19. júní - 01.03.1929, Page 3

19. júní - 01.03.1929, Page 3
37 19. JÚNÍ 38 eyrutn mér margraddaður kliður sagna og munn- mæla, kvæða og þulna, trúardrauma og heilabrota. Sveitakonan var heilbrigð, og hjá þeim, sem er heil- brigður er, kafnar andlega lífið aldrei, jafnvel ekki undir hinu þyngsta striti og hinni mestu likamlegu áreynslu. Áður en nokkur fræðslulög urðu til var það sveita- konan, sem ábyrgðina bar á uppeldi og fræðslu barn- anna. Oft sat hún við rokkinn og kendi börnunum að lesa á bók, eða »tróð« í þau kverinu og gaf þeim þá fræðsiu, er varð besta veganestið; um rétt og rangt, svart og hvitt, urn mjóa og breiða veginn. Ég hefi þekt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir; en enginn kendi mér eins og þú ið eilífa’ og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir, segir Matthías Jochumson um móður sína. Pólt fræðslan, sem sveitakonan veitti börnum sín- um, væri ef til vill óbrotin og lítt með nýjungasniði, þroskaði hún alt um það hennar innri mann, dóm- greind hennar og íhugun. Og i iífsbaráttunni hafði hún auk þess safnað sér forða heilbrigðrar, hag- kvæmrar lífsspeki, sem varð börnum hennar og barnabörnum notadrjúgt nesti fram á lífsleiðina. Á þeim árum, þegar sveitakonurnar höfðu enga tóm- stund til lesturs, eða áttu tæplega nokkra bók til að líta í, þróaðist frásagnar- og skáldgáfa þeirra, og þær gáfu komandi kynslóðum að erfðum þjóðsögur og æfintýri úr hinum sýnilega og ósýnilega heimi, sögur og kvæði, sem þær sögðu í rökkrunum eða við rokkinn, sálma og bænir og hjartnæm kvöldvers. Unga fólkið gat sungið gamankvæði, kveðist á, og leitað þeirra fáu skemtana sem völ var á. Lífið lá fram undan og það dreymdi þá, sem nú, um æfintýri, gull og græna skóga, þráði kærleik og sjálfstæði; en gömlu konurnar; er sáu æfisólina lækka á lofti, dreymdi um hina himnesku Jerúsalem, og þá bless- uðu stund er andi þeirra, laus við áhyggjur og erfið- leika jarðvistarinnar, svifi til æðri heima, og fengi þar skilning á öllum ráðgátum. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, sagði Jónas Hallgrímsson. Sveitakonan studdi bónda sinn með ráðum og dáð. Hún bar með honum hita og þunga dagsins, án aðstoðar hennar hefði hann ekki getað unnið sitt mikilvæga starf. Margt er breylt í seinni tíð, og þótt breytingarnar séu hægfara berast þær þó inn til innstu dala og ystu andnesja. Margt er nú hagkvæmara en áður var, ýmsar vélar vinna nú það, sem mannshöndin áður vann, saumavélin og prjónavélin eru hraðvirk- ari en nálin og bandprjónarnir. Skilvindan hand- hægari en mjólkurtrogin, og húsakynni víða stórum betri en fyrrum. En þrátt fyrir alt þetta eru störf sveitakonunnar að mestu hin sömu og áður, og enn sem fyr ber hún sinn skerf af erfiðleikunum og á sinn mikla og blessunarrika þátt í andlegum og líkamlegum viðgangi þjóðarinnar. Guð blessi hana og styrki í starfi hennar. Björg. * Askorun. Á næsta vori verður í sambandi við fermingu ungmenna hafin fjársöfnun um land alt til hjálpar bágstöddum börnum. Munu prestar gangast fyrir henni hver í sínu prestakalli og ýmsir fleiri verða þeim tii aðstoðar. Opinber skilagrein verður gerð fyrir fé því, er safnast, og nánar skýrt frá þvi síðar, hvernig því verður varið. En markmiðið er að vinna að því, að bágstödd börn hér á laodi megi eignast góð heimili. Þjóðin má ekkert mannsefni missa. Vér, sem kosnir höfum verið í nefnd til þess að vinna að þessu máli, leyfum oss að heita á alla landsmenn að bregðast vel við fjársöfnun þessari og minnast orða Krists; »Svo framarlega sem þér hafið gert þetta einum þessara minstu bræðra, þá hafið þér gert mér það«. í febrúarmánuði 1929. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur, Reykjavík. Guðmundur Einarsson, prestur, Mosfelli. Iiálfdán Heigason, prestur, Mosfelli. Ólafur Magnússon, prófastur, Arnarbæli. Rorsteinn Briem, prestur, Akranesi. Ásmundur Guðmundsson, dósent, Reykjavík, (ritari nefndarinnar). „■9. jiiní46 leyfir sér að vekja athygli lesenda sinna á áskorun þeirri, sem hér er birt. Rað er vel til fallið og líklegt til góðs árangurs, að prestastétt landsins bindist samtökum um að hjálpa bágstödd- um börnum, hvort heldur eru munaðarleysingjar, eða þau börn, sem eiga þannig vaxin heimili, að þeim stafi háski af að alast þar upp. Er það vel viðeigandi að nota einmitt fermingardaginn til þess að minna á þessi olnbogabörn hamingjunnar. Án efa mun margt fermingarbarnið vera þannig gert, að það sjái með gleði af því sem svarar verði einnar ferm- ingargjafar, handa einstæðing, sem ekki nýtur ást- ríkis móður eða föðurs, og sem á ekki eins ljúfa bernsku og það sjálft hefir átt, en er nú að kveðja. Og fullorðna fólkið, bæði aðstandendur barnanna og aðrir, munu efiaust fara og gera hið sama. „19. júní6í, gefur nýjum kaupendum að 12. árgangi siðasta árgang blaðsins ókeypis sé borgun 12. árg. send með pöntuninni. Vissast að gefa sig fram sem fyrst, því upplagið er takmarkað. —

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.