Tíminn - 25.06.1988, Qupperneq 15

Tíminn - 25.06.1988, Qupperneq 15
Laugardagur 25. júní 1988 HELGIN 1 15 I BETRI SÆTUM mi Stjörnugjöf= ★★★ Hollow Point Framlelðandi: Ron Gilbert Aðalhlutverk: Linda Purl og Yaphet Kotto Myndin „Hollow Point“ eða Opin kúla er hin ágætasta skemmtun, fyrir þá sem hafa gaman af spennumynd- um. Fyrrum aðstoðarstúlka Mat- locks lögfræðings fer með aðalhlut- verkið í myndinni og leikur mjög vel. í upphafi myndar er hún í þeirri aðstöðu sem við viljum öll vera, hamingjusöm og sátt við lífið og tilveruna. Hún hefurgaman afvinnu sinni (starfar sem sálfræðingur með einhverf börn) og einkalífið er til fyrirmyndar. Kvöld eitt lendir hún í smávægilegu umferðaróhappi sem hefur hryllilegar afleiðingar fyrir hana og hennar nánustu. Hún ekur á vopnaða ræningja sem eru á leið frá ránsstað, eftir að hafa rænt verslun og myrt þrjár manneskjur. Sálfræðingurinn er sú eina sem getur tengt ræningjana við verknaðinn, því hún sá vel framan í þá. Lögreglan fær hana til liðs við sig sem aðalvitni, en hjól réttvísinnar snúast hægt og vinir ódæðismannsins fara að hrella sálfræðinginn. Það er síðan þegar sönnunargögn skortir og morðinginn er látinn laus sem leikurinn æsist fyrir alvöru. Myndin endar í æsilegu og óvæntu lokaatriði. Pað er há- punkturinn á annars spennandi, vel leikinni og vel gerðri kvikmynd. Ég gef þessari mynd þrjár stjörnur. Hún lætur ekki mikið yfir sér í rekkunum á myndbandaleigun- um, en kemur þess meir á óvart þegar hún er farin að snúast í tækinu. Aðalsmerki þessarar myndar er leikurinn og söguþráðurinn, sem er skemmtilega margslunginn. -ES „TOPP TUTTUGU" llér hirtisl listi \lir tiittugu \insaluslu iiiyiidiriiur í útleign vikimn 15. til 2(1. jiiní. Imierspace er áf'rain í lyrsta s:eti o» Dirty Danein*’ er á síiiiini stað í (iðrii stetinu oj> virðist njóta láchema vinsielda. Ilástokkvari vikiinnar (eins of> þeir scgja gjaiiian i poppiiialaiidaiiiiin á Siliyljiiiini) er „llands ol' a Stranger 1-2. sem .1.15. Ileildsala setti á markað nýverið. Mynd sem l irðist :ella að «era það }>ott er t.d. Dudes sem fer lieint í 13. steti. Steinar gálii inyndina lit fyrir skemmstii. I-'.n liér keintir listinn. Sendið inn fyrirspurnir Liggur þér eitthvað á hjarta varð- andi myndbönd? Langar þig að vita hvenær eða hvort einhver mynd hefur verið gefin út á mynd- bandi? Langar þig að vita hvort til eru tónlistarmyndbönd eða íþróttamyndir af sérstökum átrún- aðargoðum? Við bjóðum nú les- endum að hringja í okkur (91 68 63 00) eða skrifa okkur (Tíminn Lynghálsi 9 Reykjavík 130 c/o í betri sætum) liggi ykkur eitthvað á hjarta. Við munum birta þær spurningar sem okkur berast og reyna að svara þeim samtímis. Berist fyrirspurnir mánudag til miðvikudags birtum við svörin í laugardagsblaðinu í sömu viku, annars að viku liðinni. 1. d) Innerspace (Steinar) 2. (2) Dirty Dancing (J.B. Heildsala) 3. (4) Something Wild (Skífan) 4. (3) Raising Arizona (Steinar) 5. (5) No Mercy (Steinar) 6. (6) The Jerk (Laugarásbíó) 7. (-) Handsof a Stranger #1&2 (J.B. Heildsala) 8. (8) Roxanne (Skífan) 9. (13) Renta Cop (J.B. Heildsala) 10. (7) Otto # 2 (Myndbox) 11. (11) WiseGuy (J.B. Heildsala) 12. (18)Beverly HillsCops # 2 (Háskólabíó) 13. (-( Dudes (Steinar) 14. (17) The Big Easy (Skífan) 15. (14-15) Lady Beware (Myndbox) 16. (10) CaseClosed (Steinar) 17. 0) Critical Condition (Háskólabíó) 18. (14-15) Whistle Blower (J.B. Heildsala) 19. (19) Pisitive ID (Laugarásbíó) 20. (20) Eureka (Steinar) Heartburn Hæfileikum sóað Stjörnugjöf= ★V2 Aðalhlutverk: Meryl Streep og Jack Nicholson. Handrit: Nora Ephron. Leikstjóri: Mike Nichols Framleiðendur: Mike Nichols og Robert Greenhut. Ég hafði lengi spáð í að taka þessa mynd á leigu en löngunin hafði einhvern veginn aldrei verið nógu sterk. Bók Nora Ephron, sem handritið er byggt á, vakti mikla athygli vestra þegar hún kom út á sínum tíma. Éphron var gift Carl Bernstein, blaðamannin- um fræga hjá Washington Post, sem ásamt Bob Woodward komu upp um Watergate