19. júní - 01.03.1929, Síða 6
43
19. JÚNÍ
44
Sért þú fullorðinn, nú, er þú hefir göngu þina á
leið hina nýju hugsana, þá er það heimskulegt af
þér að halda, að alt eðli þitt geti breyttst fullkom-
lega á einni viku, einum mánuði, eða einu ári.
Hið einasta, sem þú með sanngirni getur vænst, er
hægfara framför, rétt eins og þú mundir gera ráð
fyrir, færir þú að leggja stund á tónlist eða einhverja
aðra vísindagrein.
Kerfi hinna nýju hugsana er vísindagrein, það er
visindi hinnar réttn hugsunar. En heilafrumur þær,
sem lagast hafa eftir ótta og ófrelsi hinna gömlu
hugsana, breytast ekki alt í einu.
F*ú er staddur andspænis viðfangsefni, sem heitir:
»reyndu og reyndu á ný«.
Segðu hvern dag við sjálfan þig: »Ég ber merki
kærleika, góðrar heilsu, visku og glaðlyndis, eg ber
vott um kraft hins góða, gagnsemi, heppni, farsæld
og velmegun«.
Mundu að endurtaka þetta að minsta kosti tvisvar
sinnum á hverjum degi, auðvitað væri það enn betra
að þú endurtækir það tuttugu sinnum. 1*011 þú á-
vinnir þér ekki alt þetta strax, þótt líf þitt sanni
ekki orð þín samslundis, þá mált þú samt ekki láta
það svifta þig kjarkinum.
Því, að þú endurtekur orðin, hefir sömu áhrif, og
þegar fræi, sem sáð hetir verið, er vökvað.
þegar nokkur tími er liðinn, fer fræið að skjóta
frjóöngum, og þegar enn er liðinn nokkur tími,
verður jöröin sem áður var ógróin, þakin gróðri, og
að síðustu er uppskeran þroskuð.
Eigir þú auðvelt með að ala á hleypidómum og ó-
vild, verður það ekki samstundis auðvelt fyrir þig,
að gera að veruleika þá staðhæfing, að þú, »berir
merki um kærleika«. Sért þú vanur að leggja rækt
við þá hugsun, að þú sért sjúkur, er hætt við að þú
finnir til gamalla kvilla, jafnvel þegar þú segir »ég
ber merki um góða heilsu«.
Sért þú með ömurlegum áhyggju hugsunum búinn
að telja þér trú um, að þú sért fæddur til örbyrgðar
og óheppni, er hætt við að hugrekkið, heppnin og
velmegunin eigi langt í land.
Segðu að þú eigir alt þetta, segðu það, upp i opið
geðið á hinni mestu óhamingju. Pað er ekkert til,
sem truflar og veikir óhamingjuna svo mjög sem
það, að menn stari á hana með vongóðum og ein-
beittum augum.
Vaknir þú, einhvern morguninn, í daufu og döpru
skapi, þá skalt þú stilla þig um, að segja við sjálfan
þig, »ég get alt eins vel hætt við að yðka hinar
nýju hugsanir, — mér hefir áreiðanlega mistekist við
þær«, — en sestu í þess stað rólega niður og settu
þér fyrir sjónir, að þú sért ímynd lífsfjörs, vonar,
hugrekki, trúar og heppni.
Reyndu að skilja, að vonleysið, sem þú finnur til,
er bara í bili, það er gamall vani, sem kemur aftur,
en sem þú smátt og smátt munt yfirvinna. Gakk svo
út í lífið og legðu stund á eitt eða annað nytsamt
verk, og áður en þú veitst af þvi, mun vonin verma
hjarta þitt, og hin dimmu ský munu hverfa úr huga
þínum. Líkamlega þjáningin finst ekki lengur, og fá-
tæktin snýst í velgengni.
I*að ert sjálfur þú, sem getur mótað og stjórnað
huga þinum.
Þú munt verða fær um að gera það fyrir hjálp
andans, en þú verður að sætta þig við að vinna
hægfara.
Vertu þolinmóður og gefst ekki upp.
Um húsmæðraíræðslu.
Árið 1927 ákvað Búnaðarþiogið að skipa nefnd til
þess að rannsaka hvað gert hefir verið fyrir hús-
mæðrafræðslu hér á landi og alhuga hvernig henni
verði best fyrir komið í framtiðinni. Stjórn Búnaðar-
félagsins kaus svo í nefndina frú Guðrúnu J. Briem,
frú Ragnhildi Pétursdóttur og hr. Sigurð Sigurðsson,
búnaðarmálastjóra. Nefndin hefir nú sent frá sér
bækling, sem hefir að flytja niðurstöðu þá, sem
orðið hefir af störfum nefndarinnar. Auk þess er þar
mikill fróðleikur um húsmæðraskóla og skólaeldhús
á Norðurlöndum og á þýskalandi, og sögulegt yfir-
lit yfir hússtjórnarkenslu hér á landi til þessa. Sein-
ast koma tillögur nefndarinnar og eru þær á þessa leið:
1. a. Matreiðslu- og handavinnukenslu fyrir ungar
stúlkur verði gerð að skyldunámsgrein í öll-
um barnaskólum.
b. Ríkissjóður veiti sérstakan styrk til að útbúa
skólaeldhús.
2. Húsmæðraskólum verði komið upp í öllum
landsfjórðungum, sniðnum eftir þörfum hlutað-
eigandi héraða. Ríkissjóður styrki stofn- og
reksturskosnað þessara skóla.
3. Búnaðarfélag íslands ráði nú þegar í sína þjón-
ustu fjórar konur er hafi umferðakenslu á hendi
í matreiðslu og öðru er að húsmæðrafræðslu
lýtur og að notum getur komið. Einni konu er
ætlað að starfa i hverjum landsfjórðungi. Bún-
aðarfélagið greiði umferðakenslukonunum kaup
og sjái þeim fyrir kensluáhöldum, en hlutaðeig-
andi héruð sjái fyrir húsnæði og fiutningi á
milli kenslustaða.
4. Búnaðarfélag íslands gangist fyrir að komið veiði
upp kennaraskóla fyrir þær konur, er ætlast er
til að hafi húsmæðrafræðslu á hendi. Æskilegt
þætti oss að sá skóli yrði settur í Gróðrarstöð-
inni í Reykjavík.
5. Að Búnaðarfélag íslands sjái um, að einni konu
verði falið að hafa eftirlit með allri húsmæðra-
fræðslu í landinu, og sé hún jafnframt leiðbein-
andi í öllu, er að þessu lýtur.