóta fjóra friðaða álftarunga til
dauðs, og aka af stað, án þess að
hirða frekar um þá.
Ég hef sjálfur orðið þess var,
_ eftir að ég fékk skotvopnaleyfi og
hélt úr bænum til skotveiða, að
bændur hafa misst traust á skot-
veiðimönnum. Austur í Ölfusi
meinuðu allir bændur mér og fé-
laga mínum að skjóta önd á jörðum
þeirra. Ástæðan var ekki sú, að
þeir hefðu á móti skotveiðinni
sjálfri. Þvert á móti. En þeir höfðu
misst traust til manna með byssur.
Bóndi einn, sem við ræddum
við, hafði leyft mönnum að skjóta
gæs í landi sínu fyrir fáum árum.
Þeir héldu ánægðir heim til
Reykjavíkur með góðan feng, en
skildu dautt hross eftir á túni með
gat eftir riffilskot gegnum búkinn.
Sami bóndi hafði fundið rollur
dauðar af skotsárum. Þar eftir er
sú jörð griðland fyrir fugl.
Ánnar hafði sömuleiðis misst
kindur. Hann skaut því endurnar
sínar og gæsir sjálfur, en treysti
engum öðrum til þess.
Því miður kunna margir bændur
að segja af skotveiðimönnum, sem
hafa skilið við búpening þeirra í
sárum eða dauðan. Og um leið
snýst almenningsálitið okkur skot-
veiðimönnum í óhag.
En þeir eru mun fleiri, sem
fylgja settum reglum. Sem þykir
vænt um veiðidýrið og gera sér
grein fyrir að það er þeim í hag, að
það þrífist vel og stofn þess stækki.
Slíkir menn eru miklum mun fleiri
en þeir, sem láta sig mestu skipta
að taka í gikkinn. Það er því stóra
spurningin, hvort borgi sig að
herða viðurlögin við brot á lögum
um meðferð skotvopna og friðun á
dýrum. Hvaða önnur ráð duga,
þegar fræðsla og leiðbeining gagn-
ar ekki hót?
Gettu nú
Það var tilkomumikið
fjall við Grundarfjörð sem
við sáum á myndinni í
síðustu getraun en það
heitir Kirkjufell og er stolt
og prýði sinnar byggðar.
En nú er það kauptún
við sjó á Norðurlandi sem
við spyrjum um.
:E
iis
m
m
m
m
m
IE
ÍEi
iSíi
:L:
!SI
icsi
IEBBBB BB
HEEE3
□E B □
B Ea
t; Z cs
— |z1
> — fc^ -
t/> cn B
BQ EjEJQIJ
KROSSGÁTA
T/eNNd
RViK.
umm
P fel
TINÞ
UR
'fí
ÝTfí
TKfi M
TÓl
'lO
.£2-
tikid
B nuut
íkVLÖU
R
SRffTA
LiP/ZM
//ST
Ke I
ýÆTT
41
PINS
NBPJ-
e
KlMD
S/GLo
Fl SK
KORN
•••*
N
y&ibi
KLo
flTT
EG,&-
VÝK
HVlTt
W
JfUSGft
TbK
s ’*v -
í’órM HÞ
&o K
LflNb
SV/íÞlp
HÚM£R
Ke iti
VEIfcl-
STflB
T/TT
>0LHI)ST
» t *
ísLU.
KRffTA
ÍBYRt
RUMUM
mn t
$nr-
uk
tmx
*
ÍVDUR
DDLfíST
Þrkkk
uR
■Ri r
Mi&I
VíTTUR
dUTL'l
Ti
SI6Z.0
SKJot-S
WOVÚR
HfcTTft
1
LUL
ÓFRJÓ
ffló SöR-
BfitHíV
STRn *
BITUR-
I.cfT
Vor
M
VíN
/ETT
n
fVúLL
FELL
öruc,
RÖÐ
Þori
GOp
ffR rP
S~ro*-
veLDl
öme?
yocö
vain
TfiLfl
\H
e
15
\)NDlK
f/ÍTl
/ó