Tíminn - 22.07.1988, Page 7

Tíminn - 22.07.1988, Page 7
Föstudagur 22. júlí 1988 Tíminn 7 Flugráð hefur gert samþykkt um staðsetningu varaflugvallar: VARAFIUGVOU.UR Á EGILSSTÖÐUM Flugráð hefur gert samþykkt um varaflugvöll sem sinnt geti bæði innanlandsflugi svo og áætlunar- og leiguflugi til og frá íslandi. „Væntanlegur flugvöllur mun þjóna sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og mun gagnast þegar veðurskilyrði hamla lend- ingu þar. Flugvöllurinn á að geta tekið við öllum tegundum flugvéla sem eru notaðar og lenda hér,“ sagði Jóhann Albertsson sem setu á í Flugráði. Ráðið mælir líka með því að unnið verði jafnhliða þessu að uppbyggingu flugvallarins á Akur- eyri auk þess sem malbikuð verði flugbraut Sauðárkróksflugvallar. Nýja flugbrautin á Egilsstöðum verður væntanlega ekki tilbúin til notkunar fyrr en á árinu 1991, svo reiknað er með að Akureyrarflug- völlur muni þjóna sem varaflug- völlur á meðan, að sögn Jóhanns. Þegar hefur verið hafist handa við byggingu 2000 metra flugbraut- ar á Egilsstöðum. Með því að bæta 400 metrum við brautina munu þar hins vegar skapast lendingarskil- yrði fyrir aliar flugvélar sem nú eru í áætlunarflugi til og frá landinu. Væntanlega mun kostnaður við lengingu flugbrautarinnar verða um 100 milljónir króna. Að sögn Jóhanns nrun þjóðveg- urinn við Egilsstaði verða lagður yfir brautina, þar sem væntanlega verður sjaldan þörf á að nýta brautina til fulls auk þess sem í því felist mikill sparnaður þar sem flytja þyrfti þjóðveginn suður fyrir brautarendann að öðrum kosti. „Við fögnum því mjög að Flug- ráð hafi mælt með þessu og vonum svo sannarlega að af þessu verði," sagði Sigurður Símonarson, bæjar- stjóri á Egilsstöðum, í samtali við Tímann. „í allri umræðunni undanfarið um uppbyggingu Egilsstaðaflug- vallar höfum við fyrst og fremst lagt áherslu á það að fá hingað góðan innanlandsflugvöll, sem not- hæfur væri allt árið,“ sagði Sigurð- ur. „En við fögnum því mjög að mælt sé með því að byggja upp alþjóðaflugvöll því það eykur möguleika á að nýta hann öðruvísi, til dæmis taka upp beint leiguflug til Evrópu," bætti hann við að lokum. IDS ÍFR og Nýi ferðaklúbburinn hætta við Markarfljót og sigla niður Hvítá í Árnessýslu þess í stað: Markarfljót ryðst fram í miklum ham íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, ásamt Nýja íerða- klúbbnum hafa hætt við siglingu niður Markartljót. Þess í stað hyggst hópurinn sigla niður Hvítá í Árnes- sýslu. Markarfljót er talið ófært leið- angrinum. Nýi ferðaklúbburinn fór ásamt meðlimum Víkingasveitar lögreglunnar niður Markarfljót nú fyrir nokkru og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri óhætt að fara þá leið. Leið sú er víkingasveitarmenn og ferðaklúbburinn fóru, tekur yfirleitt um tvo klukkutíma við venjulegar aðstæður. Þegar leiðin var könnuð spýttust bátarnir niður ána á hálf- tíma. Vatnavextir voru miklir og leiðin talin ófær leiðangri FRÍ og ferðaklúbbsins. í stað þess að leggja árar í bát, hefur fyrirhugaður leiðangur breytt áætlun. Hvítá í Árnessýslu varð aftur fyrir valinu. Þetta er annað árið í röð sem íþróttafélag fatlaðra leggur í Hvítá og tilgangurinn er sá sami. Safna peningum til að reisa íþróttahús við Hátún í Reykjavík. Ekki hefur endanlega verið gengið frá hvaða hluta Hvítár leiðangurinn mun sigla, en Jón H. Sigurðsson, einn af skipuleggjendum leiðangurs- ins, sagði í samtali við Tímann í gær að um tvo möguleika væri að ræða. Annars vegar gljúfrin rétt neðan við Gullfoss, eða kaflann frá Brattholti að Drumboddsstöðum. Líklegast taldi Jón að síðari kosturinn yrði íyrir valinu. Endanlcga verður geng- ið frá þessu á fundi FRÍ og Nýja ferðaklúbbsins í dag klukkan 17. Siglingin verður farin næstkom- andi mánudag. Tekið cr við fjárframlögum í síma 91-21076 frá 13:00-17:00 og í síma 91 -25097 frá 9:00-13 og frá kl. 17:00- 22:00 -ES Katnn H. Arnadóttir, markaðsstjóri AB, afhendir formanni Stangaveiði- félags Reykjavíkur, Jóni G. Baldvinssyni, fyrsta eintakið ef bókinni Silunga- og laxaflugur. Á