Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. maí 1988 Tíminn 3 Sigurður B. Þorsteinsson smitsjúkdómalæknir: Hermannaveiki er ekki meiri háttar faraldur „Okkar niðurstaða er sú að það gildir engin sérstaða um þessa tilteknu sjúkrastofnun, umfram aðrar sjúkrastofnanir hér í Reykjavík,“ sagði Sigurður Þorsteinsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Tímann, en hann hefur tekið þátt í rannsóknum á vatni sjúkrastofnana þar sem bakterían sem veldur svokallaðri her- mannaveiki er talin leynast, en hún hefur skapað mikið vandamál fyrir viðkomandi spítala. Sigurður sagði að full vissa væri fyrir sjö tilfellum á þrem spítölum á þriggja ára tímabili. Spítalarnir sem hér um ræðir eru Landspítalinn, Vífilsstaðir og Landakot. Fyrsta tilvikið var greint í janúar 1985 og síðasta tilfellið sem greindist var fyrir tveim mánuðum. „Við höfum ræktað bakteríuna frá þessum einstaklingum og vitum að af þessum sjö hafa fimm dáið með þessa lungnabólgu, en kannski ekki eingöngu vegna hennar, en hún hefur að minnsta kosti verið samverkandi ástæða. Sjálfsagt eru tilvikin eitthvað fleiri, þetta eru þau sem við höfum alveg órækar sannanir fyrir,“ sagði Sig- urður. Heimildir sem Tíminn studdist við í frétt sinni af þessu máli í gær töluðu hins vegar um 8 staðfest tilfelli á fjórum spítölum og leið- réttist sú ónákvæmni hér með. Ástæðan fyrir því að verið er að rannsaka eina sjúkrastofnun um- fram aðrar þessa dagana er sú að óvenju mörg dauðsföll urðu á til- tölulega skömmum tíma. Sigurður sagði þó að ekkert þessara dauðs- falla hefði beinlínis verið óvænt. Sjúklingarnir voru með mjög alvar- lega sjúkdóma og í sjálfu sér ekkert óvænt þó eitthvað komi uppá, einkum þegar inflúensa gengur í umhverfinu. „Þetta var miklu frek- ar öryggisathugun á þessari sjúkra- stofnun. Þá á því hvort einhver meiriháttar faraldur væri á ferð- inni, sem væri að fara fram hjá okkur. Niðurstaðan er sem sagt sú að svo hafi ekki verið. Þó er ég ekki að segja að það sé alveg óhugsandi að eitthvað af þessum dauðsföllum tengist hermanna- veiki, en á þessari sjúkrastofnun var ekki um faraldur á hermanna- veiki að ræða,“ sagði Sigurður. Yfirgnæfandi líkur eru á að einn eða tveir sjúklingar hafi haft bakt- eríuna í sér þegar þeir létust á umræddri sjúkrastofnun og voru í þessu sambandi í kring um 12 til 14 lík á sjúkrahúsinu krufin. „Það er það sem okkur finnst líklegast í dag,“ sagði Sigurður aðspurður, „en reyndar er verið að endur- skoða öll þessi sýni, þannig að þetta er ekki endanleg niðurstaða, en það gæti verið nálægt þessari tölu.“ Sigurður sagði að þeir hefðu öðlast nokkuð góða yfirsýn yfir hegðun bakteríunnar og hvernig hún breiðist út. Sagði hann að grípa þyrfti til aðgerða í rólegheit- unum sem fyrst og stuðla að því að útrýma bakteríunni úr neysluvatni sjúkrahúsanna. „Við teljum að leið bakteríunnar sé með vatninu, en ekki í gegnum loftræstikerfið, sem er mörgum sinnum hættulegra og forsendan fyrir faraldri er að bakt- erían dreifist með loftræstingu," sagði Sigurður. Þegar bakterían er í neysluvatni þá verður mengunin mjög stað- bundin, einkum í kringum krana og sturtu. Ef menn anda bakterí- unni að sér, og þá einungis þeir sem eru mjög veikir, gætu þeir smitast. Heilbrigt fólk finnur ekki fyrir neinu og engum verður meint af því að drekka vatn sem inniheld- ur bakteríuna. -ABÓ Rúmlega 30 þúsund manns fleira á kjörskrá en árió 1980: Um 73% Reykvíkinga en66%Vestfirðinga fá að kjósa forseta Áætlað er að um 173.800 manns hafi rétt til að kjósa sér forseta nú í júní, sem er fjölgun úr 143.200 á kjörskrá í júní 1980. Af þessari rúmlega 30 þús. manna fjölgun á kjörskrá hafa tæplega 12 þús. bæst við í Reykjavík (21%), rúmlega 10 þús. á Reykjanesi (35%) en aðeins rúmlega 8 þúsund í hinum kjör- dæmunum sex (15%). Um 2.400 fleiri verða á kjörskrá í sumar en við alþingiskosningarnar 1987, hvar af um 2.160 eru í R-kjördæmunum. Athyglivert er að aðeins 26,7% Reykvíkinga komust ekki á kjörskrá vegna ungs aldurs en t.d. 33,5% Vestfirðinga. Ef hlutfall barna og unglinga væri svo hátt í höfuðborg- inni væru Reykvíkingar á kjörskrá um 6.400 færri en raun er á. