19. júní - 01.06.1927, Blaðsíða 5

19. júní - 01.06.1927, Blaðsíða 5
89 19. J Ú N í 90 Brttl. mínar voru bornar undir atkv., féllu flestar, en 6. brttl. tók eg aftur, með því að eg gat aðhyllst 3. og 4. brttl. meiri hluta nefndarinnar, en mér þyk- ir samt rétt að láta sérstöðu mína koma í ljós, vegna þess, að mér finst að hvorki eigi eða megi gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins, nema brýna nauðsyn beri til. En flestar þær breytingar, sem fyrir lágu, að undanskildu þinghaldi annað hvort ár, virt- ust mér sumpart svo smávægilegar eða jafnvel til ógagns, svo sem breyting sú, er gera átti á lands- kjörinu, að eg gat ekki fylgt þeim, jafnvel þó eg vissi að brttl. mínar yrðu ekki samþyktar. /. H. B. Dánaríregn. Þann 28. janúar síðastliðinn andaðist frú Þórdis Guttormsdóttir, húsfreyja að Ketilsstöðum á Völlum i Suðurmúlasýslu. Hún var fædd 18. marz 1864. Þórdís sál. var af svonefndri Eyjólfsstaðaætt, dóttir Guttorms bónda í Beinárgerði, Sigurðssonar á Eyjólfs- stöðum, Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík. Hefir það lengi verið á orði haft um Eyjólfsstaða- ættina að í henni væri margir þjóðhagasmiðir og framúrskarandi vel vinnandi tóskaparkonur. Móður- ætt Þórdísar var úr þistilfirði og voru þau systra- börn, Kristján skáld Jónsson og móðir hennar. þórdís misti foreldra sína í æsku og fór þá að Ey- jólfsstöðum til föðursystnr sinnar Guðlaugar, sem gift var Þórði Þorsteinssyni bónda þar. Hjá þessari frænku sinni dvaldi hún þar til hún giftist frænda sínum Hallgrími Pórarinssyni á Ketilsstöðum, þau hjón eignuðust eina dóttir er Sigríður heitir og dvelur hún heima hjá föður sínum. — Merk kona hér í Reykja- vík, sem á yngri árum kyntist Þórdísi sálugu segir um hana: Ég hefi ekki kynst vandaðri konu til orðs og æðis, framúrskarandi myndarleg til allra verka, skynsöm vel, hreinlynd og vinföst. Hún hafði ekki átt kost á skólamentun, en í skóla heimiiisins hafði hún stundað námið af kostgæfni, enda sagði frænka hennar, að hún hefði aldrei þurft að sýna henni eða segja verk nema einu sinni, svo verklagin var hún. Sem húsmóðir nutu sín vel þessir mannkostir, var hún því elskuð og virt bæði af ástvinum sinum og sambýlisfólki, og þeim sem hún hafði yfir að segja, hún kunni að meta þá, sem vildu vinna verk sín af trúmensku, en hroðvirkni og trassaskapur var henni mjög á móti skapi. Með frú Pórdísi Guttormsdóttir er til moldar hnígin merk kona, ein af fyrirmyndar húsmæðrum þessa lands. Prú Kristín B. Símonarson. Dáin 5. Maí 1927. Konan, sem »19. júní« flytur mynd af að þessu sinni, var ein af allra kunnustu konum þessa bæjar. Bar þar ekki sízt til félagslund hennar, lipurð og góð- vild, hver svo sem í hlut átli. Um langt skeið rak hún og eitt af brauðgerðarhúsun- uin í Rvík og efld- ist það mjög undir stjórn hennar, svo að það er nú talið eitt hið belzta i bænum. Kristín Björnsd. Símonarson fædd- ist í Hjaltastaða- hvammi í Blöndu- lilíð 11. des. 1867. Hún var tvígift. Fyrri maður henn- ar, Árni Björnsson, var eyfirskur að ætt. Misti hún hann eftir árs sambúð. Síðari mann sinn, Björn Símonarson gullsmið, misti Kristín sál. fyrir 13 árum. Það þekkja allir hið venjulega lof, sem borið er á látnar konur. Rau hin sömu orð mætti segja um frú Kristín sál. og væri ekkert ofsagt. En starfslöngun hennar var meiri en svo, að hún eingöngu gæti bundið sig við heimilið. Var hún líka mörgum öðr- um lagnari að velja sér samverkamenn og hafa sjálf jafnframt glögt auga með öllu, sem fram fór. Réttindum kvenna unni Kristín sál. af heilum hug. Rað er að segja hún vildi að allir jafnt, konur sem karlar mættu ná sem mestum þroska, og gætu fengið uotið hæfileika sinna sem bezt. Þess vegna voru og uppeldismálin henni heilög alvörumál. Það sem studdi að því að Kristín sál. fékk á skömmum tíma svo miklu á veg komið, var bjart- sýni hennar og trú á þau málefni, sem hún hafði léð fylgi. Þetta þektum við, sem áttum því láni að fagna að starfa með henni og bezt mundi hún hafa talið minningu sinni á lofti haldið með því, að hún örfaði til starfs og trúar á sigur hins góða. Steinunn H. Bjarnason. Frú Kristín B. Símonarson.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.