19. júní - 01.03.1929, Page 7

19. júní - 01.03.1929, Page 7
45 19. JÚNÍ 46 Eins og sjá má á tillögunum, miða þær að því að koma húsmæðrakenslunni í skipulagsbundið kerfi, fyrst með þvi að gera matreiðslu og handavinnu að skyldunámsgrein í öllum föstnm barnaskólum, með umferðakenslu um land alt, 1 kennari fyrir hvern landsfjórðung, með starfrækslu síns húsmæðraskól- ans i hverjum landsfjórðungi, með stofnun skóla fyrir kennaraefni og með skipun eftirlitsmanns og ráðunauts í húsmæðrafræðslu. Þetta fræðslukerfi er með sama móti og nú er komið á t. d. á Norður- löndum, og þykir gefast vel. Er vonandi að það verði einnig upp tekið hér á landi, en hætt er við að það eigi ef til vill nokkuð í land, vegna kostn- aðarins, því við vilum það konurnar, að fjárveit- ingavaldið er sjaldan ríflegt um fjárframlög, sem sér- staklega eiga að falla i hlut kvenna. En úr því Búnaðarfélag íslands hefir tekið málið í sínar hendur, má efiaust vænta þess, að það sleppi ekki af því hendinni, en vinni að því að húsmæðra- kensla verði aukin samkvæmt tillögum nefndarinnar, því hér er um menningarmál að ræða og málefni sem mikil áhrif gæti haft á efnalega afkomu þjóðar- innar. Stórmál. Meðal mála þeirra, sem bíða úrslita Alþingis er eitt, sem telja verður til stórmálanna. Það er frv. til laga um raforkuveitu til almenningsþarfa utan kaupstaða. Er þar svo ráð fyrir gert að ríkissjóð- ur veiti sýslu- eða sveitarfélögum styrk til rafveit- unnar, sem nái til alls héraðsins, þannig að það fái afl frá sömu stöð, og að hið opinbera taki á sig kostnaðinn af þvi að virkja vatnsfallið og leggja aðaltaugarnar. Taugar þær, sem liggja heim á býl- in (heimtaugar) kosti notendur og allar innanbæj- ar-taugar. Raflýst sveitaheimili eru nú um 40 alls á land- inu, og munu þau öll þannig í sveit sett, að frek- ar er góð aðstaða til virkjunar, skamt i hentugt fallvatn. En allur þorri býla á ekki því láni að fagna og yrði raflýsing því óframkvæmanleg nema i samlögum við aðra og með styrk ríkisins. Engum blandast hugur um hvílíkt þjóðþrifamál hér er á döfinni, og ekki verður það síst áhuga- efni kvenna að fundin verði fær leið til þess að gera sem flestum kleyft að njóta gæða raforkunn- ar, ljóssins, hitans og vinnu- og eldiviðarsparnaðar- sparnaðarins. Bjartari og vistlegri hibýli, aukin lífsþægindi og margskonar léttir í daglegu striti, þetta er það sem heimilin þurfa og þrá. Er gott til þess að vita að löggjafarnir hafa séð nauðsyn- ina og að tillögur eru fram komnar á þingi sem miða að því að bæta úr þörfinni. — Væri þess óskandi að flokkadrættir og skortur samvinnu yrðu hér ekki að fótakefli, en að þingið bæri gæfu til að koma málinu á þá braut, sem leiða má til framkvæmda. Mál þetta varðar verkahring kvenna afarmikils. 1 næsta blaði verður nánar skýrt frá hvernig því farnast. HeimiliÖ. IIÍiKinóðurstörfin. Pau hafa ekki hátt um sig störfin húsmæðranna, og fæstir telja það vert launa eða viðurkenningar þólt konan sé vakin og sofin að hugsa um matreiðslu og þjónustubrögð. Konan er sjaldanast talin fyrirvinna heimilisins, það nafn ber bóndinn, enda er það svo að hann aflar þeirra tekna, sem heimilinu er framfleytt á. Arðurinn af vinnu heimilisföðurins verður reiknaður út upp á eyri, hvort heldur hann kemur fram i mynd viku- iauna verkamannsins, mánaðarkaups starfsmannsins eða i andvirði seldra búsafurða sveitabóndans. Hitt er alt erfiðara að meta til peninga slarf húsmóður- innar. Fæstum dettur það i hug, því flestir munu álita að útkoman verði harla lítil. En rit eitt i Ameríku (það er ekki kvennablað) hefir talið saman hvað liggi eftir húsmóður, sem í 30 ár hefir sint heimili sinu. Konan er húsmóðir í sveit, vinnukonulaus alla tíð, svo sem venja er þar i landi, því húsmæður i sveitum þar hafa ekki kringumstæður til að halda vinnukonu. Blaðinu telst til að á 30 árum matbúi konan og framreiði, 235 435 máltiðir, saumi 3.900 flikur, baki 49.400 brauð og formkökur, fyrir utan smákökur, búi til 7.960 skorpusteikur (pies) bræði 6.000 lítra af tólg (svínafeiti) rækti 1.525 bushels af grænmeti (1 bushel er um 60 pund) -strokki, 400 tunnur aí smjöri, sjóði niður eða sulti 3.625 dósir af kjöti og á- vöxtum, þvoi 177.725 flíkur og vinni 35.640 klukkustundir við að halda heimilinu hreinu. Við þetta bætast svo daglega störf við hænsnarækt og hirðing búpenings og margt annað sem fyrir fellur á sveita- heimili, svo sem að bera inn eldivið og sækja vatn. Sporin í vatnsbólið, sem konan gengur fram og aftur, oft á dag, væru nóg til þess að koma henni vel áleiðis kring um hnöttinn, væru þau gengin áfram i sömu stefnu. Blaðið sigir, að ef reiknað væri eftir venjufegu kaup- gjaldi, yrðu laun konunnar fyrir allan tímann ekki minna en 11 548.550 dollarar sem er 52.776.873 krónur, eftir núver- andi gengi. í Ameríku eru vinnulaun há, og eftir okkar mælikvarða er þessi útreikningur sennilega fullhár. En þó við lækkuðum hann um helming eða meir verður útkoman samt geypihá, svo há að engan mun gruna að strit hús- móðurinnar i 30 ár sé svo margra peninga virði. En þá er ótalið alt, sem ekki verður til peninga metið, öll umhyggja fyrir manni og börnum, allar vökunætur yfir ungbörnum og sjúklingum, svo margt og margt sem góð móðir innir af hendi með ljúfu geði og í kyrrþey, án þess að ætlast til endurgjalds. Að nota smámuni. 'Pappakeflin sem hekl-silki er undið uppá má nota t. d. fyrir servíettuhringi. Pappakringl- an í míðjunni er þá skorin úr og vafið um sivalninginn mislitu silkibandi. Skal þvi brugðið i gegnum opið og liggja stétt eftir hliðunum bæði að utan og innan. Ef vill má sauma röð af einhverskonar útsaumssporum, með lit sem sem á vel við, hringinn í kring, annað hvort eina röð um miðjuna, eða tvær, sina til hvors enda. Pessir ódýru serví-

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.