Tíminn - 28.05.1988, Qupperneq 6

Tíminn - 28.05.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn Laugardagur 28. maí 1988 Ólafur Ólafsson, landlæknir, segir að heilbrigðisgeiranum haldist illa á starfsfólki vegna of lágra launa RÓBÓTAR GETA EKKIHJÚKRAD Landlæknisembættið hefur óneitanlega verið til umræðu á undanförnum vikum. Ástæður þess má rekja til óvenju opinskárra auglýsinga embættisins um þá hættu sem fólki stafar af alheimsógnvaldinum eyðni. Sumir hafa lýst ánægju sinni með þessar auglýsingar, aðrir hafa hneykslast. Ólafur Ólafsson, landlæknir, er í helgarviðtali Tímans að þessu sinni og staldrar m.a. við eyðniumræðu hér á landi og erlendis. og stöðu íslensks heilbrigðiskerfis í dag. En fyrst er Ólafur inntur eftir sjúkdómnum hermannaveiki, sem Tíminn greindi frá í gær að hefði stungið sér niður hér á landi. Hermannaveikin „Hermannaveiki er sjúkdómur sem menn hafa þekkt í nokkurn tíma hér á landi. Á undanförnum þremur til fjór- um árum hefur bakterían fundist hér en eflaust hefur hún verið til staðar í lífríkinu mun lengur. Pað varhinsvegar ekki farið að leita hennar hér fyrr en hún kom upp erlendis. Veikin berst ekki með loftræstikerf- um, eins og t.d. í Fíladelfíu, þar sem veikinnar varð fyrst vart árið 1976. Bakterían hefur til þessa fundist á fjórum spítölum í Reykjavík og við teljum okkur vita að á undanförnu einu og hálfu til tveimur árum hafi her- mannaveikisýkillinn verið samverkandi dánarorsök hjá fimm eldri sjúklingum á sjúkrastofnunum. Bakterían hefur reyndar greinst hjá fleirum en þeir hafa fengið bót. Það er rétt að taka fram að við höfum lyf sem verkar mjög vel á sjúkdóminn og því er í þessu tilfelli ekki nein hætta á faraldri. Menn hafa m.a. athugað tengsl óvenju margra dauðsfalla í vor við hermannaveikina. Flest bendir þó til að hún tengist ekki nema örfáum þessara dauðsfalla. Starfshópur undir forustu Sigurðar B. Þorsteinssonar, læknis, er að kanna nánar feril þessa sýkils á sjúkrastofnunum hér.“ Eyðniauglýsingin ill nauðsyn Frá hermannaveiki að AIDS, eða eyðni eins og fyrirbærið nefnist á ís- lensku. Heilbrigðisyfirvöld hér hafa verið ötul við að miðla upplýsingum til almennings um þá ógn sem fólki stafar af þessum faraldssjúkdómi. Fátt í þess- ari fræðsluherferð hefur þó vakið meiri athygli en auglýsing landlæknisemb- ættisins nýverið í dagblöðum og sjón- varpi um eyðnivágestinn. Landlæknir var inntur eftir því hvort hann hafi gert ráð fyrir jafn harðri gagnrýni á þessa auglýsingu og raun ber vitni? „Áuðvitað reiknuðum við með að einhverjir myndu gagnrýna þessa aug- lýsingu, en það hafa þó fleiri, sérstak- lega ungt fólk, lýst ánægju sinni með hana. Unga fólkið er sá hópur sem við viljum vekja til umhugsunar um sjúk- dóminn. Sú gagnrýni sem við höfum fengið er nær undantekningalaust frá eldra fólki og trúlega er það svo að því finnist slík framsetning óviðeigandi og særandi. Það sjónarmið get ég í sjálfu sér vel skilið, en fólk má ekki gleyma því að hér er varað við lífshættulegum sjúkdóm. Ég hef litið svo á að þessar auglýsingar séu ill nauðsyn, en það er nauðsynlegt að nefna hlutina réttum nöfnum, bæði varnir og smitleiðir, þannig að fólk geri sér grein fyrir hvaða hættur eru þarna á ferðinni." Þýðingarlaust að banna kynlíf „Við höfum lagt áherslu á að menn verði að þekkja sinn rekkjunaut og við vildum minna unga fólkið á það með þessari auglýsingu. Kynlíf getur verið hættulegt, en það er ekki þar með sagt að við séum að banna fóiki að stunda kynlíf. Það er þýðingarlaust að banna kyniíf. Slíkur áróður er rekinn sums- staðar erlendis, en hefur ekki skilað tilætluðum árangri.