Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.05.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. maí 1988 Tíminn 9 Stóðrétt í Skagafirði um hina tillærðu vitund. Annar var Stebbi í Seli, eða unglingur- inn Stefán Guðmundsson í Víði- mýrarseli. Vestur undir Kletta- fjöllum tók hann sér nafnið Stephan G. Stephansson og það- an orti hann sín kvæði og nefndi til langholtið, sem hafði blasað við honum í æsku. Einnig var Húseyjarkvíslin í kvæðum hans. Sú saga er um Stebba í Seli að hann hafi tárast þegar hann sá unga pilta halda suður yfir Vatnsskarð til að setjast í skóla í Reykjavík. Samt mun skáld- skapur hans lifa lengur en ævi- verk þeirra sem hann öfundaði af námi og voru það þó drengir góðir. Hitt skáldið var Bólu- Hjálmar. Þótt hann væri fæddur nokkru austar orti hann kvæði sín í Skagafirði. Undarlegt er að fólk sem lifði jafn mikið fyrir skáldskap og Skagfirðingar skyldu þurfa að bera nokkurt ok af skáldskap Bólu-Hjálmars. Misvitur hreppsyfirvöld bera þar nokkra sök svo og skáldskap- arstíll Hjálmars. Þá og lengi síðan var það lenska að skylmast með vísum og ljóðasendingum. Pær skylmingar báru nokkurn keim af leiðaraskrifum og blaða- greinum í dag. Hjálmar kunni manna best til verka í þessari tegund skylminga, og af því hann var afburðaskáld lifði flest af því sem hann orti í dægurhita og ætlaði ekki líf. Sannaðist á honum að skæð er skáldahefnd- in. En Skagfirðingar undu ekki þessu orðspori af Hjálmari. Þeir kenndu börnum sínum þessa vísu Hjálmars, svo þau mættu sjá að hann orti öðruvísi en t.d. minnið gefur til kynna, þar sem hann hvetur hrafna til að koma að ákveðnu leiði og gera þar stykki sín: Víða til þess vott égfanti þótt venjist oftar hinu, að Guð ó margan gimstein þann sem glóir í mannssorpinu. Þjóðsögunni um andlát Bólu- Hjálmars hefur verið svarað með óyggjandi rökum. Beitar- húsin frá Brekku voru búin til mannvistar á þeim dögum. Hann hraktist ekki þangað til að deyja einn og umhirðulaus. Dóttir hans var kaupakona í Valadal og hún vildi hafa föður sinn sem næst sér. Þess vegna kom hún Hjálmari fyrir hjá fólki sem bjó í beitarhúsunum. Þegar dró að andláti hans var strax sent að Valadal, en Hjálmar var látinn þegar dóttir hans kom. Ekkert er einfaldara en þetta. En þeir sem ókunnugir eru hafa þeytt skáldalúður sinn yfir Hjálmari út af þessum beitar- húsum. Góðir kennimenn Prestar hafa setið í Skagafirði, sem sérstakt orð hefur farið af og eru það engin ný tíðindi. Séra Jón Steingrímsson fæddist að Þverá í Blönduhlíð, seinna prestur á Kirkjubæjarklaustri ■ þegar Skaftáreldar geisuðu. í ævisögu sinni segir hann margt frá Skagafirði. Varla mun hann hafa grunað, um það leyti sem hann var að komast til vits á Þverá, að mestu náttúruhamfar- ir á mannvistartíma á íslandi yrðu tengdar honum órjúfandi böndum. Menningarlíf er oftast borið uppi af einstaklingum, þótt ytri búnaður sé lagður til af heild- inni. Það eru því einstaklingar sem ráða mestu um menningar- líf á hverjum stað. í framhaldi af því er vert að geta þriggja presta, sem settu svip sinn á Skagafjörð á þessari öld. Það voru séra Arnór Árnason í Hvammi, séra Hallgrímur Thorlacius í Glaumbæ og séra Tryggvi Kvaran að Mælifelli. Þeir voru allir uppi á umbreyt- ingaskeiði nýaldar, þegar u'm- svifin tóku við af kyrrstöðunni, þessari sem við köllum járnöld og varað hafði í þúsund ár. Bílvegir komu og brýr og fólk . . . . J hættiað drukkna í fallvötnum. Þessir þrfr prestar voru allir eftirminnilegir hver á sinn hátt, ræðumenn ágætir, kennimenn og guðsmenn. Þeir voru engu að síður óragir við veraldarvafstrið og mál fólksins, eins og þau eru stundum kölluð þegar minnst er á framfarir. Á efri árum var séra Arnór þekktur fyrir sitt mikla hvíta skegg og þrumandi mælsku, en hinir áttu til að kasta fram lítt prestslegum kviðling- um. Það færði þá aðeins nær hjarta sóknarbarna sinna. Allir voru þeir í miklu dálæti hjá Skagfirðingum. Nú er fjórði presturinn kom- inn í hópinn, alnafni Bólu- Hjálmars og afkomandi hans. Séra Hjálmar er sóknarprestur og prófastur á Sauðárkróki. Hann er hagorður vel, eins og ljóst var í spurningaþætti sjón- varps í vetur. Séra Hjálmar stjórnaði dagskrá M-hátíðar. Kunn er vísa Bólu-Hjálmars um Halllands- Möngu. Með tilvísun til hennar var ort um séra Hjálm- ar á dögunum: Séra Hjálmar situr í náð á Króknum. í vísum leitar víða fanga völd erað því Halllands-Manga. Séra-Hjálmar hefur öll bein til að skipa sess þeirra rómuðu presta, sem voru allt í senn, guðsmenn, heimsmenn og hand- gengnir almenningi. Á okkar dögum er oft talað um vandamál dreifbýlis. Þrá- faldlega er vikið að því að Reykjavík hirði allt það besta úr sveitum landsins og þéttbýlis- kjörnum, bæði fjármuni og mannafla. í þessu tali felst dulin uppgjöf, sem kemur illa heim og saman við þá geymd sem er hluti dreifbýlis. Bólu-Hjálmarsá fyrir sér beinabera þjóð með fölar kinnar. Henni hefur farið mikið fram síðan og ástæðulaust að örvænta. Sé Skagafjörður tekinn sem dæmi þá hefur það eitt skort á vegsemd og yfirburði héraðs, að saga og samtími tækjust nógu þétt í hendur. Sífellt er verið að vitna í öreigasetningar, eins og þá að lífið sé saltfiskur. Það er nú ekki meiri saltfiskur en svo, að hann sést varla á nokkurs manns borði svona daglega. Kjaraþrasið hefur tekið við af allri annarri umræðu í landinu, og í dreifbýlinu má halda að ekkert fyrirfinnist nema mjólk, kjöt, smjör og fiskur. Á sama tíma býður vitundariðnaður og vídeó ekki upp á hirðusemi um það sem stendur okkur nær í sögu og samtíð. Nútíðin býður upp á lítið annað en gargandi útvarpsrásir og hálfsannleik ef ekki algjört vitundarleysi. Vegna dagþarfa vill okkur gleymast að hér varð sagan til og um leið við sjálf. Þegar setið er um stund við nokkra upprifjun á menningarhátíð á Króknum skýrist að það er til þess sem vel hefur verið gert bæði í því fallega héraði og í öðrum falleg- um héruðum í landinu sem byggðirnar þurfa að sækja þor og þrótt handa nýjum dögum. Að leggjast í vitundarleysi og dagþarfir eingöngu er að láta undan og missa hluta af stolti sínu. « r 9. <f f í » * ;» f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.