19. júní - 01.12.1928, Side 6

19. júní - 01.12.1928, Side 6
155 19. JÚNl 156 T.íítiA þnð bornst ! Hýip kaupendur, sern borga blaðið við pöntun iá sfðasta árgang þess óUeypis. '^gi En vissara er að senda pöntun sem fyrst, því upplagið er tnkmarkað. í dansinum, með honum ferðaðist hún suður á bóg- inn, þar sem var sól og sumar. Hún rankaði við sér og andvarpaði, svo hátt að maðuiinn hennar heyrði það. »Hvað gengur að þér«, spurði hann og leit upp úr spilunum. »Ertu nokkuð veik?« Það var dansleikur hjá sjálfum borgarstjóranum. Dansað var í stóra salnum, en alt um kring hann voru smáherbergi. í einu þeirra sátu þau saman, Agnes og Níls. Gegnum opnar dyrnar sáu þuu fram í salinn. Og þar, á meðan fiðlurnar urguðu og dans- inn var stíginn, rættist draumur Agnesar. það sem Níls sagði við hana, kom henni að vísu á óvart, og þó voru orð hans einföld og sjálfsögð en svo und- ursamleg. Hann sagði henni að hann elskaði hana af öllu hjarta. Agnes sá hvar ráðmaðurinn stóð frammi í saln- um. það var hlé á dansinum. Hann snéri baki við þeim. Agnes horfði á lotið bakið og luralegar axlirn- ar og það fór hrollur um hana. Nú hófst dansinn að nýju og Níis hélt áfram: »Ættingjar mínir í þýskalandi vilja að ég fái lausn frá herþjónustu og sitjist að hjá þeim. Þeir vilja að ég taki við umsjóninni með jarðeignum þeirra. það er ágæt framtíðarstaða. Annað kvöld, sé það þér að skapi, fer ég með vagni, sem ég leigi til ferðarinnar, til Málmeyjar, og þar tek ég skip til Lúbeck. Pú verður að kom með mér«. Frh. Trúarjátning Florence INiglitingale. Eg trúi á Guð Föður skapara himins og jarðar og á Jesúm Krist, hans mesta son, sem til þess er i heiminn borinn, að vísa oss veginn, gegnum þrautir og þjáningar, svo vér verðum einnig synir hans og dætur, þjónar hans og ambáttir, og sem lifað hefir í hinum sama anda og faðirinn, svo að einnig vér getum lifað í hinum sama heilaga anda. Lif hans var að breyta að vilja föðursins og framkvæma hans verk. Hann. sem lifði og dó, til þess að vér mættum elska föðurinn. Ég trúi á kærleika og gæsku hins algóða föður. Ég trúi að þjónusta mannanna fyrir meðbræðnr sina sé guðsþjónusta, og að vér fyrir kærleikann munum vaxa til að likjast honurn r OlíPVpÍS fú næsta árgang blnðdng allir þeir, sem útvega blaðinu 3 nýja kaupendur, og senda afgreiðsl- unni borgun frá þeim, um leið og þeir panta blaðið. Athugiö þetta. og að vér að síðustu verðum eitt með honum í vilja, sem er himnaríki. Ég trúi að áform hins al- máttuga fullkomleika sé, að gera oss fullkomin — og þannig trúi ég á hið eilífa lif. Englar, Hverjir eru hinir líknandi englar? Það eru ekki englar, sem ganga um kring og strá blómum á veg- inn. Sérhvert óþekt barn gæti verið fúst til þess, já, jafnvel hræðilegt illmenni. Englar eru þeir, sem eins og hjúkrunarkonurnar eða gangnastúlkurnar, eða götu- sópararnir, inna af höndum þreytandi og leiðinlega vinnu. Hreinsa það, sem er skaðlegt heilbrigði manns- ins og hindrar bata, tæma fötur, þvo sjúkum, já, vinna margskonar störf, er enginn þakkar þeim fyrir, þad eru englar. Og þær sýna meðaumkun og kærleika, hver sem í hlut á. Litla, óhreina gangastúlkan, sem græt- ur með svuntuna fyrir andlitinu, eins og hjarta henn- ar ætli að springa, af því að litli vesalingurinn, sem aldrei hafði verið henni til annars en mæðu og erf- iðis, er dáinn — hún er engill, þar sem hjúkrunar- konan, sem gengur köld í gegn um sjúkrastofuna og skrifar niður, hve mörg börn séu dáin, síðan hún var á síðustu göngu, hún er alls ekki neinn engill. Florence Nightingale. Skrítlur, A. Eg er fastráöinn í pví aö skilja við konuna mína, get ekkert um hana tætt. Pað líður ekki nokkur dagur svo, að ekki biðji hún um peninga — 10 krónur — 20 krónur — 50 krónur. B. Hvað gerir hún við alla pessa peninga? A. Gerir við pá — hún hefir ekki fengiö grænan eyrir enn pá. Eru karlmenn forvitnir. Bréfberinn mætir prestskonunni á götu og réttir henni bréfspjald: »Hérna er bréf frá bróð- ur yðar — og hann biöur yður að koma heim, svo fljótt sem pér mögulega getið, pví móðir ykkar er mjög alvar- lega veik«. Sléttarigur. Sakamáladómarinn: Dómarastéttin er elst allra stétta. Þegar Kain drap Abel var fyrsti sakamálsdóm- urinn kveöinn upp. Læknirinn: Pað er nú ekki alveg víst. Pví pegar guð tók rifiö úr síðu Adams var í fyrsta sinni gerður holskurður. Læknastéttin er par af leiðandi eldri en pið. Gleðilegra jóla ogr góðs nýára! óskar blaóiö ölluiu kaupeiidiim sínum. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.