Tíminn - 28.05.1988, Qupperneq 14

Tíminn - 28.05.1988, Qupperneq 14
14 Tíminn Laugardagur 28. maí 1988 aii BÓKMENNTIR llllllll: Sturlunga saga I—II, Skýrlngar og fræði, ritstjóri Örnóifur Thorsson, Svart á hvítu, Rvk. 1988. Það er alkunna að þrettánda öldin er eitt mesta umbrotatímabil Is- landssögunnar. Hún er oftast kennd við Sturlunga, ættina sem þá kvað mest að á heimavettvangi. Þá var gamla goðaveldið í upplausn, landið logaði í innanlandsóeirðum og höfð- ingjar bitust um völdin líkt og grimmir hundar. Með nútímahug- tökum má segja að hin gamla stjórn- skipun hafi þá verið búin að ganga sér gjörsamiega til húðar og upp- lausnin stafað af því að í landinu vantaði sterka miðstjórn, sterkt framkvæmdavald, til þess að halda uppi lögum og reglu. Og svo áfram sé haldið með Islandssöguna þá endaði þetta auðvitað á fyrirsjáan- legan hátt, það sterka miðstjórnarafl sem landsmenn skorti var til úti í Noregi, og íslendingar gengu undir Noregskonung. Aðalheimild okkar um þetta tímabil er Sturlunga saga, sem nú er komin út í nýrri ogglæsilegri útgáfu. Það er Svart á hvítu sem gefur út, en það fyrirtæki hefur sem kunnugt er áður gefið út aðgengilega útgáfu íslendingasagna með svipuðu sniði. Að þessari útgáfu hefur heill her- skari fræðimanna unnið, og er þetta því ef til vill dæmi um það hverju má fá áorkað með því að efna til eins konar hópvinnu sérfræðinga í ís- lenskum fræðum. Slíkt hefur lítið tíðkast fram undir síðustu ár, og raunar stundum heyrst um það rætt að íslenskufræðingum hætti til að pukrast um of hver í sínu horni við fræðistörf sín. Að vísu er þó að því að gæta að Sturlunga er langt frá því að vera sama bókmenntalega meistaraverk- ið og ýmis þau rit önnur sem hér voru samin á Sturlungaöld. Hún nær til dæmis alls ekki sama listræna máli og ýmsar íslendingasögur, svo sem Njála, Egla eða Laxdæla. Og til- gangslaust er að reyna að neita því að Sturlunga er heldur óaðgengilegt verk aflestrar við fyrstu skoðun, kannski fyrst og fremst fyrir þann óheyrilega fjölda fólks sem þar er nefndur til sögu og oft á tíðum getur verið býsna erfitt að henda reiður á, nema þá með góðum hjálpartækj- um, svo sem ítarlegri nafnaskrá og ættartölum. En þessi hjálpartæki eru fyrir hcndi í þessari nýju útgáfu, og það reyndar með óvenjulega myndarleg- um hætti. Sturlunga sjálf er hérgefin út í tveimur vænum bindum, og með fylgir svo það þriðja, jafnvel öllu burðameira en hvort hinna, þar sem lesendur eiga kost á allri þeirri tilhjálp sem nauðsynleg er við lestur hinna tveggja. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þegar menn á annað borð setjast niður og byrja að lesa Sturlungu þá fer ekki hjá því að þeir hrífist af þeim mörgu kostum sem hún er þrátt fyrir allt búin. Frásögn hennarerfurðanlegahlutlæg, a.m.k. miðað við það að höfundar hafa ýmsir staðið verulega nærri mörgum þeim atburðum sem þar er sagt frá. Og þegar einu sinni er byrjað að lesa fer naumast hjá því að menn hrífist með í hraða hinnar stuttorðu en þó hnitmiðuðu frásagnar þessa verks, af atburðum sem áttu sér stað fyrir um það bil sjö öldum, kannski á sömu stöðum og menn eru nú dags- Veggmynd sem Erró málaði sérstaklega fyrir nýju Sturlunguútgáfuna og fylgir henni. Sturlunga hin nýja daglega á leið um og gjörþekkja. Af þcim sökum er það sem þessi gamla bók á sér enn svo marga aðdáendur. Ekki er hægt að segja að fræði- menn hafi vanrækt Sturlungu, því að þegar um og fyrir