Tíminn - 22.07.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.07.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. júlí 1988 Tíminn 15 Anne lise Mortensen, danskur líffræðingur, sem er að gera nýstárlegar tilraunir með ræktun plantna í úrgangi. Ætli þetta sé framtíðin? Græna vatnshreinsunin á tilraunastigi í Danmörku: „Græn hreinsun11 á skólpi í Danmörku er nú tilraun í gangi þar sem úrgangsvatn frá salernum, baði og vöskum er notað sem áburður á plöntur. Við þetta eru tvær flugur slegnar í einu höggi, vatnið verður hreint, en plönturnar nýta næringarefni skólpsins. Þessi nýja aðferð er einnig ódýrari en gamla hreinsunarað- ferðin. Lífrænn úrgangur í sjó- num getur valdið fiskadauða Þegar við hleypum baðvatninu úr kerinu eða sturtum niður. hugs- um við sjaldan um afdrif úrgangs- ins. Við vitum að hann fer á endanum út í sjó, en hvað tekur þá við? Eftir því sem meira af úrgangi berst í sjóinn fá þörungarnir meiri næringu, þeir vaxa og þegar þeir rotna eyðist súrefni úr sjónum. -Súrefnið er nauðsynlegt fyrir fiska og önnur sjávardýr. Anne Lise Mortensen, h'f- fræðingur í Danmörku, hefur sett upp svokallaða græna hreinsun á skólpi í Hörsholm. Hún ræktar grænar plöntur í skólpinu. Hún segir að hreinsun af þessu tagi sé bæði ódýrari og minni mengun skapist af henni en af hinni hefð- bundnu efnahreinsun. Anne Lise segir: „Við setjum mold í gróðurpottana okkar til að plönturnar þrífist. En það er ekki moldin, heldur næringarsöltin sem hún inniheldur sem cr ltfsnauðsyn- leg plöntunum. Einnig berum við tilbúinn áburð á garðinn og áttum okkur ekki á því að afgangs næri- ngarsölt berast með jarðvegsvatni í sjóinn. Af þvf leiðir ofvöxtur þörunga, sem veldur súrefnisskorti fyrir fiskana þegar þörungarnir rotna. Þetta inngrip okkar inn í lífhringinn er því náttúrunni ekki til góða. Með grænu vatnshreins- uninni notum við aðferð náttúr- unnar, plönturnar vinna sjálfar verkið, eins og ætlast var til af náttúrunnar hendi.“ Hyasintur í Disneylandi f Bandaríkjunum hefur þessi aðferð verið notuð til að hreinsa loft og vatn. Stofuplöntur eru rækt- aðar í úrgangsvatni, þæreyða kold- íoxíði og rykögnum úr loftinu og nýta sér næringarsöltin í úrgangin- um og við þetta skapast bæði hreint loft og vatn. í Disneylandi eru heilu breiðurnar af fallegum vatnshyasintum og grunar örugg- lega engan að þær séu ræktaðar í skólpi. En hvað getur vaxið með ræturnar í skólpi? Anne Lise segir það vera allar plöntur, nema helst kartöflur. Grænmeti og stofublóm þrífast vel í því. Græna hreinsunin til þróunarlandanna Anne Lise segir um hjálp Vest- urlanda til þróunarlandanna: „I þróunarlöndunum er matvælask- ortur stöðugt vandamál og úrgang- ur og skólp sífellt meira vanflamál. Við eigum að hætta að flytja út til þróunarlandanna þá þekkingu okkar sem er hætt að duga hér heima, heldur nýta okkur nýjar lausnir eins og grænu vatnshreins- unina. Það er hneyksli að hjálp okkar felist í byggingu hreinsunar- stöðva og áburðarverksmiðja. Þetta eru lélegar lausnir á miklum vandamálum." 1 tilraunastöðinni á Hörsholm má sjá árangurinn af grænu vatns- hreinsuninni, blómstrandi plöntur og gróðursæld. Mörgum finnst að- ferðin við ræktunina skrýtin, en eins og Anne Lise segir, þá er verið að notast við aðferð náttúrunnar, og hún ætti að þekkja bestu lausn- irnar. (Þýtt og endursagt: SH) Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stööur hjúkrunarfræöinga í heilsugæslu- stöövum eru lausar til umsóknar: 1. Staöa hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustööina á Egilsstöðum. Veitt frá 1. september 1988. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 3. Staöa hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Selfossi. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Fossvogi, Reykjavík, frá 1. október 1988 til 1. mars 1989. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Fossvogi. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 10. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Selfossi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu neyt- inu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 18. júlí 1988. A Bílbeltin fj* hafabjargað tíar"0*" Effco n gerír ekki við biláða bíla En hún hjálpar þér óneitanlega að halda bílnum þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan einhver sullar eða hellir niður. En það gerir ekkert til þegar Effco þurrkan er við hendina. Já, það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Þaö er meira að segja svolítið gaman að þrífa með Effco þurrk- unni. Því árangurinn lætur ekki á sér standa. Rykið og óhreinindin legga bókstaflega á flótta. Þú getur tekið hana með í ferðalagið eða sumarbústaðinn. Það er aldrei að vita hverju maður getur átt von á. Oft er svigrúm lítið i tjaldi eða sumarbústað, má því ekki mikið út af bera til þess að allt fari á flot, ef Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum ____ .og.varahlutaverslunum_________________ . Heildsala Högcfaeylir — EFFCO sími 73233 £ EffCO-l Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík. Lakagígar Sumarferð framsóknarfélaaanna í Reykjavík verður farin laugardag- inn 13. ágúst inn í LAKAGIGA. Nánari ferðatilhögun verður auglýst síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.