19. júní - 01.06.1927, Blaðsíða 4

19. júní - 01.06.1927, Blaðsíða 4
87 19. J Ú N í 88 * varamanna falla niður við næstu almennar alþingis- kosningar eftir að þessar breytingar á stjórnar- skránni öðlast gildi. Þetta er aðeins til að sýna breytingar þær, sem Nd. vildi gera við frv. það til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskránni, er ríkisstjórnin hafði lagt fyrir Alþingi í þingbyrjun. þegar frv. þannig breytt, kom aftur til einnar umr. til Ed. komu þar fram nokkrar brttl. bæði frá meiri hluta stjórnarskrárnefndar, frá forsætisráðherra og Ingibjörgu H. Bjarnason 2. landsk. þm. Sem flm. tillaga þessara, vil ég gera grein fyrir þeim í stór- um dráttum. Ég er mótfallin hinum róttæku breyt- ingum, sem gera átti á landskjörinu. Ég vil ekki missa landskjörið í þeirri mynd sem það er nú. Því fylgir meðal annars sá höfuðkostur, að landskjörnir eru óháðari, bæði kjósendum og stjórninni, heldur en aðrir þingmenn. Því veldur lengd kjörtímabilsins og áhrifaleysi þingrofs á þá. Og þar sem þeir er hl. annarar deildar þingsins, má búast við, að þeir verði oftasl nær viðunanleg kjölfesta í þinginu. Eg álít að landskjörið hafi gefist sæmilega þessi rúmlega 10 ár, sem það hefir staðið, enda margir landskjörinna atkvæðamenn. Ekki færri en 5 ráð- herrar og þar af 3 forsætisráðherrar, af 12 lands- kjörnum alls. Verði frv. samþykkt, í þeirri mynd sem það er nú verður lítið eða ekkert eftir af landskjörinu, nema kjörsvœðið. Því gat ég ekki unað, og bar því fram brtl. við þau ákvæði, sem ég með engu móti gat að- hyllst, en það var stytting kjörtímabilsins og þingrofs- ákvæðið. 4. gr. frv. gerir hvorttveggja, að stytta kjörtímabil landskjörinna og láta þingrof ónýta umboð þeirra. 1. brttl. miðar að þvi, að fella 4. gr. frv. og halda 27. gr. ^stjórnarskrárinnar óbreyttri. Engin ástæða til þess að gera Reykjavíkurþing- mönnum hærra undir höfði en öðrum héraðskjörn- um þingmönnum. Sízt ástæða til að kjósa varamenn í Reykjavík, þar sem hægast er að kjósa með stutt- um fyrirvara. Þessvegna er með orðunum: »um land alt« 1 2. brttl. lagt til, að 28. gr. stjórnarskrárinnar fái að þessu leiti að standa óbreytt. (Varamenn að eins fyr- ir landskjörna). Líku máli gegnir um 5. og 6. brtl. við 10. gr. frv. Þær helgast af því, að enginn vafi má mera um það, að þingrof sé áhrifalaust á landskjör. Það hafði flogið fyrir, að aukaþing ætti að halda í ár, til þess að samþykkja stjórnarskrána í annað sinn. Ekki talið hægt að setja fjárlög á Febrúarþing- inu næsta ár fyrir 1929—1930 nema svo væri gert. En þetta er ekki rétt. Fyrst og fremst er sennilegt að þessi »sæla« stjórnarskrárbót yrði ekki samþykt á næsta þingi, hvor flokkurinn, sem ofan á yrði, og þá væri 100—150 þúsund króna þinghaldskostnaði, kastað í sjóinu, sbr. 1925, þá var þingkostnaðurinn um 270 þúsund kr. en slík »flottheit« sætu illa á þinginu nú, og ekki ólíklegt að þau kynnu að orka tvímælis hjá kjósendum. En þó að stjórnarskrár frumvarpið yrði samþykt í annað sinn, og til kæmi að setja fjárlög á næsta reglulega Alþingi fyrir bæði árin 1929—1930, þá þyrfti ekkert aukaþing að halda til þess, hvorki i ár né að ári. Það mætti samþykkja stjórnarskrárbreytingarnar í byrjun Febrúarþingsins rneð afbrigðum frá þing- sköpum og fá staðfestingu konungs með símanum og síðan samþykkja fjárlögin á sama þingi. Að þessu lítur 6. brttl. mín, enda kom það í ljós síðar, að annað hvort hefir aukaþingfréttin ekki verið áreiðanleg eða horfið hefir verið frá henni aftur. í þessu sambandi vil eg geta þess, að mér finst réttast, að kosningarnar fari ekki fram fyr en í haust, þó að stjórnarskrárfrv. yrði samþykt á þessu þingi. Það kæmi bezt heim við neitun Alþingis á að flytja kjördaginn. Og það væri nærgætnast, bæði gagnvart núverandi þingmönnum, sem ætla að verða í kjöri við næstu kosningar, og gagnvart kjósendum. Kjósendur geta annars ekki haft nokkra þekkingu á gerðum fulltrúa sinna á þessu þingi og þingmenn ekki varið gerðir sínar. Árið 1908 liðu 4 mánuðir milli þingrofs og kosninga og 1913 ðVa mánuður. Fyrir meiri hluta stjórnarskrárnefndar Ed. vakti aðallega eða jafnvel eingöngu þrennt, sem sé 1) fækkun þinghalda, 2) vörn við því, að kjósa þyrfti nýjan varamann, ef svo slysalega færi aftur, að að- almaður og upprunalegur varamaður féllu frá, og 3) viðnám við þvi, að landskjör kæmi í bága við þjóðhátíðina 1930. Öllum þessum atriðum fylgi eg enn. Eg samþykki 1. gr. Nd. frv. sbr. 8. og 9. gr. frumvarpsins, enda þó mér líki ekki viðbótin um að ákveða megi árleg þinghöld með einföldum lögum. Með því er þó fjár- lagaþing annað hvort ár komið á — pappírinn. — Eg er einnig samþykk úrfellingu 5. gr. á orðum 28. gr. stjórnarskrárinnar: »en varamenn skulu vera jafnmargir og þingmenn kosnir hlutbundnum kosn- ingum um land alt«. Með þeirri úrfellingu og síðari breytingu á 73. gr. kosningarlaganna, er 2. atriði borgið. Og er þá eftir 3. atriðið, vörn gegn því að þing- kosningar trufli Alþingishátíðina 1930. Ráðið til þess liggur í brttl. minum við 10. gr. frv. Og meira að segja er með því jafnframt opnuð leið til þess að sameina mætti landskjör og héraðs- kjör, sem sumir leggja nokkuð upp úr. Gangi þessar brttl. mínar fram, þá yrði kosið í stað eldra helmings laodskjörinna árið 1931 um leið og héraðskjörið færi fram, og 1934 í stað yngri helmingsins o. s. frv. Þingrofi án stjórnarskrárbreytingar þarf ekki að gera ráð fyrir, það mun að eins hafa komið fyrir einu sinni, árið 1908. ) I

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.