Tíminn - 22.07.1988, Qupperneq 19

Tíminn - 22.07.1988, Qupperneq 19
’" Föstudagur 22. júlí 1988 'i'rci' ’ 'i i « «. «. *■*•.«**■« A * * * V« » t k I I I I t t t » 1 * t * •« « «* » Tíminn 19 SPEGILL Níu áramunur Þegar Margaret Thatcher komst í sögubækur sem þaulsætnasti for- sætisráðherra Breta, voru engin hátíðahöld af hennar hálfu. Bara vinna eins og venjulega. f>að sama var raunar uppi á teningnum, þegar hún varð fyrsti forsætisráðherra Breta afkvenkyni. Þegar umræðan tók að hljóðna, sagði hún: - Kom- um okkur svo að verki. Svo sannar- lega hefur hún verið að verki síðan. Hún lét ekki undan kolanámu- mönnum í verkfalli, hún lætur hneykslismál á æðri stöðum ekki á sig fá, hún hvikaði ekki tommu gegn Argentínumönnum við Falk- landseyjar og segist aldrei láta undanlRA. Mörgeru viðurnefnin, sem hún hefur fengið, en þekktast mun vera Járnfrúin. Á meðfylgjandi myndum sést hve Thatcher hefur breyst á þeim níu árum, sem hún hefur verið við völd. Engu er líkara en hún sé með járngrímu nú orðið. Hún lætur alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta og heldur sínu striki. Þar fyrir utan er hún eiginkona og móðir og Denis, maður hennar, er einn þeirra fáu, sem leyfist að vera á öndverðum meiði við hana. - Skoðanir hans eru aðrar en mínar, segir hún. - í>að kryddar tilveruna og ég dái hann. Margaret Thatcher hefur ekkert breyst í því tilliti, að þegar hún tekur ákvörðun, fær ekkert breytt henni, hvort sem um er að ræða atvinnuleysi eða niðurskurð á sam- neyslunni. Eitt hefur þó breyst og það er útlitið. Á fyrstu valdaárum sínum gekk forsætisráðherrann gjarnan í búðarfötum frá Marks og Spencer og með blómahatta. Hún eyddi ekki tíma sínum á hárgreiðslustof- um heldur. Nú er öldin önnur. Bill nokkur Gibb, sem iðulega klæðir drottn- inguna og Biöncu Jagger, sér nú um klæðnað Thatchers og hattarnir eru horfnir, auk þess sem forsætis- ráðherrann er orðin um hárið eins og auglýsing fyrir hárgreiðslu- meistara sinn. Ekki einu sinni eggjakast hefur megnað að vinna á hárgreiðslunni. Pó ekki séu allir landar hennar ánægðir með hana, er hún mikils metin í öðrum löndum. Banda- ríkjamenn kalla hana „Konu aldar- innar“, Sovétmenn hafa heiðrað hana og lofað í sjónvarpi og í Indlandi var henni veitt æðsta orða ríkisins. Hailsham lávarður bar hana eitt sinn saman við aðrar konur í sömu stöðum og sagði: - Hún er fallegri en Golda Meir var og mun elsku- legri en Indira Gandhi. Sjálfri finnst Thatchcr þctta góð orð, einkum þegar á cr litið að henni datt tæpast í hug fyrr á árum að kona gæti orðið flokksformaður í Englandi, hvað þá forsætisráð- herra, en nú hefur hún setið lengst allra slíkra. IImVhiI Í'WÍP I ■ * Hundur á hárgreiðslu- stofu Rex lætur fara vel um sig í hárþurrk- unni við hliðina á einum „fasta- kúnna“ Constan- tines hárgreiðslu- meistara. Hann Rex er hálffeiminn á svip- inn í hárþurrkunni og mcð lokkana í rúllum, en hann er þó stilltur og prúður og situr þarna eins lengi og eigandinn segir honum. Húsbóndi Rex er George Con- stantine og er reyndar eigandi hárgreiðslustofunnar. Hann á þennan 6 ára hund, sem er víst af svolítið blönduðu kyni, en afskap- lega lokkaprúður. f>ví fannst hár- greiðslumanninum, eiganda Rex, alveg upplagt að setja í hann rúllur og láta hann sitja í hárþurrku eftir baðið. Constantine hárgreiðslu- stofan er í London og er Rex þar sem hálfgert lukkudýr á stofunni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.