“ Fræðslan stöðvar eyðnina „Það er mjög mismunandi afstaða stjórnvalda hér til þess hversu nauðsyn- legt sé að halda uppi öflugri fræðslu um eyðni. Sumir ganga vasklega fram í að afla fjár til þessara mála, aðrir lakar. Það liggur á borðinu að við verðum að verja mun hærri upphæða til forvarna og fræðslu en hingað til. Við höfum nýverið fengið neitun frá hinu opinbera um viðbótarfjárveitingu, en þrátt fyrir það munum við sækja aftur á þessi mið. Ég er á því að með markvissri og stöðugri fræðslu sé hægt að stöðva þennan sjúkdóm, a.m.k. hjá vel menntuðum þjóðum. Við höfum alla möguleika til þess að ná árangri í baráttunni gegn þessum sjúkdóm á íslandi. Sjónvarps- og út- varpsstöðvar ná til allra landsmanna og dagblöð fara nálega inn á hvert heimili í landinu. Það er þó einna brýnast að ná til ungs fólks með stutta eða litla skólagöngu, sem hvorki les dagblöð eða horfir á sjónvarp. í raun er ég ekki frá því að öflug fræðsla hér hafi nú þegar skilað veru- legum árangri. Þetta er þó hlutur sem erfitt er að meta nú. Það verður að líða einhvertími áðuren það kemur í ljós.“ Galdralæknar bera smít Það hefur komið fram á eyðniráð- stefnum á undanförnum misserum að smituðum fjölgar stöðugt. Fjölgunin er þó áberandi mest í Afríku, Suður- Evrópu og nokkrum fylkjum Banda- ríkjanna en síður á Norðurlöndum og ríkjum Vestur-Evrópu. „Á fundi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í Genf nýverið kom fram að í höfuðborg Uganda eru 30- 40% þungaðra kvenna smituð af eyðni. Og álíka hlutfall innkallaðra pilta í Iherinn. Svipaða sögu er að segja frá Zaire, Zimbabwe og öðrum Mið-Afr- íkuríkjum. Fulltrúi Uganda á ráðstefn- j unni lét þess getið að sérfræðingar þar í landi teldu að svokallaðir galdralækn- ar bæru smiti á milli fólks. Vísað er til þess að galdralæknar rispa húð sjúkl- inganna til blóðs, auk þess sem þeir kunna lítið fyrir sér í sótthreinsun.“ Sjó- og ferðamenn athugi sinn gang „í Suður-Evrópu fjölgar tilfellum ört hjá eiturlyfjaneytendum og vændiskon- um. í sumum hafnarborgum Vestur- og Suður-Evrópu eru 20-60% vændis- kvenna smituð. Það er vitanlega nauð- synlegt að íslenskir ferðamenn og sjó- menn viti af þessari staðreynd. Ég var nýlega á ferð í Suður-Evrópu og varð þá þess áskynja að fræðsla um þennan sjúkdóm er lítil sem engin. í þessum löndum, eins og t.d. í sumum fylkjum Bandaríkjanna, má ekki minn- ast einu orði á smitleiðir og leiðir til að sporna við sjúkdómnum. Smokkur og kynmök eru t.d. bannorð. Það er við ramman reip að draga því að katólska kirkjan hefur því miður víðast hvar staðið gegn opinskárri umræðu og fræðslu um eyðni.“ Sök ekki verið sönnuð Fyrr í vetur beindist kastljós þjóðfé- lagsins skyndilega að læknastétt. Ríkis- endurskoðun gerði athugasemd við skýrslur frá læknisembættunum á Hellu og í Ólafsvík, svo og frá heilsugæslu- stöðinni í Árbæ í Reykjavík til Trygg- ingarstofnunar. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort í þessum þremur tilfellum hafi verið um fjármálamisferli að ræða. Þeirri spurningu var beint til landlæknis hvort þessi uppákoma hafi rýrt traust almennings á íslenskri læknastétt. „Ég held nú að sagan segi okkur að í hverri stétt megi finna einstaklinga sem bregðast trausti. En ég hygg að menn dæmi ekki heilar stéttir út frá einstökum tilfellum. Nú vil ég benda á að sök hefur ekki verið sönnuð í þessu máli. En ég verð að segja að þessi uppákoma kom mér, og læknastéttinni allri, sannarlega á óvart. Ég tel að staða íslenskrar læknastétt- ar sé nokkuð sterk og samkvæmt endur- teknum könnunum Hagvangs og fleiri aðila nýtur stéttin mikils almenns trausts meðal almennings og tel ég að svo verði áfram. íslenskir læknar hafa stundað sérnám sem hefur gefið þeim nauðsynlegt víðsýni og þekkingu. í því er m.a. fólginn þeirra styrkleiki. Til þessa hafa 80-90% okkar lækna farið í framhaldsnám erlendis. Það þekkist ekki á Norðurlöndum, Bretlandi eða í nokkru öðru landi.“ Launin alHof lág Það eru sannarlega blikur á lofti um þessar mundir í heilbrigðiskerfinu. Það gengur æ verr að manna spítalana, einkum virðist vera erfitt að laða hjúkr- unarfræðinga til starfa. Launakjörum hefur fyrst og fremst verið kennt um. „Einhverra hluta vegna sækist unga fólkið ekki eins eftir að vinna í heil- brigðisþjónustunni og áður. Ástæður eru ekki vel ljósar, en fólk hefur mun meira valfrelsi en áður. En einnig kemur þarna til að þessi störf eru erfiðari og meira krefjandi en mörg önnur störf í þjóðfélaginu. Það verður þó að segjast alveg eins og er að alltof lág laun þessa fólks hafa sitt að segja í að fæla það frá þessum störfum. Það er því miður staðreynd að fólk á kost á mun hærri launum fyrir að sinna vélum en veiku fólki.“ Stór orð um sparnað „Það er oft rætt um að mögulegt sé að beita meiri hagræðingu í heilbrigð- iskerfinu en gert er. Sjálfsagt er eitt- hvað til í þessu. Hitt er það að 65% kostnaðar við rekstur sjúkrahúsa er launakostnaður. Ákvarðanir um laun eru okkur óviðkomandi og teknar við önnur borð. Hinar hreyfanlegu stærðir við rekstur sjúkrahúsanna eru lyf, mat- ur og tækjabúnaður. Menn sem hafa uppi stór orð um sparnað í heilbrigðiskerfinu vísa til þess að mörg einkafyrirtæki hafi getað sparað verulega á t.d. tölvuvæðing- unni. En málið er það að þetta gengur ekki á sjúkrastofnunum. Róbótar geta ekki hjúkrað. Ópersónuleg og vélræn samskipti koma aldrei í stað mannlegra samskipta. Trúlega náum við fram mestum sparnaði í heilbrigðisþjónustunni með því að efla sem mest utansjúkrahús- þjónustuna, ekki síst sérfræðiþjónustu á því sviði, og hefja skyldunám ung- linga og framhaldsskólanemenda um hvernig megi forðast sjúkdóma og slysavalda. Til þess að draga úr viðhalds og rekstrarkostnaði stofnana þarf að halda dýrtíðinni niðri. Ég tel engan vafa á því að elli- og hjúkrunardeildum mun fjölga á næstu árum. Erlendis er farið að krefjast mikillar vinnu af aðstandendum sjúk- linga, þ.e. þeir eru kallaðir til aðstoðar við umönnun sjúklinga á spítölunum. Trúlega sjá menn fram á þessa þróun hér á landi innan tíðar.“ óþh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.