síðustu aldamót var hún gefin út eftir handritunum með tiltölulega vönduðum hætti. Hún stendur á tveimur gömlum skinnbókum, Króksfjarðarbók og Reykjarfjarðarbók, sem reyndar eru báðar skertar en til heillegri í eftirrit- um. Er texti Sturlungu því langtífrá ótvíræður á öllum stöðum, en tiltölu- lega einfalt mál er þó að ganga frá lestrarútgáfu hans með þeim hætti að heilleg sé. Líka er þess að gæta að í núverandi mynd er Sturlunga safnrit, það er að segja henni er steypt saman úr allmörgum eldri sögum og þáttum, sem yfirleitt hafa ekki náð að varðveitast í uppruna- legri gerð. Eitt af því sem fræðimenn hafa fengist við í áranna rás er að rekja þessar sögur í sundur og greina á milli þeirra í sjálfu safnritinu. Seinasta meiri háttar útgáfan af Sturlungu var sú sem kom í tveimur vænum bindum árið 1946. Um hana önnuðust þeir Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn, auk þess sem Magnús Jóns- son sá um söfnun ljósmynda af sögustöðum í verkið. Sú útgáfa var meiri háttar fræðilegt átak á sínum tíma, og allar götur síðan, eða í rúm fjörutíu ár, hygg ég að segja megi að hún hafi verið hin eina sanna Sturl- unga í augum alls þorra áhugamanna um miðaldafræði. Það er hún sem menn hafa viljað eiga uppi í hillu hjá sér og grípa til þegar eitthvað kom upp á er varðaði heimildir um Sturl- ungaöldina. Það er því sú útgáfa sem óhjákvæmilega verður hendi næst til samanburðar þegar vega á og meta hina nýju. Munurinn á þessum tveimur út- gáfum er þó talsverður og felst í ýmsum atriðum. Meðal annars er sú nýja með nútímastafsetningu, en hin frá 1946 var með samræmdri stafsetningu fornri. Þar er, að ég hygg, um framför að ræða og eðli- lega aðlögun að kröfum samtímans. í því efni þarf þó vitaskuld að gæta þess að hagga ekki orðmyndum, með öðrum orðum að endurskrifa verkið ekki, en eftir því að dæma sem útgefendur segja þarna frá vinnureglum sínum er ekki annað að sjá en að þeir hafi viðhaft alla eðlilega og nauðsynlega gætni í þeim efnum. Annað veigamikið atriði skilur líka á milli þess sem þar var og er Skrásetning nýnema í Háskóla íslands fer fram 1. júní til 30. júní 1988. Umsókn um skrásetningu skal fylgja staðfest Ijósrit eða eftirrit af stúdentsprófsskírteini (ath. af öllu skírteininu). Ennfremur skal greiða gjöld sem eru samtals 6200 kr. (skrásetningargjald 4200 kr. og pappírsgjald o.fl. 2000 kr.). Skrásetningin ferfram á skrifstofu háskólans í aðalbyggingu kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00 og þar fást umsóknareyðublöð. Háskóli íslands Matreiðslumenn Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða faglærða matreiðslumenn til starfa. Um er að ræða einn yfirmatreiðslumann og tvo aðstoðaryfirmat- reiðslumenn. Mjög góð ensku kunnátta nauðsyn- leg. Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu Utanríkis- ráðuneytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík eigi síðar en 13. júní n.k. Nánari upplýs- ingar veittar í síma 92-11973. hér. í útgáfunni 1946 var farin sú leið að prenta einstakar sögur Sturlungu- safnsins út af fyrir sig og sem næst hverja í heild, en hér er hins vegar gefið út beint eftir þeirri röð sem efnið er sett fram í handritunum. Aftur á móti er skilið á milli ein- stakra söguhluta með sérstökum fyrirsögnum, og heiti viðkomandi sögu er einnig efst á síðu í hverri opnu. Þá er einnig greinargott efnis- yfirlit fremst í báðum bindum með yfirliti um það hvar einstaka hluta