Tíminn - 21.06.1988, Qupperneq 14

Tíminn - 21.06.1988, Qupperneq 14
Þriðjudagur 21. júní 1988 14 Tíminn Kaupfélagsstjóri - Framkvæmdastjóri Starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Húnvetninga og framkvæmdastjóra Sölufélags Austur-Hún- vetninga er laust til umsóknar. Nánari upplýsingar gefur Árni S. Jóhannsson í síma 95-4200 og stjórnarformenn félaganna. Umsóknir skal senda til Björns Magnússonar, Hólabaki, Austur-Húnavatnssýslu sími 95-4473 stjórnarformanns K.H. eöa Magnúsar Ólafssonar, Sveinsstööum, Austur-Húnavatnssýslu sími 95- 4495 stjórnarformanns S.A.H. Umsóknarfrestur er til 27. júní 1988. Kaupfélag Húnvetninga Sölufélag Austur-Húnvetninga. Heyhleðsluvagn/Tilboð Óska eftir tilboði í heyhleösluvagn, Kemper Ideal árg. '86, lítiö notaöur. Nánari upplýsingar í síma 93-56672. t Auðbjörg Káradóttir Ósabakka, Skeiðum andaðist 18. júní á Sjúkrahúsi Suðurlands Jens Aðalsteinsson börn, tengdabörn og barnabörn hinnar látnu t Útför Þuríðar Þórðardóttur fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. júní kl. 10.30. Jarðsett verður sama dag í kirkjugarðinum á Hvammstanga. Debora Þórðardóttir Ásvaldur Bjarnason ÞórMagnússon María Heiðdal Auður Sæmundsdóttir Þórarinn Einarsson Eggert Sæmundsson Unnur Leifsdóttir Sveinn Sæmundsson María Jónsdóttir t Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem vottað hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Kristjáns Magnússonar bónda Seljalandi, Höröudal Svanhildur Kristjánsdóttir Gísli Jonsson Magnús Kristjánsson Hólmfríður Kristjánsdóttir Guðlaug Kristjánsdóttir Kristján Finnsson barnabörn og barnbarnabörn t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Sigurðar Sigurðssonar Skammadal, Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna Vífilstaðaspítala og deild 11E Landspítalanum. Vilborg Árnadóttir Árni Sigurðsson Guðgeir Sigurðsson Kristín S. Sigurðardóttir Aðalsteinn Guðmundsson Sigurður og Ármann Jón Garðarssynir. Stefanía Vilhjálmsdóttir Fædd 1. janúar 1912 Dáin 8. júní 1988 Það var mikið reiðarslag, þegar það fréttist að Stebba frænka hefði veikst og dáið nokkrum klukkutím- um síðar á sjúkrahúsi í Sviss. Hún hafði farið í ferðalag 5. júní og ætlað að ferðast um Sviss og Frakkland. Á miðvikudegi 8. júní veiktist hún og var dáin áður en dagurinn varliðinn. Stebba var föðursystir mín, og svo langt sem ég man fylgdist hún með okkur systkinunum í blíðu og stríðu. Hún var til heimilis hjá foreldrum mínum í mörg ár, en árið 1971 keypti hún sér íbúð í Kópavogi, og svo nokkrum árum seinna skipti hún um íbúð og átti heima í Skaftahlíð 10 til dauðadags. Heimilið hennar var mjög fallegt enda var hún afar listræn. Hannyrðir hennar voru frábærlega fallega unnar. Vandvirkni og snyrti- mennska voru hennar einkennis- merki alla tíð. Hún var yngst af sjö systkinum, fædd 1.1. 1912 á Hánefnsstöðum í Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Björg Sigurðardóttir og Vilhjálmur Árnason. Hún ólst upp á stóru og mannmörgu heimili. Stebba fór í húsmæðraskóla. Fyrri veturinn í Mjóanesi hjá Sigrúnu Pálsdóttur og Benedikt Blöndal, en seinni vetur- inn á Hallormsstað, þar sem skólinn var þá í fyrsta sinn. Hún starfaði alla tíð við bókhalds og skrifstofustörf, bæði heima og erlendis, síðast hjá Olíuféiaginu hf., þar til hún hætti vegna aldurs. Stebba vann mikið fyrir Styrktarfé- lag vangefinna og var einn af stofn- endum þess, og lét sér velferð þess miklu varða. Margir munu sakna Stebbu og við sem þekktum hana mest og best, finnst tómið mikið, ekki síst foreld- um, mínum sem höfðu dagleg sam- skipti við hana. Við biðjum góðan Guð að gefa henni góða heimkomu í fyrirheitna landið og þökkum henni fyrir alla tryggðina í gegnum öll árin. Björg Hjálmarsdóttir og fjölskylda. Frændkona mín, Stefanía Vil- hjálmsdóttir frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði er látin. Við vitum öll að eitt sinn skal hver deyja. En enginn veit nær kallið kemur. Skyndilegt dauðsfall kemur því jafnan í opna skjöldu. Stefánía fæddist á Hánefsstöðum 1. janúar 1912, yngst sjö systkina. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur útvegsbóndi Árnason, Vilhjálms- sonar bónda á Hofi í Mjóafirði, og Björg húsfreyja Sigurðardóttir, Stef- ánssonar bónda á Hánefsstöðum. Þórunn hét kona Árna á Hofi, Einarsdóttir frá Firði í Mjóafirði. En kona Sigurðar á Hánefsstöðum var Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Brekku. Voru þau Björg og Vil- hjálmur systkinabörn. Bæði voru þau af austfirskum ættum og þó með tengsl í fjarlægari byggðarlög. Amma Vilhjálms var til dæmis Guðrún Konráðsdóttir Salómons- sonar á Bæ í Lóni, og amma Bjargar Þorbjörg Þórðardóttir frá Kjarna í Eyjafirði. Á æskuheimili Stefaníu voru mikil umsvif til sjós og lands, en einkum til sjávarins. Vilhjálmur faðir hennar rak útgerð af miklu kappi og Björg húsfreyja stýrði hinu stóra heimili þeirra, sem á sumrin varð með ólíkindum mannmargt, með rausn og skörungsskap. Barnaskóli starfaði um þessar mundir og lengi síðan á Eyrunum, fiskimannaþropi í landi Hánefsstaða og Þórarinsstaða. Eftir að námi lauk þar fór Stefanía í húsmæðraskólann í Mjóanesi og á Hallormsstað til Sigrúnar og Benedikts Blöndals. En þau hjón voru sannkallaðir skóla- frömuðir. Stefanía var ágætlega gefin og átti létt með nám. En skólaganga hennar varð ekki lengri en þetta. En hún lærði og óx með starfi sínu svo að eftirtekt vakti. Bókhalds- og skrif- stofustörf urðu megin verksvið hennar. Skömmu eftir að Stefanía hafði lokið námi sínu á Hallormsstað hóf hún starfsferil sinn á þessu sviði hjá Hjálmari bróður sínum. Hann var þá bæjarstjóri á Seyðisfirði - og hafði ekkert starfslið fyrir. Hjálmar hefur aldrei farið dult með að Stefanía systir hans hafi verið einstaklega traustur starfsmað- ur, frá byrjun bæði nákvæm og örugg. - Kunnugir geta þess til að ekki hafi hann spillt þeim eðliskost- um yngri systur, sem slíkir starfs- hættir byggjast á. En sannleikurinn er sá, að hér ber öllum saman sem kynntust störfum og starfsháttum Stefaníu, hvort heldur er hjá Olíu- félaginu þar sem hún vann lengst, ellegar hjá Elíasi Þorsteinssyni í Keflavík og Sambandi íslenskra samvinnufélaga, þar sem hún átti einnig mikið starf að baki. Það var í samræmi við þennan traustleika í starfi að Stefanía hafði mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki í felur með þær þegar því var að skipta. Stefanía Vilhjálmsdóttir var ekki mannblendin, en heldur engin mannafæla. Tvisvar fór hún utan til starfa um stundarsakir, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Og oft fór hún styttri ferðir til annarra landa sér til fróðleiks og skemmtunar. En þótt hún dveldi seinni hluta æfinnar í höfuðstað fslands og önnur lönd væru ekki með öllu ókunn, þá urðu þær ræturnar sterkastar sem hún átti heima, í átthögunum. Hef ég raunar fregnað að það hafi hún staðfest á vissan hátt með erfðaskrá. Tengsl Stefaníu við fjölskylduna frá Hánefsstöðum voru ætíð traust °g hygg ég að þar hafi allir átt óskilið mál. Lengst varð samfylgdin með yngsta bróðurnum, Hjálmari, en heimili hans og Sigrúnar var sem hennar eigið, alla tíð að mér virtist. Við Stefanía Vilhjálmsdóttir fæddumst og uxum úr grasi á strönd- um tveggja fjarða á Austurlandi. Jarðirnar Hánefsstaðir og Brekka liggja gegnt hvor annarri og göngu- leiðir á milli um fjallvegu, Snjófells- skarð og Brekkugjá. Þótt ferðir væru strjálar var frændsemi rækt. - Lengi man til lítilla stunda, og man ég enn stöku leiki okkar barnanna. Á Brekku þvoðum við brúðuþvott við lítinn orðstír. Og á Hánefsstöð- um var farið í mömmuleik þar sem lítill frændi, Vilhjálmur nokkur Árnason, var brúðan. Þetta skeði ekki oft því vík var milli vina, fjöll millum frænda má líka segja. Seinna flutti Stefanía suður og þar hef ég einnig dvalið langdvölum. En borgin einangrar. Dagleg samskipti verða einatt lítil. En þar vita nú samt frændur