hneykslið. Bók- in er talin að miklu leyti byggð á hjónabandi þeirra. Maður var búinn að heyra margt um myndina en ekkert af því gott. Fyrir nokkrum dögum sló ég þó til og leigði myndina, enda hef ég alltaf haft mikið gaman af prakkar- anum Jack Nicholson. Nú skil ég hvers vegna myndin hefur sloppið við hrós. Hún er bara ekkert sérstök. Maður hélt að það væru bara ýkjur að Nicholson væri út alla myndina að tala með troðfull- an munninn af pizzu en það reynd- ist vera nákvæmlega rétt. Maður hélt líka að það væru tómar ýkjur að Meryl Streep væri hlaupandi ólétt og súr á svip í gegnum alla myndina. En tilfellið er að hún gerir lítið annað. Myndin er, þegar á heiidina er litið, langdregin og tilgangslaus. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að Meryl Streep leikur konu sem er matvælagagnrýnandi hjá tíma- riti í New York. Hún kynnist dálkahöfundi hjá dagblaði í Wash- ington, sem Nicholson leikur. Hann er alræmdur kvennamaður og er sagður hafa farið ákaflega illa með konur í gegnum tíðina. Engu að síður verður Streep ástfangin og þau giftast. Allt gengur vel og þau eignast barn. Streep verður svo fljótlega aftur ólétt og er það út myndina. En þá fer eðli mannsins að koma í ljós, hann heldur framhjá og allt fer í steik. Það er svo sem ekkert athuga- vert við þennan söguþráð en hann er ákaflega illa útfærður og fyrir vikið fær maður aldrei þá samúð með ólánssömu konunni sem mað- ur á væntanlega að finna fyrir. Það er líka fullt af kunnuglegum andlitum og ágætis leikurum í aukahlutverkum en þessar persón- ur eru ákaflega illa mótaðar og maður nær aldrei að kynnast þeim, né að gera sér almennilega grein fyrit eðli þeirra. Maður hefur það stundum á tilfinningunni að þelta fólk sé allt að leika í öðrum myndum en kíki við í Heartburn við og við í pásum. Nicholson og Streep leika síður en svo illa í þessari mynd en það er bara úr ákaflega litlu að moða. Þeim tekst ekki að vega upp á móti vanköntunum. Ég mæli því ekki með þessari mynd, hæfileikum að- standenda er illilega sóað. Ein og hálf stjarna. JIH Heillandi mynd um eilífa baráttu Stjörnugjöf= ★ ★ * Vi Vesalingarnir/Les Miserables Aðahlutverk: Anthony Perkins og Richard Jordan Leikstjóri: Glenn Jordan Myndin er byggð á sögu Victors Hugo Vesalingarnir. Saga Victors Hugo, Les Miser- ables eða Vesalingarnir, er klass- ískt bókmenntaverk sem lesið hef- ur verið um áratugi og svo verður áfram. Steinar hf. gáfu nýverið út myndband með kvikmyndinni Vesalingarnir. Undirritaður horfði á myndbandið, þrátt fyrir að hafa séð myndina áður. Mig minnir að hún hafi verið sýnd í ríkissjónvarp- inu, en þori þó ekki að fullyrða það. Engu að síður er það gott framtak hjá Steinum að láta sjón- varpssýningar ekki skipta sig máli og gefa myndbandið út. Það er nefnilega svo að þó svo mynd sé sýnd í ríkissjónvarpinu er ekki þar með sagt að allir hafi séð hana. Þar kemur til Stöð 2 og myndbands- tæki. Þetta er vel gerð kvikmynd og mikið lagt í sviðsmynd, búninga og annað sem þarf til að ná fram því andrúmslofti er ríkti í Frakklandi um þær mundir er þjóðin réðst gegn einræðinu. Leikararnir í þessari mynd eru ekki af verri endanum og fara þeir Anthony Perkins og Richard Jordan á kostum í myndinni. Vesa- lingarnir er mynd sem fjallar um hina eilífu baráttu góðs og ills. Maður er dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stela brauðhleif sér og fjölskyldu sinni til matar. Þegar í fangelsið er komið hittir hann fyrir reglugerðarsvín sem einskis svífst í að framfylgja lögun- um. í huga þessa fangavarðar, sem Perkins leikur, er aðeins til sekt eða sakleysi, sem hann vegur og metur út frá lagabókstafnum, og hann reyndar segir koma í stað guðs. Mýndin segir af uppgjöri þessara tveggja manna og lýsir hvernig ævi þeirra og örlög sam- tvinnast. Hafir þú misst af þessari mynd á sínum tíma, er það mín ráðlegging að taka hana á leigu hið fyrsta, því enginn er svikinn af kvöldstund yfir Vesalingunum. - ES

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.