19. júní - 01.06.1927, Blaðsíða 3

19. júní - 01.06.1927, Blaðsíða 3
85 19. JIJNl 86 kosti, sem talsvert alment samkomulag virðist hafa verið um að óska eftir; það er þing annaðhvert ár. Aðal-breytingin, sem frv. stjórnarinnar faldi í sér, er sú, að reglulegt Alþingi skuli háð annaðhvert ár og fjárhagstímabilið vera 2 ár, eins og var til árs- loka 1921. Úinghaldið í heild sinni yrði ekki eins kostnaðar- samt, og öll líkindi til að belur yrði vandað til laga- setninga. í athugasemdum við stj.frv. er talið óhjá- kvæmilegt að leggja til, að kjörtímabilið verði 6 ár eins og áður var. En stjórninni fanst ekki ger- legt, að halda þeirri tilhögun, sem nú er, að kjör- tímabil landskjörinna þm. sé tvöfalt að timalengd; ef reiknað er með 6 ára kjörtímabili, þá yrði það 12 ár. Jeg mun síðar koma að þessum atriðum og benda á aðrar leiðir, sem mætti fara. Stjórnin taldi ýmsa aðra galla á landskjörinu í þeirri mynd, sem það hefir verið, frá því það var tekið fyrst upp 1916, t. d. kostnaðinn við, að stofna til kosninga um land alt, til þess að skipa ein þrjú þingsæti, og þann agnúa, sem að því geti leitt, að þing, sem er ný- kosið að öðru leyti, verði ekki skipað meiri hluta í samræmi við síðustu almennar kosningar. Ekki einu sinni unt að bæta úr þessu með þingrofi, sam- kvæmt núgildandi stjórnarskrá, þar sem þingrof nær ekki til landskjörinna þingmanna. Úr þessum göll- um vildi stjórnin bæta með því, að láta landskjörs- tímabilið vera hið sama sem kjörtímabil annara þingmanna, láta þingrof taka til landskjörinna sem annara þingmanna, og láta landskjör á 6 mönnum ásamt varamönnum jafnan fara fram samtímis hverj- um almennum alþingiskosningum. Eitt af þeim frv., sem ríkisstjórnin lagði fyrir síð- asta þing, var þannig frv. til laga um breyting á stjórnarskrá konungsríkisins Islands. Málið var lagt fyrir Ed. Alþingis í byrjun þings og vísað til sér- stakrar nefndar, stjórnarskrárnefndai; en hana skip- uðu af hálfu íbaldsflokknum: Jóh. Jóhannesson þm. Seyðfirðinga, Jóhann Þ. Jósefsson þm. Vestm., Ingi- björg H. Bjarnason 2. landsk. þm. og af hálfu Fram- sóknarflokkins þeir Ingvar Pálmason þm. S.-Mýl- inga og Jónas Jónsson 1. landsk. þm. Málið var rætt á allmörgum fundum og kom þá brátt í Ijós, að nefndin gat ekki átt samleið nema aðeins um eilt atriði í stjórnarskrárfrumvarpinu, sem sé þá breytingu á 18. gr. stjórnarskrárinnar, að reglu- legt Alþingi skuli aðeins háð annaðhvert ár. Þannig komu fram tvö nefndarálit, frá meiri hluta nefndar- innar 7. marz, og frá minni hluta sömu nefndar 9. marz. Málið kom til 2. umr. 25. marz, og hafði form. nefndarinnar framsögu i málinu og skýrði ýtarlega frá hinum ýmsu greinum frv. Frsm. benti á, hversu mikinn sparnað það hefði í för með sér, að heyja ekki reglulegt Alþingi nema annaðhvert ár, þar sem þinghaldið kostaði nú um 200 þús. krónur á ári, og væri þannig orðinn allmikil útgjaldabyrði á þjóð- inni, enda litu margir svo á, að betra væri að verja fé þessu til vegarspotta eða brúargerða, en slíkar framkvæmdir yrði að takmarka vegna fjárhagsörð- ugleika. Reynslan sýndi, að þingin væru ekki styttri en áður, þótt þau séu háð á hverju ári. Þetta er að vísu eðlilegt vegna breytinga og framfara, sem eru meir hraðfara en áður; ein orsökin líka sú, að nú er talað miklu meir en áður, svo dæmi væru til að ein umræða hafi enst í 3—4 daga, en þó verður oft lítill árangur þeirra mála, sem svo mikið eru rædd. Öll nefndin var sammála um, að gera ætti leiðréttingar þær á tölum 26. gr. stjórnarskrárinnar, felast í 3. gr. frv. og ákveða að tala þingmanna skuli vera 42. Ennfremur var öll nefndin sammála um, að svo þurfi að ganga frá stjórnarskrárfrv., að ekki komi til landskjörs, þó að það kæmi fyrir, að bæði lands- kjörinn þingmaður og varamaður hans deyi á kjör- tímabilinu. Minni hlutinn taldi hinsvegar nægilegt, að breyta kosningarlögunum tii þess að fyrirbyggja þetta, en frsm. áleit það ekki nægilegt, til þess þyrfti breytingar á stjórnarskránni. Þessi agnúi kom greini- lega fram síðast liðið sumar, er setja varð alla þjóðina í kosningahreyfingu, aðeins til þess að kjósa einn þm. Eins og kunnugt er, litu flokkarnir ýmsum augum á frv. þetta. Pað sem einna mestum ágreiningi olli í nefndinni, var ienging kjörtímabils hinna kjördæmakosnu þingm. úr 4 árum upp í 6 ár, og breyting sú á landskjörinu, sem felst í frum- varpinu. ítrekaðar tilraunir voru gerðar af minni hluta nefnd. til þess að finna einhverja þá leið, sem hægt væri að sameina sig um, en það tókst ekki. Lét hann sér ant um að finna leið til samkomulags, sem báðir hlutar nefndarinnar gætu sætt sig við. 2. umræðu þessa máls lauk þannig, að málinu var vísað til 3 umr. með 12 : 2. Pá kom málið til 3. umr. í Ed. 29. marz. Komið hafði fram brttl. frá minni hluta stjórnarskrárnefndar. Var all mikið um þær rætt, en úrslitin urðu þau, að flestar þeira voru annaðhvort feldar eða teknar aftur, og frv. þannig afgreitt til Nd. með 9 : 4 atkv. Málið kom til Nd. 30. marz, og gekk þar gegn- um 3 umræður. Frumvarpið hafði tekið nokkrum breytingum við 2. umræðu, en þær breytingartil- lögur, sem gengu lengst komu fram við 3. um- ræðu. Breytingartillögur voru mjög margar, en flestar voru teknar aftur eða feldar. Helztu breytingar, sem frv. hafði tekið í Nd. voru þessar: Við 29. gr. stjórnarskrárinnar, orðin »í sér- stökum kjördæmum« í upphafi fyrstu málsgr. falli burt. Orðin »enda ekki í skuld fyrir þeginn sveitar- styrk«, í enda sömu málsgr. falli burt. Fyrri máls- liður síðustu málsgreinar sömu greinar (»Með sömu skilyrðum um land alt«) falli burt. Við 10. gr. frv. í stað 2. ákvæðis um stundarsak- ir komi: 2. Umboð landskjörinna þingmanna og

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.