hverrar sögu er að finna. Geta menn þannig léttilega rakið sig áfram og lesið til dæmis Prestssögu Guðmund- ar Arasonar, íslendinga sögu eða Þorgils sögu skarða hverja fyrir sig og í samhengi í nýju útgáfunni. Og þessi aðferð hefur einnig þann kost að með henni er gefin glögg heildar- mynd af safnritinu Sturlungu, líkt og frá henni hefur verið gengið í hand- ritunum. Verður hún því að ýmsu leyti meiri heild og samstæðari í þessari mynd en í hinni útgáfunni. Líka er að því að gæta að burðarás Sturlungu, íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar, kom út sérstök hjá Menningarsjóði fyrir ekki mörgum árum og mun enn fáanleg. Er því hægt um vik að leita til þeirrar útgáfu ef menn vilja fá þá sögu sérstaklega í hendurnar. Einnig skilur það á milli þess sem er hér og í útgáfunni frá 1946 að þar var prentað mikið af myndum sem teknar voru af einstökum sögustöð- um Sturlungu fyrir þá útgáfu. Var að því bókarprýði og gaf að mörgu leyti ágætar upplýsingar um söguslóðir verksins, þótt vitaskuld væri þar um að ræða myndefni úr samtímanum en ekki frá sögutímanum. Það má meir en vera að einhverjir sakni þess að myndir eða myndskreytingar eru ekki í þessari Sturlungu, að frátöld- um kortum í skýringabindinu. Ekki er þó rétt að saka útgefendur um vanrækslu af þessum sökum, þótt máski hefði ekki spillt að stinga einhverju af myndrænu efni þar inn, þó ekki væri nema til skrauts, svo sem af forngripum frá 13. öld, nú eða þá ljósmyndum eða teikningum af helstu sögustöðum. í heild verður þannig ekki annað séð en að þessi nýja útgáfa standist vel samanburð við þá gömlu, og sé raunar í ýmsu nútímalegri. Að því er einnig að gæta að vel er frá textanum gengið, letur þægilegt og bindin tvö hvort um sig af þeirri stærð sem fer vel í hendi. Þá er einnig þess að geta að f sjálfum textanum er mikið af tilvísunum á spássíum til korta og skýringar- mynda, þ.e. ættartalna og yfirlita um átök og fleira, sem allt er í skýringabindinu. Einnig er þar mik- ið af tímasetningum einstakra at- burða, og er allt þetta vel til þess fallið að auðvelda lesendum að halda samhenginu í textanum við lestur. Þá er þess að geta að hér eru tvær sögur prentaðar með Sturlungu sem strangt tekið tilheyra henni ekki, það er Hrafns saga Sveinbjarnarson- ar hin sérstaka og Árna saga biskups. Hrafns saga er raunar að hluta til og stytt í Sturlungu sjálfri, en báðar þessar sögur fjalla um efni tengt henni og eiga vel heima hér. Aftur á móti er að því nokkur sjónarsviptir að Arons saga Hjörleifssonar skuli ekki vera hér líka, en hún er í útgáfunni frá 1946. Útgefendur gefa hins vegar þá skýringu á fjarveru hennar að bæði eigi hún fremur heima í flokki biskupasagna, og að auki séu erfið textavandamál hennar enn óleyst. Þetta má vissulega til sanns vegar færa, en viss eftirsjá er þó að því að hafa hana ekki hér líka með hinu efninu. Og svo vikið sé að skýringabind- inu þá kennir þar margra grasa. Þar fer fyrst rækilegur inngangur útgef- enda, þar sem gefnar eru í skýru og greinargóðu máli þær helstu upplýs- ingar um sögu og varðveislu sem venja er að láta fylgja vönduðum útgáfum íslenskra fornrita, og ræki- leg ritaskrá fylgir þar einnig. Reynd- ar má segja að í þessum inngangi sé að hluta til farið inn á óhefðbundnar brautir, því að þar er fjallað sérstak- lega um atriði eins og samfélags- mynd sögunnar, trúarlíf og mannlýs- ingar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.