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgun á kjörskrá frá 1980 orðið mest: Bessastaðahreppur.......... 124% Mosfellsbær..................71% Garðabær ....................67% Seltjarnames ................53% Utan nöfuðborgarsvæðisins finnst mest á eftirtöldum stöðum: Egilsstaðir..................41% Hveragerði...................40% Blönduós.....................32% Selfoss .....................29% Sauðárkrókur.................28% Reyðarfjörður ...............28% Þingeyri ....................26% Hvammstangi..................25% Dalvík.......................25% Húsavík......................25% f tveim sýslum, A-Barðastrandar- sýslu og N-ísafjarðarsýslu hefur kjósendum hins vegar fækkað þrátt fyrir lækkaðan kosningaaldur. Og á mörgum stöðum er fjölgunin aðeins 1-7% á þessum átta árum. - HEI Sjálfsbjörg þingar Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, heldur sitt 24. þing í Sjálfs- bjargarhúsinu nú um helgina. Aðalmál þingsins er samþykkt á stefnuskrá fyrir Sjálfsbjörg. Þá ber að geta þess að Theodór A. Jónsson lætur nú af störfum sem formaður sambandsins eftir áratugar langt starf. Skipað verður í umræðuhópa og hin ýmsu hagsmunamál fatlaðra verða rædd á þinginu. Einnig verður skýrsla framkvæmdastjórnar kynnt og reikningar fyrir 1986 og ’87 lagðir fram. Að lokum verður kosið í stjórn og ýmis embætti sambandsins. Steingrímur styður Vigdísi „Ég er prýðilega ánægður með störf Vigdísar og ég tel að hún hafi verið þjóð sinni til sóma. Ég hef tjáð henni minn stuðning og það er að sjálfsögðu óbreytt," sagði Steingrímur Hermannsson í sam- tali við Tímann. Sem kunnugt er munu forsetakosningar fara fram 25. júní í sumar þar sem Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir frá Vest- mannaeyjum, hefur boðið sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta. JIH BREYTT KÍLÓMETRAGJALD ÍSTAÐGREÐSLU FRÁ 1. MAÍ1988 Frá og með 1. maí 1988 breytist áður auglýst skattmat á kílómetragjaldi, sbr. auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 3 frá 4. janúar sl. Mattil tekna á endurgjaldslausum afnotum launamanns af bifreið sem launagreiðandi hans lœtur honum í té hœkkar þannig: Fyrírfyrstu 10.000 kmafnotúr 15,50 pr. kmfkr. 16,55pr. km. Fyrirnœstu 10.000 km afnot úr 13,90 pr. km fkr. 14,85 pr. km. Yflr20.000 km afnot úr 12,25 pr. km fkr. 13,10 pr. km. Mat á endurgreiddum kostnaði til launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, hœkkar þannig: Fyrirfyrstu 10.000km afnotúr 15,50pr. km f kr. 16,55 pr. km. Fyrírnœstu 10.000 km afnotúr 13,90pr. kmíkr. 14,85 pr. km. Yfir20.000 km afnot úr 12,25pr.kmíkr. 13,10pr.km. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra sem miðastvið „sérstakt gjald" eða „torfœrugjald" sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður má hœkka kílómetragjaldið sem hér segir: Fyrir 1 - 10.000 km akstur- sérstakt gjald hœkkun um 2,55 kr. pr. km. torfœrugjald hœkkun um 6,90 kr. pr. km. Fyrir 10.001 -20.000kmakstur-sérstaktgjaldhœkkun um2,25kr.pr. km. torfœrugjald hœkkun um 6, lOkr. pr. km. Umfram 20.000 km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 2,00 kr. pr. km. torfœrugjald hœkkun um 5,40 kr. pr. km. Önnur atriði í áðurnefndri auglýsingu nr. 3 frá 4. janúar sl. breytast ekki. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.