myndinni er einnig Friðrik D. Stefánsson, framkvæmdastjóri S.V.F.R. AB MED ÞRJÁR NÝJAR Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þrjár bækur sem tengjast sumrinu. Eru það, Gönguleiðir á Islandi 1. Suðvesturhornið, eftir Einar Þ. Guðjohnsen, Silunga- og laxaflugur, eftir John Buckland í þýðingu Björns Jónssonar, og A Short History of Iceland, eftir Jón R. Hjálmarsson. Gönguleiðir á íslandi 1. Suðvest- urhornið lýsir helstu gönguleiðum á svæðinu umhverfis Reykjavík, frá Þyrli f Hvalfirði austur fyrir Ingólfsfjall. BÆKUR Bókin er fyrsta hefti af mörgum sem fyrirhugað er að gefa út um gönguleiðir á íslandi. Silunga- og laxaflugur er yfirlit yfir 1200 flugugerðir sem notaðar eru við sportveiðar um víða veröld, útlit þeirra, uppruna og upplýsing- ar um fiskana sem þær eiga að tæla. A Short History of Iceland er, eins og nafnið gefur til kynna, á ensku. Bókin fjallar um sögu ís- lands allt frá því landnámsmenn settust hér að fyrir ellefu öldum og til nútímans. -gs Jaöarsbakkalaug á Akranesi: SUNDMÓT í NÝRRI LAUG Fyrsta sundmótið í nýrri sundlaug á Akranesi verður haldið um helg- ina. Um er að ræða Aldursmeistara- mót Sundsambands íslands og er búist við fjögur til fimmhundruð þátttakendum. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi sagði að framúrskarandi aðsókn hefði verið í nýju laugina, enda hefði hún verið langþráð mann- virki. Sagði hann að allt frá fimm- hundruð og hátt í þúsund gestir hefðu sótt laugina á dag síðan 16. júlí sl., en þá var hún vígð. Nýja laugin tók við af gömlu Bjarnalauginni, sem var byggð um 1940. Hún er helmingi styttri en sú nýja, eða 12,5 metrar. Aðstandend- ur Bjarna Ólafssonar, skipstjóra, gáfu Bjarnalaug til minningar um Bjarna. Nýja laugin stendur við Jaðars- bakka. Hún er 25 metra löng og auk þess eru þar 5 heitir pottar og vaðlaug. SH Frá æfíngu Camerata Nova, sem heldur hljómleika í Kristskirkju laugardaginn 23. júlí nk. kl. J6:00, undir stjóm Gunnsteins Olafssonar. HLJÓMLEIKAR í KRISTSKIRKJU Laugardaginn 23. júlí nk. hcldur hljónisveitin Camerata Nova tónleika í Kristskirkju klukkan 16:00. Einsöngvari í hljómsveitinni er Signý Sæmundsdóttir sópran, einleikari á kontrabassa er Hávarður Tryggvason en stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. í hljómsveitinni eru einungis hljóðfæraleikarar sem ýmist hafa nýlokið námi eða eru enn að læra, alls rúmlega 30 manns. Þetta eru fyrstu hjómleikar sveitarinnar. Á efnisskrá eru „Concertino" fyrir kontrabassa og strengjasveit eftir Lars Erik Larsson, „Konsert í D“ fyrir strengjasveit eftir Igor Stravin- skí, konsert-arían „Ah, perfido, spergiuro" eftir Ludwig van Beetho- ven og loks Sinfónía í D-dúr nr. 38 eða „Prag-sinfónían“ eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Signý Sæmundsdóttir stundaði söngnám við Tónlistarskóla Kópa- vogs hjá Elísabetu Erlingsdóttur og í Söngskóla Reykjavíkur hjá Ólöfu K. Harðardóttur. Síðan stundaði Signý nám við tónlistarháskólann í Vínarborg, en þaðan lauk hún námi úr Ijóðadeild og almennri söngdcild í júní 1988. Hávarður Tryggvason er fæddur í Reykjavík árið 1961. Hann stundaði kontrabassanám viðTónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar, E.N.M. de París og Konservatoríið í París og útskrifaðist þaðan árið 1986 með „premíer prix“, fyrstu einkunn. Nú er hann í framhaldsnámi við einleik- aradeild Konservatorísins í París. Gunnsteinn Ólafsson er fæddur 1962 á Siglufirði, en alinn upp. í Kópavogi. Hann stundaði þar fiðlu- nám hjá Sigrúnu Andrésdóttur og síðar við Tónlistarskólann í Reykja- vík hjá Rut lngólfsdóttur. 1 T.R. stundaði hann einnig nám í hljóð- fræði hjá Jóni Ásgeirssyni og grein- ingu hjá Hjálmari H. Ragnarssyni. Ári eftir stúdentspróf hélt Gunnstein til Ungverjalands og settist í Franz Liszt tónlistarakademíuna í Búda- pest. Hann lærði þar á nokkur hljóðfæri, flutti sig svo til Ítalíu, þar sem hann lærði meira, og er nú við nám í tónsmíðum og hjómsveitar- stjórn í Freiburg í Þýskalandi. -gs

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.