Tíminn - 22.07.1988, Page 14

Tíminn - 22.07.1988, Page 14
14 Tíminn Föstudagur 22. júlí 1988 E iiiiiiii im 'im rr'i ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ \ I BETRI SÆTUM miiii] iiiiii The Bourne Identity The Bourne Identity er tveggja spólu mynd, byggð á sögu Roberts Ludlum, með þeim Richard Chamberlain og Jacklyn Smith í aðalhlutverkum. Spurningaleikur okkar sem hófst í síðustu viku byggir einmitt á þessari mynd. I verðlaun verða tveir pakkar og nú er kominn tími til að birta nýja getraun. Ef þú svarar fjórum af neðangreindum fimm spurningum réttum, átt ÞÚ möguleika á að eignast þessa hörkugóðu mynd. Mundu bara að senda svörin inn fyrir 3. ágúst. -SÓL SPURNINGAR: 1. Richard Chamberlain er þekktur sem leikari i sjón- varpsmyndaflokkum. Nefndu einn slíkan. 2. Robert Ludlum er einn allra vinsælasti spennusagnahöf- undur sem um getur. Nefndu tvær bækur eftir hann. 3. Steinar hf. hafa nú gefið út fjöldann allan af myndbönd- um síðustu vikurnar. Hve mörg myndbönd áttu Steinar á síðasta myndbandavin- sældalista SÍM? 4. Hvers lenskur var bankinn sem Jason Bourne átti pen- ingana í? 5. Hver leikstýrir The Bourne Identity? Sendu lausnirnar inn, fyrir 3. ágúst næst komandi, merktar: Tíminn c/o í betri sætum Lynghálsi 9 110 Reykjavik. THE WITCHES OF EASTWICK: Mann verkjar í spékoppana Stjörnugjöf= ★★★1/2 Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Cher, Michelle Pfeiffer, Susan Sarandon Þá er hún loksins- komin á myndband, Nornirnar frá East- wick, og myndi maður nú segja að það væri kominn tími til og raunar ekki seinna vænna, eða sæna veinna. í sem örstystu máli, þá greinir myndin frá þrcmur lífsleiðum konum, sem ýmist eru fráskildar, ekkjur eða maðurinn hefur stungið af. Þetta eru þær Alcx (Cher), Sukie (Pfeiffcr) og Janey (Saran- don) og á hverju fimmtudagskvöldi hittast þær, detta í það og ræða um karlmenn. Eitt kvöldið koma þær sér saman um draumaprinsinn. Hann birtist síðan degi seinna og ber nafnið Daryl van Horne (Nich- olson). Upphefst nú hinn frægi ástarferhyrningur, en ekki er allt sem sýnist og van Horne er ekki allur jrar sem hann er séður. Þetta er nokkuð skemmtilegur farsi sem lifir lengi í ylvolgu ntinni ntannsheilans. Nicholson fer hrein- lega á kostum og ég persónulega hef ekki séð hann jafn sprækan í kvikmynd síðan hann togaði mig upp úr skónum í Gaukshreiðrinu. Að vísu tókst honum sæmilega upp í myndum þar á milli, t.d. Terms of Endearment, en ekkert saman- borið við þessa bráðskemmtilegu mynd. Kvenfólkið er alls ekki síðra. Cher er mun betri í þessari mynd heldur en í Moonstruck, Sarandon hefur að vísu aldrei náð jafn langt og í Rocky Horror Picture Show og Pfeiffer nær skemmtilegum tök- um á hlutverki sínu og jafnar í þessari mynd þá persónusköpun sem hún náði að koma í verk í Ladyhawke, þar sem hún lék á móti Rutger Hauer og Matthew Broderick. Saman fer þessi ferhyrningur á kostum. Söguþráðurinn er bráð- skemmtilegur, en þó verð ég að viðurkenna að svifatriðin fóru dá- lítið í mínar fínustu. Þannig hefði ég viljað sjá þau atriði fara út og einhver önnur inn mun jarðbundn- ari, en þó fyndin, og hefði myndin þá örugglega komist í fjögurra stjörnu flokkinn. Niðurstaða: Petta er bráð- skemmtileg mynd. Pau eru fjöl- mörg atriðin sem kitla hlátur- strengina svo mikið að mig var farið að verkja í spékoppana. And- lit mitt er hrukkunt stráð eftir að hafa horft á myndina og hlegið í nær hverju atriði og ef undanskild- ar eru örfáar fjarstæðukenndar senur, sem eiga það til að verða í lengsta lagi, þá er þetta mynd sem gæti tekið sér varanlega bólfestu í myndbandstækinu. Þrjár og hálf stjarna. -SÓL „TOPP TUTTUGU“ 1. ( 1) NoWayOut 2. ( 3) The Bourne Identity 3. ( 2) Full Metal Jacket 4. (-) NornirnarfráEastwick 5. ( 4) Innerspace 6. ( 5) TheLastlnnocentMan 7. ( - ) Windmillsof theGods 8. (15) BlueVelvet 9. ( - ) TheMan with two brains 10. ( 6) DirtyDancing 11. (19) Disordlies 12. ( 7) Something Wild 13. (12) He’sMyGirl 14. (14) WhiteWaterSummer 15. ( 8) TheJerk 16. ( 9) NoMercy 17. (13) WiseGuy 18. (18) TheBoyinBlue 19. (10) Raising Arizona 20. (11) Handsof aStranger (Skífan) (Steinar) (Steinar) (Steinar) (Skífan) (J.B. Heildsala) (J.B. Heildsala) (J.B. Heildsala) (Steinar) (J.B. Heildsala) (Steinar) (Skífan) (Myndbox) (Skífan) (Laugarásbió) (Steinar) (J.B. Heildsala) (Skífan) (Steinar) (JB. Heildsala) Það eru miklar hreyfingar á vinsældarlistanum þessa vikuna. Það eru aðeins þrjár myndir í sömu sætum og síðast, toppmyndin sjálf, No Way Out, White Water Summer, í 14. sætinu og The Boy in Blue í því 18. Aðeins þrjár myndir koma nýjar inn á listann. Nornirnar frá Eastwick fara beint í 4. sætið, Wind- mills of the Gods stekkur í það 7. og The Man with Two Brains fer í það 9. The Bourne Identity, sem getraunaleikurinn snýst einmitt um núna, fer úr því þriðja í það annað, en aðrar myndir flakka vítt og breitt um listann. 