Tíminn - 22.07.1988, Page 4

Tíminn - 22.07.1988, Page 4
4 Tíminrii Föstudagur 22. júlí 1988 í nýútkomnu tölublaði tímaritsins „Nýtt líf“ er að fínna viðtal við dr. Sigrúnu Stefánsdóttur sem áður starfaði á fréttastofu sjónvarps. Eftir 13 ára starf kveður hún stofnunina beisk. Eins og kunnugt er var hún ein fímm umsækj- enda um stöðu fréttastjóra sjónvarpsins, er Ingvi Hrafn Jónsson var látinn fara, og tók hún því illa að framhjá henni skyldi gengið, ekki síst þar sem Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafði nánast lofað henni stöðunni. í viðtalinu talar hún m.a. opinskátt um úr- eltar aðferðir við manna- ráðningar ríkisútvarpsins, þar sem kynferði og pólit- ískar skoðanir manna skipta meira máli en hæfni og menntun. Þrisvar sinnum var Sigrúnu gef- inn ádráttur um starf innan Ríkis- útvarpsins, segir í greininni, en síðan gengið framhjá henni og annar ráðinn. Fyrsta skiptið var þegar hún sótti fyrst um starf sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og hafði Margrét lndriðadóttir hringt í Sigrúnu og boðið hana velkomna til starfa. Skömmu síðar var haft samband við hana og henni sagt að annar hafi verið ráðinn. „Pólitísk hrossakaup áttu sér stað - Sjálfstæðisflokkurinn seldi einhver atkvæði til Framsóknar- flokksins. Ég hef verið svo barna- leg að telja það mitt aðalsmerki að vera engum háð í stjórnmálum - enginn hefur átt mig og borið á mér ábyrgð. Ég taldi að frelsi mitt og sjálfstæði sem fréttamanns væri betur tryggt ef ég stæði utan flokka. Ég sé nú að þetta var megin skyssa," segir Sigrún í viðtalinu. „Daginn eftir að Bogi var ráðinn (fréttastjóri í stað Ingva Hrafns) gekk ég líka í Kvcnnalistann." „Ég hef greinilega orðið vör við að það skiptir máli úr hvaða um- hverfi maður kemur. Það skiptir til dæmis máli hvort maður hefur verið í MR og með heilan hóp af skólafélögum í kringum sig sem eru orðnir áhrifamenn í þjóðfelag- inu. Ég hafði aftur á móti stundað nám í Menntaskólanum á Akureyri og hef engan slíkan hóp á bak við mig í Reykjavík. Á vissan hátt finnst mér þetta vera landsbyggð- armál. Ég á engar sterkar ættir eða skólafélaga sem standa á bak við mig í kerfinu hér í Reykjavík." Árið 1985 var Markús Örn Ant- onsson ráðinn útvarpsstjóri, Emil Björnsson lét af störfum sem fréttastjóri Sjónvarps og ráða átti nýjan dagskrárstjóra. Markús hafði þá samband við Sigrúnu og bauð henni stöðu dagskrárstjóra. Skömmu seinna hringdi hann aftur í hana og sagði að inn í myndina væri kominn maður, karlmaður, sem ekki væri hægt að ganga framhjá. „Reynsla mín sýnir aftur á móti að það er ótrúlega auðvelt að ganga fram hjá konum," segir Sigrún. „Ég reiddist þessu mjög og fannst þetta slæm vinnubrögð en sagði síðan við Markús að úr því að svona væri komið mundi ég líklega sækja’ um stöðu frétta- stjóra. Hann spurði mig þá strax hvort ég þekkti einhvern í út- varpsráði!" Þriðja og umtalaðasta skiptið ' sem gengið var framhjá Sigrúnu var þegar fréttastjóri var ráðinn í stað Ingva Hrafns. Snemma í des- embermánuði hafði Markús enn samband við Sigrúnu og spurði hvort hún hefði áhuga á stöðunni. „Hann nefndi líka að Bogi Ágústs- son hefði komið til greina en hann væri farinn til starfa hjá Flugleiðum og talaði því eins og Bogi væri ekki lengur inni í myndinni sem væntan- legur fréttastjóri. Ég gat því ekki skilið orð hans öðruvísi en svo að hann væri að bjóða mér starf fréttastjóra enda sagði hann við mig áður en við kvöddumst: „Orð skulu standa'V Þrátt fyrir mestu menntunina, mestu reynsluna og, að því er virtist, stuðning útvarpsstjóra kom allt fyrir ekki....