Tíminn - 21.06.1988, Page 1

Tíminn - 21.06.1988, Page 1
Einshreyfils flugvél týnd eftir árekstur • Blaðsíða 3 Gamlir leigu- Þrjár kærur bílstjórar eru um nauðgun að hætta að aka • Baksíða sömu nóttina • Blaðsíða 3 Eftir gagnlegan fund íslenskra og banda- rískra sendinefnda um rannsóknaráætlun íslendinga á hvölum brjóta grænfriðungar upp hvalkjötsgáma í Finnlandi. Bandaríkja- menn munu trúlega ekki leggja fram stað- festingarkæru: Viðurkenna mikilvægi hvalveiða íslendinga Flest bendir til að bandarísk stjórnvöld muni ekki grípa til aðgerða gegn vísindaveiðum íslendinga á hvölum, en um rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar var fjallað á sérstökum fundi bandarískra og íslenskra ráðamanna í Reykjavík um helgina. Eftir þennan fund hefur komið fram aukinn skilningur Bandaríkjamanna á hvalveiði- rannsóknum okkar og viðurkenna þeir mikilvægi þeirra. Á móti hafa íslendingar fallist á að gera nokkrar breytingar á fyrirhugaðri áætlun. En þó friður sé að nást um málið milli þjóðanna tveggja, una hörðustu hvalfriðunarmenn ekki slíkri lausn. í gær braut hópur slíkra manna, sem að þessu sinni kennir sig við grænfriðunga, upp frystigáma með hvaikjöti þar sem þeir biðu umskipunar í Finnlandi. • Blaðsíða 5

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.