19. júní - 01.03.1929, Side 4
39
19. J Ú N í
40
Matliilda Wrede.
»19. júní« hefir fyrir nokkrum árum sagt lesend-
um sínum ofurlítið frá æfistarfi þessarar frábæru
konu. í það sinn var ekki hægt að láta mynd
hennar fylgja, sem blaðið þó langaði til. — En nú
kemur myndin og fylgja henni fáein orð sem helg-
uð eru minningu mann-
vinarins mikla. Pví Matt-
hildurWrede er nú eigi
lengur í tölu þeirra sem á
þessari jörðu lifa. Hún dó
í vetur á sjálfa jólanóttina
eftir langa og þunga bar-
áttu við líkamlegan sjúk-
dóm, sem þó í engu veikti
sálarþrek hennarnéglað-
værð.
Finsk og sænsk
kvennablöð, mintust að
maklegleikum Matthild-
ar Wrede með hlýieik
og virðingu. Úr grein-
um þeim veljum vér eina
sem stóð í sænska blað-
inu »Tidevarvet« jan. þ.
á. og er hún á þessa leið:
Um páskaleytið í fyrra
heimsótti eg Matthildi
Wrede í Helsingfors. Hún
var þá orðin sjúk, en kom
þó sjálf til dyranna og
lauk upp. Egefastum að
nokkur ókunnugur gest-
ur hafi nokkru sinni hlot-
ið jafn hjartanlegar mót-
tökur og eg fékk þá. Það
hjarta væri steini harð-
ara, sem ekki findi til yls.
í hálfdimmu anddyr-
inu sá eg hana í fyrsta
sinn. Veikburða líkaminn rétti úr sér og frammi fyrir
mér stóð stríðsmaður, riddari, sem bar sig sem væri
hann konungborinn. Látbragð hennar var tígulegt og
bauð af sér virðingu. Andlitsfallið var grant og
höfðinglegt, nefið stórt og augun dökk og snör.
Klæðnaðurinn óbrotinn, grár kjóll, sem minti á
einkennisbúning hjúkrunarkonu. Hárið hvítt, greitt
beint aftur í vöngunum. Hún minti á riddara, sem
engan flekk ber á skiidi sínum.
Alt þetta sá eg enn betur, þegar eg kom inn í
birtuna á htlu borðstofunni hennar, þar beið okkar
uppbúið kaffiborð. Veitingarnar voru jafn iburðar-
lausar og annað í hýbýlum hennar. Hún var skraf-
hreyfin og sagði með ákafa og guðmóði frá starf-
semi sinni, reynslu og fyrirætlunum. Glaðlegt bros fór
um fínlega andlilið og glettnin glampaði í orðum
hennar. »Já, glaðlyndið yfirgefur mig ekki, þrátt fyrir
lasleikann«, sagði hún brosandi. »Læknarnir segja
að eg þjáist af þremur ólæknandi sjúkdómum, en
eg lifi samt. Faðir minn ætlar mér enn verk að
vinna«. Hún talaði um Föður sinn svo eðlilega og
barnslega, að i fyrstunni var ekki hægt að vita, hvort
hún talaði um jarðneskan eða himneskan föður. Og
nú sagði hún mér að
nýlega hefði hún kom-
ist í kynni við ungan
svertingja, sem brynni af
áhuga á málefnum kyn-
flokks síns og þráði að
frelsa hann undan þeirri
ánauð, sem enn á sér
stað í reyndinni, þótt
þrælahald sé úr lögum
numið. Hann hafði
skrifað Malthildi og
sagt, að hún hefði með
dæmi sínu leitt hann á
þá braut, er hann nú
gengi, og bað hann hana
um hjálp. »Svo nú veit
eg, hvers vegna Faðir
minn lætur mig dvelja
hér enn um stund«.
Hátiðlegur gleðisvipur
kom á andlit bennar,
þegar hún í huganum
rétti undirokuðum sveit-
ingjunum kærleiksríku
þróttmiklu hendina sína.
Hún talað' um frelsis-
stríð Finna 1918. »Eg
kalla það brœðrastyrj-
öldina, og það er ein-
mitt rélta nafnið. Eg
fylti hvorugan flokkinn,
en hjálpaði vesalings
flóttamönnunum úr báð-
um herbúðum, og eg sagði þeim sannarlega hvorum
tveggja til syndanna, þegar þeir voru æstir af hefni-
girni. Eg er fædd hvít og allir ættingar mínir drógu
taum hvítliðanna, en alla æfi mína ifefi eg lifað
meðal rauðliðanna. Báðum skjátlaðist, báðir höfðu
á óréttu að standa«. Eg hafði margsinnis heyrt
Matthildi Wrede hallmælt vegna þess, að hún á
borgarastyrjaldartímunum sýndi algert hlutleysi og
sýndi báðum aðiljum sömu miskunnsemi. Menn álíta
alment, að á þrengingatímum beri sérhverjum að
taka ákvéðna afstöðu, fylla ákveðinn flokk. Hvert
sinn sem eg hefi heyrt þannig mælt, hefi eg spurt
sjálfa mig, hvort gera beri sömu kröfu til guðs: að
hann sé á bandi annars aðiljans. Menn eiga þá svo
erfilt með að viðurkenna alkærleikann, sem nær til
I
Mathilda Wrede.