Tíminn - 23.07.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.07.1988, Blaðsíða 19
Leugardag u'r'\2$.,-júU .1988- héIígin'” A fjórum hjólum - Reynsluakstur: Isuzu Trooper 4WD DLX Efniviður í sportjeppa Ég lofaði ykkur jeppa í síðasta bílaþætti en ég þorði ekki að lofa ykkur fjallaferð. Þó varð það úr að Tíminn varð að fara langa leið til að finna nógu erfiða vegi og slæmar vegleysur fyrir Trooperinn. Því varð hluti af reynsluakstrinum fólginn í því að rita nafn leiðangurs- manna í skálabók Ferðafélagsins við Álftavatn norðan Tindfjallajökuls, á leið sem kölluð hefur verið Fjallabaks- leið syðri. Ekki var þó eingöngu farið eftir henni þar sem sá vegur er fær öllum meðaljeppum utan þess að Mælifellssandur er lokaður vegna náttúruverndar. Leynivopnið var Radial Mudder Troopcrinn kom mér á óvart ef ég á að segja eins og er. Mér hefur til þessa þótt liann vera frekar lakur kostur fyrir þær kröfur sem ég set upp fyrir ferðajeppa. Hefur þar mestu ráðið að fáum hefur dottið í hug að setja einhver jeppadekk af viti undir þessa bíla svo ég hafi séð. Þessi reynsluakstursbíll var hins veg- ar þannig útbúinn að rétt er að geta þess sérstaklega. Dekkin voru hin nýju og eftirtektarverðu 32‘ Radial Mudder, sem reyndust gefa ótrúlegt grip við verstu aðstæður. Pá var búið að hækka Trooperinn nóg upp á fjöðrun til að dekkin kæmust fyrir og setja á hann brettavíkkanir. Síðast en ekki síst höfðu verið settir undir hann stífari demparar til að gera honum kleift að mæta því sem jeppar eiga að geta mætt. Snerpuhlutfall vélar En fyrst ég er farinn að minnast á dekkin verður það að segjast eins og er að þau voru í stærra lagi fyrir vélina, eða þá að vélin var í minni kantinum fyrir dekkin og þetta grófa mynstur. Trúlega væri sportlegra að nota meira alhliða mynstur sem ekki er eins gróft og Mudderinn. Þá vinnst það tvennt að bíllinn verður snarpari og líklegri til að togast upp lengri skafla og sandbrekkur og hitt að bensíneyðslan yrði líkari því sem hún er gefin upp fyrir að vera. Skemmtilegur ferðabíll Bíllinn var á allan hátt hinn skemmtilegasti ferðabíll. Hann er búinn sjálfstæðri fjöðrun að framan og blaðfjöðrun að aftan. Sjálfstæða fjöðrunin gerir það að verkum að hann tekur með meiri mýkt á ójöfn- um, holum og misgengi, en blað- fjöðrun með stífri hásingu. Ókostur- inn við þessa sjálfstæðu fjöðrun er sá að hún getur átt það til að slá bílnunt sjálfum niður að framan í skyndilegum ójöfnum. Kom það þó aðeins einu sinni fyrir í akstrinum skömmu eftir að komið var uppúr Markarfljóti norðan Laugafells og má rekja það til aksturslagsins. Skellurinn var vægur en nógur samt. Læsingin á afturhásingu Til að halda okkur við undirvagn- inn, en hann er eitt af því mikilvæg- asta varðindi torfærueiginleikana, er rétt að geta þess að allir Trooper- ar koma til landsins með 75% læsingu á afturdrifi. Sú læsing var eitt af því sem kom mér á óvart. Hún virkaði nær alltaf og undir ótrúlegustu kringumstæðum. Til dæmis lentum við í því að missa vinstra framhjólið niður í vatns- leðjupytt í Reykjadölum í ferðinni. Stóð þá bíllinn með hægra afturhjól- ið upp í loft og nánst láréttur, þar sem við vorum á leið upp nokkuð bratta ’orekku þegar þetta gerðist, en pytlurinn að framan gaf enga spyrnu. Hægt og hljótt var bakkað UPP úr ófærunni og það sem merki- legast var - Trooperinn gerði ekki svo mikið að spóla hálfan hring. Læsingin virkaði einnig þannig að unun var af í öllum brekkum, snjósköflum og sandbleytu. 