þegar ég heyrði að útvarpsstjóri hefði hringt í hann (Boga) og hvatt hann til þess að hætta við að draga umsóknina til baka vissi ég að ég yrði ekki ráðin fréttastjóri. Mér fannst ég hafa boðið skipbrot og höfnun mín var alger.“ Sigrún er harðorð í garð Út- varpsráðs og segir þar önnur sjón- armið en faglegan metnað út- varpsmanna ráða. „í útvarpsráð eru kjörnir fulltrúar stjórnmála- flokka sem fyrst og fremst gæta hagsmuna flokksbræðra sinna." Sigrún er þó ekki af baki dottin og segir vel koma til greina að hún gangi til starfa á fréttastofu áður en langt um líður. „Ég er líka mann- eskja til þess að taka því að falla aftur en ég vil falla á heiðarlegum forsendum," segir Sigrún í viðtal- inu. JIH Ingibjartur Þorsteinsson lést 20. júní Ingibjartur Þorsteinsson, pípu- lagningarmeistari, Espilundi 1 í Garðabæ lést þann 20. júní sl. Hann varfæddur27. nóvember 1921. Ingi- bjartur var mikill stuðningsmaður Framsóknarflokksins og gegndi ýms- um trúnaðastörfum fyrir hann. Hann sat um árabil í stjórn Framsóknar- félags Garðabæjar og Bessastaða- hrepps. Menning og saga íslands Fjórða útgáfa upplýsingarrits dr. Hannesar Jónssonar, sendiherra, „Iceland’s Unique History and Cult- ure“ er komið út. Hefur ritið verið aukið og endurskoðað og prýtt fjölda litmynda sem Rafn Hafnfjörð hefur tekið víðsvegar um landið. Rit þetta er kynning á íslandi, sögu þess og menningu, skrifað fyrir erlenda ferðamenn og erlenda les- endur. Skiptist það í tuttugu og níu kafla. Dr. Hannes Jónsson byggir ritið á fjórum fyrirlestrum sem harin flutti fyrir Bókmenntastofnunina í London árið 1960. Þriðja útgáfa ritsins var gefin út árið 1964, en er uppseld fyrir um tuttugu árum síðan. Ritið fæst í ferðamannaverslunum og bókabúðum. SH Bókaútgáfan Örn og Örlygur í samvinnu Gyldendals í Danmörku: Unnið að gerð alfræðibókar Væntanleg í ársbyrjun 1990 Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur mun gefa út alfræðibók í byrjun árs 1990, og verður bókin sú fyrsta sinnar teg- undar á íslandi. Bókin er byggð á alfræði- bók Gyldendals í Danmörku, en Örn og Örlygur undirrit- uðu sérstakan útgáfusamning við Gyldendal, sem heimilar bókaútgáfunni að þýða og staðfæra efni hinnar dönsku alfræðibókar. Til þess að þýða hið erlenda efni hefur bókaútgáfan gert samninga við nærri 80 sérfræðinga sem hver og einn vinnur að sínum sérstaka þætti, en síðan tekur starfslið á ritstjórnar- skrifstofum við efninu, vinnur að samræmingu þess og býr til setning- ar. Á dögunum kynnti menntamála- ráðherra sér vinnslu bókarinnar og segir meðal annars frá þeirri heirn- sókn í fréttabréfi frá Erni og Örlygi:" Miðvikudaginn 13. júlí sá Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamála- ráðherra, ástæðu til að koma í kynningarheimsókn á ritstjórnar- skrifstofur bókarinnar. Sigríður Harðardóttir, sem er rit- stjóri bókarinnar ásamt Dóru Haf- steinsdóttur, tók á móti ráðherra, ásamt útgefandanum, Örlygi Hálf- dánarsyni, og öðru starfsliði í rit- stjórn og skýrðu þau fyrir ráðherra hvernig unnið er að bókinni á hinum ýmsu stigum vinnslunnar. Ráðherra sýndi bókinni mikinn áhuga og ræddi lengi við starfslið hennar. Var heimsókn hans og skiln- ingur á mikilvægi bókarinnar, starfs- liðinu hin besta hvatning og uppörv- un í hinu erfiða og þýðingarmikla verkefni sem það hefur tekist á hendur.“ -gs Frá kynningarheimsókn menntamálaráðherra á ritstjórnarskrifstofu alfræðibókarinnar, sem bókaútgáfan Öm og Örlygur mun gefa út.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.