og vinir hver af öðrum og það er þó bót í máli. Stefanía lét sig miklu varða mál- efni vangefinna og tók þátt í störfum styrktarmanna þeirra. Hug sinn til þessara mála mun hún hafa staðfest með áþreifanlegum hætti áður en hún var öll, líkt og ræktarsemi við átthaga. Okkur setur hljóð við óvænt frá- fall eins úr hópnum. Hlýjar hugsanir fylgja þeini er kveður og beinast einnig til þeirra er næstir standa. Stundum nokkur fátækleg orð. Ef til vill er lítið annað að gera fyrir okkur hin. Nema halda áfram göngu okkar á leiðarenda. Mundi það ekki vera lögmál lífsins og hinna óhjákvæmi- legu umskipta? Vilhjálmur Hjálmarsson I dag er til moldar borin afasystir mín, Stefanía Vilhjálmsdóttir. Stef- Helga Jónsdóttir frá Nöf, Siglufirði Fædd 16. október 1895 Dáin 11. júní 1988 Helga fæddist á Akureyri. For- eldrar hennar voru Jóhanna Gísla- dóttir og Jón Jónsson utanbúðar- maður hjá Höefnerverslun. Börn þeirra hjóna voru fjögur; Gunnlaug- ur Tryggvi bóksali, Ingibjörg gift Andrési Hafliðasyni forstjóra á Siglufirði, Helga sem hér er minnst og Alfreð lagermaður giftur Báru Sigurjónsdóttur. Guðrún Jónsdóttir sem bjó að Stór-Hamri í Öngul- staðahreppi Eyjafirði var hálfsystir þeirra. Helga sleit barnsskónum á Akureyri í faðmi foreldra og syst- kina. Skólagangan var barnaskólinn. Um 1920 fór Helga til Siglufjarðar í vist til Ingibjargar systur sinnar. Þann 6. mars 1924 giftist hún móðurbróður mínum Skafta Stef- ánssyni útgerðarmanni. Þeim varð fimm barna auðið. Fjögur þroskuð- ust í faðmi þeirra en lítil stúlka Dýrleif á himnum. Börnin sem iifa eru; Jón yfirborgarfógeti giftur Hólmfríði Gestsdóttur, Stefán yfir- læknir á Borgarspítalanum giftur Maj Ivarsson, Gunnlaugur Tryggvi skrifstofumaður hjá Áfengis og tó- baksverslun ríkisins giftur Vigdísi Jónsdóttur og Jóhanna Dýrleif bóka- safnsfræðingur á Landspítala íslands gift Birni Gunnarssyni. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin tíu. Heimili Helgu og Skafta stóð að Nöf alla tíð, þar til þau fluttu búferlum til Reykjavíkur 1969. Heimili þeirra þar var að Jökul- grunni 12 til 1979, þá flutti Helga að Hrafnistu í Reykjavík. Helga var skarpgreind, fögur, hlý kona með bjargfasta trúarvissu og höfðaði ávallt til hins góða í manninum. Ósérhlífni og dugnaður einkenndu öll hennar störf. Lífsbraut hennar mótaðist af því umhverfi sem hún bjó við. Útgerðarmaðurinn Skafti helgaði hafinu og auðlindum þess sína starfskrafta. Sólargeislinn Helga lagði hönd sína í hans og saman leiddust þau þar til ævigöngu hans lauk 27. júlí 1979. Bros hennar var blítt og hlýtt. Börnum sínum reynd- ist hún frábær móðir, sem taldi auð sinn mestan í þeirra gæfu. I Helgu eignuðust margir aðra móður, umhyggja hennar og alúð verður vart með betra orði lýst. Hún var ein þeirra sem kallaður er þögli meirihlutinn. Mikla hæfileika hafði hún til að ganga menntaveginn og bókin reyndist alla tíð hennar vinur. Hlutverki sínu sem útvegsbónda- kona að Nöf skilaði hún með slíkri prýði sem sá einn getur er gengst undir lögmál lífsins og hlýðir kalli hjarta síns. Siglufjörður var rammi þeirrar myndar sem geymdist í hug hennar og hjarta. Og þegar ferðum þangað sleppti bætti hún sér lífið og tilveruna með endurminningunum. Helga var alla tíð umvafin kær- leika barna sinna og fjölskyidna þeirra. Sérhver nýr fjölskyldumeð- limur var dýrmæt Guðsgjöf í hennar augum. Kynni mín af Helgu hafa gert mig ríkari af því sem mölur og ryð fá ei grandað. Ég fór ávallt ríkari af hennar fundi, því hún gaf meira en hún þáði. Helga bar virðingu fyrir sérhverju verki stóru og smáu. Hún var stolt af þjóð sinni og bar þjóð- búninginn meðan kraftar leyfðu. Æviganga þessarar mikilhæfu konu er á enda. Helga Jónsdóttir fór hávaðalaust gegnum lífið en skildi engu að síður eftir sig djúp spor í hjörtum samferðarmanna sinna. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Jóhannsdóttir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.