111 DIN Ég minntist áðan á að vélin og dekkin hefðu átt í einhverjum sam- starfserfiðleikum. Vélin er samt sem áður stór af fjögurra strokka vél að vera, eða um 2,3 lítrar að rúmtaki og skilar 111 DIN hestöflum. Það vantar heldur ekkert á að slaglengd- in gefi nægilega seiglu í torfærum. Það sem á vantar er nýtt hcdd á þessa ágætu blokk. Það vantarbeina innspýtingu eða jafnvel túrbínu. Þetta eru leiðir sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa farið og náð góðum árangri. Útkoman úr reyn- sluakstrinum sýnir að vélin er eigin- lega of lítil til að hægt sé að tala um sparnað. T.d. eyddi hann meira bensíni í túrnum en sex strokka Bronco sem fylgdi. En svo spyr ég bara eins og hálfviti: Af hverju er ekki hægt að fá þessa japönsku sportjeppa með nógu stórri sex strokka vél? Vita þeir ekki þarna fyrir austan að við setjum stærri dekk undir jeppana okkar til að komast fjallvegina? Þyngdin er annað stórt atriði í sambandi við fleytni jeppa í sköflum og varðandi aflnýtingu. Trooperinn er alveg nógu léttur, eða um 1.415 kílógrömm. Hann er Ifka alveg nógu sterkur og alveg nógu lipur, til að hægt sé að kalla hann sportjeppa. Það hef ég líka gert ítrekað í þessari lauslegu úttekt. Ég get líka sagt að hann er í raun vel heppnaður efn- iviður í góðan sportjeppa, ef hægt verður að fá nauðsynlegar viðbætur Svona fyrir grínið var farið aftur í þessa skemmtilegu á í Reykja- dölum á leið upp að snjóþung- um Pokahryggjunum. Botninn var teppalagður og hættulaus. Tímamyndir: Guðrún Helga og Gunnar við það sem þegar hefur komið fram. Bjart yfir farkostinum En maður ekur ekki um á vél og undirvagni einum saman. Hafa verður góða innréttingu, hljóðcin- angrun og útsýni til að ferðalög geti talist skemmtileg. Allt þetta er til í ágætum mæli. Gott útsýni er úr öllum sætum bílsins og ekki hefur útlit bílsins verið látið skerða það á nokkurn hátt. Framrúðan er há og bjart er í farartækinu. Það er nokk- uð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Þá eru öll stjórntæki þannig stað- sett og frágengin aö verulega þægi- lcgt er að þvælast um á hvaða vcgi sem er. Mýktin hefur verið sett í öndvegi þótt dregið hafi verið lítil- lega úr henni í þessum reynsluak- stursbíl, eins og að framan greinir. + Hljóðeinangr- un, fjöðrun, vatnsþétting, bremsur, gír- skipting, út- sýni, rými, frá- gangur. Snerpan, vélar- afl, armurinn eini, umgangur fyrir aftursæt- isfarþega, slag- rými fram- fjaðra. Stýrislipurð og samhæfing Það sem er einna skemmtilegast við akstur þessa bíls er stýrislipurð og einstaklega Ijúf gírskipling. Hef ég sjaldan ekið torfærubíl sem býður upp á jafn áferðargóða stimhtcfingu gíra. Ekki spillti hcldur að ágætlcga gekk að skipta milli drifa og hræra í millikassanum. T.d. þurfti ekki að stöðva bílinn alvcg til að hægt væri að skipta í framdrif cða lága drifið. Þetta lá einfaldlcga Ijóst fyrir. Stór