'Vjt oíaj; Cúgp h THE BOURNE IDENTITY: Spennumynd sem er í efri gæðaflokki Stjörnugjöf= ★★★ Aðalhlutverk: Richard Chamberlain, Jaclyn Smith Höfundur: Robert Ludlum Það gerist mjög oft að bækur eftir fræga höfunda eru kvikmyndaðar. Maður hefur margsinnis séð góðar bækur, t.d. eftir MacLean kvik- myndaðar og þeim breytt svo að þær eru óþekkjanlegar. Plottinu er meira að segja oft breytt. Ég man hins vegar ekki eftir að hafa séð margar bækur Ludlums settar á filmu. The Bourne Identity er hins vegar ein þeirra. TBI segir frá því þegar að maður (Chamberlain) vaknar í litlu frönsku sjávarþorpi, sundurskotinn og minnislaus. Drykkjusjúkur læknir annast hann þar og kemur honum til heilsu. í skinn hans hefur verið grædd míkrófilma með bankanúm- eri í svissneskum banka. Þegar hann fer síðan í bankann og kemst að því að hann heitir Jason Bourne, byrja menn skyndilega að reyna að drepa hann. Það lítur nefnilega út fyrir að hann sé enginn annar en hinn frægi leigumorðingi Carlos. Þetta er söguþráðurinn í nýjustu míníseríunni á markaðnum. Það verður líka að segjast að það hefur tekist vel að setja bókina á filmu, því ég man eftir að hafa lesið bókina, og mér og vafalaust fleirum að óvörum breyta þeir sögunni alveg lygilega lítið. Myndin býður upp á spennu, óvænta atburðarás, flækjur, beygj- ur, snúninga, hringi, ferhyrninga og strik og satt að segja, þó ég vissi söguþráðinn, þá rak mig í rogastans við útfærsluna. Kannski er bara svona langt síðan ég las bókina, ég veit það ekki. Það get ég hins vegar v> Ster&o UCHARD JACIYN UVIBERLAIN SMITH fUI iil URNE sagt að ég var hrifinn af myndinni, eða myndunum, því þetta er á tveimur spólum. TBI er skemmtileg afþreying. Chamberlain er hins vegar farinn að láta á sjá, og ekki nema von. Ef karlinn er virkilega farinn að nálgast sextugt, þá finnst mér hann nú eiga heiður skilinn fyrir að líta ekki út fyrir að vera nema rúmlega fertugur. Hvort lyftingar á andliti og skurðað- gerðir eiga sinn þátt í því, hef ég ekki hugmynd um, en skítt með það. Jacklyn Smith lítur líka vel út eins og endranær, en mikið ofsalega getur kvenfólk verið heimskt í myndum. Mikið ofsalega er ég feg- inn að það er ekki svoleiðis í lífinu. Niðurstaða: Þetta er myndband (bönd) sem er góð afþreying. í betri sætum mælir hiklaust með henni fyrir alla þá sem unna góðum spennumyndum. Við mælum líka hiklaust með henni fyrir þá sem unna flækjum, rómantík og njósna- plottum. Þrjár stjörnur. -SÓL THE BOY IN BLUE: Gömul lumma Stjörnugjöf= ★1/2 Aöalhlutverk: Nlcolas Cage, Chrls- topher Plummer og Cynthia Dale. Leikstjórl: Charles Jarrott Hér er á ferðinni gömul lumma. í sjálfu sér er það í lagi, en aðstandendum myndarinnar mis- tekst að hita hana upp. Sögu- þráðurinn er sem í fjölda annarra mynda um íþróttahetjur. Ungur maður er uppgötvaður, sem náttúrubarn í kappróðri. Hann hefur æfingar og ætlar sér stóra hluti, sem hann og fram- kvæmir. Inn í þetta er blandað hæfilegum skammti af ástarævin- týri og svikum. Að venju er að finna kafla í myndinni, þar sem allt gengur á móti íþróttahetjunni, sem Nicolas Cage leikur ágætlega. Eftir gróft brot í keppni er Cage dæmdur í keppnisbann í gervöllum Banda- ríkjunum. Hann leggst þó ekki með tærnar upp í loft og hættir, heldur æfir af krafti og skorar á heimsmeistarann að mæta sér á Thamesánni. Þar lýkur myndinni í rislitlu lokaatriði. Ég er kannski nokkuð harður, að gefa þessari mynd ekki nema eina og hálfa stjörnu. En yfirleitt hef ég haft gaman af að horfa á gamlar lummur af þessu tagi, en hér er lumman borin fram köld og ekki verður vart við viðlit til að gera hana lystugri. Að vísu getur að líta ágætis leikara, en þeir 'bjarga ekki því sem þarf, þar sem handritið er bókstaflega leiðinlegt. -ES

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.