plús fyrir þetta atriði enda reynir mcira á slíka þætti cn clla þar scm vél er ckki alveg nógu stór fyrir dckkin sín cða drifhlutfall. Einn armur Eitt verð ég þó að setja út á í sambandi við stjórntæki, cn það cr þessi eini armur sem allt á að gera. Þar eru rúðuþurrkurnar, stefnu- Ijósin, skipting á háu og lágu aöal- Ijósunum og einig rúðupissiö á fram- rúðurnar. Það er ágætt í jcppa að hafa ekki arma báðum mcgin við stýrið, en þetta er cinum of mikið af því góða. í hristing og vcltingi cr ekki þægilegt að hemja höndina viö fínstillingar á rúöuþurrkum í lausu lofti. Þar á ofan er það vinstri höndin sem allt þarf aðgera. í látum og ófærum hcf ég til dæmis yfirleitt vinstri höndina á stýri og þá hægri upptekna við gírstöngina. Góðir jeppahemlar Ekki get ég látið hjá líða að ncfna eitt mjög stórt atriði sem er afar vcl heppnað í þessum bíl, en það eru hemlarnir. Þeir eru vel lokaðir og þannig úr garði gerðir að þeir blotna mjög lítið og þorna mjög hratt. Þetta er eitt af stærstu vandamálum við fjallvegaakstur að margra manna sögn. Hefur það mikið gildi að jeppinn verðurckki bremsulaus þótt vaðið sé í dýpstu vötn og lengstu vöð. Er ég vanur því að þurfa að þurrka bremsurnar á þeim jeppum sem ég hef áður haft með tilburðum miklum. Má heita að viö þessi óþægindi sé ökumaður Isuzu Troopers með öllu Ittus. Fyrir þá scm tlytja þurfa með sér varning eða mikinn farangur er Trooperinn viðbúinn félagi. Hann er hægt að opna nánast allan að aftan með tveimur hurðum. Er önnur þeirra stærri og er það sú sem jafnan er gengiö um. Hin er nánast eins og aukahleri sem hægt er að glcnna upp og er þá gatið jafn stórt og bfllinn er breiður og hár. Þéttur eins og appelsína Fyrst minnst er á huröir verð cg líka að segja þaö sem satt cr um aðrar hurðir Troopersins. Þær eru vatnshcldar með öllu og bar ekki á því að jökulvötn cða bergvatnskvísl- ar gætu fundið smugu til að brjótast um inn í bílinn. Hann var þéttur eins og appclsína. Farþegar og öku- maður gátu því sctiö öruggir meö farangur sinn og skóbúnaö og ekki blotnuöu teppin, utan einu sinni aö örlítið smit barst inn á efsta Mar- karfljótsvaðinu. Það var líka það versta vað og grýttasta sem ég hef ekiö út í og komist yfir og hefði reynt verulega á hvaða jeppa sem er. En þar sem við crum staddir úti í miðju vaöi Markarfljóts, vcrð ég að nefna þaö atriði sem mér líkaði sérlega vcl við vélina. Það var cinfalt mál að losa um barkann á lofthreinsaranum og svcigja hann þannig aö hann tók loftið inn cfst og aftast í vélarhúsinu. Þá var allt í rafkerfinu í sama mæli þétt og annað sem ég hef minnst á. Það er sérstaklega vel hugsað fyrir mörgu af því sem miklu máli skiptir fyrir þá sem komast vilja leiðar sinnar. Það passar vel við Trooperinn sem sagt var um einn frægasta torfærubíl um áratugabil, að þótt ferðir eigi að geta boðið upp á ævintýri, á bíllinn ekki að brydda upp á óvæntum uppákomum til að hrella ferða- ntenn. Kristján Bjömsson KominnyfirskafláPokahryggjumogbeinaleiðuppharðasandbrekku. Þetta varekkiallrabílaaðleikaeftir, en í því sambandi þykirekki við hæfi að nefna nein nöfn. Tímamyndir: Gu5rún Helga og Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.